Þjóðviljinn - 13.12.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.12.1984, Blaðsíða 15
England Burst hjá QPR Frá Hermanni Karlssyni frétta- manni Þjóðviljans í Englandi: QPR burstaði Southampton 4- 0 í Mjólkurbikarnum í knatt- spyrnu í gaerkvöldi og var þetta fyrsta tap Southampton fyrir ensku liði í 22 leikjum. QPR hafði mikla yfirburði og aðeins mark- varsla Peters Shiltons kom í veg fyrir staerri sigur. Terry Fenwick gerði tvö marka QPR. Arnold Muhren telur sig hafa skorað sigurmark Man.Utd en Gordon McQueen er á öðru máli! IÞROTTIR UEFA-bikarinn Rifist um sigurmartdð! Handbolti - 1. d. karla Víkingar sluppu! Jöfnuðu 28:28 gegn Þrótti á síðustu sekúndu Þróttur og Víkingar skildu jöfn í 1. deildinni á handbolta. Leikur- inn var allan tímann frekar slak- ur og varnir liðanna eins og flóð- gáttir, enda fór svo að 56 mörk voru skoruð, skipt bróðurlega á milli liðanna. Það var Víkingur- inn Karl Þráinsson er sá um að skora síðasta mark leiksins og jafna 28:28 á síðustu sekúndun- um. Víkingar náðu fljótlega í fyrri hálfleik fjögurra marka forystu en Þróttarar náðu síðan að jafna og komust yfir 12:11. Það sem eftir lifði leiksins var síðan fullkomið jafnræði með liðunum í markaskoruninni og í hálfleik höfðu bæði liðin gert 17 mörk. Síðari hálfleikurinn var ekki alveg jafn opinn enda voru aðeins gerð 22 mörk í honum. Jafnt var á flestum tölum í hálfleiknum. Lokamínúturn- ar voru æsispennandi fyrir þessar ör- fáu hræður er lögðu leið sína í höllina. Víkingar misstu boltann er rúmlega hálf mínúta var eftir, Þróttur hóf sókn er endaði með marki Gísla Óskars- sonar. Víkingar hófu sókn er 10 sek- Handbolti Góð staða Aftur- eldingar Afturelding er komin með mjög góða stöðu í A-riðli 3. deildar eftir 25-18 sigur á Reyni frá Sandgerði í Mosfellssveitinni um síðustu helgi. Afturelding, sem skartar tveimur gamal- reyndum landsliðsmönnum, Axel Axelssyni og Ásgeiri Elías- syni, hefur þá sigrað báða skæð- ustu keppinauta sína, ÍA og Reyni, í fyrri umferðinni. Urslit um síðustu helgi í 3. deild: A-riðill Aftureldlng-Reynir S....25-18 ÍA-Ögri.................. 6 Afturelding ...4 4 0 0 109-68 8 ÍA 143-94 8 ReynirS ...5 3 0 2 164-104 6 Njarðvík ...4 10 3 112-112 2 Slndri ..2 0 0 2 25-87 0 Ögrl 41-129 0 B-riðill: Týr-lR..... Selfoss-IBK fH-Skallagrímur... Týr..............5 5 0 0 92-79 10 ÍR...............5 4 0 1 112-95 8 ÍBK..............5 2 0 3 115-109 4 (H...............5 2 0 3 98-110 4 Soltoss..........4 1 0 3 81-82 2 Skallagrímur....4 0 0 4 78-101 0 -vs úndur voru eftir boltinn barst til Karls Þráinssonar sem fór inn úr horninu og jafnaði á síðustu sekúndunum. Ellert Vigfússon átti góðan leik fyrir Víkinga en auk þess stóðu Þor- bergur Aðalsteinsson og Viggó Sig- urðsson fyrir sínu. Hjá Þrótti bar mest á Páli Ólafssyni og Sverri Sverrissyni. Þá voru þeir Konráð Jónsson og Gísli Óskarsson atkvæðamiklir í fyrri hálfleik. Mörk Víkings: Þorbergur 9, Karl og Viggó 5, Hilmar Sigurgíslason 3, Siggeir Magnússon, Guðmundur Guðmundsson og Einar Jóhannesson 2. Mörk Þróttar: Sverrir 6, Gísli, Birgir Sig-1 urðsson og Konráð J. 5, Páll 4, Lárus Lár- usson 3. -Frosti Frá Hermanni Karlssyni frétta- manni Þjóðviljans í Englandi: Manchester United vann fræk- inn útisigur, 3:2, gegn Dundee United í Dundee í Skotlandi í gær- kvöldi. Þetta var seinni leikur lið- anna í UEFA-bikarnum en þeim fyrri lauk með jafntefli, 2:2. Leikurinn var sýndur í sjón- varpi hér í gærkvöldi og var skemmtilegur á að horfa og sigur Man. Utd. var sanngjarn. Á 12. mínútu sendi Gordon Strachan fyrir mark Dundee United, varn- armenn náðu ekki að hreinsa og Mark Hughes skoraði af öryggi, 0:1. Rétt á eftir bjargaði Remi Moses á marklínu Man. Utd. en síðan jafnaði David Dodds, 1:1. Þá gerði varnarmaður Skotanna sjálfsmark, 1:2 fyrir Man. Utd. í hléi en rétt fyrir hlé varði Ham- ism McAlpine í marki Skotanna glæsilega frá Frank Stapleton. Paul Hegarty jafnaði fyrir Dundee United með skalla fljót- lega í seinni hálfleik, 2:2. Man. Utd. sótti mjög vel eftir það, McAlpine varði glæsilega frá Moses og Strachan en hann var bjargarlaus á 77. mín. Þá var þvaga í vítateig Skotanna, bolt- inn barst út til Arnolds Muhren sem skaut að marki, knötturinn breytti stefnu af Gordon McQue- en og hafnaði í netinu, 2:3. Þeir félaga rifust um hver hefði skorað markið eftir leikinn! Celtic í bann? „Ég er smeykur um að við fáum langt bann frá þátttöku í Evrópukeppni eftir þetta“, sagði David Hay framkvæmdastjóri Úrslit í UEFA-bikarnum í gærkvöldi - samanlögð úrslit í svigum: BohemiansPrag(Tékkosl.)-Tottenham(Englandi)..................1-1 (1-3) Dundee Uniled (Skotlandi) - Manch.Utd (Englandi).............2-3 (4-5) DinamoMinsk(Sovótríkjunum)-WidzewLodz(Póllandi)..............1-0 (2-1) lnterMilano((talíu)-HamburgerSV(V.Þýskalandi)................1-0 (2-2) Köln (V.Þýskalandi) - Spartak Moskva (Sovétríkjunum).........2-0 (2-1) Partizan Belgrad (Júgóslavíu) - Videoton (Ungverjal.)........2-0 (2-5) Real Madrid (Spáni) - Anderlecht (Belgiu)....................6-1 (6-4) Zeljeznicar (Júgóslavíu) - Univ.Craiova (Rúmeníu)............4-0 (4-2) Evrópukeppni bikarhafa: Celtic (Skotlandi) - Rapid Wlen (Austurríki)................0-1 (0-3) Handbolti - l.d.karla Frískir Blikar stóðuíFH FH vann á endasprettinum, 25-23 Celtic eftir ósigur hans manna gegn Rapid Wien, 0:1, á Old Trafford í Manchester. Celtic hafði unnið seinni leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa og komist áfram en Austurríkis- menn kærðu vegna óláta og því var leikið að nýju á hlutlausum velli. Gífurleg ólæti voru meðal áhorfenda, einn þeirra réðst á markvörð Rapid og annar sló markaskorara liðsins, Peter Packel, niður þegar hann gekk af leikvelli. Celtic átti allan leikinn en náði ekki að skora og Packel skoraði úr hraðaupphlaupi Austurríkismanna, þeirra einu sókn í ieiknum, um miðjan fyrri hálfleik. Hoddle á spítala! Tottenham náði 1:1 jafntefli gegn Bohemians í Prag og komst því örugglega í gegn. Mark Falco skoraði eftir sendingu frá Tony Galvin strax á 7. mínútu og Tott- enham því 0:3 yfir samanlagt. Enska liðið var því aldrei í hættu þó Tékkar jöfnuðu í byrjun seinni hálfleiks. Leikurinn var hrikalega grófur, sjö gul spjöld sýnd og eitt þerira þýðir að Gra- ham Roberts leikur ekki næsta Evrópuleik Tottenham. Glenn Hoddle fékk olnboga í augað í eitt skiptið þegar hann plataði tékkneskan varnarmann uppúr skónum og var fluttur á spítala. Ekki var vitað í gærkvöldi hversu júvarleg meiðsli hans væru. Það varð ekki útséð um hvern- ig leikur íslandsmeistara FH og nýliða Breiðabliks í Hafnarfirði í gærkvöldi myndi enda fyrr en al- veg í lokin. Blikarnir komu mjög á óvart með frísklegum og skemmtilegum handknattleik og töpuðu naumlega í jöfnum leik, 25-23. Leikurinn var mjög jafn allan tímann. Breiðablik komst í 5-7 í fyrri hálfleik en FH jafnaði fyrir hlé, 11-11. í seinni hálfleik var jafnt á öllum tölum uns FH komst í 20-18 og 22-19 rétt fyrir leikslok. FH náði að keyra upp hraða í lokin og vann á honum og reynslunni. Það sat greinilega þreyta í landsliðsmönnum FH, einkum í Kristjáni Arasyni sem hvarf í seinni hálfleik. Guðjón Árnason og Þorgils Óttar Mathiesen stóðu uppúr í litlausu liði ITl sem er þó áfram með fullt hús stiga í l.deildinni eftir þennan sigur. Með þessu áframhaldi eru Blikarnir til alls líklegir og þeir falla ekki ef þeir leika í vetur eins og í gærkvöldi. Línuspilið er mjög gott og Kristján Halldórs- son þar hættulegur og Björn Jónsson er kraftmikil skytta sem FH-ingar réðu illa við. Aðal- steinn Jónsson skoraði einnig góð mörk. Blikar urðu fyrir áfalli þeg- ar Kristján Þór Gunnarsson var rekinn af leikvelli fyrir brot í upp- hafi seinni hálfleiks og var það strangur dómur sem vafalítið hafði sitt að segja um gang leiksins eftir það. Mörk FH: Guöjón 6, Hans Guðmunds- son 6, Þorgils Óttar 5, Kristján 4(1 v), Pálmi Jónsson 3 og Jón Erling Ragnarsson 1. Mörk Breiðabliks: Kristján H. 8, Björn 6(2v), Aðalsteinn 4, Kristján Þór 2, Magnús Magnússon 2 og Brynjar Björnsson 2. -Ig/vs Handbolti Þórssigur í Eyjum Þór frá Akureyri vann þýðingarmikinn sigur á ÍBV, 21- 18, í l.deild kvenna í Eyjum í gærkvöldi. Þessi lið berjast við lA um fallið, Þór hefur nú 3 stig en ÍA og ÍBV 2 hvort. Leikurinn var hnífjafn þar til undir lokin, ÍBV klúðraði hraðaupphlaupi í stöðunni 17-18 og Þór skoraði, 17-19, og þar með voru úrslitin -JR/Eyjum Handbolti - l.d.karla Oruggur Stjömusigur Garðbæingar alltaf yfir og unnu Þór 24-19 Stjarnan vann öruggan sigur á Þór í l.deildinni í Vestmannaeyj- um í gærkvöldi. Lokatölur urðu 24-19, Garðabæjarliðinu í hag, V. Þýskaland Gladbach í þriöja sæti Borussia Mönchengladbach komst uppí þriðja sæti vestur- þýsku Bundesligunnar í knatt- spyrnu í fyrrakvöld með því að sigra toppliðið Bayern Múnchen 3-2. Frank Mill, Uli Borowka og Michael Frontzeck skoruðu fyrir Gladbach en Reinhold Mathy og Dieter Höness fyrir Bayern. Bay- ern er efst með 25 stig, Bremen hefur 23 stig og Gladbach og Uer- dingen 21 stig hvort. og Þórarar máttu sætta sig við sitt þriðja tap í röð. Stjarnan náði forystunni strax í byrjun og lét hana aldrei af hendi. Munurinn var 1-2 mörk til að byrja með, en síðan komst Stjarnan í 8-4 og 12-7 í hálfleik. Þórarar byrjuðu síðari hálfleik af krafti, gerðu þrjú fyrstu mörkin og staðan 12-10. Nokkru seinna var staðan 16-14 en þá voru tveir Þórarar reknir af velli með stuttu millibili, Stjarnan komst í 20-14 og mótspyrna heimamanna var á enda. Þetta var grófur leikur af beggja hálfu, mikið um gul spjöld og brottrekstra. Einkum brutu Þórarar klaufalega af sér og létu reka sig útaf að ástæðulausu hvað eftir annað. Þeir virkuðu þrek- lausir - annað en í fyrra þegar þeir sprengdu 2.deildarliðin með keyrslu og krafti. Sigbjörn Ósk- arsson var langbestur Þórara en Herbert Þorleifsson átti ágætan dag og Sigmar Þröstur Óskarsson varði þokkalega. Hjá kraftmiklu liði Stjörnunnar var Hannes Leifsson hættulegastur og Magn- ús Teitsson opnaði oft Þórsvörn- ina illa með snerpu sinni og út- sjónarsemi. Höskuldur Ragnars- son varði mark Garðbæinga ágætlega. Mörk Stjörnunnar: Hannes 7, Magnús 5, Eyjólfur Bragason 4, Hermundur Sig- mundsson 3, Sigurjón Guðmundsson 2, Guðmundur Þórðarsonl, Ingimar Haralds- son 1 og Gunnlaugur Jónsson 1. Mörk Þórs: Sigbjörn 7, Herbert 4(2v), Gylfi Birgisson 3, Steinar Tómasson 2, Óskar Brynjarsson 2 og Elías Bjarnhéðinsson 1. -JR/Eyjum Flmmtudagur 13. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.