Þjóðviljinn - 13.12.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
DIÓDVIUINN
Fimmtudagur 13. desember 1984 249. tölublað 49. árgangur
Frystitogarar
Japönsku
togurunum breytt
í frystiskip?
Félag eigenda japanskra togara á íslandi leitar eftir tilboðum í
að breyta togurunum 10. Otti um samdrátt í frystihúsum
Hin mikla velgengni þeirra fáu
frystitogara sem til eru hér á
landi hefur vakið áhuga fjöl-
margra togaraeigenda á að
breyta þeim í frystitogara. Þetta
sagði Kristján Ragnarsson for-
maður LIU á þingi þess fyrr í
haust. Sannarlega er þetta rétt,
því að nú hafa cigendur þeirra 10
Japans-smíðuðu togara sem til
eru hér á landi leitað eftir tilboð-
um, innanlands og utan, í að
breyta þessum togurum í frysti-
skip. A sínum tíma mynduðu
eigcndur þessara skipa með sér
félagsskap, einhverra hluta
vegna.
Hér er um að ræða að breyta
skrúfubúnaði skipanna og að
lengja þau um 8 metra, svo hægt
sé að koma frystitækjum fyrir um
borð. Einhverjar aðrar smávægi-
legar breytingar þarf einnig að
gera.
Margir óttast að þetta sé upp-
haf að þróun sem ekki verði
stöðvuð, þ.e. að breyta togara-
flota okkar í frystitogara. Það
myndi aftur á móti þýða að sú
vinnsla sem nú er unnin í frysti-
húsum landsins, myndi færast um
borð í togarana. Velgengni þeirra
frystitogara sem til eru vekur
þennan áhuga. Frystitogarinn
Örvar frá Skagaströnd hefur unn-
ið sinn afla um borð á þessu ári.
Aðeins 8 mönnum er bætt við 16
manna áhöfn togarans til að
vinna þennan afla. Þessi 24ra
manna áhöfn sér um allt - troll,
aðgerð og frystihúsavinnuna. Er
unnið á vöktum allan sólarhring-
inn, alla daga vikunnar. Ef aflinn
hefði verið unninn í landi hefði
þurft 50 til 70 manns til að vinna
hann, miðað við dagvinnu.
- S.dór
Erfðafjárlög
Björn Th. Björnsson sendir frá sér tvær bækur um þessar mundir. Ljósm. eik.
Bœkur
270 manns þurftu að
leysa upp heimili sín Muggur og
Þingvellir
Frumvarp Guðrúnar Helgadóttur um að ekkjur og ekklar geti búið í óskiptu búi
Um 270 manns hafa þurft að
leysa upp heimili sitt vegna
núgildandi harkalegra laga, sagði
Guðrún Helgadóttir alþingis-
maður í viðtali við Þjóðviljann í
gær, er hún var innt eftir því hvar
frumvarp hennar um breytingu á
erfðafjárlögum væri statt.
strandað í allsherjarnefnd
Guðrún hefur margsinnis lagt
fram frumvarp um breytingu á
lögum á þann veg, að eftirlifandi
makar geti setið að óskiptu búi
svo lengi sem þeir vilja. Fjöl-
margir hafa þurft að leysa upp
heimili sitt vegna núgildandi á-
kvæða erfðafjárlaga um að megi
skipta heimilum fólks sé þess ósk-
að af einhverjum erfingja.
Guðrún kvað mikið eftir þessu
frumvarpi spurt, en þrátt fyrir
góð orð situr frumvarpið fast í
allsherjarnefnd neðri deildar og
litlar líkur á að það verði afgreitt
frá nefndinni fyrir jól. - óg
u
Fiskverðið
Stjómin gegn sjómönnum
p rumvarp
ríkisstj órnarinnar
um Verðlagsráð sjávarútvegs-
ins, þarsem m.a. er gert ráð fyrir
frystingu fiskverðs fram í sept-
ember á næsta ári var samþykkt í
neðri deild í gær. Breytingatillaga
Margrétar Frímannsdóttur og
Karvels Pálmasonar um að Verð-
lagsráðið sjálft ákvæði gildistíma
fiskverðsins var felld af stjórnarl-
iðum.
Fulltrúar sjómannasamtak-
anna komu fyrir sjávarútvegs-
nefnd neðri deildar og höfðu lýst
sig andvíga stjórnarfrumvarpinu.
Sjómannasamband íslands hafði
hins vegar ekkert að athuga við
tillögu þeirra Margrétar og Kar-
vels. Sjá ræðu Margrétar í Þjóð-
málu bls. 7.
- óg
t eru komnar tvær veglegar
bækur eftir Björn Th. Björns-
son listfræðing en hann er með
snjöllustu rithöfundum þjóðar-
innar og sætir ávallt nokkrum tíð-
indum þegar bækur koma út eftir
hann. Annars vegar er um að
ræða bókina um Mugg, sem
Listasafn ASÍ og Lögberg gefa út í
sameiningu, og hins vegar bók um
Þingvelli sem Menningarsjóður
gefur út. Hvor tveggja er meðal
glæsilegustu bóka sem koma nú út
fyrir jólin og er m.a. fjöldi lit-
prentana í bókinni um Mugg og
fjöldi litmynda í Þingvallabók-
inni.
Listaverkabókin um Mugg er
sú fjórða í röðinni sem útgáfuað-
ilar hennar gefa út um íslenska
Rœkjuveiðar
Rúmlega
260 krónur
fyrir kg.
Frystitogarinn Hólmadrangur
landaði átta tonnum af djúp-
rækju nú nýlega og var aflaverð-
mætið 2 miljónir króna, sem þýð-
ir að á milli 260 og 270 krónur fást
fyrir kflóið. Þessi rækja er seld til
Japan.
Japanir greiða mjög gott verð
fyrir stóra rækju sem er fryst um
borð í skipunum, vegna þess að
þá helst rauði liturinn alveg en
fyrir litsterka stóra rækju í hæsta
gæðaflokki eru Japanir tilbúnir til
að greiða þetta mikla verð.
- S.dór
Viðskiptaferðir
Tvöföldun
gjaldeyrissölu
Nœr 100 prósent aukning á gjaldeyrissölu til versl-
unarferða á föstu verðlagi. Blómstrandi hagur inn-
flutningsverslunar
Sala bankanna á gjaldeyri sem
'j
myndlist. Fyrri bækur eru um
Ragnar í Smára, Eirík Smith og
Jóhann Briem. Muggur eða Guð-
mundur Thorsteinsson eins og
hann hét fullu nafni var aðeins 33
ára þegar hann lést árið 1924 og í
bókinni er rakinn ævi- og mynd-
listarferill hans og í henni er fjöldi
mynda af verkum hans og einnig
ljósmyndir úr æviferli hans. í til-
efni af útkomu bókarinnar er svo
sýning á verkum hans í Listasafni
ASÍ.
Bókin um Þingvelli - staði og
leiðir - er sú fyrsta sinnar tegund-
ar um þennan elsta þjóðgarð ís-
lendinga og er sérlega mikið
vandað til hennar. í bókinni lýsir
höfundur stöðum og leiðum um
Þingið og allan þjóðgarðinn sjálf-
an, gjám, stígum, fornum leiðum
um Bláskóga, vatnsborðinu, hell-
um og eyðibæjum í hrauninu og
jafnan með sögulegu ívafi.
Hverri leið fylgir greinargött
göngukort og fjöldi ljósmynda
eftir Rafn Hafnfjörð lýsir þeim
stöðum sem er um fjallað.
Hönnun bókarinnar annaðist
Gísli B. Björnsson.
- GFr
notaður var til viðskipta- og
verslunarferða tvöfaldaðist næst-
um því á fyrstu níu mánuðum
þessa árs samanborið við sama
tíma í fyrra. Þá er miðað við fast
verðlag.
Þetta kemur heim og saman
við fullyrðingar um blómstrandi
hag þeirra sem standa í innflutn-
ingsverslun, og endurspeglar vel
hagnaðinn af verslun og við-
skiptum á síðasta ári.
Fyrstu níu mánuði ársins seldu
bankarnir samtals gjaldeyri fyrir
461 miljón krónur sem var varið í
viðskipta- og verslunarferðir. Á
sambærilegu verðlagi var hins-
vegar ekki seldur gjaldeyrir á
sama tímabili í fyrra til viðskipta-
aðila nema fyrir 237 miljónir
króna. Gjaldeyris sem í ár var því
varið til að ferðast í viðskiptaer-
indum er því röskum 95 prósent-
um meiri en á sama tíma í fyrra.
Þessar upplýsingar komu fram í
greinargerð með frumvarpi Al-
þýðubandalagsins um viðnám
gegn verðbólgu.
-ÖS
Jólin komal