Þjóðviljinn - 19.12.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.12.1984, Blaðsíða 5
q dreo akke „Ferðabæklíngur úr Rúmeníu" heitir alllöng ritsmíð í þessari bók og um margt hin kostulegasta lesning. Hún er frá þeim tíma að Halldór Laxness er orðinn þreyttur á opinberum sannleika í eftirbyltingarríkjum Austur- Evrópu, en hefur enn gaman af því að heilsa upp á áhrifamenn þar um slóðir og stríða þeim svo- lítið sem hafa öðrum fremur til þess unnið. Þetta er skemmtileg Íesning. Ég leyfi mér að minna sérstaklega á samtölin við túlkinn frú Prófetu sem var mikill snill- ingur í að vita ekkert um það sem gat með einum eða öðrum hætti komið sér illa fyrir sjálfsmynd Hins Rúmenska Sósíalistalýð- veldis, sem Ceaucescu stjórnar með arfakóngstilburðum. í bókinni er mælt eftir samtíð- armenn og þar er líka ágætt spjall um íslending sem seint verður of- lofaður, Ragnar í Smára, - merkilegt annars, kannski er Ragnar eini íslendingurinn sem hægt er að mæra lengi án þess að nokkrum leiðist. Halldór víkur og að ýmsum hugðarefnum sín- um um miðaldafræði og þarf miklu lærðari menn en þennan hér til að vita með sæmilegum rökum hverju jánka má og hverju neita þyrfti í máli Halldórs. En það er altént nógu skemmtileg kenning sem kemurframísendi- bréfi til Einars Pálssonar „að það sé alveg áreiðanlega keltnesk kona sem samið hefur Njálu; að ég nú ekki nefni Laxdælu. En umfram alt kaþólsk“. (bls. 129). Kaþólska er reyndar mikið á dagskrá í þessari bók. Eins og fram hefur komið í fréttum er endurprentað í henni deilurit sem Halldór skrifaði á sínum tíma til að andmæla illri meðferð vinar síns Þórbergs Þórðarsonar á ka- þólsku kirkjunni í Lárubréfinu. Þessi bæklingur, Kaþólsk við- horf, hefur verið sjaldséður síðan og mun mikið eftirlæti safnara. Nærri má geta, að margir hafa skemmt sér konunglega þegar jafn beittir pennar skylmdust um trú, vísindi og frelsi hugsunarinn- ar hér á þriðja áratugnum. Og það er reyndar mjög gaman að rifja þessa deilu upp. Líka vegna þess að vissir þættir í ritdeilu ganga lengi aftur. Halldór deilir við Þórberg en lýsir því yfir um leið að það sé eiginlega ekki mögulegt vegna þess að „þar stendur annar í austri en hinn í vestri, og skortir þann grundvöll sem deilan hlýtur að verða háð á r Halldór Laxness ef rödd kappræðnanna á ekki að deyja út einhversstaðar mittá- milli heimshorna“ (bls. 192). Þar fyrir utan er ómögulegt að fá Þór- berg til að lesa rit merkra ka- þólskra höfunda! Mikið er þetta allt gamalt og þó nýtt. Það er lfka fróðlegt að rifja hér upp andmæli Halldórs hins kaþólska gegn „frjálsri hugsun“ Þórbergs - frjáls hugsun dregur skammt því „mannshugurinn er háður því sem er satt og verður að sætta sig við það hvort sem honum þykir betur eða verr“ ( bls. 207). Svip- uð andúð á afstæði í sannleikans málum kemur einatt fram síðar hjá Halldóri þegar hann ver ann- an málstað en kaþólskan - t.d. í frægri grein Tilsvar um frelsi, sem birtist rétt eftir stríð. Einn er sá sterkur þráður sem liggur beint frá kaþólskum við- horfum til þessa dags. Hann snýst um hlutverk kaþólskrar kirkju í íslenskri sögu. I deiluritinu segir á þessa leið: „Það vita menn um kaþólska kirkju, uns hún var brottræk ger úr landi þessu, að hún flutti þjóð vorri gersemar er- lendrar hámenningar, að í for- sælu hennar döfnuðu hér menta- setur í hverjum landsfjórðúngi, og grundvöllur lagður að því, sem nefnt hefur verið íslensk menn- íng“, (bls. 184). í grein um sið- bótarafglapa sem skrifuð er á þessu ári segir svo um rómversku kirkjuna að hún „var menníngar- legt lífakkeri og haldreipi ís- lands; ekki aðeins stoð og stytta íslenskrar hámenníngar heldur sambandstaug okkar við mentun heimsins og kristna siðmenn- íngu“, (bls. 65). Hvað segir ekki í góðri bók, sem fyrr var nefnd: Ung var ég Njáli gefin... ÁB Sólnes Boaesen Jón G. Sólnes. segir frá viðburðaríkri og stormasamri ævi. Halldór Halldórsson blaða- maður skráði. Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1984. Bók Jóns G. Sólness sætir nokkrum tíðindum. Ekki er langt síðan hann var eins konar mið- depill bægslagangsins í fjölmiðl- um og Kröfluævintýrið sem hann lék eitt aðalhlutverkanna í (með þeim í neðra) er enn að vinda uppá sig (afborganir og vextir). ÓSKAR GUÐMUNDSSONL^ Þess utan er maðurinn fyrir löngu orðinn þjóðsaga í lifanda lífi; stórbrotinn í peningamálum og pólitík og hross við fólk. Um það eru sagðar sögur. Sólnes segir sögu sína í gegnuiri rannsóknarblaðamanninn Hall- dór Halldórsson, sem í þessu hlutverki hefur lagt nieira kapp á að koma söguhetju sinni til skila heldur en itarlegum heimildum um umdeilda viðburði. Heim- ildagilúi þessarar sögu um Kröfluævintýrið til að mynda tak- Halldóri tekst sérdeilis vei að koma krafti og þreki - já og gæsku þessa hrjúfa manns til skila. Meir en það, fordómarnir og húmorinn, þversagnirnar og spriklið í persónunni skilar sér vel í stílnum þannig að sagan er stríð og skemmtileg aflestrar. Annað mál er það að flýtirinn við bókar- gerðina hefur verið meir en lítill, þannig að í henni eru hlálegar efnisvillur og mýgrútur af próf- arkarvillum sem hefði verið hægt að leiðrétta við yfirlestur. Það sem gerir þessa sögu eftir- minnilegri og merkilegri en venjulegar ævisögur stjórnmála- manna og sjálfsævisögur er þó Jón Sólnes sjálfur. Þessi umdeildi maður í peningamusteri í hálfa öld, í Sanaspekúlasjónum og Kröfluævintýri, í bæjarstjórn og innanflokksstríði í Sjálfstæðis- flokknum opnar sig meir og betur en þekkist í slíkum sögum, - og gerir hana að sama skapi merki- legri. Jón reynir ekki að draga fjöður yfir vandræði sín og mis- tök í lífinu, sama hvort þau eru persónulegs eðlis eða pólitísks. Þvert á móti virkar hann einlægur og gefur þannig lesendum hlut- deiid í sögu sinni, sem ei.ki er hægt öðruvísi en með kjarki og er ekki þarmeð sagt að öll viðhorf mannsins og lífsskoðun höfði til samkenndar manns. Öðru nær. Stundum hefur maður meirað- segja á tilfinningunni að karlinn sé alveg kolsvartur í pólitíkinni þegar sá gállinn er á honum. Sólnes segist líka hafa verið í þjóðernissinnahreyfingunni upp- úr 1930 undir forystu Gísla Sigur- björnssonar. Hins vegar hafi for- Jón G. Sólnes ystan verið svo leiöinleg í þeim flokki að hún hafi drepið hann alveg. Hann segist oft hafa verið • Fordómar og eintrjáningsháttur af þessu tagi er sem betur fer sjaldgæfur (athuga þó afstöðu Jóns Baldvins til utanríkismála). Samflokksmenn Jóns í Sjálf- stæðisflokknum (rnestan part Geirsarmsmenn) fá það óþvegið í þessari sögu. Þó verður enginn jafn illa úti og Halldór Blöndal. „Satt að segja þá fyrirlít ég Hall- dór Blöndal", - og beiskjan og biturðin sýður undir niðri hjá gamla manninum sem nú er hálf áttræður og, ef rétt er frá skýrt, þá á hann harma að hefna. Dálítið saknar maður þess að Jón skuli ekki hafa minnst á fleira fólk sem sat með honum í bæjar- stjórn á Akureyri, t.d. einsog El- ísabetu Eiríksdóttur og Guðrúnu Guðvarðardóttur, en það sem hann segir í snaggaralegum dóm- um um ýmsa stjórnmálamenn vegur þann missi upp að hluta. Alþýðubandalagsmennirnir á þingi fá ískyggilega góða dóma frá Jóni en „krataflokkurinn er í Sjálfstæðisflokknum“ eftir við- reisnarstjórnina að hans mati. f sleggjudómum hans um stjórnmálamenn kemur fram þetta umhugsunarverða dæmi: „Ég hef einhvern veginn aldrei séð sterkan dæmigerðan vcrka- lýðsleiðtoga úr röðum sjálfstæð- ismanna. Ég hef aldrei séð það. segir að menn noti verkalýðsfé- lögin sem stökkbretti. Sverrir Hermannsson er dæmi- gerður fyrir „að nota sér laun- þegahreyfinguna“. Á þingflokks- fundum hafi Sverrir átt það til að stríða Guðmundi H. Garð- arssyni, þegar sá hafði hátt og vildi láta taka tillit til sjónarmiða verkalýðshreyfingarinnar. Þá hafi Sverrir sagt: ,Já, það verður að taka tillit til formanns stærsta verkalýðsfélags í heimi“. „Mér hefur leiðst þetta kvenna- kjaftæði“, segir Jón Sólnes. Sjálf- ur hefur hann haslað sér völl meiren aðrir kynbræður sínir á lokuðum vettvangi karia. Þannig hefur hann gegnt forystustörfum íLionsklúbbi, golfklúbbi, frímúr- arastúku og „tíuklúbbnum", sem er enn einn kjaftaklúbbur karla á Akureyri. „Ég er enginn samneyslumað- ur“, segir Jón líka, en hann er formaður Félags aldraðra fyrir norðan, var formaður Bruna- bótafélagsins í nær aldarfjórð- ung, og hefur starfað í ótal nefnd- um á vegum ríkisins og bæjarfé- lagsins á Akureyri fyrir samneysl- una. Þannig er það víðar í sögu Sóln- ess, að þversagnirnar hrópa hver á aðra, en svoddan er það nú lika hjá öðru fólki. Svn cem brotiö hans JgiiVi eftu stundu" gnamaöii ö hjálp E lig á vísu- „innilega f ylgjandi“ Franco þeg- Mér flnnst einhvern veginn, að Jóni Sólnes hafi íc' ' • ð segja r kamn.c- arhann vai Lundúnum 1937. En það eigi ekkert saman“, Hann er Flalldóri Halldórssy 5gu sína Enn hei'ur það er all ; liðin saga. Steininn þarn; t að fjalla um Guðmund H. þannig að oft verði til vjtnað. í águr á ell- tekur alvei 2 úr þegar kemttr að Garð arsson og launþegadeild öfgum hennar 'og finlatgtíi er jafnréttism álum kynjanna: „Ég Sjálfs ;tæðisflokksins. „Eg hcf af- eitthvað kiljanskt við ,v tsónuna' n Jón G. samþykki ekki neitt sem frá skapl ega mikinn ímugust á henni - Bjartur í Sumarhús j:" eða Bog- ciors) hrifi jafnréttisn< ,'fnd kemur cða hefur nn ]n iðist hún óskaplega mikið. esen á Óseyri við A\L—fjörð? komið, og mun ekki gera það“. Þeir eru svo hjáróma“. Hann —Óp UMSJON: GUÐJON rHiÐRÍKSSON Þriðjudagur 18. desember 1984 ÞJÓÐVIUINN - SIÐA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.