Þjóðviljinn - 25.11.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.11.1984, Blaðsíða 11
e » íOBBHnnBBBBBi LA PRENSA iiHaiun »111 priu ni Kioria VofocJón bcfo gran apatia ták'HiifiM'nati bfw »»i ÖII* ta tatfc M Imi ] ^ BL NUiyO DIARIO -3.00 Votacinn masica y ejemplar Ganó el pueblo BARRICABAO ««»• «»w6k »n Kxfo Ipaú -<xM. popc/l.> Iigiia <m lrwi< Vídoría de Smdmo en eletdones Bbres Mismunandi túlkun blaöanna. La Prensa (borgaralegt blað) segir að afardauft hafi verið yfir kosningunum. Barricada, mál- gagn stjómarinnar segir að Sandino hafi sigrað í frjálsum kosningum en El nuevo diario segir að kosningarnar hafi verið til fyrirmyndar og fólkið sé sigurvegarinn í þeim. Kosningaursiitum tagnao. Þrjár kempur úr forystusveit Sandinista við minningarathöfn um látinn félaga: bræðumir Daniel (nýkjörinn forseti) og Umberto og Thomas Borge. (Ljósmyndir: S. Hj.). Sandinistar vilja góð samskipti til sem flestra ótta Okkur erlendum gestum sem fylgdumst meö kosning- um í Nicaragua á dögunum barsaman um, að þærhefðu farið vel fram og skipulega og án þess að þvingunum væri beitt, segir Sigurður Hjartar- son sagnfræðingur, en hann var í Nicaragua viku fyrir og viku eftir kosningarnar sem þar fóru fram fjórða nóvember síðastliðinn. í Nicaragua voru þessa daga á fimmta hundrað fulltrúar er- lendra ríkisstjórna og stjórnmálaflokka, vinsamlegra og óvinsamlegra Sandinista- stjórninni, verklýðssamtaka og annarra og um 500 blaðamenn. Meðal þeirra sem yfirkjörstjóm- in sendi boð var Aiþýðubanda- Iagi og var Sigurður fulltrúi þess við kosningarnar. Hœgri blökkin Mikið hefur verið rætt um hægriblökkina sem kallast Sam- ræmingarsamtök lýðræðissinna - en í henni eru þrír flokkar, Kristi- legir, Frjálslyndir og Sósíaldemó- kratar, tvö minniháttar verka- lýðssambönd og atvinnurekenda- sambandið sagði Sigurður. Fors- etaefni þessara flokka var Arturo Cruz, en ég á erfitt að ímynda mér að hann hefði átt umtals- verða möguleika í kosningunum, eins þótt hann hefði ekki dregið sig út úr þeim. Cruz vann við f>ró- unarbanka Ameríkuríkja, hafði lengst af verið erlendis við nám og störf, var svo kallaður heim til Nicaragua árið 1979 eftir bylting- una gegn Somoza og gerður að seðlabankastjóra. Um skeið var hann í þriggja manna yfirstjórn landsins og átti þá einkum að auðvelda tengslin við einkafyrir- tækin. Það gekk ekki of vel. 1981 var hann svo gerður að sendi- herra Nicaragua í Washington en sagði af sér nokkrum mánuðum síðar. Pað gefur að skilja, að þessi maður er svo til óþekktur meðal alþýðu. Hann kom til Nic- aragua til fundahalda í sumar og var með 600-3000 manns á fund- um sínum og þykir lítið. Cruz og Samræmingarsamtök- in réttlættu það að hundsa kosn- ingarnar með því að þeir hefðu ekki fengið frið til að reka kosn- ingaáróður sinn og blaðið La Prensa sé ritskoðað (Ágreiningur var m.a. um það hve lengi ætti að létta af ritskoðun sem Sandinistar réttlæta með hernaðarástandi í landinu). En einkum og sér í lagi hélt hægriblökkin uppi allskonar kröfugerð á Sandinista- m.a. um að flokkur þeirra yrði skilinn frá fjöldasamtökum Sandinista og margt fleira. Sandinistar urðu við ýmsum kröfum Arturo Cruz, en hann kom j afnan með nýj ar og er engu líkara að blökk þessi hafi talið sig standa það illa að vígi, að hún hafi aldrei ætlað í kosningar. Hægriblökkin heimtaði kosn- ingar 1979 þegar nýbúið var að flæma Somoza einræðisherra og hans hyski úr landi. Sandinistar svöruðu því til, að fólkið væri ekki í stakk búið til kosninga, 50% ólæsi í landinu og allt í rúst. Peir lögðu út í mikla lestrar- kennsluherferð og boðuðu kosn- ingar 1985. Fram til 1982 voru hægrimenn sífellt að klifa á nauð- syn þess að flýta kosningum og Sandinistar ákváðu að flýta þeim, hófu undirbúning í fyrra og á- kváðu kosningadag, 4 nóvember. En þá sneri hægri blökkin við blaðinu og vildi ekki kosningar þegar hún sá hvernig landið lá og báru við öllum fjandanum. Tveir borgaraflokkar Samt tóku tveir borgaraflokk- ar þátt í kosningunum PCD, Lýðræðisflokkur íhaldsmanna og PLI, Óháði frjálslyndi flokkur- inn. (Forsetaefni hans vildi draga sig til baka þrem dögum fyrir kosningar, en varaforsetaefnið neitaði að fara eftir þeim dutt- lungum). Ýmislegt af þessu liði átti sér brogaða fortíð, ljóst er að alþýðufylgi höfðu þeir ekki. Ég hitti margt fólk, fimmtugt til sjötugt, sem hafði aldrei kosið fyrr - pólitíkin í gamla daga var barasta fyrir millistéttir og yfir- stétt, fyrir nú utan það að kosn- ingasvik voru mikil í tíð Somoz- afjölskyldunnar. PCD fékk 153 þúsund atkvæði í kosningunum og PLI 106 þús- und. En FSNL, Sandinistarfengu 736 þúsund atkvæða eða um 67%. Kosningaþátttaka var mikil, 82% sem er líklega met í Rómönsku Ameríku. Vinstri flokkar Staða Sandinista var vitanlega langbest - þeir eru með í forystu menn sem lengi sátu í fangelsum Somoza, sættu pyntingum, börð- ust, þeir eru líka með öflugt mál- gagn, fjöldahreýfingar - æskulýðssamtök, kvenfélög og verkaíýðssamtök sem þeim tengjast. Og þann orðstír að þeir séu mennirnir sem skipta sér af „okkur", þ.e.a.s. þessu venju- lega alþýðufólki. Svo tóku líka fjórir aðrir flokk- ar til vinstri þátt í kosningunum. PPSC, Kristilegi sósíalíski alþýð- uflokkurinn, sem lenti í fjórða sæti með 62 þúsundir atkvæða, Kommúnistaflokkurinn fékk 16 þúsund, Sósíalistaflokkurinn 14 og Maóistar 11 þúsund. Kjörstaðir voru 3900 og allt fór vel fram eins og sagði áðan. Það þurfti ekki að loka nema 16 stöð- um eða hætta við að opna - var það vegna hernaðar Contras, andbyltingarmanna sem herja á landið frá Honduras með fulltingi Bandaríkjanna. Við útlending- arnir voru í boði yfirkjörstjórnar, sátum fundi með henni og tókum vel eftir því að Nicaraguamenn lögðu sig mjög fram um að allt færi vel fram. Þeir fengu m.a. að- stoð Svía við að skipuleggja kosn- ingarnar, þær fyrstu lýðræðislegu kosningar sem fram hafa farið í landinu - „og þótt víðar væri leitað“ sögðu sumir. Finnar gáfu mörg tonn af pappír og frá Frökkum komu fjarritarar sem tengdu kjörstaði saman. Þarna var líka mikill fjöldi blaðamanna - m.a. talaði ég talsvert við tvo bandaríska blaðamennskunema, sem voru þarna á eigin vegum, og kváðust mega fara um allt og ljós- mynda hvað sem þeir vildu. Ég var sjálfur hissa yfir því hve af- slappað ástandið var - ég hélt að miklu stífara eftirlit væri með fólkinu. í verkamanna- hverfi Nú segja menn að einatt komi bakslag og þreyta eftir fyrstu hrifningaröldu byltingarára. En ekki varð ég var við þetta í Nicar- agua. Ég hafði sérstaklega gaman að koma í eitt af verkamann- aúthverfum Managua, San Sand- ino, en þar búa um 80 þúsundir manna. Það var makalaust hve mikla þörf fólkið hafði til að tjá sig. Það gerir sér miklar vonir og í því er viss hætta á vonbrigðum síðar - þó fannst mér líka, að það gerði sér grein fyrir því hve erfið- leikarnir eru gífurlegir, þegar kannski allt að 40% af ríkisút- gjöldum fara í herkostnað beint og óbeint, og helstu afurðir Nic- aragua hafa stórfallið í verði og markaður í Bandaríkjunum lok- aður. Það segir sig sjálft, að þetta ástand leiðir til vöruskorts og að margar umbætur tefjast. En semsagt í San Sandino fór flest í rúst í jarðskjálftunum 1972. Þegar Sandinistar komu til valda 1979 þá voru engar strætóferðir þaðan niður í miðborg, ekkert rafmagn, ein vatnslögn, ekkert skólpræsi. Síðan hefur hverfið fengið götulýsingu og vatn nóg og vísi að skolplögn og samgöngur niður í bæ og fólkið segir: þetta er okkar verk. Það hefur fengið efn- ið og tæki frá ríkinu en að öðru leyti hafa hverfisbúar unnið verk- in sjálfir og eru stoltir af, þetta er þeirra mál. Ég er byltingin, sagði ein kona við mig, ef ég bregst þá hrynur byltingin. Þessi ábyrgð- artilfinning er sterk hjá þessu fólki. Fólkið skipti líka með sér næturvörslu („byltingarvökum") gegn þjófum og öðrum óskunda, hafði sína eigin löggæslu semsagt. Það var hrífandi að heyra í þessu fólki, sem hafði líka komið sér upp skólum og heilsugæslu að eigin frumkvæði. Kirkjan og fleiri Kirkjan í landinu er bersýni- lega klofin. Háklerkar eru í veru- legrí andstöðu við stjórnina og láta einatt ljós sitt skína um það í borgarablaðinu La Prensa. En lágklerkar, eða allur þorri þeirra, virðast taka fullan þátt í uppbygg- ingarstarfinu og þrír ráðherrar eru kaþólskir prestar - Miguel d’Escoto utanríkisráðherra og þeir bræður Erensto og Fernando Cerdenal sem fara með menningar- og menntamál. Ekki get ég sagt að ég hafi talað mikið við borgaralegt fólk. En ég fór á fund hjá íhaldsflokknum. Þar var kvartað yfir því að bylt- ingin hefði klofið kirkjuna, en þó mest yfir vöruskorti og því að einkaframtakið fengi ekki að njóta sín. Formaður PLI, Frjáls- lyndra, sagði sem svo á þessum dögum, að aðstoð Kana við Contras, við gagnbyltinguna, væri afleit, en dollarar væru hins- vegar ágætir: þessir menn vilja mikið til vinna að ná aftur efna- hagstengslum við Bandaríkin. Eg fór líka á fund hjá Kristilega alþýðuflokknum og Kommúnist- um. Kommúnistar voru með hefðbundinn marxisma, sögðust vera samþykkir byltingunni í meginatriðum en voru með önnur áhersluatriði og forgangs- röð verkefna. Óttast einangrun Mestur ábyrgðarmaður meðal þeirra Sandinista, sem ég talaði við var landbúnaðarráðherrann, en helstu útflutningsvörur Nicar- agua eru landbúnaðarafurðir. Það var augljóst að Sandinistar vilja hafa tengsli í sem flestar átt- ir. Þeir óttast einangrun þá sem Bandaríkin og ýmis hægriöfl reyna að setja þau í - bæði póli- tískt og efnahagslega. Það er al- veg ljóst að þeir vilja forðast að lenda í svipaðri stöðu og Kúba, láta hrekja sig í eina átt. Því er það mikils virði, að t.d. Norður- lönd hafa reynst Sandinista- stjóminni vel um margt, m.a. við undirbúning kosninganna, þeir hafa gott samband við Frakkland og Austurríki, við Mexíkó og Pa- nama. Það er mikið talað og skrifað um líkur á bandarískri innrás - og hvað eiga menn reyndar að halda þegar bandarískar herþotur rjúfa hljóðmúrinn yfir höfuðborginni og bandarískt herskip svamlar fimm mflur frá landi? Von að menn vilji vera við öllu búnir. En hitt er líklegra, að Bandaríkin haidi áfram að efla gagnbylting- arsveitir með bækistöð í Hondur- as til skæruhernaðar, neyði stjórnina til að eyða æ meira fé í varnir og reyni með þeim hætti að kyrkja þetta þjóðfélag efnahags- lega. Þetta verður áreiðanlega reynt, því miður. ÁB skráði Kosningamar fóru vel fram og skipulega. Ég kom á fund hjá (haldssama lýðræðisflokknum, sem fókk nálægt 10% atkvæða. r r * 10 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. nóvember 1984 Sunnudagur 25. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.