Þjóðviljinn - 19.12.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR
Hafskip
Róum nú lífróður
Ragnar Kjartansson: Milli 40 og 50 miljóna króna tap á gengisfellingunni og 20 miljónir í verkfallinu
Rétt er það, framundan hjá
okkur er ltfróður og því valda
margar samverkandi ástæður.
Fyrst má tilnefna að gífurlegt
taxtahrun hefur orðið hér innan-
lands á þessu ári, vegna sam-
keppni sem gengur útí öfgar í
útboðum. Þá er að nefna að við
töpuðum í gengisfellingunni á
dögunum og gengissiginu fyrir
hana á milli 40 og 50 miljóna
króna og í verkfalli BSRB töpuð-
um við um 20 miljónum króna,
sagði Ragnar Kjartansson stjórn-
arformaður Hafskips hf. í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Vitað er að Hafskip hf. stendur
afar illa, einkanlega lausafjár-
staða félagsins. Ýmsir hafa hald-
ið því fram að Hafskip hf. hafi
fjárfest um of á árinu, en það vildi
Ragnar ekki samþykkja.
Hann sagði að margir héldu að
skipafélögin bættu sér upp geng-
isfellingu vegna þess að farm-
gjöld eru gefin upp í erlendri
mynt, en gleymdu því að um 70%
af öllum kostnaði félaganna væri
erlendur.
„Við horfum fram á dimman
vetur. Ég býst við að flutningar
eigi eftir að minnka og það kemur
niður á okkur. Hafskip hf. hefur
alltaf verið heldur eignaveikt fyr-
irtæki, eigum 6 eigin skip um
þessar mundir, og erum með 3
leiguskip í erlendum verkefn-
um“, sagði Ragnar.
Hann var inntur eftir því hvort
íslenski skipastóllinn væri of stór.
Ragnar sagði að þetta væri sígild
spurning, er skipastóllinn of stór,
eru verslanir við Laugaveg of
margar, eru bankarnir of margir
o.s.frv. Sjálfsagt má einu og öðru
hagræða í okkar þjóðfélagi, sagði
Ragnar.
Að lokum benti hann á að sam-
keppnin væri skefjalaus og hún
bitnaði mest á þeim minnsta, en
Hafskip hf. stæði á milli tveggja
risa, Eimskips og SÍS.
— S.dór.
Jón
ritstjóri
Jón Böðvarsson cand. mag.
lætur af störfum sem skóla-
meistari Fjölbrautarskóla Suður-
nesja nú um áramótin. Tckur
hann við starfi ritstjóra Iðnsögu
Islendinga og hefur reyndar unn-
ið að undirbúningi þess verks frá
því í haust.
Jón Böðvarsson sagði í stuttu
spjalli við Þjóðviljann, að iðn-
sögunni væri einkum ætlað að
fjalla um vinnubrögð, verkfæri
og vélar og verkefni í íslenskum
iðnaði. Mundi hún að nokkru
taka mið af hinu mikla riti Lúð-
víks Kristjánssonar um íslenska
sjávarhætti.
Iðnsaga íslendinga kom út á
vegum Iðnaðarmannafélags
Reykjavíkur á árunum 1942-44
undir ritstjórn Guðmundar Finn-
bogasonar. Er það mjög gott
verk, svo langt sem það nær,
sagði Jón Böðvarsson, en unnið
mest í tómstundum manna,
margt vantar þar, ýmsar iðn-
greinar og svo vitanlega tuttug-
ustu öldina.
Áætlað er að vinnan að útgáfu
iðnsögunnar taki sex ár. - áb.
í tilefni af stofnun Félags hjólbarðaverkstæða, ákváðu stofnendurnir að gangast fyrir söfnun á meðal hjólbarðaverk-
stæða til landssöfnunar Hjálparstofnunar kirkjunnar „Brauð handa hungruðum heimi". Alls söfnuðust 162.786 krónur og
var þessi mynd tekin í gær er Stefán Vagnsson (til hægri) afhenti féð fyrir hönd gefenda. Ljósm.: E. Ól.
Norskt laxeldi
500 nýjar stöðvar
Aseinni árum hafa verið byggð-
ar 500 laxeldisstöðvar með-
fram strönd Noregs. Flestar eru
þær á Hörðalandi eða 90. Á síð-
asta ári var verð til framleiðenda
37,80 n.kr. fyrir hvert kg af laxi
en fyrir regnbogaurriða 22,60
n.kr.
Norðmenn fluttu út lax og urr-
iða fyrir um 800 milj. n.kr. á síð-
asta ári en árið þar áður fyrir 480
milj. n.kr. Mest var selt til Frakk-
lands eða fyrir 213 milj. kr., til
Bandaríkjanna fyrir 135 milj. og
til V-Þýskalands fyrir 126 milj.
n.kr.
Norðmenn eiga að geta marg-
faldað þessa framleiðslu. Með
þeim fiskúrgangi sem þar fellur
til, væri hægt að framleiða um 400
þús. tonn af eldisfiski en á þessu
ári verður framleiðslan rétt um 30
þús. tonn. Um 5 kg af fiskúrgangi
þarf til þess að framleiða 1 kg af
Íaxi.
Á næstu árum munu Norð-
menn stórauka þessa fram-
leiðslu. Fiskeldið er mesta
hagsmunamál hinna dreifðu
byggða í Noregi og mikil áhersla
er á það lögð, að bændur og ann-
að dreifbýlisfólk, sem býr á
ströndinni, sameinist um að
byggja og reka minni eldisstöðv-
ar, líkt og gerist í Japan, með
framleiðslu frá 30-100 tonnum á
ári.
Ein stærsta stöðin í Noregi
slátrar 1200 tonnum af laxi annað
hvert ár.
- mhg.
Bóksala
Gljúfrasteinn, skipherrann og Sólnes
Salan hressilegri en í fyrra
AGIjúfrasteini“ - það kemst
enginn þangað með tærnar
sem hún hefur hælana, sagði bók-
jsali við Þjóðviljann í fyrradag og
það sannast enn á bóksölulista
bókaverslananna og Kaupþings
um söluna í síðustu viku.
Af barna- og unglingabókum
selst best bók Eðvarðs Ingólfs-
sonar „15 ára á föstu“. Bóksala
nú virðist betri en í fyrra, „líflegri
bóksala og hressilegri“, sagði
Ólafur Þórðarson hjá Máli og
menningu, sérstaklega miðað við
að bækur komu nú seinna en
venjulega vegna verkfalls.
Rósa Kjartansdóttir hjá Bóka-
búð Braga tók undir þetta, sagði
að vertíðin hefði farið betur af
stað, og aðrir bóksalar sem Þjóð-
viljinn ræddi við tóku í nokkurn
veginn sama strenginn. Allir
bjartsýnir, enda stendur yfir
bóksöluvika ársins.
Listinn yfir sölu frumsamdra
íslenskra bóka í síðustu viku er
svona (röð í vikunni þaráður í
sviga):
1. (1.) Á Gijúfrasteini (Edda
Andrésdóttir).
2. (2.) Guðmundur skipherra
Kjærnested (Sveinn Sæmunds-
son).
3. (4.) Jón G. Sólnes (Halldór
Halldórsson).
4. (3.) Ekkert mál. (Njörður P.
Njarðvík og Freyr Njarðarson).
5. (5.) Við Þórbergur (Gylfi
Gröndal).
6. (9.) Alfreðs saga og Loftleiða
(Jakob F. Ásgeirsson).
7. (8.) Eysteinn - í baráttu og
starfi. (Vilhjálmur Hjálmars-
son).
8. (-) Og árin líða (Halldór Lax-
ness).
9. (-) Landið þitt (Þorsteinn Jós-
epsson og Steindór Steindórs-
son).
10. (7.) Lífið er lotterí (Ásgeir
Jakobsson).
11. (6.) Með kveðju frá Dublin
(Árni Bergmann).
12. (-) Ágúst á Brúnastöðum
(Halldór Kristjánsson).
13. (10.) Gefðu þig fram Gabríel
(Snjólaug Bragadóttir).
14. (—) Hátt uppi (Bryndís
Schram).
15. (-) íslensk knattspyrna (Víðir
Sigurðsson).
Spennusagnahöfundarnir
MacLean, Bagley og Innes eru
efstir á lista yfir þýddar bækur,
þaráeftir ástarskáldið Theresa
Charles.
Fimm söluhæstu barna- og
unglingabækur eru:
1. (1.) Fimmtán ára á föstu (Eð-
varð Ingólfsson).
2. (4.) Töff týpa á föstu (Andrés
Indriðason).
3. (3.) Sjáðu Madditt, það snjóar
(Astrid Lindgren og Ilon Wik-
land).
4. -5. (5.) Júlíus (Klingsheim/
Jakobsen).
4.-5. (6.) Tröllabókin (Jan Lööf).
6. (2.) Bróðir minn Ljónshjarta
(Astrid Lindgren).
7. (9.) í ræningjahöndum (Ár-
mann Kr. Einarsson).
8. (-) Veiran (Tome og Jan Ry).
9. (-) Veistu svarið (Axel Amm-
endrup).
10. (7.) Með víkingum (Peyo).
- m.
El Salvador
Jólasöfnun
fyrir böm
Á morgun hefst í Rcykjavík jóla-
söfnun sem E1 Salvador-nefndin
stendur fyrir og á afrakstur að
ganga til lyfjakaupa og sjúkra-
gagna handa börnum á frelsuðu
svæðunum í E1 Salvador.
Svæðin á valdi þjóðfrelsis-
manna eru þriðjungur landsins
sem er á stærð við Suðurlands-
kjördæmi, og er nú hart sótt að
þeim, einkanlega úr lofti.
tonni mun varpað af sprengjum
daglega á svæðin. Björk Gísla-
dóttir í E1 Salvadornefndinni
sagði fréttir benda til að ástandið
í E1 Salvador væri farið að líkjast
Víetnam-stríðinu á versta stigi.
Söfnunarbaukum hefur verið
komið fyrir í ýmsum verslunum
og matsölustöðum í Reykjavík og
á landsbyggðinni, og fólk verður
á ferli með bauka í miðbæ
Reykjavíkur í jólaösinni. Einnig
má koma framlögum til skila inná
póstgíróreikning númer 303-25-
59957.
Meginþungi verður lagður á
dagana nú fyrir jólin, en féð verð-
ur sent utan í lok janúar. - m.
Ríkisfjölmiðlar
Of mikil
enska
„Stóraukin eðlileg samskipti
Islendinga við aðrar þjóðir
breyta aðstöðu íslenskrar tungu
verulega... Einkum er brýnt að
unga kynslóðin fari ekki að líta á
neitt erlent mál sem sjálfsagðan
þátt í lífl sínu. Því þarf sérstak-
lega að varast of einhliða notkun
eins erlends máls, eins og ensku á
okkar dögum, við flutning
menningar- og skemmtiefnis í
fjölmiðlum.“
Þessi orð eru úr nýlegu nefnd-
aráliti um málvöndun og kennslu
í framburði íslenskrar tungu í
ríkisfjölmiðlum. Þar er einnig
lagt til að taka upp fræðslunám-
skeið fyrir starfsmenn sjónvarps
og útvarps, bæði fastráðna og
lausráðna. Nefndarmennirnir
Árni Böðvarsson, Guðmundur
Ingi Kristjánson og Guðmundur
B. Kristmundsson vilja líka hafa
málfarsráðunaut eða jafnoka
hans á fréttastofum fyrir útsend-
ingu aðalfrétta, fréttamönnum til
trausts og halds í málfari.
Þá hefur nefndin lagt frumdrög
að ýmsum fræðsluþáttum um ís-
lenskt mál í útvarpi og sjónvarpi.
Árni Böðvarsson og félagar
telja í áliti sínu að ekki eigi að
reyna að samræma framburð í
ríkisfjölmiðlunum: „fjölbreytni
vandaðs máls á að fá að njóta
sín“. - m.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3