Þjóðviljinn - 05.12.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 05.12.1984, Qupperneq 6
1^ Styrkir til háskólanáms í |§ Finnlandi, Hollandi ^ og Svíþjóð 1. Finnsk stjómvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms eða rannsóknarstarfa í Finnlandi námsárið 1985-86. Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar og styrkfjárhæðin er 1.300.-1.700.- finnsk mörk á mánuði. 2. Hollensk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa íslending- um til háskólanáms í Hollandi skólaárið 1985-86. Styrk- irnir eru einkum ætlaðir stúdentum sem komnir eru nokk- uð áleiðis í háskólanámi eða kandidötum til framhalds- náms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrk- hæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjárhæð er 1.100 fls. á mánuði í 9 mánuði. 3. Sænsk stjómvöld bjóða fram styrk handa (slendingi til háskólanáms í Svíþjóð námsárið 1985-86. Styrkfjárhæð er 3.270 s.kr. á mánuði í 8 mánuði. - Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram þrjá styrki handa íslendingum til vísindalegs sérnáms í Svíþjóð á háskólaárinu 1985-86. Styrkirnir eru til 8 mánaða dvalar, en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. - Ennfremur gefst íslenskum námsmönnum kostur á að sækja um styrki þá, er sænsk stjórnvöld bjóða fram í löndum þeim, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, en þeir styrkir eru eingöngu ætlað- ir til framhaldsnáms við háskóla. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. janúar n.k., og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt með- mælum. - Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 30. nóvember 1984. Félagsfundur í Félagi tækniteiknara verður haldinn að Hótel Loft- leiðum (stjórnarherbergi) fimmtud. 6. des. kl. 20.30. Atkvæðagreiðsla um nýgerða kjarasamninga við F.R.V. Félagsmenn hvattir til að fjölmenna. Stjórnin ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng ÞJÓÐMÁL Baráttan... ætlaðar lætur samninganefndin narra sig til að taka málið út úr þeim farvegi og selja Alusuisse eins og áður sagði slíkan allsherj- ar syndaþvott að annað eins mun fátítt. Eg vil með leyfi þínu, herra forseti, vitna í texta sáttargerð- arsamningsins, en þar segir m.a.: „Ríkisstjórnin samþykkir að leysa Alusuisse og ISAL, og leysir þau hér með, frá öllum kröfum hverju nafni sem nefnast, að lögum, eðii máls eða í öðru tilliti, þar á meðal öllum kröfum þegar gerðum fyrir dómnefndun- um, án þess að tæmandi sé talið, sem ríkisstjórnin hefur nokkru sinni átt, á nú eða getur hér eftir átt eða mundi eiga gegn Alusu- isse eða ÍSAL af hvaða atvikum eða orsökum sem er, sem nú er fyrir hendi eða hafa gerst fram á þann dag, o.sfrv." Það vantar ekki annað í þenn- an texta, herra forseti, en það að við íslendingar skulum frá og með undirskrift og staðfestingu þessa samnings og um aldur og æfi, þéra embættismenn Alusu- isse jafnt á almannafæri sem í heimahúsum. Þá væri sköpunar- verkið fullkomnað. Því má svo hinsvegar velta fyrir sér hverju eða hverjum er verið að bjarga með því að taka deilumálin út úr dómi, þegar staðan þar er okkur til vinnings. Áhugi Álusuisse er auðskilinn en það skyldi þó aldrei vera að fleiri hefðu átt hér einhverskonar hagsmuna að gæta. Er það hugs- anlegt að pólitískir andstæðingar Alþýðubandalagsins og Hjörleifs Guttormssonar hafi ekki getað, þrátt fyrir ótvíræða hagsmuni ís- lands, unnt honum þess að dóm- ur gengi okkur íslendingum í hag og málafylgja hans og vinnu- brögð sönnuðu sig þannig fyrir dómi, eftir það sem á undan var gengið. - Að síðustu vil ég svo nefna það, af efnisatriðum samnings- ins, að hafandi fengið synakvitt- un súrraða saman í bak og fyrir, og þannig með mun sterkari stöðu en fyrr, tekst Alusuisse að undanskilja í þessu samkomulagi nokkra mjög mikilsverða þætti svo sem um breytt skattakerfi og stækkun álversins. Um þetta ætlar Alusuisse að semja síðar í ró og næði þegar það hefur ekki lengur yfir sér svipuna um áfellisdóm og alþjóðlega hýð- ingu. Þannig verður með stað- festingu þessa samnings, það vopn sem við íslendingar áttum einna sterkast í deilunni að engu orðið og má nærri geta að gamm- amir í Sviss hugsa gott til glóð- arinnar. Vígh'nan í baráttunni um efna- hagslegt og stjómmálalegt sjálf- stæði Islands hefur í þessu máli verið að færast til. Hún er ekki lengur við hafsbrún, heldur Uggur um þvera garða og mitt á meðal vor. Hún liggur langsum og þversum gegnum stjórnmála- flokka sem hér á hinu háa Alþingi eiga fulltrúa sína. Framsóknarflokkurinn hefur nú gengið í lið með íhaldinu, þótt einstakir þingmenn séu með böggum hildar, við að sáldra moði yfir mykjuna. í sameiningu ætla þessir flokkar nú að hengja jólastjörnu fyrirgefningar og syndaaflausnar á flórkálfinn Al- usuisse. í glímunni um efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar hefur omsta tapast. En baráttan heldur áfram. __Sláturhúsin Stendur á Fram- kvæmdastofnun Iumræðum í efri deild alþingis á dögunum spurðist Helgi Seljan fyrir um það hjá landbúnaðarr- áðherra hvað ráðuneytið hygðist gera varðandi þau sláturhús sem í mestum vanda eiga og hvort þar væri eitthvað nýtt á döflnni. Jón Helgason kvað Framkvæmda- stofnun hafa verið falið að gera úttekt á þeim húsum sem verst væru sett en honum hefði ekki borist nein skýrsla þar um. Jón Helgason mælti fyrir frnrn- varpi um áframhaldandi undan- þágu fyrir sláturhús og spunnust nokkrar umræður í deildinni um málefni sláturhúsa almennt. Helgi Seljan vakti athygli á að oft væru mikil viðkvæmnisatriði á ferðinni, en ástæða væri til að undirstrika að víða væru slátur- hús sérstök lyftistöng fyrir byggð- arlög, eins og t.d. á Fagur- hólsmýri í Öræfum. Þá rifjaði hann upp samþykkt þingsálykt- unartillögu frá síðusta þingi um rekstrargrundvöll sláturhúsanna og hvemig tryggja mætti húsun- um önnur verkefni og nýta þau betur. Kom fram í umræðunum að hreyfing er komin á þessa rannsókn. Þá ræddi Helgi sérstaklega um erfiða stöðu sláturhúsanna á Patreksfirði og Breiðdalsvík, sem eru á svæðum þar sem riðuveiki hefur herjað og sláturfé verulega Verslunin Gjaldeyrisútstreymi fyrir gengisfellingu Hvert var gjíddQrisútstrQTiiið úr viðskiptabönkunum sáwdu finun dagana fyrir gengideflinguna síðustu? I>annig spvT Ragnar Amalds viðskiptaráðherrann Matthías A Mathiesen og óskar eftir skriflegu svarL Eins og kunnugt er mun gduriegt fjármagnsstreymi hafa verið frá við- ááptabönkunum til fyrirtækja og ein- staídinga fyrir gengisfellinguna og leikur mörgum forvitni á að vita upp- hæðimar sem áreiðanlega hafa farið að mestu í vörukaup heildsala. Ragn- ar æskir skriflegs svars, þar sem ekki er líklegt að mikill tíriii gefist til fyrir- spumatíma á alþingi fyrir jólaleyfi þingmanna. fækkað. Hann kvað einsýnt að húsið á Patreksfirði yrði notað til annarra hluta. í Breiðdal hafi sláturfé fækkað úr 16 þúsundum í tæp 10 þúsund og staða slátur- hússins orðin afleit. Hann kvað nauðsynlegt að fá húsinu önnur verkefni og tryggja afkomu þess og spurðist fyrir um afdrif þessara verst settu húsa eins og áður er sagt. Auk áðumefndra tóku þátt í umræðunum, Eyjólfur Konráð Jónsson, og Stefán Benediktsson og lýstu báðir yfir stuðningi við fmmvarpið og nauðsyn þess að móta heildarstefnu fyrir slátur- húsin í landinu þannig að ekki kæmi til offjárfestinga eins og borið hefði á. -óg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 5. desember 1984 Þjóðmála- vísan Mörgum sýnist nú sem stutt sé í endalokin hjá ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar og þessi vísa ort í því tilefni: var Gerði tilraun garmurinn, gékk til enda veginn. Dugði illa Denni minn drengur harmi sleginn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.