Þjóðviljinn - 25.11.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.11.1984, Blaðsíða 5
MARTIN FURÐUR Samdráttur í viskí-iðnaði hœtta á atvinnuleysí sums staðar í Skotlandi Mikil sorg ríkir nú í smábænum South Queensferry, sem er um tuttugu kílómetra frá Edínborg, á leiðinni frá höfuðstað Skotlands upp í hálöndin: á næstunni verð- ur blöndunar- og átöppunarstöð viskígerðarinnar DCL, sem er þar í bænum, lokað og þeir 340 menn, sem við hana störfuðu, munu fylla flokk þeirra sjö þús- und, sem misst hafa vinnu sína við viskí-iðnaðinn síðan 1978. Vegna kreppunnar verður DCL, sem framleiðir þó ýmsar heims- kunnar viskí-tegundir svo sem „Jón á röltinu", „Svart og hvítt" og „Hvítaklárinn1', aðdragasam- an seglin og hefur jafnvel verið tilkynnt að hætt verði að fram- leiða viskítegundina „Vat 69“ sem var þó í miklum uppgangi fyrir einum tíu árum. Fram til 1979 var mikil útþensla í viskí-iðnaðinum og hafði salan aukist jafnt og þétt í áratug. Framleiðendurnir voru því mjög bjartsýnir og hófu framleiðslu á talsverðu magni fyrir framtíðina, en til að geta kallast „skoskt viskí" þarf viskíið að vera a.m.k. þriggja ára gamalt, og það fer ekki í úrvalsflokk nema það sé sex ára eða enn eldra. En þessi bjartsýni var ekki á rökum reist, því að markaðurinn dróst saman vegna kreppunnar og svo fylltist hann af ýmsum lélegum viskí- tegundum, sem voru mjög ódýr- ar. Þegar viskíið, sem byrjað var að framleiða í kringum 1979, var nógu gamalt til að vera selt, var ekki lengur markaður fyrir það. Það voru miðlungsgóðar viskí- tegundir eins og „Vat 69“, sem fóru verst út úr kreppunni, og fór því svo að framleiðsla þess bai sig ekki lengur. Hins vegar minnkaði salan ekki á bestu tegundunum, og útflutningur þeirra stendur með blóma: „Fyrir útlendinga er viskí mjög fínn drykkur, hann er framandi og minnir menn á vindla og fágaða klúbba", er haft eftir einum starfsmanni „Langa Jóns". „Við höfum tekið eftir því, að þegar gæðin eru jöfn selst það viskí betur sem er svolítið dýrara en annað". Markaðssérfræðingar halda því þess vegna fram, að viskí- gerðin DCL hafi gert rétt í því að hætta framleiðslu „Vat 69“ og veðja þess í stað á „Jón á rölt- inu", sem er frægur og virtur drykkur um víða veröld. En kreppan í viskí-framleiðslunni getur verið alvarlegt áfall fyrir ýmis héröð Skotlands. í einni götu í South Queensferry munu 32 menn missa atvinnuna þegar blöndunar- og átöppunarstöð DCLverður lokað í mars, og missa þá heilu fjölskyldurnarsitt h'fsframfæri. Víða í dölum skosku hálandanna er afkoma heilla hér- aða komin undir einni bruggstöð, sem er eini vinnuveitandinn. (,,Libération“). Barnamyndatökur Borgarnes - Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra Borgarneshrepps er laust til um- sóknar. Umsóknarfresturertil 10. janúar 1985. Nánari upplýsingar veita Gísli Kjartansson oddviti og Hún- bogi Þorsteinsson sveitarstjóri. Borgarnesi 21. nóvember 1984 Sveitarstjóm Borgarness. Aðalfundur Samtaka kvenna á vinnumarkaðnum Aöalfundur Samtaka kvenna á vinnumarkaðnum verður haldinn að Hótel Hofi við Rauðarárstíg sunnu- daginn 2. des. kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið! Tengihópur S.K.V.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.