Þjóðviljinn - 08.12.1984, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 08.12.1984, Qupperneq 2
FRÉTTIR Sjávarútvegur Einkarekstur á undanhaldi Frétt Þjóðviljans i gær um upp- gang SÍS í sjávarútvegi hefur að vonum vakið mikla athygli. Þjóðviljinn leitaði til SH í gær og innti Guðmund H. Garðarsson blaðafulltrúa eftir hvað ylli því að SÍS sækir á en SH dalar. „Líttu bara hér á S-Vestur svæðið þar sem við höfum verið mjög sterkir. Á þessu svæði hefur orðið gífurlegur samdráttur í framleiðslu. Á Akranesi var einu húsi lokað, það er minni fram- leiðsla hjá ísbirninum í Reykja- vík í ár en í fyrra. Hjá BUR er minni framleiðsla í ár en í fyrra. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar er lokuð. Isstöðinni í Garðinum hefur verið lokað, í Keflavík brann í fyrra eitt frystihús, sem var hjá okkur.“ En hvers vegna er samdráttur á þessu svœði en ekki hjá SÍS? „Einkareksturinn þolir verr þá erfiðleika sjávarútvegsins sem nú eru, heldur en félagsrekstur sem rekinn er í skjóli samvinnu- hreyfingarinnar. í öðru lagi er það ekki þolað með sama hætti að einkarekstur standi ekki í skilum, eins og félagsrekstur sem er í tengslum við samvinnu- hreyfinguna. Svo er það stað- reynd sem ég skal standa við hvar sem er að einkarekstur í sjávarút- vegi hefur ekki fengið sambæri- legan stuðning frá kerfinu og stjórnmálaaflinu í landinu eins og félagsreksturinn sem hefur feng- ið hliðarstuðning til að mæta erf- iðleikum. Þá vil ég einnigminna á það sem Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði fyrir rúmu ári á þingi LÍÚ. Hann sagði að samdráttur í sjávarútvegi ætti fyrst að koma fram á S-Vestur svæðinu vegna þess að þar væru atvinnumöguleikar fólks meiri en úti á landi. Er það ekki einmitt að koma fram núna? Af hverju selur BÚR togara, af hverju lokar BÚH?“, sagði Guðmundur H. Garðarsson. -S.dór Skógerð Einir skór 120 ný störf Sjávarútvegur Það er eins á sjó og landi: einkapungarnir springa fyrst. 21% framleiðsiuaukning hjáSÍS Við íslendingar framleiðum um 60 þús. pör af leðurskóm á ári hverju. Að framleiðslunni vinna 40-50 manns. Talið er að hver ís- lendingur kaupi að meðaltali tvenn pör af leðurskóm árlega. Ljóst er því að mikið flytjum við inn af þessum fótabúnaði. Ef Islendingar tækju sig nú saman um það að kaupa, hver og einn, þótt ekki væri nema eitt par af íslenskum skóm árlega þá leiddi það af sér 120-150 ný störf við skóframleiðsluna. Gjald- eyrissparnaðurinn væri kannski einnig einhvers virði. -mhg Kvikmyndir Fyrstu 11 mánuði þessa árs hef- ur orðið 21% framleiðslu- aukning á frystum sjávarafurð- um hjá Sjávarafurðadeild SIS og þar af er aukningin mest í þorski eða 33%, sagði Sigurður Markússon framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar SÍS í samtali við Þjóðviljann í gær. Sigurður sagði að aukning í Vakti samfellt þrjá sólariiringa Kvikmyndin sem Óskar Gísla- son tók um stofnun lýðveldis á Islandi fyrir fjörutíu árum hefur verið kópéruð að nýju og er í dag sýnd boðsgestum. Þetta var fyrsta sýningarmynd Óskars og var frumsýnd þremur dögum eftir stofnun lýðveldis en hefur síðan legið ósýnd í fórum höfundar. Er- lendur Sveinsson cndurklippti myndina og hljóðsetti, en hún var upphaflega þögul. Kvikmyndin tekur um 40 mín- útur. Hún hefst á útifundi æsku- lýðsfélaganna 14. maí ’44 í Reykjavík, síðan er greint frá lýðveldiskosningunum og að- draganda hátíðahalda. Megin- hluti myndarinnar lýsir Þingvall- ahátíðinni sjálfri og hátíðahöld- unum í Reykjavík daginn eftir. Þjóðviljinn átti við höfund stutt spjall í tilefni fertugsafmælis myndarinnar og endurgerðarinn- ar og við spurðum hinn 83 ára gamla Nestor íslenskra kvik- mynda um tildrög Lýðveldis- hátíðarmyndarinnar. -Mér þótti þetta merkilegur viðburður og var búinn að á- kveða að sýna myndina opinber- lega, - var einn við þetta og kost- aði það sjálfur að öllu leyti. Það vissu fáir af því að ég ætlaði að taka þessa mynd. Þetta var ekki í neinum tengslum við hin opin- beru hátíðahöld. Hvernig tókst þér að sýna myndina fullbúna á þriðja degi eftir hátíðahöldin? -Ég hafði aðstöðu til að fram- kalla filmurnar undireins, á kvöldin og á nóttunni; vakti sam- fellt í þrjá sólarhringa. Svo var límingin, - já, það sem nú er kölluð klipping-, það var enginn tími til svefns. Myndin var svo sýnd í Gamla bíói á hverju kvöldi í viku eða tíu daga, og síðan fór ég með hana hér um nágrennið, til Hafnar- fjarðar til dæmis, og Keflavíkur. Svo sýni ég hana ekki öll þessi ár fyrr en núna í vetur að mér dettur í hug að sýna hana aftur á afmælinu. Það herti mig að ég fékk styrk frá Þjóðhátíðarsjóði til að búa til nýja kopíu, og hjá Kvikmyndasafni íslands. Myndin var upphaflega tekin þögul, en útvarpið hafði tekið alla hátíðina uppá band, þannig að það var hægt að setja allar ræður og allt tal inní myndina, og eins tónlistina, - einsog það sé tekið um leið. Þetta er fyrsta myndin sem þú sýnir opinberlega. En hafðirðu ekki fengist við kvikmyndun áður? —Jú, ég var búinn að kvik- mynda áður, þetta var hobbí með ljósmynduninni. Viðburðir hér í Reykjavík, og svo ættingjar og kunningjar. Það brann allt- saman, ég var með þetta í her- bergi uppá lofti heima hjá mér og hafði þar aðstöðu, og þar kom upp eldur og allar filmurnar brunnu. Sé mikið eftir því. Nýju kvikmyndirnar, Óskar, hvernig líst þér á? -Mér líst ágætlega á þær. Menn eru vel skólagengnir og kunna til sinna verka núna, - mér líst mjög vel á þetta. Aftur á móti finnst mér vera heldur mikil fram- leiðsla. Ég álít að þrjár til fjórar kvikmyndir á ári sé alveg nóg, - nema hægt sé að koma þeim út til sýninga. En það hlýtur að koma að því og reyndar er þegar komið að því. Hefurðu séð þessar myndir all- ar? -Já ég hef séð þær allar. Þeir eru svo elskulegir að bjóða mér alltaf á frumsýningarnar hjá sér. -m frystingu karfa væri 14%, í ufsa 7% og í grálúðu 46%. Aftur á móti hefði orðið samdráttur í framleiðslu ýsuflaka um 28%. I þessu sambandi benti Sigurð- ur á að þrátt fyrir samdrátt í afla uppúr sjó ætti þessi framleiðslu- aukning sér stað hjá Samband- inu. Vildi hann þakka þetta mikið nýrri tækni sem frystihús Sambandsins hefðu tekið upp með lausfrystingu, sem gerir það að verkum að hráefnið er alltaf í besta gæðaflokki. Varðandi sölu- starfsemi Sambandsins ytra sagði Sigurður að þeir hefðu verið af- skaplega heppnir með starfsfólk, sem stjórnar þeim málum ytra. S.dór „Ég hef tekið ansi mikið á hana þessa." Óskar með gamla tökuvél franska, „Beaulieu". Mynd: -eik Borgarbókasafn: Útlánskort hækka í 250 kr. Miðstjórnar- fundur um helgina Miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins verður haldinn í dag og á morgun. Þetta er fyrsti fundur nýkjörinnar miðstjórnar. Á fundinum verður kosin ný framkvæmdastjórn, utanríkis- málanefnd og fjallað verður um niðurstöður ASÍ-þingsins. Enn hcldur meiri hluti Sjálf- stæðisflokksins áfram að hækka ýmsa almenna þjónustu og nú hefur verið ákveðið að hækka verð á útlánskortum Borgarbók- asafnsins úr 200 í 250 krónur. Síðan 1982 hafa því útlánskortin hækkað úr 30 í 250 krónur eða meira en áttfalt. Adda Bára Sig- fúsdóttir sagði á borgarstjórnar- fundi í fyrrakvöld að nú væri svo komið að fátækt fólk væri farið að snúa frá vegna þess hve gjaldið væri hátt. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins létu gera bókun og í henni stendurm.a.: BorgarfuIItrúar Al- þýðubandalagsins telja að afnot af bókakosti á Borgarbókasafn- inu eigi að vera ókeypis og má í því sambandi minna á að lslend- ingar hafa undirritað yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar SÞ um almenningsbókasöfn sem gerð var árið 1972. í þeirri sam- þykkt er tekið fram að allir skuli eiga þess kost að notfæra sér þjónustu bókasafns sér að kostn- aðarlausu.“ Davíð Oddsson sagði að þessi samþykkt væri ætluð fátæku fólki í þriðja heiminum en það væri út í bláinn hér að fara eftir samþyk- ktum einhverra delinquenta úti í heimi, eins og hann orðaði það. -GFr 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.