Þjóðviljinn - 13.12.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Þjóðin
Það var drangileg yfirlýsing hjá Steingrími
Hermannssyni forsætisráðherra á sjónvarps-
fundinum í fyrrakvöld, að ríkisstjórnin hefði farið
alltof geyst.
í sjónvarpinu kom greinilega fram, að ríkis-
stjórnin er búin að vera þó hún geti fræðilega
loðað við ráðherrastólana í einhverja mánuði.
Hvorki Þorsteinn Pálsson né Steingrímur for-
sætisráðherra þrættu fyrir það í neinni alvöru,
að gífurlegt fjármagn hefði verið flutt frá launa-
fólki til milliliða og fjármagnseigendai stjórnar-
tíð þeirra. Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur létt
af fyrirtækjum og fjármagnseigendum margs
konar álögum og ívilnað þeim eftir geðþótta, þá
hefur launafólk borið æ minna úr býtum. Nú
þegar jólin nálgast er víða þröngt fyrir dyrum í
húsi alþýðumannsins.
Ríkisstjórn ríka fólksins hefur ekki hugað að
sjálfsvirðingu launamannsins, hún hefur ekki
mulið undir hinn veika og hrjáða,-ríkisstjórnin
hefur hins vegar afrekað mikið fyrir lúxusklúbb-
ana á Reykjavíkursvæðinu.
í sjónvarpssal í fyrrakvöld, var greinilegt að
talsmenn ríkisstjórnarinnar báru ekki gæfu til að
skilja hvernig hag heimilanna er komið. Og þeg-
ar Þorsteinn Pálsson var spurður um innihald
þess hugtaks sem þeir frjálshyggjumenn
hampa mest varð hann hvumsa. Hann gat ekki
og lúxusstjómin
svarað spurningum um frelsi hinna sjúku, öldr- | Steingrímur og Geir annað í huga og tilkynning-
uðu og minna megandi í íslensku samfélagi.
Það frelsi hefur verið skert í tíð núverandi ríkis-
stjórnar, sem og frelsi launafólksins í landinu. Á
meðan spretta lúxusklúbbarnir upp einsog
gorkúlur.
Þegar ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún ætlaði
að grípa til mildandi aðgerða fyrir almenning í
kjölfar gengisfellingar, - þá beið launaþjóðin
spennt. Að venju höfðu þeir Albert og Þorsteinn,
arnar um nyjar ivilnamr fyrir hina fjarsterku
koma einsog á færibandi. Eða er það mildandi
aðgerð að hækka vextina? Er það mildandi að-
gerðaðaukaskattfríðindi fyrir hlutabréfabrask-
ara? Er það mildandi aðgerð að hækka sölu-
skattinn?
Jólagjafir ríkisstjórnarinnar til launaþjóðar-
innar eru aukin skattbyrði og skornar krónur.
Ríkisstjórn lúxusklúbbsins sér um sína sem aka
um á eðalvögnum í miljónapelsum.
Auglýsingaflóð jólanna
Þegar hin helga hátíð jólanna nálgast ber æ
meira á auglýsingum í fjölmiðlum. Það er boðið
uppá hvers konarvarning, girnilegan og krefj-
andi og gyllandi tilboð freista almennings. Á
slíkum tímum er vert að hafa í huga, að fjöldi
fólks á þess engan kost að verða við áskorun-
um auglýsinganna. Hjálparstofnun kirkjunnar
safnar nú fyrir sveltandi fólk í Afríku, Brauð
handahungruðum heimi. Hérálandi hefur fjöldi
fólks leitað til kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd-
ar fátæktar sökum. Þeir sem betur mega mættu
gjarnan hafa í huga böl þess fjölda fólks í
landinu sem tæpast getur lifað af launum sín-
um.
Hitt má og heldur ekki gleymast, að herkostn-
aðurinn af auglýsingunum er greiddur af
neytendum, launafólkinu í landinu. Innifalinn í
vöruverðinu er annar kostnaður, svosem
dreifingakostnaður og auglýsingakostnaður.
Þannig borgar Davíð forstjóri ekki bílinn, heldur
neytendur sem keypt hafa vörur frá fyrirtækjum
hans. Þegar við sjáum auglýsingar skulum við
ekki gleyma að við neytendur borgum þær.
KLIPPT^ OG SKORIÐ
Frjáls-
hyggjan enn
Eins og blaðalesendur vita
hafa lærisveinar Miltons Fried-
mans hins bandaríska haft sig
mikið í frammi hérlendis á und-
anförnum misserum. Þeir hafa
sett mjög svip sinn á málflutning
Morgunblaðsins, þeir hafa stofn-
að sérstök tímarit og klúbba til að
festa boðskapinn í sessi og út-
breiða hann. Og þeir hafa ekki
eingöngu beint skeytum sínum að
sósíalistum af ýmsu tagi, sem þeir
telja sanriárlega alla á leiðinni til
þess helvítis sem lýkur í neðsta
hring á fangabúðum Stalíns. Þeir
hafa líka haft mörg hvöss og
ónotaleg horn í síðu sessunauta
sinna í Sjálfstæðréflokknum. Þeir
hafa látið óspart að því liggja, að
víða leynist Framsóknarmenn og
annar óþjóðalýður, einnig í
röðum Flokksins eina. Þeir hafa
farið mjög háðslegum orðum um
þá atkvæðamenn í Sjálfstæðis-
flokknum, sem vita, að flokkur-
inn hefur m.a. flotið á vissri til-
litssemi við velferðarþjóðfélagið.
Þeir menn, segja frjálshyggjupo-
stular, eru of latir til að berjast og
of feitir til að flýja. Eitthvað í þá
veru.
Mótmæli
Jóns Óttars
Það er því fróðlegt, að sjá Jón
Óttar Ragnarsson, sem svo sann-
arlega trúir á ágæti einkafram-
taks og annað þessháttar, taka
mjög hressilega upp í sig gegn
„offorsi" lærisveina Friedmans á
íslandi í Morgunblaðinu í gær.
Aðferð hans er í stuttu máli sagt
sú, að minna á nokkrar kenning-
ar Friedmans ómengaðar- benda
svo á að ekki einu sinni í ættlandi
þeirra, Bandaríkjunum, séu þær
taldar framkvæmanlegar - og þá
enn síður á íslandi. Jón Ottar
segir meðal annars:
„Skoðum kenninguna nánar.
Hvað um t. d. heilbrigðismál? Fri-
edman segir: Ríkinu er bannað að
styðja við heilbrigðisstofnanir. En
hver er reynslan?
í Bandaríkjunum þar sem ótt-
inn við heilsubrest er örlagavald-
ur í lífi fólks reka æ fleiri bœjarfé-
lög nú spítala fyrir þá sem minna
mega sín. Ekki styður það kenn-
ingu Friedmans.
Menntun,
menning,
vísindi
Hvað með skóla? Friedman
segir: Ríkinu er bannað að styðja
menntastofnanir. En hver er
reynslan?
í Bandaríkjunum eru sumir
bestu skólar heims (og rauhar
einnig sumir þeir allra lélegustu) í
einkaeign. En aðrir eru í ríkis-
eign. Ekki styður það kenningu
Friedmans.
Hvað með kúltúr? Friedman
segir: Ríkinu er bannað að styðja
leikhús, óperur og listasöfn. En
hver er reynslan?
Hvergi verður afhjúpun kenn-
ingarinnar átakanlegri en hér.
Engri vestrænni þjóð hefur tekist
að halda uppi menningu algjör-
lega án ríkisstyrkja. Ekki styður
það kenningu Friedmans.
Pessi barnalega teoría fellur
hins vegar ágætlega í kramið hjá
einfeldningum sem álíta að list sé
yfirstéttarföndur og menning einn
helsti útgjaldaliður ríkisins.
Hvað með rannsóknir? Fried-
man segir: Ríkinu er bannað að
styðja rannsóknir. En hver er
reynslan?
Pegar ég spurði Friedman á
Sögu forðum hver ætti að greiða
fyrir þjóðhagslega nauðsynlegar
grunnrannsóknir benti hann al-
farið á sjálfseignarstofnanir.
Veit hann í alvöru ekki að utan
USA eru slíkar stofnanir á þessu
sviði afar litlar og munu ekki einu
sinni í heimalandi hans fullnægja
þessari þörf? Ekki styður það
kenningu Friedmans. “
Jón Ottar Ragnarsson leggur á
það allmikla áherslu í pistli sín-
um, að sú frjálshyggja, sem hann
skýtur á, sé afskaplega „ófrjáls-
lynd“. Og sé frjálslyndi og frjáls-
hyggja sitt hvað, stuðningsmenn
þeirra hugmynda sem þessi nöfn
hafa tekið sér, eigi í raun og veru
ekki samleið nema skamma
stund. Og má vera að skrif af
þessu tagi séu vísbending um
uppgjör milli þessara afla í Sjálf-
stæðisflokki. Spyr sá sem ekki
veit.
Góðar og vondar
auglýsingar
Framkvæmdastjóri auglýs-
ingastofu skrifar fróðlegt opið
bréf til útvarpsráðs í Morgun-
blaðið í gær. Astæðan er reyndar
ærin. Hún er sú að útvarpsráð
hefur samþykkt sérstakar þakkir
til Búnaðarbankans fyrir sjón-
varpsauglýsingar þar sem börn
eru í aðalhlutverkum.
Bréfritari er að vonum hissa á
því að útvarpsráð skuli allt í einu
taka upp á því að gefa auglýsing-
um einkunnir. Ekki bara vegna
þess að fyrrgreindar auglýsingar
geti að því leyti orkað tvímælis að
þar eru börn sýnd príla í bröttum
stigum. Heldur blátt áfram vegna
þess að útvarpsráð virðist ekki
lengur skynja „mörkin milli sinn-
ar eigin dagskrár og auglýsinga-
tímans".
Siðgæði auglýsinga er og verð-
ur á dagskrá vonandi bæði hér og
annars staðar. Sú umræða er fyrst
og síðast gagnrýnin og miðar að
því að komast að samkomulagi
sem er skaðlegt heilsu manna (tó-
bak), hvernig börn og konur
koma við sögu í auglýsingum og
þar fram eftir götum. Og það er
ekki nema rétt og satt hjá Hall-
dóri Guðmundssyni fram-
kvæmdastjóra, að hin sérkenni-
lega einkunnargjöf útvarpsráðs
getur ekki þjónað neinum
skynsamlegum tilgangi. Þeim
mun fremur sem það getur varla
sýnst hafið yfir gagnrýni, að
blanda indælum pelabörnum í
það hlálega stríð sem bankar
landsins nú standa í til að krækja
sér í það litla sparifé sem til fellur
í stjórnartíð Steingríms Her-
mannssonar og félaga hans.
-ÁB
DiðmnuiNN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Ut0«fandl: Útgáfufélag Þjóðviljans.
RHstJórar: Ami Bergmann, össur Skarphéðinsson^
Rftstíómarfulftrúl: Oskar Guðmundsson.
Frétttttfórl: Valþór Hlöðversson.
Biaðaménn: Áffheiður Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson,
Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason,
ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir).
yóemyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson.
Utlft og hónnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrfta- og prófarfcalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
FramkvœmdastjórI: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrtfstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Afgralðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgraiðsla: Bára Sigurðardóttir, Knstin Pétursdóttir.
Simavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnflörð.
Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson.
Cftkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og eetnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverö: 35 kr.
Áakriftarverð á mánuöi: 300 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. desember 1984