Þjóðviljinn - 21.11.1984, Page 11

Þjóðviljinn - 21.11.1984, Page 11
VIÐHORF Kjarasamningamir - svar til Bjarnfríðar og Herdísar eftir Þröst Ólafsson Þann 14. nóvember sl. birtist í Þjóðviljanum grein eftir Bjarn- fn'ði Leósdóttur og Herdísi Ól- afsdóttur um nýgerða kjarasamn- inga. í þeirri grein eru alvarlegar rangfærslur sem ég tel nauðsyn- legt að leiðrétta. Það er einkum þrennt sem ég tel nauðsynlegt að gera athugasemd við í skrifum þessum. í fyrsta lagi, útreikning- ana á samningstímanum einkum hvað varðar fiskvinnu. í öðru lagi, umsagnirnar um lágmarks dagvinnutekjutrygginguna. í þriðja lagi, almennt mat á samn- ingunum. 1. Meginkjarninn í greininni eru útreikningar sem sanna eiga skepnuskap karlmanna gagnvart kvennastörfum. Enn hafi kvennavinnu verið fórnað. Áður en rökrætt er um raunverulega niðurstöðu samninganna þarf að leiðrétta flestar tölurnar. Ein- hvem veginn hefur þannig farið fyrir konunum að þær snúa öllum prósentum á haus. Þær virðast ruglast í prósentureikningnum þegar þær segja að 67 kr. sé 20% lægra en 80,11 kr. Það er rangt. Munurinn er 16,36%. Þegar farið er að slá um sig með prósentum er betra að kunna skil á þeim. Hafa ber alvarlega í huga að 80,11 kr. er 19,57% hærra en 67,- kr., en 67.- kr. eru aðeins 16,36% lægri en 80,11 kr. Þessi furðulega meinloka kemur fyrir í öllum út- reikningi þar sem talað er um bónusgrunn og röksemdafærslan ber þess merki. Þannig fá þeir sem eru á 15 ára starfsaldri ekki bónus reiknaðan af 25% lægra kaupi heldur 20,2%. Bónus- grunnurinn hefur því breyst þannig. (í sviga eru tölur Bjarn- fríðar og Herdísar): Fyrir samninga: Á fyrsta ári Eftir 3 ár Eftir 6 ár Eftir 15 ár Eftir samninga: Á fyrsta ári Eftir 3 ár Eftir 6 ár Eftir 15 ár Mér er ekki alveg ljóst hvernig þær stöllur reikna út vinnulaun kvenna í fiskvinnu í bónus skv. nýjum samningi. Ég hef til- hneigingu til þess að reikna mán- aðarlaunin þannig. í 8 klst. vinn- udegi er 7,25 mín. í bónustíma eða 7.4167 klst. Bónustíminn á mánuði er þá 7.4167 x 5 x 4,3333 eða 160.69 klst. 30% bónus að meðaltali í mánuði verður því 160.69 x 67.00 x 0.3 = 3.230 kr. sem bætast við 12.981 kr. Dæmi þeirra stallsystra er því svona. (Þeirra tölur í sviganum). ( 2,5%) 2,5% hærri. ( 5,0%) 4,7% lægri. (10,0%) 8,9% lægri. (14,0%) 12,5% lægri. ( 4,0%) 3,8% lægri. ( 9,0%) 10,6% lægri. (17,0%) 14,5% lægri. (25,0%) 20,2% lægri. Hér munar fjandi miklu á nið- urstöðum. Séu mínir útreikning- ar réttir eru allar ályktanir þeirra stallsystra rangar. Loddara- leikurinn í bónusnum kostar því ekki kr. 6081 heldur 2215 kr. ef notuð er sama uppsetning og þær hafa. Staðreynd málsins er sú að konur í bónus fengu meira útúr þessum samningum en flestir ef ekki allir. Kauptaxti kvenna í fiski hækkar um 26,41% á samn- ingstímanum jafnvel þótt bónus- inn hækki mun minna eða 18,94%. Heildarhækkunin er þó 24,58% á samningstímanum sem er það hæsta sem ég hef séð enn. Til upplýsingar fyrir þær stöllur er rétt að geta þess að konur í saumaskap fengu sömu hækkun- ina. Með nýju samningunum er hlutföllum milli bónus og fasta- kaups breytt á kostnað þessa „mannskemmandi og heilsuspill- andi þrælakerfis". Ekkert eitt atriði - ef frá er talin eðlileg af- staða atvinnurekenda - hefur haldið launum fiskvinnslufólks og töxtum láglaunafólks eins niðri og tenging bónusgrunns við taxta. Að lækka hlutdeild bónus í hækkuðum heildartekjum tel ég til mikilla bóta og er sannfærður um að það mun verða verkafólki til góðs í bráð og lengd. Ekki má heldur ljúka svo umræðum um bónus að ekki sé minnst á bókun samningsaðila um endurskoðun á bónussamningnum. Aðstand- endur þessarar bókunar vænta sér mikils af henni í þá veru að sníða verstu agnúa af núverandi bónuskerfi. 2. Þær stöllur kvarta undan meðferðinni á lágmarkstekju- tryggingunni - hún hækki minnst. Hér hafa þær loksins rétt fyrir sér. En mér er spurn? Getið þið bent mér á einhverja leið til að afnema tvöfalda kerfið án þess að lágmarkstekjutryggingin hækki minnst? Þá aðferð vildi ég gjarnan sjá á blaði. Ef lágmarks- tekjutryggingin er látin hækka til jafns við önnur laun þá helst tvö- falda kerfið áfram. Ef 10.522 kr. eru hækkaðar í 12.913 kr. er það 22,7% hækkun umfram tekju- tryggingu. Öll hækkun tekju- tryggingar umfram þessa bætist við þessa hækkun lægri taxtanna líka. Ég skil ekki hvað þær meina með því að leiða taxtana upp til tekjutryggingarinnar, hún hækk- ar ekkert við það. Alla vega verð- ur hækkun hennar ætíð lægst, hvernig sem að er farið. Margar slæmar leiðir voru til að afnema tvöfalda kerfið, flestar afleitar. Skársta leiðin var sú sem farin var að láta það deyja út. Menn detta út úr því þar til enginn er þar inni lengur. Þetta tel ég verulegan sigur fyrir lægst launaða fólkið. En auðvitað varð ekki á allt kos- ið. 3. Um samningana í heild má margt segja en það verður að bíða betri tíma. Sú staðreynd að búið er að taka helstu ávinninga þeirra til baka áður en hækkanir samkvæmt þeim eru borgaðar út ætti að vekja þær spurningar hjá verkalýðshreyfingunni hvort ekki hafi verið ranglega að þess- um samningum staðið í veiga- miklum atriðum. Við hljótum að meta raunverulegan árangur, hvað verkafólk fær í sína hönd, en ekki bara háar prósentur sem eru hrifsaðar af okkur áður en búið er að tilkynna samþykkt samninga. Hitt er svo augljóst að feimnis- laus fullyrðing um illa meðferð á svokölluðum kvennastörfum í nýgerðum samningum er alröng. Hér er á ferðinni annað tveggja vísvitandi blekking til þess gerð að skapa tortryggni og óánægju eða ófyrirgefanlega vankunnáttu - nema hvorutveggja sé. Þröstur Ólafsson er framkvæmda- stjórl Verkamannafélagslns Dags- brúnar. Mánaðarlaun eftir 3 ára starf 30% bónus Mánaðarlaun eftir 3 ára starf 50% bónus Mánaðarlaun eftir 3 ára starf 100% bónus (14.991) 16.211 kr. (16.331) 18.364 kr. (19.881) 23.747 kr. Meginkjarninn í greininni eru útreikningar sem eiga að sanna skepnuskap karlmanna gagnvart kvennastörfum. Enn hafi kvennavinnu verið fórnað. Áður en rökrætt er um raunverulega niðurstöðu samninganna þarfað leiðrétta flestar tölurnar. LESENDUR Umbætur í landbúnaði? í fréttum fjölmiðla og jafnvei í blaðagreinum má oft heyra eða sjá minnst á „umbætur í landbúnaði" í útlöndum. Hvergi hefur þó verið skýrt, svo að undirritaður viti, í hverju þessar umbætur eru fólgnar. Ekki mundi þó van- þörf á nánari greinargerð, því að ekki hef ég enn hitt neinn mann, sem veit hvað þetta þýðir. Flestir munu telja þetta ómerkilegt og ekki hugleiða það efni nánar, en svo vill til að um er að ræða einn merkasta þátt i pólitískri sögu og efna- hagssögu mannkynsins. í skýrum og gagnorðum pistli fréttamanns í Madrid fyrir skömmu, var meðal annars svo komist að orði að atvinnuleys- ingjar í Andalúsíu á Suður-Spáni krefðust „endurbóta f landbún- aði“. Um líkt leyti birtist í blað- inu E1 Salvador, 1. tbl. 3. árg., þýðing á „Tillögu Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar FMLN-FDR um samninga og bráðabirgðastjórn á breiðum grunni". Þar heitir einn kaflinn „Efnahagslegar og félags- Iegar umbætur". Þar hefst fyrsta grein á þessa leið: „Að leggja grunn að því að koma í fram- kæmd áætlun um umbætur í land- búnaði...“ Svo mætti lengi telja, en ég hef valið þessi tvö dæmi sökum þess að þau eru bæði frá þessu ári og auk þess ekki fyllilega samhljóða um orðaval, þó að augljóslega sé átt við sama hlut. Svo vill til að bæði fréttamað- urinn og þýðandinn hafa haft fyrir sér spænskt orðalag um þetta efni. Én það skiptir raunar ekki máli, þar eð þetta sem um er rætt, er nefnt mjög skyldum nöfnum á tungum vestur- evrópskra þjóða. Á ensku er þetta kallað „agrarian reform“, en einnig kemur fyrir orðalagið „land reform". Þetta merkir í stuttu máli að skipta landi góss- eigenda á milli verkamanna í sveitum og kotbænda, sem hafa of lítið land til að geta aflað sér og sínum nægilegs viðurværis. Það er einmitt þetta sem höf- uðkrafa alþýðuhreyfingarinnar í Mið-Ameríku, og ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur verið að reyna að þvinga ráðamenn í E1 Salvador til að sýna einhvern lit á að bæta hag sveitafólksins með því að skipta nokkrum hluta stærstu jarðeigna á milli jarðnæð- islausra manna. Það stafar auðvitað ekki af áhuga á að bæta hag fátæklinga, heldur um fram allt til að reyna að draga úr stuðn- ingi sveitafólks við alþýðuherinn sem hefur nú barist við stjórnar- herinn í fimm ár. Þetta er sagt berum orðum í ameríska viku- blaðinu Newsweek, 2. jan. þar sem kvartað er undan að hægri- menn í E1 Salvador hafi spillt áformum um skiptingu stórjarð- eigna, og er þessi ráðagerð Bandaríkjastjórnar köllu „U.S- designed agrarian-reform prog- ram intended to stop peasants from supporting the growing left- ist insurgency by giving them land and a stake in the system“ (áætlun um skiptingu stórjarð- eigna, sem Bandaríkjastjórn hef- ur samið í því skyni að stöðva stuðning sveitafólks við vaxandi uppreisn vinstrimanna með því að láta þeim í té jarðnæði og um leið aðild að skipulaginu). Þetta hefur sem nærri má geta gengið mjög illa og ekki er langt síðan tveir bandarískir sérfræð- ingar á þessu sviði voru myrtir í EI Salvador og voru þar að verki „dauðasveitir“ hægrimanna. í Nicaraqua hefur byltingar- stjórnin þegar skipt stórum jarð- eignum á milli alþýðumanna í sveitum landsins. Jafnvel herfor- ingjastjórnin í Honduras hefur reynt að friða sveitafólkið með fyrirheitum um skiptingu stór- jarðeigna, en minna hefur orðið úr efndum. Árið 1975 birti her- foringjastjórnin yfirlýsingu um skiptingu stórgóssa og á undan- förnum árum hefur á stöku stað verið skipt nokkru landi, en þetta hefur verið svo lítið að það breytir litlu um hag alþýðunnar þegar á heildina er litið. Því má bæta við í þessu sam- bandi að svo má virðast sem fréttamenn rangþýða oft enska nafnorðið „peasant". Það merki ekki bóndi, heldur sveitamaður eða alþýða manna í sveit, verka- lýður, karlar, konur og börn, og þar með taldir kotungar. Það er þeqa fólk sem átt er við, þegar fréttir berast af að hermenn E1 Salvador-stjórnar hafi drepið „peasants“ tugum, jafnvel hund- ruðum, saman vegna gruns um stuðning fólksins við alþýðuher- inn. Um leið mætti minna á að í sveitum á íslandi eru það bændur einir sem búa, en annað fólk á aðeins heima þar. Því brá mér í brún þegar ég las í nýlegri fræði- bók í texta undir mynd af bænum Odda á Rangárvöllum, að Snorri Sturluson hefði búið í Odda í tutt- ugu ár. Sannleikurinn er sá að Snorri ólst þar upp hjá fóstra sín- um, Jóni Loftssyni, sem bjó í Odda eins og alkunnugt er. Snorri bjó aldrei í Odda, þó að hann ætti þar heima í æsku. En á fullorðinsárum bjó hann fyrst á Borg á Mýrum og síðar í Reykholti og átti bú víðar. En nú er ég kominn út í aðra sálma. Narfi Narfason ( sveltum landsins em þaö bændur einir sem búa. Segir bréfritari. Miðvikudagur 21. nóvember 1984 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.