Þjóðviljinn - 24.11.1984, Qupperneq 3
FRETTIR
LÍÚ-þingið
Sundmng meðal útvegsmanna
Fjölmargir vilja harðar aðgerðir strax. Meirihlutinn situr hljóður hjá og
vill ekki styggja stjórnvölcL né olíufélögin.
Mjög skiptar skoðanir komu
fram á þingi útvegsmanna
sem lauk í gær, um viðbrögð við
sífelldum árásum ríkisvaldsins á
sjávarútveginn en útgerðir og
fiskvinnslufyrirtæki víða um land
standa nú frammi fyrir gjald-
þroti.
Á þinginu komu fram fjöl-
margar tillögur um að gjörbreyta
stefnu í olíusölumálum og þrýst-
ing á stjórnvöld með því jafnvel
að leggja flotanum.
Þessar hugmyndir og tillögur
vöktu lítinn fögnuð hjá forystu
LÍÚ sem hélt verndarhendi yfir
hinu þrefalda olíusölukerfi.
Er fréttin um stórhækkun á olí-
uverði barst inn á þingið síðdegis
í gær komu greinilega í ljós þær
skiptu skoðanir er ríktu á þing-
inu.
Kristján Pálsson í Ólafsvík
sagði greinilegt að meirihluti út-
vegsmanna hefði ekki áhuga á
neinum aðgerðum en menn
stæðu frammi fyrir því að útgerð-
in væri að verða gjaldþrota. Því
hefðu nokkrir fundarmanna
ákveðið að boða til sérstaks fund-
ar að loknu þinginu til að ræða til
hvaða aðgerða ætti að grípa.
Emil Thorarensen frá Eskifirði
lagði fram tillögu um að olíufé-
lögin 3 yrðu sameinuð í eitt eða
ríkið tæki yfir olíusöluna. Út-
gerðin hefði ekki efni á því að
halda uppi þreföldu oiíusölukerfi
í landinu. Ágúst Einarsson
Vestmannaeyjum bar ffarn frá-
vísunartillögu sem var samþykkt.
Einar Kristinsson Keflavík
sagði að ef það væri ætlun
stjómvalda að leggja niður sjáv-
arútveg á íslandi væri heiðarlegra
að segja það strax svo menn gætu
hætt þegar.
Hilmar Rósmundsson Vest-
mannaeyjum sagði að nauðung-
amppboð á skipum myndu halda
áfram næstu vikur og mánuði og
eina ráðið sem stjómvöld skildu
væri að stöðva flotann. Slíkt hefði
verið reynt en samstaðan væri
ekki fyrir hendi. Þingið væri að
taka ákvarðanir sem fríuðu
stjórnvöld algerlega frá gerðum
sínum. Það væri hryggilegt að
þing LÍÚ væri orðið að hálfgerðu
sláturhúsi útgerðar. Tillögur og
ályktanir þingsins væm hvorki
fugl né fiskur.
Jón Magnússon Patreksfirði
sagði sundurlyndi með mesta
móti í samtökum útvegsmanna
og kenndi formanni um hvemig
komið væri. Enginn vandi væri
leystur frekar aukinn og ekkert
kæmi að viti út úr þessari sam-
komu.
Það var kannski táknrænn
endir á þessu 45. þingi LÍÚ eftir
að þingfulltrúar höfðu fengið
framan í sig 20-30% hækkun á
olíu, að þingfulltrúar fjölmenntu,
með undantekningum þó, í sam-
kvæmi hjá sjávarútvegsráðherra,
sem einhver sagði að myndi
bjóða uppá beiskan olíukokkteil.
-*g-
ASÍ-þing
Undir-
alda
Þing Alþýðusambands íslands
hefst á mánudaginn kemur. Eitt
af þeim málum sem hefur verið
rætt um fyrir þingið er hvort
fjölga eigi í miðstjórn sambands-
ins og þá hvort fjölgað verði um
ljóra eða sex menn. Fyrst kom
fram hugmynd um að fjölga mið-
stjórnarmönnum um fjóra og að
baki lá einkum þrýstingur frá
konum um aukin ítök í miðstjórn-
inni. Sjálfstæðismenn og Fram-
sóknarmenn í ASI þóttust sjá að
ef aðeins yrði fjölgað um fjóra,
myndi hið pólitíska valda-
jafnvægi raskast, því samkvæmt
styrktarhlutföllum yrðu tveir af
þessum fjórum Ifklega Alþýðu-
bandalagsmenn, einn krati og
einn í hinni svokölluðu „gráu
deild“ sem er utan við öll flokks-
bönd.
Þessu vildu Framsóknar- og
Sjálfstæðismenn ekki una og
lögðu fram þá hugmynd að fjölga
um sex, en þá fengju þeir einn
hvor. En þess má geta að saman
gætu þeir staðið í vegi fyrir fyrir-
huguðum lagabreytingum á þing-
inu, en 2/3 hluta atkvæða þarf á
þinginu til að koma lagabreyting-
um fram.
í gær var verið að ræða þessi
mál. Maður úr verkalýðshreyf-
ingunni tjáði Þjóðviljanum að
margt benti til að menn myndu
hallast að fjölgun um sex manns,
einkum af því að hægri menn
sæktu það stíft. Hins vegar er
ljóst að engin átök verða um
menn í æðstu stöður ASÍ.
__________________-S.dór
Alþingi
Hvað las
Sverrir?
Það vakti athygli alþjóðar, að
Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra hafði ekki meiri áhuga á
stefnuræðu forsætisráðherra og
þeim umræðum sem á eftir fylgdu
en svo, að hann sat og las í
þvældri pappírskilju allt kvöldið.
Þetta sást auðvitað glöggt þar
sem umræðunum var sjónvarp-
að. Fjölmargir hafa komið að
máli við blaðið og spurt hvaða
bók Sverrir var að lesa. Því miður
tókst þó ekki að ná tali af ráð-
herranum til að fá þetta upp-
lýst...
Alþingi
20 krónur
molinn!
Handumið konfekt frá Sviss!
Geir Gunnarsson: Meðan sumir hafa vart til hnífs og skeiðar, háma
dekurbörn stjórnarinnar í sig handunnið konfekt frá Sviss
Tvær fréttir sem birtar voru um
síðustu helgi lýsa e.t.v. best
hvað er að gerast í kjölfar stjórn-
arstefnunnar, sagði Geir Gunn-
arsson í sjónvarpsumræðunum í
fyrrakvöld.
„í annarri fréttinni var sagt frá
því að boðinn hefði verið upp
togari í útgerðarbænum Akranesi
og það er aðeins upphaf í þeim
efnum. í hinni síðari fréttinni er
greint frá högum dekurbama
stjómarstefnunnar, - ný verslun
var að hefja starfsemi í Reykjavík
og auglýsti með nær heilsíðu lit-
myndaauglýsingu í dagblöðunum
að nú væri það nýjast um ráðstöf-
un á gjaldeyri þjóðarinnar sem
sjómenn hætta lífi sínu til að afla,
að þessi nýja verslun sinnti því
einu að selja handunnið konfekt,
sem flutt væri vikulega með flugi
frá Svisslandi. Og svo örugglega
uppfyllti þetta fyrirtæki kröfur
markaðsstefnunnar um arðsemi
umfram útgerð og fiskvinnslu,
sem verið er að drepa, að um leið
var boðað að innan skamms yrði
opnuð - önnur sams konar versl-
un ofar við Laugaveginn." - 6g
Skák
Gott gengi
Kristján Guðmundsson liðsstjóri íslensku ÓL-sveitarinnar:
Mikillfjöldi biðskáka í fyrstu umferðunum þreytti menn mjög
Þetta hefur gengið vel í fyrstu
umferðunum, alveg þar til í
gær að við töpúðum fyrir Eng-
lendingum. Þrátt fyrir allt eru
menn sæmilega ánægðir með
gang mála til þessa, sagði Krist-
ján Guðmundsson liðsstjóri ís-
lensku skáksveitarinnar á Ólym-
píumótinu í Saloniki í Grikk-
landi, er Þjóðviljinn ræddi við
hann í gær.
Kristján sagði að íslenska
sveitin hefði fengið mikið af bið-
skákum í fyrstu umferðunum og skákskýringar í einum. Efstu
hefði það þreytt mannskapinn sveitirnar tefla á sérstökum upp-
allmikið. Sérstaklega hefði Helgi hækkuðum palli, þar sem skýr-
Ólafsson orðið fyrir barðinu á ingatöflur eru fyrir áhorfendur.
þessu með sína 150 leikja skák Islenska sveitin er kominn uppá
við Túnismanninn í fyrstu um- þennan pall, enda í 4. sæti.
ferð. Öllum keppendum íslands líð-
Allar aðstæður á keppnisstað ur vel nema hvað Jón L. hefur
eru til fyrirmyndar og mótið í verið hálf lasinn af hálsbólgu og
heild afar vel skipulagt. Á keppn- tefldí hann ekki gegn Englend-
isstað eru 4 salir, í einum er ingum og heldur ekki í gær gegn
keppt, annar er fyrir blaðamenn, Tékkum. Þá kom Karl Þorsteins
í einum er matur fram borinn og inn í fyrsta skipti. _ s#d6r.
Háskólinn
Þingmaður
rannsakar
Sex sátu hjá í Háskól-
aráði við samþykkt
tveggja mánaða
aukagreiðslu til
Gunnars G. Schram
Á fundi Háskólaráðs í fyrradag
var samþykkt erindi frá Gunnari
G. Schram lagaprófessor og þing-
manni um tveggja mánaða auka-
greiðslu vegna lúkningar viða-
mikilla rannsókna. Þetta var
samþykkt með átta atkvæðum,
en sex ráðsiiðar völdu þann ko-
stinn að sitja hjá.
Gunnar G. Schram hefur verið
í rannsóknarleyfi frá skyldustörf-
um á haustmisseri. Þingmenn úr
Háskólanum fá hálf laun þaðan
auk þingfararkaups, og er ætlast
til að þeir skili helmingsvinnu í
Háskólanum. Fullt starf háskóla-
kennara er talið vera kennsla og
prófvinna að 48 hundraðs-
hlutum, stjórnunarstörf 12%,
rannsóknir 40%.
Stefán Sörensen háskólaritari
sagði Þjóðviljanum að Gunnar
hefði ekki sótt áður um auka-
greiðslur vegna þeirra
rannsóknarverkefna sem nú eru í
deiglunni. Hinsvegar hefur
Gunnar áður fengið svipaða fyr-
irgreiðslu hjá Háskólaráði á þing-
mannstíma sínum.
Auk hinna viðamiklu
rannsóknarstarfa er Gunnar al-
þingismaður Reyknesinga, for-
maður Bandalags háskóla-
manna, stjórnarskrámefndar-
maður og fulltrúi í álviðræðu-
nefnd. - m
Beðist
afsökunar
Undirrituðum urðu á leið mis-
tök f frétt Þjóðviljans í gær. Þar
sagði að skuldir þjóðarbúsins
hefðu aukist um 1 miljón króna á
hverja 4ra manna fjölskyldu.
Hið rétta er 100 þúsund krón-
ur. Ástæða þessarar skekkju eru
reikningsmistök mín. Við engan
annan er að sakast í þessu tilfelli.
Aldrei stóð til að reyna neinar
blekkingar í þessu máh, nógu
slæmt er það samt, heldur brást
reikningskunnáttan undirrituð-
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3