Þjóðviljinn - 25.11.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.11.1984, Blaðsíða 14
BÆJARROLT Byggingarfélag verkamanna Reykjavík Aðalfundur félagsins verður haldinn í Hótel Hofi, Rauðarárstíg 18, miðvikudaginn 28. nóv. 1984, kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf Breýtingar á samþykktum félagsins önnur mál Félagsstjórnin. Fjárhagsdeild Sambandsins óskar eftir að ráða í eftir- taldar stöður: I. Deildarstjóra í Verðlagningardeild Leitað er að manni með stjórnunarhæfileika sem hefur reynslu eða þekkingu í tollafgreiðslu og verðútreikningum. Bókhaldskunnátta nauðsyn- leg. II. Starfsmann í tollmerkingar Leitað er að starfsmanni til að sjá um tollmerkingar á tollskjölum. Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á tollskrá svo og lögum og reglugerðum um tollamál. Umsóknareyðublöð hjá starfsmannastjóra, sem veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 5. des. nk. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Sálfræðiþjónustan Laufásvegi 17 sf. Höfum opnað sálfræðistofu að Laufásvegi 17, Reykjavík. Sérsvið: Sálfræðileg ráðgjöf varðandi ungbörn, börn og unglinga: Geðræn vandkvæði, þroskafrávik og fatlanir. Tímapantanir mánudaga-fimmtudaga kl. 17-18 og laugardaga frá kl. 10-12, sími 20159. Edvald Sæmundsen sálfræðingur Páll Magnússon sálfræðingur Tryggvi Sigurðsson sálfræðingur Þorgeir Magnússon sálfræðingur RAFVIRKJAR - r™ RAFVÉLAVIRKJAR Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 26. nóvember n.k. kl. 18:00, í Félagsmiðstöð rafiðnaðarmanna, Háaleitisbraut 68. Fundarefni: Nýir kjarasamningar. Stjórn FÉLAGS ÍSLENSKRA RAFVIRKJA LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Laus staða hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða starfs- mann til starfa í Tómstundaheimili Ársels. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Menntun og reynsla á sviði uppeldismála æskileg. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 78944. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást fyrir kl. 16.00, mánudaginn 3. des- ember 1984. Það gœti verið gaman Ég og konan mín og dóttir fór- um í þykkar peysur eftir matinn á fímmtudagskvöld og margvöfð- um um okkur trefla. Síðan þröm- muðum við heldur ábúðarmikil niður Spítalastíginn, beygðum til hægri inn Þingholtsstrætið og hálfhlupum svo niður Amtmannsstíginn. Við léttum ekki för okkar fyrr en niður á Austurvelli. ískuldi og norðan- nepja. Við fórum til að sýna sjálf- um okkur og verkalýð þessa lands samstöðu. Á Austurvelli stóðu þúsund manns, dúðaðir í kuldanum, þögulir og íhugulir með kerti og blys. Ljósin flöktu í norðanvind- inum og vörpuðu draugalegu bliki á andlit fólksins. Glugga- tjöldin voru vandlega dregin fyrir sal neðri deildar og þar sáust eng- in andlit í glugga. Inni í þessu húsi, sem hefur kórónu og kóngsstafi yfír dyrum, sátu 60 menn og konur sem hafa verið kosin af hinni þögulu þjóð utan dyra til að fara með mál sín. Varla hefur hin virðulega sam- kunda verið kosin til að ógilda eigin samninga við fólkið utan dyra. Það gerir hún samt - eins og að drekka kalt vatn. Eftir að hafa norpað um hríð á alþingi götunnar ákváðum við, ég og konan mín og dóttir, að ganga upp á þingpalla og líta á hitt al- þingið. Þingmenn sátu makinda- lega í stólum sínum og ef ein- hverjir þeirra voru með blá eða rauð nef var það ekki af kulda heldur einhverju allt öðru. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra var að halda ræðu með sjónvarpsvélar og hljóð- nema fýrir framan sig. Ekki var ræðan tilþrifamikil þó að hún heyrðist og sæist út í hvert lands- hom, til Unaðsdals, Grenivíkur, Bakkafjarðar og Eyrarbakka. Við sátum hljóð uppi á pöllunum og það sótti á okkur svefn undir þessari löngu og svæfandi ræðu. Kristín Ástgeirsdóttir þing- maður sat til hægri handar við ræðustól ráðherrans og hún hóst- aði. Skyndilega varð mér ljóst að þessi hósti mundi heyrast út á hvert krummaskuð, jafnvel allt norður á Hraun á Skaga. f*á datt mér í hug að við, ég og konan mín og dóttir, gætum kannski líka Iátið heyra í okkur. Ég laut niður að konu minni og hvíslaði í eyra hennar: Eigum við að hrópa eins hátt og við getum: Niður með stjórnina!? Hún leit á mig með glampa í augum og sagði: Eigum við? En þá kom upp í mér smáborg- arakenndin, hollustan við lög og rétt, hégómagimdin, óttinn við æmmissi og álitshnekki. Mér varð Ijóst að mig skorti hug og dug. Bölvaður aumingjaskapur. Ég sagði með nokkmm semingi við konu mína: Það gæti verið gaman. En svo var það ekki meir. Við læddumst þögul út í nepjuna og kuldann. -Guðjón ALÞÝBUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið - Akranesi Opið hús er öll mánudagskvöld í Rein. Næsta mánudag verður rætt um verkalýðsmál. Félagar mætið vel og takið með ykkur gesti. Kaffi á könnunni. AB Selfossi Almennur félagsfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7 Selfossi, þriðjudaginn 27. nóv- ember kl. 20.30. Fluttar fréttir af flokksráðsfundi, rætt um kvennamál, vinstra samstarf o.fl. Fulltrúi frá kvennafylkingu kemur á fundinn. - Stjórnin. Konur- 1985 nálgast! Miðstöðin minnir allar konur á undirbúning vegna loka kvennaáratugsins 1985. Fimm opnir hópar hafa hafið störf á vegum ’85 nefndarinn- ar, sem 23 samtök kvenna standa að. Hópamir eru: Gönguhópur Listahátíðarhópur Alþjóðahópur Fræðsluhópur Atvinnumálahópur. Skráið ykkur til starfa strax. Allar upplýsingar um fundar- tíma og starf hópanna fást hjá Jafnréttisráði, síminn er 27420. Kvennafylklngin. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN I ‘m® Tryggingamiðstöðin h/f tekur fram að gefnu tiléfni að félagið mun framvegis 3em hingað til, veita góðúh Viðskiptavinum sínuríi \sítí’ bestu kjör. Góð þjónusta er sérgrein okkar. Aðalstræti 6 sími 26466-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.