Þjóðviljinn - 13.12.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.12.1984, Blaðsíða 11
______________VIDHORF __________ Radarstöð á Vestf jörðum eftir Kristin H. Gunnarsson Rifjum fyrst upp kafla í bænar- skrá Vestfirðinga: „Samviska okkar neyðir okkur til að mótmæla framkomnum hugmyndum um byggingu rat- sjárstöðvar á Vestfjörðum, vegna þess m.a. að við erum þeirrar skoðunar, að þær auki á vígvæðingu þjóðanna, sem stefn- ir jarðarbyggð í geigvænlega hættu. - Við álítum að voðinn fel- ist ekki aðeins í beitingu vígbún- aðarins heldur ali tilvist hans jafnframt á tortryggni, ótta og hatri og við óttumst að fjárfest- ingar í umræddum stöðvum hér á landi kalli á fjárfrekar mótfram- kvæmdir annars staðar. Slíka sjálfvirkni síaukins vígbúnaðar ber að stöðva.“ Er einhver þeirrar skoðunar að Sovétríkin svari ekki auknum vígbúnaði af hálfu Bandaríkja- manna og NATO? Má minna á að fjárveitingar til hernaðarmála hafa aukist veru- lega undanfarin 4 ár í Bandaríkj- unum. Ennfremur að Sovétmenn ætla að auka fjárframlög sín um 12% á næsta ári. Má ennfremur minna á að á hverri mínútu er varið einni milljón dollara til hernaðarmála og að hvert mannsbarn, sem fæð- ist í þennan heim, fær um fjögur tonn af vopnadrasli. Er ekki öllum kunnugt um að auk alls kyns „hefðbundinna“ vopna eiga stórveldin hvort um sig nægar kjarnorkubirgðir til að tortíma jörðinni mörgum sinnum reikningslega. Eru vopn fram- leidd til þess að nota þau ekki? Er ekki öllum ljóst að jörðinni verð- ur ekki tortímt nema einu sinni? Má ekki öllum vera ljóst að birgðir tortímingarvopna hjá hvorú stórveldi um sig eru nægi- legar til að „tryggja öryggi“ þess gagnvart hinu stórveldinu? Hafa menn hugleitt að í stað þess að stórveldin reyni sífellt að skáka hvort öðru með árásarkerf- um og gagnárásarkerfum væri hyggilegra að huga að þjóðum þriðja heimsins? Þjóðum sem eru þjakaðar af offjölgun, fátækt, hungursneyð, styrjöldum (fjár- mögnuðum af stórveldunum) og arðráni hins iðnvædda heims. Þjóðum, þar sem grundvöllur er fyrir valdatöku einhvers brjálæð- ings. Þjóðum, sem sumar hverjar ráða yfir kjarnorkuvopnum, þrátt fyrir eymd þegnanna. Hvaðan kom þessum þjóðum þekking og fé til að framleiða slík ógnarvopn? Vitnum aftur í bænarskrá Vest- firðinga: „Við getum heldur ekki varið fyrir samvisku okkar, að frekara fjármagni verði varið til vígbún- aðar meðan sultur og vannæring- arsjúkdómar hrjá hálft mannkynið." Kostnaður við hvora radarstöð um sig er áætlaður 30 til 35 milljónir dollara. Það eru 1200 til 1400 milljónir króna. Með öðrum orðum 1,2 til 1,4 milljarðar króna. Auk þess á að endurnýja búnað í þeim stöðvum sem fyrir eru. Þetta var kynnt í fréttatíma sjónvarps síðastliðinn þriðjudag. Man einhver eftir næstu frétt strax á eftir? Hún var um hung- ursneyð í Eþíópíu. Sex milljómr manna á vergangi. Tvær milljónir manna berjast við hungurvofuna. Mörg hundruð þúsund barna. Sveltandi móðir í Eþíópíu, af- ganskur flóttamaður, stríðshrjáð líbönsk fjölskylda, tugmilljónir Bandaríkjamanna sem lifa við kjör undir fátæktarmörkum; hvað skyldi þetta fólk hugsa ef það mætti heyra um það fé, sem vestrænar þjóðir, fyrirmynd heims í lífskjörum, velferð og lýðræðislegum stjórnarháttum, og umfram allt að eigin mati fyrir- mynd í kristilegu siðgæði, mannkærleik, útvörður hins góða gegn hinum illu öflum í heimin- um, eiga aflögu til að reisa sjón- auka á fjalli? Skyldi það hvarla að nokkrum að verið sé að setja kíki fyrir blinda augað? Man það nokkur að desember er mánuður friðar og kærleika? Reynum að gera okkur grein fyrir heildarmyndinni. Athugum hvað er ákveðið eða áformað í vígbún- aði hér á landi til að tryggja „ör- yggi“ okkar. Ný flugstöð (1500-2000 milljónir króna) - bensín- og olí- ubirgðastöð í Helguvík - Awacs flugvélar - Kc-135 eldsneytisflu- gvélar - F-15 orrustuflugvélar - sprengjuheld flugskýli - niður- grafin stjórnstöð, sem á að geta staðist 7 daga allsherjarstríð og eiturefnaárás - ný flugbraut - aukning á flugi P-3 Orion flug- véla - nýjar radarstöðvar - end- urnýjun á tækjabúnaði þeirra radarstöðva, sem fyrir eru. Síðan er okkur sagt að verið sé að endurnýja það sem fyrir er, engin aukning á vígbúnaði og jafnvel að nýjar framkvæmdir séu nauðsynlegar til þess að spara (radarstöðvar). Þessu öllu til viðbótar kemur í ljós að bandaríski flotinn hefur heimild til að setja upp kjarn- orkuvopn á íslandi á ófriðartím- um án vitundar íslendinga. Hafa menn velt því fyrir sér hvað íslendingar vita f raun um tilgang og eðli hernaðar- mannvirkja á íslandi, hverju ís- lendingar ráða um notkun þeirra? Hver ræður yfir íslandi? Kristinn H. Gunnarsson er skrif- stofumaður og bæjarfulltrúi í Bol- ungarvík. Pessu öllu til viðbótar kemur í Ijós að bandaríski dk flotinn hefur heimild til að setja upp kjarnorku- vopn á íslandi á ófriðartímum án vitundar ís- lendinga. Hafa menn veltþvífyrir sérhvað ís- lendingar vita í raun um tilgang hernaðar- mannvirkja á íslandi? Hver rœðuryfir íslandi? Vladimir Ashkenazy í píanótíma hjá kennara sínum Anaidu Sumbatian í Mos- kvu árið 1948. Bókin um Ashkenazy Vaka hefur nú sent á markað bókina Ashkenazy - austan tjalds og vestan, samtalsbók Jaspers Parrotts við píanósnillinginn heimskunna Vladimir Ashken- azy. Bókin kemur nú í haust sam- tímis út hjá Vöku og Collins- forlaginu í London, og telst slíkt til tíðinda í bókaútgáfu hérlendis. Þá hefur ýmislegt af efni bók- arinnar þegar fyrir útkomu henn- ar vakið athygli og orðið frétta- efni erlendis og til þess verið vitn- að í íslenskum fjölmiðlum. Má í því sambandi nefna tengsl Vla- dimirs Ashkenazys við sovésku leynilögregluna KGB á námsár- um hans í Mosvku. Vladimir Ashkenazy fjallar í bókinni í fullri hreinskilni um líf sitt og tónlistarferil í Sovétríkjun- um og á Vesturlöndum. Hann ræðir um veru sína á íslandi og afskipti sín af íslensku menning- arlífi. Tónlist, stjórnmál og sam- ferðamenn eru til umfjöllunar á síðum bókarinnar og víða komið við. Þýðandi er Guðni Kolbeins- son. Bókin Ashkenazy — austan tjalds og vestan skiptist í 15 kafla og er samtals 226 síður. í henni er einnig skrá yfir hljómplötur með leik Ashkenazys. Þá eru í bókinni allmargar myndir úr lífi þeirra Þórunnar og Vladimirs Ashken- azys. Laufið grœnt Fyrsta skáldsaga Erlends Jónssonar Bókaútgáfan Örn og Orlygur hefur gefið út fyrstu skáldsögu Erlends Jónssonar. Nefnist hún Laufi grœnt. Áður hafa komið út eftir Erlend fjórar ljóðabækur, útvarpsleikrit, bókmenntasaga og fieira. Skáldsagan Laufið grænt segir frá ellefu ára gömlum dreng sem býr með fráskilinni móður sinni í litlu húsi í Vesturbænum. Frið- helgi heimilisins er rofin með Töff lýpa á föstu Ný bók eftir Andrés Indriðason Mál og menning hefur sent frá sér bókina Töff týpa á föstu eftir Andrés Indriðason. Þetta er sjálfstætt framhald af bókunum Viltu byrja með mér? og Fjórt- án... bráðum fimmtán. Anna Cynthia Leplar teiknar myndir í bókina. Haustið sem Elías Þór byrjar í 8. bekk hafa orðið mikil umskipti ílífihans, hann er fluttur í nýtt hverfi með mömmu sinni og byrj- ar í nýjum skóla. Þar af leiðir að hann þarf að sýna nýjum félögum hvað hann getur þó að hann viti varla sjálfur hver hann er, hvort hann er barn eða fullorðinn, harður af sér eða huglaus. Best væri að geta sýnt krökkunum hana Evu, hlaupaspíruna af Skaganum, þá gætu þau ekki lengur efast um að Elías er töff týpa á föstu! Og þá getur líka ver- ið að Elías komist að því hver hann er. heimsóknum mikils metins borg- ara. Drengurinn lítur þennan kunningsskap óhýru auga, en móðirin sendir drenginn í sveit og fer sjálf í sólarlandaferð. Dvölin í sveitinni reynist drengnum við- burðarík. Minnisstæðasti atburð- ur sumarsins verður skemmtun sem haldin er um verslunar- mannahelgina þar í grenndinni. Þar birtist mannlífið drengnum í allri sinni ólgu og fjölbreytni. Hafnar- fjarðar Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafn- arfirði, hefur gefið út þriðja bindi af Sögu Hafnarfjarðar 1908-1983, sem Asgeir Guðmundsson sagn- fræðingur hefur skráð í tilefni af 75 ára kaupstaðarafmæli Hafn- arfjarðar, sem var 1. júní 1983. Þetta er lokabindi Sögu Hafnar- fjarðar. Það er um fjórðungi stærra en fyrri bindin, sem út komu á síðasta ári, eða 35 arkir (560 bls.). Samtals eru öll þrjú bindin um 1500 bls. að stærð með um 1200 Ijósmyndum, gömlum og nýjum, auk korta og uppdrátta. I þriðja bindi Sögu Hafnar- fjarðar 1908-1983, sem nú er komið út, er þetta efni: Stéttarfé- lög. Félagsstarfssemi. Menning- armál. Félags- og æskulýðsmál. Húsnæðismál. Verslun og við- skipti. Vegamál og samgöngur. Nokkrar bæjarstofnanir. 75 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstað- ar. Æviágrip bæjarfulltrúa og bæjarstjóra. Eftirmáli. Tilvitnan- ir og heimildir. Nafnaskrá. Ör- nefnaskrá. Heildarefnisyfirlit. Fyrir utan hinn mikla fróðleik um Hafnarfjörð, sem texti ritsins hefur að geyma, segir hið mikla magn ljósmynda, korta og upp- drátta sína sögu, en margar ljós- myndanna hafa aldrei fyrr birst á prenti. Fimmtudagur 13. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 KRAKKAR MÍNIR KOMIÐ ÞIÐ SÆL vfSKl ■V- Jólavísur ÞorsteinsÖ. Steph- ensen og jólasveinamyndir Halldórs Péturssonar. Jólasveinar. Góö gjöf í skó þægu barnanna. Nú geta afar og ömmur rifjað upp jólasveinavísurnar með barna- börnunum. Verð kr. 247.00 Ný útgáfa fyrir nýja kynslóð IjrtgaM UNUHUSI VEGHÚSASTÍG 5 SÍMI 16837

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.