Þjóðviljinn - 19.12.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.12.1984, Blaðsíða 8
MANNLIF Fiskréttur frá Pottinum og pönnunni í nálægð uppruna síns. mynd E.ÓI. Fiskurinn bregst Otakmarkaðir möguleikar í matreiðslu sjávarafurðanna. Fiskréttur frá Pottinum og pönnunni í nálægð uppruna síns. mynd Fiskréttir veröa æ vinsælli, enda tími til kominn aö við nýt- um okkur þetta úrvals hráefni sem fiskurinn er. Þegarfiskur- inn er annars vegar, er næst- um allt hægt í matreiðslunni. Og um að gera að muna eftir því að fleiri tegundir en „ýsu- flök“ veiðast í sjónum. Karf- ann hefur verið auðvelt að fá undanfarið og þess virðist hafa verið gætt að hafa hann ávallt glænýjan svo við hætt- um ekki að nota þennan bragðgóða en Ijóta fisk. Karf- ann má matreiða á allan hátt svipað og ýsu, aðeins hafa í huga að hann er feitari. Glóðaður fiskur með kavíarsósu 400 gr fiskflök, V2 tsk. salt, 2A tsk. karrý, 1 msk. brauðmylsna, 15 gr. smjörlíki. Flakið og roðflettið fiskinn og látið hann í smurt eldfast mót. Stráið salti, karrýi og brauð- mylsnu yfir og látið smjörlíkisbita ofan á. Látið mótið í miðjan ofninn og glóðið í u.þ.b. 10 mín. Fiskurinn á að vera gegnsteiktur og fallega gulbrúnn að ofan. Kavíarsósa 1 dós sýrður rjómi (creme fra- iche), bragðbætið með svolitlu af sítrónusafa, dilli, steinselju, salti, pipar og fínt söxuðum lauk. Blandið síðast varlega saman við einu litlu glasi af kavíar. Haf- ið með réttinum soðnar kartöflur og sítrónubáta. Humarforréttur Fyrír 6 200 g sveppir 1 tsk sítrónusafi 250 g humar 2l/2 dl soð 40 g smjör 3 msk hveiti l'A dl rjómi 2 msk þurrt sherry salt pipar 2 msk brauðmylsna (20 g) 4 msk rifinn ostur 20 g smjör Hreinsið sveppina, skerið þá í sneiðar og hellið sítrónusafanum yfir. Sjóðið humarinn ’og síið. Geymið soðið. Steikið sveppina í smjöri á pönnu í u.þ.b. 4 mín. Hellið soðinu af humrinum yfir. Hrærið hveitið með 1 dl af köld- um vökva. Látið sjóða í u.þ.b. 5 mín. Ofnbakaður fiskur Nýr og góður fiskur er góður bakaður í ofni. Þá er hann settur á botninn á vel smurðu móti (eftir að hafa verið flakaður og roð- flettur ef þarf). Ofan á er síðan sett ýmislegt sem kann að vera til í ísskápnum. Grænmeti sem skorið er smátt, laukur, tómatar, bananar, paprika eða nánast hvað sem er. Ef ekkert er til nema niðursuðuvara er hún líka oft ágæt. Til dæmis maískorn eða bakaðar baunir. Ofan á allt sam- an kemur svo ostur. Þetta er bakað í ofni á meðan verið er að leggja á borðið og sjóða kartöfl- urnar. DÆMI: 3A kg fiskflök (ca 420 kr) salt, pipar O2 kg laukur (ca. 85 kr.) 2 msk smjörlíki 3 msk brauðmylsna (rasp) 1 dl mysa eða hvítvín 50 gr majones (ca. 50 kr.) 1 eggjahvíta 1 msk franskt sinnep. Hreinsið og brytjið laukinn og sjóðið hann í smjörlíkinu þar til hann er glær (2-3 mín.). Látið laukinn í eldfast mót og fiskflökin ofan á. Blandið salti og pipar saman við brauðmylsnu og stráið yfir fiskinn. Hellið mysu eða hvít- víni í kring og setjið mótið í 200 gráðu heitan ofn í 15-20 mínútur. Stífþeytið eggjahvítuna, hrær- ið majonesið, sinnep og salt sam- an við eftir smekk. Jafnið þessu yfir fiskinn sem síðan er settur í ofninn aftur þar til fallegur litur er kominn á réttinn. Berið þetta fram með kartöflum, tómatsalati eða tómatsósu. Soðinn fiskur Soðinn fiskur er fljótlegasti matur í heimi. En hann er auðvit- að ekki hægt að hafa á hverjum degi. Ýmis tilbrigði er þó hægt að gera við fisk sem soðinn er í heilum stykkjum. Þannig er gott að skera hann smátt eftir að hann hefur verið roðflettur. Með hon- um er síðan soðið ýmis konar grænmeti, svo sem gulrætur, kál, steinselja, tómatar og annað sem ykkur kann að finnast gott. Kryddað að smekk og borið fram með kartöflum, grjónum eða grænmeti. Fiskgratín Reyndar má gratínera hvað sem er en fiskgratín er fljótlegast. Þá er fiskurinn lagður í eldfast mót og með honum ýmis konar grænmeti. Síðan er búin til sósa sem hellt er yfir. Auðveldast og einfaldast er að búa til hollenska sósu sem fæst um allt land í pökkum. Álbréf er síðan breitt yfir mótið og rétturinn bakaður í ofni við fremur lágan hita í upp undir hálftíma. Rísottó Soðin hrísgrjón með hvers konar fiskmeti saman við eru líka ljúfur matur. Þá er jafnvel hægt að sjóða grjónin daginn áður ef menn eru svo fyrirhyggjusamir. Saman við þau er síðan hrært smátt skomum fiski, ýmis konar grænmeti og jafnvel rækjum séu þær til. Allt er síðan bakað í ofni góða stund. Sé afgangur af soðn- um fisk má líka búa til tilbrigði við þennan rétt. Þá er ögn af olíu hitað á pönnu og soðnum hrís- grjónum, fiski og meðlæti bætt út í. Hrært vel og duglega í á meðan maturinn er að hitna í gegn. Brauðkollur með kræklingum 8 brauðkollur (tartalettur) 1 lítil laukur 1 hvítlauksgeiri (hvítlauksduft) 20 g smjör 250 g krœklingar 3A dl rjómi 125 g rifinn ostur ekki E.Ól. Bræðið smjörið í potti. Saxið laukinn, pressið hvítlaukinn og látið krauma í smjörinu þar til laukurinn er meyr. Hellið soðinu af kræklingunum og blandið þeim saman við laukinn ásamt rjóma og osti. Skiptið jafningn- um í brauðkollurnar. Bakið við 200° C í 10-15 mín. Berið fram heitt sem forrétt. Fiskur í skeljum Fyrir 6 350gfiskflök, td. ýsuflök eða lúð- ustykki, án beina safi úr '/2 sítrónu 202 dl vatn salt ‘A lárviðarlauf 1 negulnagli 2 piparkorn 1 lítill laukur Sósa: 40 g skinka 1 lítill laukur 40 g smjör 1 dl hveiti (60 g) 2]/2 dl soð 2V2 dl mjólk salt og pipar V2 dl graslaukur (klipptur) 4 msk rifinn ostur 4 msk brauðmylsna 40 g smjör Látið fiskinn liggja í sítrónusaf- anum í 10 mín. Látið suðuna koma upp á vatni, salti, lárviðar- laufi, negul, piparkornum og lauk. Setjið fiskinn út í og sjóðið í 12-15 mín. Saxið lauk og skinku smátt. Brúnið í smjörinu í potti. Hrærið hveiti út í og bakið upp með soðinu og mjólkinni. Krydd- ið með salti og pipar. Takið pott- inn af hitanum og klippið gras- laukinn út í sósuna. Skiptið fisk- inum í smurðar eldfastar skeljar (eða önnur eldföst mót). Hellið sósunni yfir og stráið osti og brauðmylsnu yfir sósuna. Leggið smjörbita á hverja skel (skál). Bakið við 220° C í 20 mín. Berið fram sem forrétt með ristuðu brauði og smjöri. Ýsan hennar Siggu Og að lokum komst Þjóðvilj- inn yfir uppskrift í Kópavoginum hjá húsmóður sem heitir Sigríður og hefur búið í austurbænum ára- tugum saman. Henni datt í hug að læða ananas með ýsunni og rétturinn er lostæti sem fjöl- skylda hennar hrósar mjög. Gæt- ið þess samt að hafa ekki of mikið af ananas því þá yfirkeyrir hann fiskbragðið. 800 gr ýsuflök 1 stk. laukur 3 matsk. saxaður ananas 3 dl mjólk 4 matsk. smjörlíki 3 matsk. hveiti 2-4 tsk. karrý salt ostsneiðar. Steikið fiskinn létt við ekki mikinn hita, eftir að hann hefur verið saltaður og velt upp úr hveitinu. Leggið hann til hliðar. Kraumið laukinn á pönnunni ásamt karrý. Hellið vökva yfir og hrærið vel saman. Setjið fiskinn út í sósuna og sjóðið í ca. 10 mín- útur. Stráið rifnum ostinum yfir á seinni hluta suðunnar. -jP- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.