Þjóðviljinn - 25.11.1984, Blaðsíða 9
Sjáðu hvað tannlæknirinn gerði við mig! segir þessi ungi snáði í forskólabekk við Sigrúnu. Kennslan í forskóla er meira fólgin í uppeldi en beinni fræðslu, segir
Sigrún. Ljósm. Svala.
reynslu sem kennari, en ég var
alvarlega farin að hugsa um það
síðastliðið haust að leita mér að
annarri vinnu. Ég er nýkomin ,í
20. launaflokk og fæ nú í grunn-
laun 22.965 krónur á mánuði
samkvæmt nýja samningnum.
Úrslit verkfallsins urðu okkur
nokkur vonbrigði, okkur fannst
þetta detta niður þegar þrýsting-
urinn og samstaðan var í há-
marki. Kennarar hafa hins vegar
dregist það mikið aftur úr að við
teljum okkur þurfa sérstaka
leiðréttingu. Á fulltrúaþingi
kennara í vor var samþykkt að
fara út í fjöldauppsagnir til þess
að knýja fram slíka leiðréttingu.
Slíkt er auðvitað neyðarúrræði,
en þetta gengur ekki lengur. Það
eina sem dugir er samstaðan.ó|
Frjálst val og fjölbreytt námsefni gerir skólastarfið spennandi. Það gerir jafnframt meiri kröfur til kennarans um undirbúnmg námsefnis og skipulagningu námsins
á einstaklingsgrundvelli. Ljósm. Svala.
Sunnudagur 25. nóvember 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9
1500 nemendur en nú eru þeir
rúmlega 1100. „Skólar eiga ekki
að vera stærri en það, að kennar-
ar geti þekkt alla nemendur, 4-5
hundruð ætti að vera hámark."
Sigrún sagðist hafa kynnt sér
skólastarf erlendis og hún sagðist
hvergi hafa rekist á það að skólar
væru tvísetnir.
Kennsluhœttir
erlendis
Ég tók orlof eitt ár og var þá við
nám í Kennaraháskólanum í
Kaupmannahöfn. Þar kynntist ég
m.a. erlendu skólastarfi. Kenn-
arar erlendis eru hissa á þeirri
miklu kennsluskyldu sem við höf-
um. Þeir hafa hins vegar ekki eins
löng sumarfrí. Þar kemur á móti
að þeir hafa lengri vetrarfrí en
við, þannig að þetta j afnast upp. f
Danmörk eru 200 kennsludagar
en hér eru þeir 170-190. Til þess
er ætlast að kennarar noti
sumartímann að hluta til til
undirbúnings og námskeiða. Ég
hef sótt fjölmörg slík námskeið,
og síðastliðið sumar sótti ég nám-
skeið á vegum Evrópuráðsins,
sem haldið var í Þýskalandi um
börn með náms- og hegðunar-
vandamál. Það er fróðlegt að sjá
hvemig aðrar þjóðir leysa þessi
mál, en ég held að ég megi full-
yrða að við stöndum aftarlega í
því að veita slíkum börnum þann
stuðning í skólastarfinu sem þau
þurfa með.
Vanmetið
starf
Að lokum spurðum við Sig-
rúnu hvort hún teldi kennara-
starfið vera vanmetið starf.
Já, það hafa óneitanlega kom-
ið fram furðulegustu greinar og
skrif í blöðum undanfarið. Marg-
ir virðast hafa takmarkaða þekk-
ingu á því sem fram fer í skólun-
um. Margir virðast líta á skólana
sem einhvers konar geymslur
fyrir unga fólkið. Það er ljóst að
yfirvöld skera framlög til skóla-
inála við nögl eins og sjá má af
tvísetnum skólum og þeim
launum sem okkur eru
skömmtuð og duga ekki til fram-
færslu. Ég hef 19 ára starfs-
NORÐDEKK
hetlsólud radíal detík,
BESTA SNJÓMUNSTUR
SEMVÖLERÁ!
Það eru ekki bara
snjókarlarnir sern
eru farnir að
undirbúa veturinn
®gö2wí*i,í
Z!£!£~
en
Hjá okkur að
RÉTTARHÁLSI 2
komast allir í hús,
stórir sem smáir
Stærsta og tæknilega
fullkomnasta dekkja-
verkstæði landsins
Þú slappar af í setu-
stofunni á meðan við
skiptum um fyrir þig
STOFAN
HF
RÉTTARHÁLS 2 s: 84008-84009
SKIPHOLT 35 s: 31055-30360
GÚMMÍ
VINNU
UMBOÐSMENN UM
ALLT LAND
DJÚÐVIUINN
Öðnivísi
_____fréttir_