Þjóðviljinn - 13.12.1984, Blaðsíða 5
Námsstefna
Eyjólfur R. Eyjólfsson á
Hvammstanga sendir
„Landinu" eftirfarandi pistil:
Laugardaginn 24. nóv. var
haldinn fundur í Verkalýðsfé-
laginu Hvöt á Hvammstanga.
Samkvæmt fundarboði skyldi
tekin fyrir uppsögn sjómanna-
samninga og samþykkt nýgerðra
kjarasamninga milli ASÍ og VSÍ.
Fyrir lá beiðni frá stjórn Sjóm-
annasambandsins um að sagt yrði
upp samningum.
Ákveðið var að segja upp
samningum frá 1. des, n.k. Jafn-
framt var stjórn og trúmannað-
armannaráði gefið umboð til
vinnustöðvunar ef þurfa þætti.
Þá voru teknir fyrir nýgerðir
kjarasamningar. Lagði formaður
til að þeir yrðu samþykktir. Mikl-
ar umræður urðu um samningana
og kom öllum fundarmönnum
saman um það, að þetta væru
vondir samningar. Ekki síst fyrir
það, að ekki hefði fengist nein
trygging fyrir því, að hækkunin
yrði ekki tekin af mönnum strax
daginn eftir, sem reyndar hefði
komið á daginn nú þegar. Eini
ljósi punkturinn við þá væri, að
tekist hefði samkomulag um af-
nám tvöfalda kerfisins í áföngum.
Þó skyggði það illilega á hvaða
leiðir hefðu verið farnar til að ná
þeim áfanga.
Fundarmenn voru þungorðir í
garð ríkisvaldsins fyrir þátt þess í
gerð samninganna og ekki síst
fyrir það, hvernig það hefði svik-
ist aftan að launafólki með því að
ónýta árangur þeirra þegar í stað
með einu pennastriki. Ekki þótti
þó fært að fella samningana þar
sem búið væri að stilla mönnum
upp við vegg og óvíst hvaða ár-
angur það hefði fyrir lítið félag úti
á landi að standa eitt sér í slíkri
baráttu. Samningarnir voru því
samþykktir með 6 atkv. en allur
þorri fundarmanna sat hjá. Á
fundinum var borin upp eftir
eftirfarandi ályktun:
„Almennur félagsfundur í Vlf.
Hvöt á Hvammstanga, haldinn
24. nóv. 1984, mótmælir síend-
urteknum árásum ríkisvaldsins á
launafólk í landinu, nú síðst með
ótímabærri gengisfellingu, sem
eyðir með einu pennastriki þeim
árangri, sem fengist hefur í harð-
vítugri baráttu, sem staðið hefur í
einn mánuð, og var háð til þess
Athyglis-
verö
nýjung
hjá K.I.
Frœðsla um
fjölmiðlatœkni
Kvenfélagasamband Islands
hélt námsstefnu um fjölmiðla og
lögmál boðskipta í Reykjavík
dagana 23.-25. nóv. sl. Tilgangur
námsstefnunnar var að kenna
þátttakcndum á hvern hátt þeir
gætu best fengið inni í fjölmiðlum
með fréttir af því, sem konur eru
að fást við, en þeir hafa hingað til
sýnt starfsemi kvenfélagsins lítinn
áhuga, að dómi Kventclagasam-
bandsins.
Sr. Bernharður Guðmundsson
leiðbeindi á námsstefnunni og
auk hans fluttu erindi þær Elín
Pálmadóttir, blaðamaður, Hild-
ur Bjarnadóttir, fréttamaður og
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir,
útvarpsþulur. Mtttakendur
heimsóttu Útvarpið, Sjónvarpið
og Morgunblaðið og kynntu sér
starfsemi þessara stofnana.
Námsstefnuna sóttu fulltrúar frá
17 héraðssamböndum K.Í., tveir
frá hverju, auk stjórnar K.í. og
fleiri kvenna, um 40 alls.
Kvenfélagasambandið hefur
ekki áður efnt til fjölmiðla-
fræðslu. Segja má að lítil reynsla
og kunnáttuleysi hafi háð konum
við að koma málum sínum á
framfæri. Leiðbeiningar sr.
Bemharðs verkuðu eins og vít-
amínssprauta. Þátttakendur fóru
heim fullir áhuga á að rétta hlut
kvenkynshelmings þjóðarinnar
og vinna að því að málefni
kvenna fái meiri umfjöllun í fjöl-
miðlum eftirleiðis. be/mhg
LIS
Kynning á samvinnuvörum
Samvinnudagar voru haldnir á
Akureyri dagana 24. og 25. nóv.
sl.. Þar stóðu starfsmenn sam-
vinnufyrirtækjanna á Akureyri
fyrir kynningu á starfi sínu og
framleiðslu.
Það mun einsdæmi hér á landi
að starfsmenn fyrirtækja taki sig
til og standi fyrir kynningarsýn-
ingum. En fyrir ári síðan ákvað
Landssamb. ísl. samvinnustarfs-
manna að hvetja samvinnumenn
og alla íslendinga til að kaupa ís-
lenskar samvinnuvörur, bæði til
þess að skapa atvinnu og spara
gjaldeyri. Kynningar þessar yrðu
haldnar á vegum starfsmannafé-
laga samvinnustarfsmanna, en
þau starfa í öllum samvinnufyrir-
tækjum. Kynningin yrði sniðin að
aðstæðum á hverjum stað í sam-
vinnu starfsmanna og fyrirtækj-
anna. Væri skipulag allt algerlega
í höndum heimamanna sjálfra.
Af hálfu LÍS var ráðinn maður
til aðstoðar við félögin um skipu-
lagningu og framkvæmd. Það er
Guðmundur Logi Lárusson, Ak-
ureyringur, sem undanfarið hef-
Mér llst vel á þessa húfu þama
ur unnið við verslunarstörf þar í
bæ. Samvinnudagarnir á Akur-
eyri voru haldnir í Félagsborg,
Félagsheimili starfsmannafélags
verksmiðjanna. Var aðsóknin
slík að um tíma, síðari daginn,
varð að takmarka aðgang. Þar
voru kynntar og geínar bragð-
purfur á framleiðsluvörum KEA,
brauðgerðar og kjötiðnaðar-
stöðvar og mjólkursamlags.
Efnagerðirnir Flóra og Sjöfn
kynntu sínar vörur og Kaffi-
brennsla Akureyrar bauð
mönnum Bragakaffi. Kexverk-
smiðjan Holt sá fyrir meðlæti. Þá
voru sýndar framleiðsluvörur
verksmiðja Sambandsins, skór,
mokkafatnaður, peysur og margt
fleira. Samvinnutryggingar voru
með sýningarbás og Húsnæðis-
samvinnufélagið Búseti sömu-
leiðis. Myndbönd voru í gangi
sem lýstu frekar ýmsum þáttum
starfsins.
Samvinnustarfsmenn héldu
tískusýningu og sýndu sjálfir föt
og skó. Kór starfsmannafélags
verksmiðjanna söng undir stjórn
Árna Ingimundarsonar, ein-
söngvari var Árni Kristjánsson
og sýndur var leikþáttur eftir Jó-
hann Tr. Sigurðsson. Sérstakt
barnahorn var og vel sótt.
Það verður aldrei of oft brýnt
fyrir fólki að kaupa íslenskar
vörur og því er þetta framtak
samvinnustarfsmanna, að kynna
fjölbreyttar og glæsilegar fram-
leiðsluvörur sínar undir kjörorð-
inu: „Samvinnuvörur okkar
vörur“, til sérstakrar fyrirmynd-
ar. -nhe
Fréttabréfffrá
EyjólfiR. Eyjótfssyni
Hvammstanga
Kjaramál
Þungorðir í garð
ríkisvaldsins
eins, að reyna að ná í brot af þeim
fjármunum, sem ríkisvaldið hafði
fært frá launafólki yfir til ríkis og
atvinnurekenda á undanförnum
mánuðum.
Lítur fundurinn svo á að síð-
asta gengisfelling sé fyrst og
fremst hefndarráðstöfun gegn
launafólki, þar sem hún kemur
ekki á nokkurn hátt til með að
rétta við höfuðatvinnuvegi þjóð-
arinnar en þvert á móti stóreykur
vanda þeirra atvinnugréina, sem
höllustum fæti standa og mest
skulda í erlendum gjaldeyri og er
þar af leiðandi mikið fremur
ástæða til þess að óttast samdrátt
atvinnuveganna og stóraukið
atvinnuleysi.
Jafnframt skorar fundurinn á
allt launafólk í Iandinu að standa
dyggan vörð gegn ásókn milli-
liða, braskara og ríkisvalds á lífs-
kjör þess“.
Einn fundarmanna bar fram
breytingartillögu við ályktunina.
Fór orðið „hefndarráðstöfun"
fyrir brjóstið á honum. Taldi
hann að engin ríkisstjórn væri svo
slæm, að hún færi að hefna sín á
landsmönnum. Ekki voru aðrir
fundarmenn á sama máli og var
breytingartillagan felld með
öllum greiddum atkvæðum gegn
einu. Síðan var ályktunin sam-
þykkt mótatkvæðalaust.
UMSJÓN: MAGNÚS H. GÍSLASON Fimmtudagur 13. desember 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5