Þjóðviljinn - 13.12.1984, Blaðsíða 6
LANDIÐ
Blaðburðarfólk
Ef þú ert
morgunhress?
Hafðu þá samband við afgreiðslu
Þjoðviljans, sími 81333
Laus hverfi:
Skerjafjörður
Miðbær
Tjarnargata
Pað bætir heilsu og hag
að bera út Þjóðviljann
VOÐVIUINl
Betra blað
*Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjald-
dagi söluskatts fyrir nóvembermánuð er 15. desemb-
er. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkis-
sjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
6. desember 1984.
Útbreiðslustjóri
Þjóðviljann vantar útbreiðslustjóra til starfa
sem fyrst. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé
vanur að starfa sjálfstætt. Umsóknir berist
blaðinu, merktar Utbreiðslustjóri.
PIODVIUINN
Tilkynning til
'fH launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein-
dagi launaskatts fyrir mánuðina ágúst, september og
október er 15. desember n.k. Sé launaskattur
greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til við-
bótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og af-
henda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, tengdasonar
og afa
Markúsar Benjamíns Þorgeirssonar
Hvaleyrarbraut 7
Hafnarfirði
Helen Rakel Magnúsdóttir
Katrín Markúsdóttir Pétur Th. Pétursson
María Markúsdóttir Birgir Kjartansson
María Magnúsdóttir
og barnabörn
Ágúst Jónsson.
Kristófer Kristjánsson.
Landbúnaður
Halldór Þórðarson.
Sagt á Stéttar-
sambandsfundi
Brotasilfur úr umrœðum
í einskonar formála fyrir fyrsta
kafla þessara umræðna á Stctt-
arsambandsfundinum var birting
þeirra m.a. réttlætt með því, að
þar hefði verið fjallað um mál,
sem alþjóð varðaði en ekki bænd-
ur eina. En þótt það væri skoðun
blaðamanns var ekki þar með
sagt, að almennt væri litið svo á.
Það hefur hinsvegar komið í ljós,
að mörgum leikur forvitni á að
vita hvað bændur hafa til mál-
anna að leggja. Því hefur um-
ræðuþáttum þessum verið vei
tekið. En nú fer að sjá fyrir
endann á þeim, þótt enn sé hand-
raðinn ekki aiveg tæmdur. Og
koma hér þá þrír næstu ræðu-
menn.
Halldór Þórðarson,
Laugalandi:
Ekki leiöist þeim gott að gera,
blessuðum „bændavinunum“.
Nú eru þeir að bauka við að reyna
að sprengja bæði samtök kart-
öflubænda og eggjaframleið-
enda. Manni skilst að það eigi að
gerast í þágu neytenda, en ekki
nóg með það, heldur til blessunar
bændum einnig. Það er nefnilega
þýðingarmikið fyrir þá að vera
frelsaðir frá sjálfum sér. Það
hlaut að vera að einhverntíma
fæddust mannkynsfrelsarar með
þessari þjóð.
Þegar búið væri að eyðileggja
þessi samtök, halda menn að við
það yrði látið sitja? Nei, aldeilis
ekki. Næst kæmi röðin að sölufé-
Iögum sauðfjárbænda og síðan
mjólkurframleiðenda. Og ætli að
þá væri ekki farið að nálgast vé
verkalýðsfélaganna?
Það er sannast sagna alveg
furðulegt hvað treyst er á að hægt
sé að telja fólki trú um. Þegar
niðurgreiðslur eru lækkaðar þá er
sagt að það sé gert í þágu þeirra,
sem kaupa vörurnar. Mikil er trú
þessara manna á heimskuna.
Bændur geta búist við öllu frá
Alþingi, eins og það er nú skipað.
Dytti einhverjum þingmanni í
hug að flytja tillögu um að af-
nema útflutningsbætur í einum
svip þá mundi hún fljúga í gegn.
Afleiðingar slíks verknaðar
skipta þingmenn engu máli. Það
er víst ekki í verkahring þeirra að
hugsa neitt um þær.
Kristófer Kristjánsson,
Köldukinn:
Mér sýnist að þau vandamál,
sem bændur eiga nú við að etja,
séu tvíþætt. í fyrsta lagi: Hvernig
á að bregðast við þeim erfið-
leikum, sem að steðja nú, og í
öðru lagi: hvernig ætlum við að
móta framtíðarstefnuna? Þetta
eru megin viðfangsefnin.
Nú er stór hluti bændastéttar-
innar að verða tekjulaus. Launa-
hlutfall bænda í verðlagsgrund-
vellinum fer lækkandi á sama
tíma og allir kostnaðarliðir ból-
gna út. Af þessu leiðir að skuldir
bænda aukast í sífellu. Nettó-
skuldir bænda við Kaupfélag
Húnvetninga á Blönduósi hafa
hækkað um 100% á tímabilinu
frá júlí í fyrra til jafnlengdar í ár.
Skuldirnar eru að meðaltali 300
þús. kr. á hvern bónda þó að
meirihluti teknanna sé kominn
inn í viðskiptareikninga. Svipað
þessu mun ástandið vera hjá
bændum í nágrannahéruðunum,
Vestur-Húnvetningum og Skag-
firðingum. Bændur eru í stórum
stíl að verða tekjulausir og safna
skuldum. Ef ekki tekst að
stemma hér á að ósi er tilgangs-
laust að tala um framtíðarmark-
mið.
Ágúst Jónsson, Botni:
Ég held að það yrði samtökum
okkar til góðs ef fulltrúar sér-
greinasambandanna kæmu þar
inn með fullri aðild og það því
fremur, sem ætla má, að þeim
komi til með að vaxa ásmegin, og
svo þarf að verða.
En við eigum margt ólært í
sambandi við nýbúgreinarnar,
enda byrjendur. Þessvegna ríður
okkur á að sækja fræðslu til
grannþjóðanna og læra af reynslu
þeirra. Jón H. Þorbergsson kom
tii skjalanna þegar við fórum að
rækta sauðféð. Aðrir ráðunautar
komu svo og sinntu nautgripa-
Formenn og framkvæmda-
stjórar landshlutasamtakanna
koma saman til fundar þrisvar á
ári. Hefur svo verið nú á annan
áratug. Höfuðborgarsvæðið hef-
ur ekki tekið þátt í þessum fund-
um fyrr cn nú að fulltrúar frá því
komu á fundinn, sem haldinn var
í Reykjavík fyrir nokkru.
Þetta eru einskonar samráðs-
fundir og skiptast samtökin á um
formennsku og fundarboðun.
Á fundunum skiptast menn á
skoðunum, bera saman bækur
rækt, hrossarækt og jarðrækt.
Bændum var og er ljóst að þekk-
ingin er undirstaða góðs áran-
gurs. Svo er einnig og ekki síður
um nýbúgreinarnar. Þar þurfum
við að efla ráðunautaþjónustuna
en draga þá fremur úr henni á
öðrum sviðum, þar sem þekking
bænda er orðin meiri. Ekki sýnist
ástæða til að leggja áherslu á
aukna ræktun um sinn og mætti
því hugsa sér að færa jarðræktar-
framlagið að einhverju leyti yfir á
nýbúgreinarnar. Nægilegt fjár-
magn og fræðsla er óhjákvæmileg
undirstaða þessara búgreina.
Hvað snertir slátur- og frysti-
húsin, sem og mjólkurbúin, þá er
það mín skoðun, að bændur eigi
alfarið að eiga þau og reka. Ann-
að væri óeðlilegt og rekstur þess-
ara fyrirtækja yrði ekki hag-
kvæmari í höndum annarra.
Hitt er svo annað mál að auka
þyrfti frelsi í kjötútflutningi. Við
eigum að styðja við bakið á
athafna- og hugsjónamönnum,
sem brjótast vilja í því að flytja út
kjöt og kjötvörur, við höfum alls
ekki efni á því að berja á fingur
þeirra.
Um héraðakvótann vil ég segja
það, að gildi hans yrði sennilega
ekki hvað síst í því fólgið, að
vernda jaðarbyggðirnar. Fæ ég
ekki séð að það yrði betur gert
með öðru móti.
Og að endingu: Við verðum að
gera okkur grein fyrir því, að
efnahagslega er bændastéttin að
skiptast í tvennt. Kjörin innan
stéttarinnar verður að jafna ef
ekki á verr að fara.
- mhg.
sínar, læra hver af öðrum. Rædd
eru sameiginleg vandamái og við-
fangsefni, reynt að komast að
samkomulagi um hvernig við
þeim skuli bregðast og það
kynnt, sem sérstaklega er verið
að fást við á hverjum stað. Þá eru
og haldnir fundir með ýmsum
þeim, sem með landsbyggðarmál
hafa að gera í stjórnkerfinu, því
auðvitað er þá menn fyrst og
fremst að finna á höfuðborgar-
svæðinu.
- mhg.
Landshlutasamtökin
Samráðsfundir
Landsbyggðarmál rœdd
á reglulegum fundum
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. desember 1984