Þjóðviljinn - 19.12.1984, Blaðsíða 9
MANNLIF
Jólaglögg
Vermir vel óáfeng sem áfeng
Jólaglöggin er víöa drukkin og
yljarmörgumdaganafyrirjól.
Pessi siður hefurfærst í vöxt
hérlendis seinustu ár og virð-
ist leggjast vel í landsmenn.
Jólaglöggin er hingað komin
frá frændum voru í Skandin-
aviu. Heyrst hefur að upphaf-
lega hafi glöggin verið drukkin
eftirjólin. I hanafóru vínaf-
gangarsem eftirvoru (jólalok.
Tóku menn það ráð að safna
saman öllum afgöngum í einn
pott og hella sitt litlu af hverju
jólakryddi sem til var í húsinu
út i. Þessi drykkur þótti velgja
vel í norrænum vetrarhörkum.
Nú eru breyttarvenjur, enda
breyttirtímar. Glöggin leggst
einkar vel í menn fyrir jól og
uppskriftir hafa verið þróaðar.
Ýmsar aðferðir eru til við
glaggargerðina. (mörgum
verslunum er hægt að fátil-
búna kryddblöndu sem hellt
er út í nokkra potta af rauðvíni
og margir styrkja síðan með
sterkarivínum. Þessar
blöndur eru margar hverjar
mjög góðar. Sumir láta þær
duga en öðrum finnst róman-
tískt að búa glöggina til og
telja hana bragðast betur.
Þjóðviljinn á ýmsar uþpskriftir
að jólaglögg í sínum fórum og
lætur þær neytendum nú í té.
-JP
Rauðvínsgiögg
2 fl. rauðvín
5 stk. heilar kardemommur
2 stk. heill kanill
2 '/2 dl sykur
100 gr rúsínur
100 gr afhýddar möndlur
Rúsínurnar og kryddið er látið
út í vínið og látið liggja í bleyti allt
frá 2 tímum upp í 24 tíma. Þá er
allt hitað í potti, sykurinn látinn
út í ásamt afhýddum möndlunum
(skornum í flísar). Drykkurinn
má ekki sjóða heldur aðeins hitna
vel. Borinn fram í rauðvínsglös-
um á fæti ef ekki eru til hefð-
bundnir púnsbollar með hanka.
Glögginni er ausið í glösin og rús-
ínur og möndlur látnar fylgja
með.
Sama aðferð er við tilbúning á
glögginni þótt notað sé óáfengt
rauðvín.
Sterk
jólaglögg
5 dl brennivín
5 dl rauðvín
5-7 heilar kardimommur, afhýdd-
ar
1-2 kanelstengur
4 negulnaglar
rifinn börkurafl appelsínu (eða4
msk af þurrkuðu pomeranshýði,
mjög smátt söxuðu, en það fœst í
pokum meðal bökunarkrydda í
verslunum)
100-250 gr strásykur
Meðlœti: rúsínur og möndluflög-
ur
1. Setjið allt kryddið í pott ásamt
appelsínuberkinum og hellið
áfenginu yfir. Látið þetta
stand með loki, gjarnan í
nokkra tíma, svo að vínið fái
keim af kryddinu.
2. Hitið glöggina yfir vægum
hita, en hún má þó ekki verða
heitari en u.þ.b. 50 gr., því þá
má búast við að vínandinn gufi
upp.
3. Setjið helminginn af sykrinum
í síu, haldið henni yfir rjúkandi
pottinum og ausið glögginni
yfir sykurinn sem bráðnar
náttúrlega og rennur niður í
pottinn. Þegar allur sykurinn
úr síunni er bráðnaður, takið
þið pottinn af hellunni, hrærið
betur í og smakkið. Finnist
ykkur glöggin ekki nógu sæt,
bætið þið út í hana meiri sykri á
sama hátt og fyrr. Verði hún
hins vegar óvart of sæt verður
að vega það upp með meira
brenni- og rauðvíni.
Glögg meö
madeira
1 heilflaska rauðvín
3 dl madeira
2 kanelstangir
3-5 negulnaglar
5 heilar kardimommur, afhýddar
(1 dl sykur)
Meðlœti: rúsínur og möndluflög-
ur
Hellið víninu í pott. Bætið
kryddinu út í og leyfið blöndunni
Jólaglögg í fögru glasi og piparkökurnar eru ómissandi. Mynd - E.ÓI.
gjarnan að hvíla í nokkra tíma
áður en hún er hituð við mjög
lágan hita, upp að 40-50 gr.. Suð-
an má alls ekki koma upp, því þá
gufar áfengið út í veður og vind.
Bætið dálitlum sykri út í glöggina
ef þurfa þykir.
Dönsk glögg
1 '/2 dl vatn
50 gr sykur
150 gr rúsínur
10 negulnaglar
1 stöng af kanil
börkur af V2 appelsínu
2 kardimommur
50 gr möndlur
1 flaska rauðvín
1 dl sherrí eða portvín
3 dl sterkt (vodkilkláravín)
Vatnið er soðið og rúsínum og
sykri bætt út í. Negulnaglar, kan-
ilstöng, appelsínubörkur og
kardimommur settar í grisjupoka
og soðið með í stuttan tíma.
Möndlurnar brytjaðar niður og
bætt í pottinn og rauðvínið. Soðið
upp að suðupunkti. Sherrí og því
sterka bætt síðast út í.
íslensk glögg
1 flaska rauðvín
10 cl gin
10 negulnaglar
1 kanelstöng
1 msk hunang
möndlur, rúsínur eftir smekk
Þessi blanda er sterkari en sú
fyrri. Rauðvínið hitað, gini bætt
í, negull, kanill og hunang/sykur,
möndlur og rúsínur beint í pott-
inn.
ALLT í JÓLAMATINN í Jli-HÚSINU
Rjúpur á 140 kr. stk.
Mikið úrval af úrbeinuðu kjöti
Vinsæla norðlenska
hangikjötið frá KEA
Hamborgarahryggir frá KEA
Allt svínakjöt af nýslátruðu
Lambahamborgarahryggir
Peking endur
Veisiugæsir
Allt nautakjöt af U.N. 1
Mikið úrval af
ódýrri niðursuðuvöru
Jólakerti og serviéttur í stórkostlegu úrvali
JL-GRILLIÐ:
Grillréttir allan daginn. Réttur dagsins í hádeginu.
Munið kjúklingana.
Takið þá með ykkur heim í jólaönnunum.