Þjóðviljinn - 19.12.1984, Blaðsíða 10
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Áki Jónsson forstjóri ACO hf., Óli Vestmann Einarsson yfirkennari og Ingvar
Ásmundsson skólastjóri við afhendingu á Linotype setningartölvunni sem
ACO hf. gaf Iðnskólanum.
Iðnskólinn
Töhnigjöf í tilefni
80 ára afmælis
Iðnskólanum í Reykjavík hefur
verið faerð setningartölva af
Linotype-gerð að gjöf í tilefni af
80 ára afmæli skólans. Það er fyr-
irtækið ACO hf. sem færði skól-
anum þessa rausnarlegu gjöf. Er
það vel v;3 hæfi að prentdeildin,
sem er elsta fagdeild skólans, fái
svo veglegt tæki sem tölva þessi
er.
Vélina er hægt að tengja við
tölvu beint eða um símalínu. Með
þessu skapast möguleiki á því að
setja texta í smátölvu með rit-
vinnsluforriti. Vélin kemur síðan
textanum í endanlegt form.
Handunnið frá Mexíkó
Handunnir munir frá Mexíkó hæð. Ágóðahluti mun renna til
fást nú í verslun sem nýlega hefur bágstaddra barna í Mexíkó.
verið opnuð að Laugavegi 28, 2.
Greiðið flokks- og félagsgjöldin fyrir jól!
Hér með er skorað á alla þá sem enn hafa ekki gert skil á flokks- og
félagsgjöldum ársins að greiða þau fyrir jól. Munið að þetta er
megintekjulind flokksins. Það má enginn skerast úr leik. Gíróseðl-
ana má greiða í öllum bankaútibúum og pósthúsum. - Gjaldkerar.
Konur - 1985 nálgast
Miðstöðin minnir allar konur á undirbúning vegna loka kvennaára-
tugsins 1985. Fimm opnir hópar hafa hafið störf á vegum ’85
nefndarinnar, sem 23 samtök kvenna standa að. Hóparnir eru:
Gönguhópur, Listahátíðarhópur, Alþjóðahópur, Fræðsluhóp-
ur, Atvinnumálahópur.
Skráið ykkur til starfa strax. Allar upplýsingar um fundartíma og
starf hópanna fást hjá Jafnréttisráði, síminn er 27420.
- Kvennafylkingin.
3. platan frá Grafík
Hljómsveitin Grafk hefur ný-
verið sent frá sér sína þriðju
hljómplötu og nefnist hún „Get ég
tekið cjéns“. Graf s.f. er útgef-
andi, en undir því nafni gefur
hljómsveitin út eigin hljómplötur.
Áður hafa komið út með hljóm-
sveitinni plöturnar „Út í kuld-
ann“ (’81) og „Sýn“ (’83).
Á nýju plötunni eru átta frum-
samin lög og textar. Var hún
hljóðrituð í Hljóðrita í Hafnar-
firði í október og nóvember sl. og
var Sigurður Bjóla upptökumað-
Magnús og Jóhanna hafa gert
jólaplötu á vegum Skálholtsútgáf-
unnar. Reynt var að gera hljóm-
plötuna þannig úr garði, að allir
aldurshópar gætu notið hennar.
Önnur hliðin er með jóla-
lögum, nýjum og gömlum. Hin
hliðin hefur að geyma tónlist
(spiritual), sem ætti að geta
gengið allt árið. Sum laganna á
ur. Hljóðblöndun önnuðust Sig-
urður Bjóla og Grafík. Gerð
umslags var í höndum Páls Stef-
ánssonar og Helga Björnssonar.
Alfa sá um pressun og Prisma um
filmugerð og prentun. Dreifingu
annast Fálkinn hf..
í hljómsveitinni Grafík eru
Rafn Jónsson, Rúnar Þórisson,
Helgi Björnsson og Örn Jónsson,
en á plötunni nutu þeir aðstoðar
Hjartar Howser og Stefáns S.
Stefánssonar. Auk þess kom
fjöldi barna nokkuð við sögu.
þeirri hlið eru ný, önnur gamalk-
unn: „Konan sem kyndir ofninn
minn“, „Drottinn vakir“ (gamall
texti við lag Jóhanns Helga-
sonar), „Faðir vor“ við lag Magn-
úsar Sigmundssonar. Jólalögin
eru fremur „poppuð“ - a.m.k.
sum hver. Yfir 300 klst. var varið
til upptöku og hljóðblöndunar (í
Mjöt).
BRIDGE
Hér er annað spil með þeim
Páli Valdimarssyni og Hannesi R.
Jónssyni sigurvegurum á Opna
mótinu á Akranesi um síðustu
helgi:
xxxx D
x ÁDxx
Kxx xxx
10xxxx ÁDxxx
Páll sat í Austur og vakti á 2
laufum (eðlilegt og lofar lauflit og
opnun), Suður doblaði, Hannes
sagði 3 iauf, Norður pass, Páll
pass og eftir svolítið maus sagði
Suður pass. Nú, útspilið var
spaði, tekið á ás og meiri spaði,
sem Páll trompaði heima. Smár
tígull, lítið frá Suðri, kóngurinn
hélt. Nú spilaði Páll laufi úr borði,
lítið frá Norðri og Páll stakk upp ás
(og skipaði Suðri um leið að láta
kónginn), Páll fékk kónginn (hann
var stakur). Nú kom hjartaás og
meira hjarta trompað í borði,
spaði trompaður heim og þriðja
hjartanu spilað og aftur heimtaði
Páll kónginn (hann fékk hann
einnig í þetta skiptið). Síðan henti
Páll einum tígli í hjartadömu og
fékk 11 slagi og 19 stig af 26
mögulegum fyrir spilið. Brandar-
inn í þessu spili var sá, að bless-
aður maðurinn í Suðri var orðinn
svo leiður á þessu röfli í Páli (og
utan við sig) að hann henti hjart-
akóngnum í þegar Páll bað um
hann, þó hann væri fjórði hjá
Suðri?
En þetta fór þó allt fram í vin-
semd milli þeirra Páls og Hannes-
ar annars vegar og Marons
Björnssonar og Sigurbjörns
Jónssonar hinsvegar. Sem betur
fór.
Gleðilega
hátíð!
Hljómplötuútgáfan Geim-
steinn hefur nýlega gefið út
hljómplötu sem ber nafnið
Gleðilega hátíð. Eins og nafnið
bendir til er þetta hátíðar-
hljómplata sem inniheldur 16
hátíðarlög. 10 lög eru alveg
nýjar upptökur af hefðbund-
num erlendum jólalögum með
nýjum íslenskum textum, hin 6
eru af eldri hljómplötum sem
ekki hafa verið fáanlegar.
Fjöldi þekktra söngvara kemur
fram á plötunni: Sigrún Hjálm-
týsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir,
Einar Júlíusson, Rúnar Jú-
líusson, Björgvin Halldórsson,
Hljómar, María Baldursdóttir,
Þórir Baldursson, Geimsteinn
o.fl..
Útsetningar eru flestar eftir
Þóri Baldursson en einnig hefur
Gunnar Þórðarson útsett nokkur
lög. Sveinbjörn Gunnarsson
hannaði umslagið.
Magnús Sigmundsson og Jóhann Helgason.
Ljósaskipti
HAPPDRÆTTI
ÞJÓÐ VILJA NS 1984
Miðaverð 100 krónur
Nr. 1 7200
VINNINGAR:
1. Corona tölva
2. Farseðill frá Samvinnuferdum-Landsýn
3. Húsgögn frá íslenskum húsbúnaði hf.
4. Húsgögn frá Furuhúsinu hf.
5. Húsgögn frá Árfelli hf.
6. Heimilistceki frá Fönix sf.
7. Hljómtaki frá Japis-hf.
8. -13. Bókaúttektir hjá Bókaútgáfu Máls
og menningar kr. 5.000.00 hver
Verðgildi kr.
92.000 00
30.000 00
30.000.00
30.000.00
30.000.00
30.000.00
30 000.00
30.000.00
Dregið verður 23. des. 1984.
Upplýsingar í síma 81333.
Samtals kr 502 000.00
Fjöldt mida 32.000
Vinningar óskast sóttir fynr 23 júm 1985
Hægt er að gera skil á afgeíðslu Þjóðviljans Síðumúla 6, hjá Alþýðubandalaginu Hverfisgötu 105,
hjá umboðsmönnum um land allt, greiða með gíróseðli í banka eða pósthúsi (sjá sýnishorn um
útfyllingu). A Reykjavíkursvæðinu er hægt að sækja greiðslu til þeirra sem þess óska og er tekið
við þeim beiðnum í síma 81333.
Borð komið við
stól Valdimars
Sóley, stóllinn frægi eftir Vald-
imar Harðarson arkitekt sem
Epal sclur hér á landi, hefur nú
eignast félaga. Sá félagi er borð,
sem Valdimar hefur einnig hann-
að og er það ætlað til nota með
stólnum.
Vestur-þýska fyrirtækið Kusch
og Co. framleiðir borðið ásamt
stólnum, Sóleyju. Borðið er
byggt á svipuðu formi og Sóley.
Það er með kringlóttri plötu og
við það rúmast 4 í sæti með góðu
móti. Borðiðmáfellasaman,ým-
ist alveg eða til hálfs. Það fer
væntanlegt á markað hér á landi
undir áramót. Mun það kosta
sem svarar rösklega tvöföldu
stólverði eða um fimm þúsund
krónur. - jp.
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. desember 1984