Þjóðviljinn - 24.11.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.11.1984, Blaðsíða 15
Myndlist A vit tómleikans í Gallerí Borg við Austurvöll sýnir Björg Atla (Atladóttir) 37 myndir, flestar frá þessu ári. Björg hefur áður haldið einka- sýningu og var það í boði listkynningar Héraðsbókasafns í Mosfellssveit, síðastliðið vor. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árun- um 1979-82, en áður hafði hún sótt námskeið við Myndlista- skólann í Reykjavík, 1976-79. Þá hefur hún kennt á námskeiðum í málaradeild þess skóla frá árinu 1982. Björg fæst mest við olíumál- verk, en einnig eru á sýningunni akrýlmyndir og verk unnin með blandaðri tækni, auk teikninga á pappír. Virðast smámyndir henn- ar margar hverjar vera rissmynd- ir fyrir stærri verkin. Stfllinn er sambland af abstraksjónum og fígúratívri list með ívafi úr heimi popplistannnar. Listamanninum reynist nokk- uð erfitt að gera upp við sig á hvaða mið skuli róa og þjakar það nokkuð sýninguna í heild. Svo virðist sem Björgu láti best að vinna í óhlutbundnum stfl og bestu verk hennar eru þess eðlis. En einhverra hluta vegna nægir það henni ekki, svo hér og þar skjóta upp kollinum skugga- myndir af mannverum í óræðu landslagi, sem samanstendur af lýrískum litum og geometrískum burðarásum. Ofan á þetta bætist svo samlímingartækni (collage), Björg Atla í Gallerí Borg þannig að áhrifin verða ruglings- legri en þurfa þyrfti. Reyndar eru þetta ytri ein- kenni málverka Bjargar, en þau bera vott um vandann sem liggur að baki. Svo virðist nefnilega sem hstamaðurínn hafí sáralítið að segja okkur annað en það, hvern- ig fara eigi að því að búa til snotr- ar myndir. Þetta væri sök sér, ef Björg hefði ekki að baki sér um 6 ára myndlistamám við viðurkennda listaskóla. En það má vera að þar hafi aldrei farið fram umræða um innihaldsleysi myndverka. Hverjar sem ástæðumar eru, þá er það greinilegt að Björg hefur fallið í pytt innihaldsleysisins. En henni til huggunar skal það sagt, að hún er ekki ein um slfkt fall. List hennar, eins og svo margra, viðheldur þeirri lýgi sem allmargir íslendingar gína við, að myndlist sé ekki annað en innan- tómt skraut sem punta skuli með enn innantómari hýbýli. En það ætti öllum að vera ljóst að ekki er nóg að læra myndlist eins og hvert annað fag í iðn- skóla. Menn verða að hafa eitthvað að segja, eitthvað sem brennur þeim á vömm, eitthvað sem ekki hefur verið margtuggið. Þetta skilja íslendingar þegar tal- ið berst að bókmenntum. En þeim virðist erfiðara að átta sig á því, að sömu lögmál gilda um aðrar listgreinar. -HBR Pr'ófað'ann hann ermjúkur Mjúkur er hann ENGIS HVAÐ... FELUNG? EKKITIL UMRÆÐU HJÁ OKKUR ■o a. EIGUM NOKKRA SKODA ÁRG.1985 Á GAMLA GÓÐA VERÐINU. JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.