Þjóðviljinn - 05.12.1984, Síða 7

Þjóðviljinn - 05.12.1984, Síða 7
Maður og haf Ný skáldsaga eftir Véstein Lúðvíksson sætir alltaf tíðindum. Hann hefur sýnt sig vera leitandi rithöfund í stöðugri þróun og undanfarin ár hefur hann virst stefna í þveröfuga átt við t.d. Gunnar og Kjartan (1971-2). ímyndunarafl og táknsæi í með- ferð efnis og persónusköpun hef- ur aukist og stíll hans og beiting tungumálsins orðið margræðari. Þessi þróun kemur gleggst fram í smásagnasafninu í borginni okk- ar (1981) sem vísar fram til þeirrar skáldsögu sem Mál og menning hefur nú gefið út, - Maður og haf. Hér segir frá Jóhannesi endur- skoðanda sem nýorðinn er ekkill. Ráðvilltur af sorg kemur hann til móður sinnar í upphafi bókar og spyr hana: Þú sem skilur menn, hvernig getur hinn yfirgefni öðlast þor til að fullkomna eigið ásigkomulag og yfirgefa sjálfan sig? Og hún svarar: Ef þú leitar inní sorg þína muntufinna hroka þinn gagnvart mótlœtinu, verða lítill í miklum sársauka og síðan auðugur af ró og auðmýkt. En ef þú leitar útúr sorg þinni, áðuren hún hefur náð að blómstra, muntufara á mis við eymdþína, verða fátœkur afþögn og kvalinn af öryggi. (5-6). Þessi ráð móður hans eru til- efni þess ferðalags sem Jóhannes leggur nú í. Hún hvetur hann til þess að takast á við sorg sína af fullri einurð, - ekki varpa henni frá sér heldur reyna að skilja hana. Og Jóhannes hefur leitina að sjálfum sér, - ferðast inní eigin hugarheim. Með því að sökkva sér til botns í eigin vitund leitar hann skilnings á sér og sorg sinni. Á þessari leið mætir Jóhannes ýmist gamalkunnu fólki sem hann sækir til huggun og ráð eða ókunnu sem varpar á hann ljósi, - kallar fram ólík viðbrögð af hans hálfu; góð eða slæm, ráðvillt eða hugsuð. Þannig afhjúpar lista- konan hræsni og yfirdrepskap Jó- hannesar, en um leið peningagír- ugheit sjálfrar sín, svo eitt dæmi af fjölmörgum sé nefnt. Afhjúp- unin, krufningin á tilfinningum, eðli og innræti gengur því ætíð á báða bóga. í bókinni allri er það stef leikið að hafið/vatnið sé einhvers konar græðari mannsins sorga, - upp- spretta og endastöð mannlegra kennda og hugsunar. Jóhannes er á leið til hafs til þess að skilja sorg sína. Það liggur því beint við að leiðsögumaður hans er sjómaður sem fylgir honum nær allan tím- ann. Sjómaðurinn er marglit per- sóna. Ýmist vemdar hann Jó- hannes eða rekur áfram með harðri hendi, - ýmist hinn fmm- stæði og óheflaði maður eða beinlínis Jesúgervingur. Og skilji menn það á táknrænan hátt. Þrátt fyrir að sagan sé krufning á mannlegum kenndum og til- finningum á tilvistarlegum nót- um, þá hefur hún ríka þjóðfélags- lega skírskotun. Blokk Jóhannes- ar, þar sem sagan gerist að mestu, samsvarar þjóðfélaginu. Fólkið sem kemur fyrir er líka n.k. þver- skurður mannfélagsins: blaða- kona, böðuli, listakona, kennslu- kona, prestur, skáld og vísinda- maður o.s.frv. Þjóðfélagsádeilan birtist á táknrænan hátt. Þannig reynist presturinn Jóhannesi ó- nýtur sálusorgari, blaðakonan hirðir mest um krassandi fréttir til þess að blaðið seljist, burtséð frá sannleiksgildi þeirra. Blaða- konan er Iíka haldin magnaðri og kunnuglegri hysteríu um að óvin- urinn sé í stöðugri útþenslu, sér í lagi á neðri hæðum blokkarinnar (!). Vísindamaðurinn heldur því fram að bráðum verði hægt að mæla sorgir manna rétt eins og hitastigið, hann étur iðulega matseðilinn í stað matarins milli þess sem hann heldur t.d. fyrir- PÁLL VALSSON íestur um „stigbreytingar á eðlis- sviði samfélagslegrar hegðunar kynjanna". Og lengi mætti halda áfram að fjalla um merkingu þess fjölda tákna og torræðra atvika sem sagan er svo fleytifull af. En einna beinskeyttust verður nú- tímaádrepan þó þegar Jóhannes hittir Djöfulinn á fínu veitinga- húsi og spyr hann útí aðgerða- leysi hans: Hvað á ég að gera? svaraði Djöfullinn drafandi. Skólakerfið sér orðið ríkinu fyrir þeim fræði- mönnum sem lýðurinn þarfnast til að rata útá afleggjarana. (89). En eins og fyrr sagði er það tilvistarlegur vandi einstaklings- ins sem er í forgrunni. Það skal minnt á það að Jóhannes er endurskoðandi, - hann skoðar líf sitt upp á nýtt. Og í slíkri endur- skoðun manns koma upp á yfir- borðið ýmsir áður duldir þættir í persónunni. Þessi saga veltir upp fjölmörgum nýjum hliðum á manninum, - lífi hans og aðstæð- um, tilfinningum og eðli. Það er gert með því að skoða hann í óvæntu samhengi við óvæntar að- stæður sem gerir það að verkum að frásögnin kemur lesandanum oft í opna skjöldu. Sagan myndar sjálfstæðan heim sem er kunnug- legur en óröklegur miðað við hvunndagsheimsmyndina. í sög- unni eru til að mynda afnumin mörk lífs og dauða, en vangavelt- ur um slík eilífðarhugtök eru snar þáttur í þessari margslungnu sögu. Eða eins og böðullinn segir við Jóhannes í einum eftirminni- Íegasta kafla bókarinnar. En að því kom að mér skildist að lífog dauði eru ekki andstœður heldur aðeins tvennskonar Ijós, líkt og sól og máni, og guðsafneit- un að baða sig í öðru ogfúlsa við hinu. (59). Þessari stuttu sögu (100 bls.) er skipt niður í eina 64 kafla, sem mynda hver um sig sjálfstæða heild í verkinu. Þá er rökleg framvinda sjaldnast ríkjandi í ferðalagi Jóhannesar. Persónur koma og fara og sviðsskiptingar verða næstum með sérhverjum nýjum kafla. Sagan er mörkuð þeim tímaramma að Jóhannes kemur til móður sinnar í upphafi þremur dögum eftir jarðarför Láru konu sinnar, en til hennar í lokin fjórum dögum eftir ferða- lagið. Þess á milli er sagan tíma- laus, - sífellt er klifað á því að Jóhannes viti ekki hvað tímanum líði, - hann er handan hefðbund- ins tímaskyns. Mörk dags og næt- ur, draums og veruleika eru held- ur engin. Jóhannes er ýmist að sofna eða vakna og stundum er gefið í skyn að einstök atriði ferð- alagsins séu draumur og sú túlk- uner einnig áleitin að ferðalagið sé einn samfelldur draumur. í senn táknrænn og óræður draumur. Þetta ieiðir hugann að einni rómuðustu skáldsögu þessarar aldar, Réttarhöldunum eftir Franz Kafka, sem oft hefur verið túlkuð sálfræðilega sem draum- ur. Það eru ýmis önnur líkindi með þessum tveimur bókum sem ástæða er til að benda á. Báðar ganga út á athugun á sálar- og vitundarlífi ákveðinna manna, sem óvænt atvik hafa sett útaf hinu hversdagslega spori. Bæði Jóhannes og Jósef K. hitta per- sónur sem afhjúpa ýmsa þætti skapgerðar þeirra, þeir leita báð- ir einkum til kvenna eftir huggun og ráðleggingum og öll „ást“ þessara bóka er af holdlegum toga. En vitanlega eru þær hvor með sínum hætti að öðru leyti. Það er fyrst og fremst sameigin- legt hversu margvíslegar túlkun- arleiðir báðar sögurnar bjóða upp á. En það sem kannski mestum. tíðindum sætir er hversu afburða vel skrifaður texti þessarar sögu er. Stíll Vésteins er knappur og gagnorður og sagan er uppfull af meitluðum setningum berandi margræða speki. Stíllinn ber yfir- bragð hlutlægni en sérstætt er t.d. að persónur lesa hugsanir og jafnvel tilfinningar annarra. Möguleikar tungumálsins eru vel nýttir og málfarið vandað og blæ- brigðaríkt. Vésteinn Lúðvíksson hefur skrifað stórmerkilega og góða sögu og sýnir með henni enn eina hlið á sköpunargáfu sinni. í ljósi þessarar sögu hlýtur það að telj- ast afar spennandi viðfangsefni að skoða í heild sinni vandlega höfundarferil og þróun hans sem rithöfundar. Það gæti eflaust sagt okkur margt um þróunina í ís- lenskum skáldskap hin síðustu ár. Margrét hefur orðið Gylfi Gröndal. Við Þórbergur. Mar- grét Jónsdóttir ekkja Þórbergs Þórð- arsonar segir frá. Setberg 1984. Við upplifum Þórbergstíma í bókarútgáfu. Þetta er þriðja árið í röð sem út koma bækur honum tengdar. Nú er það Mammagagga sem Margrét Jónsdóttir. hefur orðið, og vitanlega hefur hún allan rétt til þess. Hún segir reyndar blátt áfram í upphafi spjalls síns við Gylfa Gröndal, að þess gerist ekki þörf að segja frá manninum sínum honum Þórbergi. Því hann hafi lýst sér sjálfur í bókum sínum og verði ekíci um bætt. Það er alveg rétt. Hann hefur líka lýst Mömmu- göggu í Sálminum um blómið, Margréti í þeirra hjúskap á Hringbrautinni. En Margrét bæt- ir hér við um uppvaxtarár sín suður með sjó. Þar er farið með ættarfróðleik, frumreynslu af dularfullum fyrirbærum. Þá verð- ur Margrét aldrei fyrir barðinu á ranglæti heimsins og vonsku mannanna þótt hún sé „mikill grallari“, sem skipar krökkum að éta nagla ef henni býður svo við að horfa og neitar að láta ferma sig. Þama em semsagt komnir nokkrir drættir í mynd þeirrar Margrétar, sem síðar festa sig í sessi í nútímamunnmælum og þjóðsögum. Síðan er gripið niður hér og þar í æviferlinum eins og títt er í sam- talsbókum - ung stúlka forfram- ast í Reykjavík og Kaupmanna- höfn, missir álit á bragðarefnum Einari skáldi Benediktssyni og lærir þá göfugu kúnst að búa til blóm úr fransbrauði, giftist Þór- ÁRNI BERGMANN bergi, er nærri dmkknuð í fólsku- legum ám rigningarsumarið mikla í Suðursveit, ræður Skottu litlu til sendiferða, og þar fram eftir götum. AUmargt í frásögn- inni er, eins og fram er tekið, tengt inn á bækur Þórbergs, við- töl og aðrar heimildir. Það má gera ráð fyrir því, að það fari nokkuð eftir hugðarefn- um manna hvemig þeim líka hlutföllin í þessari bók. Hin dul- arfullu fyrirbærin em nokkuð svo frek til fjörsins - málband áður óþekkt sem birtist, ilmur úr garði sem tengist mannsláti og þar fram eftir götum. Óneitanlega verður þetta á kostnað þeirra möguleika sem aðstandendur bókarinnar áttu á því að sinna betur því ágæta fólki sem þau Margrét og Þór- bergur þekktu vel. Það er til að dæma nokkuð súrt í brotið, að þegar Ragnar í Smára hefur hlotið maklegt lof Margrétar, er sá ágæti maður skyndilega gufað- ur upp úr þeim kafla sem var ætl- aöur honum og því meir sagt frá yfimáttúrlegu heitu kaffi á brús- um, sem kom Þórbergi vel þegar hann var að skrifa afmælisbréf til Ragnars eitt vetrarkvöld fyrir þrjátíu ámm. Það er nokkuð skondin saga í bókinni af því, þegar Margrét beitir Jón Engilberts brögðum til að komast að því hvað líði mál- verki sem Jón var að gera af Þór- bergi - en listamaðurinn hafði harðbannað Margréti að koma nálægt verkinu meðan það var unnið. Þar mættust tveir patrí- arkar og hefur orðið af því heil- mikið neistaflug, eða svo skilst manni. Bókin hefði styrkst vel við fleiri sögur af þessu tagi hér. ÁB. UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Miðvikudagur 5. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.