Þjóðviljinn - 21.12.1984, Page 1
“1 desember
I ) 1984
J I föstu-
Z I
256. tölublað 49. örgangur
Kjarnorkuvopn
Tóíf
spumingar
til Geirs
Þjóðviljinn spyr
utanríkisráðherra tólf
mikilvœgra spurninga
í fyrradag var birt yfirlýsing
frá fulltrúa ríkisstjórnar Banda-
ríkjanna til Geirs Hallgríms-
sonar, utanríkisráðherra, í tilefni
af upplýsingum sem bandariski
vígbúnaðrsérfræðingurinn Wil-
liam Arkin veitti ísienskum
stjórnvöldum.
í yfirlýsingunni voru ekki
bornar brigður á sanngildi heim-
ilda Arkins, sem greindu frá því
að til væri bandarísk forsetaheim-
ild til að hingað yrðu fluttar 48
kjarnorkusprengjur á stríðstím-
um.
Af þessu tilefni hefur Þjóðvilj-
inn sent Geir Hallgrímssyni tólf
spurningar, með ósk um skjót
svör. Spurningum var komið til
utanríkisráðuneytisins í gær. Þær
eru jafnframt birtar í leiðara
Þjóðviljans í dag. Þjóðviljinn
mun upplýsa lesendur sína um
svör ráðherrans um leið og þau
berast blaðinu. _ÖS
Vaxandi
dagur
í gær byrjaði daginn að lengja
aftur. Með vaxandi degi eykst
lífsmagn í mönnum og dýrum, til
að mynda er vitað að kynhorm-
ónar og vaxtarhormónar í mörg-
um norðlægum fískum margfald-
ast eftir að dag tekur að lengja.
Nú hafa rannsóknir í Banda-
ríkjunum sýnt það sama um okk-
ur mannskepnur. Vaxtarhorm-
ónar aukast að mun þannig að við
vöxum hraðar en áður, og ættum
líka að eiga dulítið auðveldara
með að megra okkur, því vaxtar-
hormónarnir stuðla að niðurbroti
fitu. Hár og neglur vaxa miklu
hraðar en í skammdeginu en síð-
ast en ekki síst geta íbúar hins
myrka norðurs farið að elskast
aftur því kynhormónarnir aukast
með daglengdinni. -ÖS
Jóhann Pétursson: sór þess að kaupa ekki meira bækur eftir að ég kom suður en stóð auðvitað ekki við það boðorð.
Ljósm. eik.
Breytingar
Jól meðal manna
Jóhann Péturssonfyrrum vitavörður á Horni dvelur nú sínfyrstu jól
syðra eftir25 jóla dvöl þar vestra
Eg hef haldið 25 jól norður á
Hornströndum og líkaði það
verulega vel. En svo einkennilegt
sem það má þykja þá hef ég nú,
þegar ég er kominn hingað suður
til Reykjavíkur, enga tilfínningu
fyrir því, að hafa nokkru sinni
verið þarna norður frá. Ég var
brunninn upp á staðnum sem
slíkum.
Svo mælti Jóhann Pétursson,
fyrrverandi vitavörður á Horni,
og bætti við:
- Ég hef alltaf verið veikur fyrir
bókum og lengi lifað í félagsskap
með þeim. Rak Bókaverslun
Guðmundar Gamalíelssonar á
stríðsárunum og vann hjá Helga-
felli. Og síst vil ég lasta samlífið
með bókunum. Pó var það svo,
að í tvennu var ég ákveðinn þegar
ég hætti á Horni: í fyrsta lagi að
hætta að kaupa bækur og í annan
stað að lokast ekki inni í Reykja-
vík. En það góða, sem ég vil, það
geri ég ekki en hið vonda, sem ég
vil ekki, það geri ég, sagði postul-
inn Páll. Fyrsta daginn, sem ég
var í Reykjavík, rakst ég inn í
Klausturhóla, en Guðmundur
var þá nýbúinn að kaupa bóka-
safn Ragnars heitins Jónssonar,
hæstaréttarlögmanns. Ég féll
auðvitað fyrir freistingunni og
keypti bók. Þar með fauk fyrra
boðorðið. Næsta dag var ég far-
inn að vinna í Klausturhólum. Og
þá fór hið síðara forgörðum. Og
nú finnst mér, þegar ég er kom-
inn inn í þetta umhverfi á ný, að í
raun og veru hafi ég alltaf verið
hér.
-mhg
Jólafrí á þingi
Jón Baldvin sveik lit við afgreiðslu fjárlaga
Þegar Þjóðviljinn fór í prentun um
miðnætti í nótt var alþingi að ljúka
störfum fyrir jólaleyfi þingmanna. í
gærkveldi voru langar og strangar at-
kvæðagreiðslur við 3. umræðu og
lokaafgreiðslu fjárlaganna og voru
allar tiilögur stjórnarandstöðunnar
felldar. Þær gengu flestar út á hærri
fjárveitingar til mannúðarmála og
samneyslu.
Mikla athygli vakti við atkvæða-
greiðsluna að nýkjörinn formaður
Alþýðuflokksins sat hjá við atkvæða-
greiðslu um hærri framlög til dagvist-
unarmála og Jón Baldvin var einnig
einn stjórnarandstöðuþingmanna í
hópi 6 íhaldsþingmanna sem greiddu
atkvæði á móti fjárframlagi íslands til
UNESCO menningamálastofnunar
Sameinuðu þjóðanna.
Þegar Þjóðviljinn fór í prentun var
eftir spennandi kosning í bankaráð og
nefndir en jólaleyfið mun svo standa
til 28. janúar.
-óg.
Kjarnorkusprengjur
MANNLlF
MENNING
ÍÞRÓTTIR
Ríkisstjórnin
14%hækkun
á rafmagni
Landsvirkjun hefur ákveðið að
hækka rafmagnsverð til almenn-
ingsveitna um 14% frá og með 1.
janúar sl. Segir í frétt frá fyrir-
tækinu að ástæðan sé gengisfell-
ingin og nýgerðir kjarasamning-
ar. Geir Gunnarsson alþingis-
maður sagði á Alþingi í gær að
hann teldi að taxtar Landsvirkj-
unar myndu hækka það mikið á
næsta ári að jafngilti 20% hækk-
un frá og með nýju ári.
Geir sagði við umræðurnar um
fjárlög að þrátt fyrir þessa miklu
hækkun á seldu rafmagni væri
gert ráð fyrir í frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar að skuldabyrði
Rafmagnsveitnanna aukist á
næsta ári um 22 miljónir króna.
Stofnunin greiði 153 miljónir í af-
borganir lána en taki nú lán að
upphæð 175 miljónir.
I umræðu á alþingi á dögunum
kom fram hjá iðnaðarráðherra
Sverri Hermannssyni að tölurnar
um hækkunarþörf Rarik væru í-
skyggilega háar og að ágreiningur
hefði verið milli hans og Alberts
Guðmundssonar um það hvernig
tæka ætti á málunum.
Framsóknarflokkurinn
sís
þjóönýtti
aftan frá
Karvel Pálmason fór á kostum í
þingræðu í fyrrinótt, þegar
kvótafrumvarpið var til af-
greiðslu. Þingmaðurinn sagði
m.a.: Framsóknarflokkurinn og
SÍS hafa þjóðnýtt sjávarútveginn
aftan frá!
Umræður á þinginu stóðu til
klukkan fjögur um nóttina og var
margt skemmtilegt látið fjúka.
Margir þingmanna úr stjórnarlið-
inu fengu sér blund en þá áttu
þingmenn úr stjórnarandstöð-
unni það til að krefjast þess að
viðkomandi yrði viðstaddur um-
ræðu. Vaknaði þá margur af vær-
um blundi.
Ófullnægjandi svör
Geir Hallgrímsson: Arkin er ekki treystandi. Stjómarandstaban: Svar Bandaríkjastjómar ekki annað en
endurtekning á viljayfirlýsingu. Krefjumstýtarlegra og haldgóðra upplýsinga
Ekkert kom fram í svari Geirs
Hallgrímssonar utanríkisráð-
herra annað en það sem þegar
hefur komið fram frá bandaríkja-
stjórn áður, sögðu stjórnarands-
töðuþingmennirnir í gær eftir að
hafa hlýtt á Geir Hallgrímsson
svara fyrirspurnum Hjörleifs
Guttormssonar utan dagskrár á
alþingi í gær um svar Bandaríkja-
manna við afhjúpun á leyniskja-
linu um að kjarnorkuvopn yrðu
flutt til íslands á stríðstímum.
í svarræðu Geirs Hallgríms-
sonar við fyrirspurnum Hjörleifs
kom fram, að svarið er frá for-
stöðumanni bandaríska sendir-
áðsins á íslandi og skrifað í um-
boði forseta og ríkisstjórnar
Bandaríkjanna. Geir kvað enga
þörf vera á lagasetningu um bann
við staðsetningu kjarnorkuvopna
hér á landi og vísaði síðan til
þeirrar „starfsreglu" Nató að játa
hvorki né neita tilvist slfkra
skjala. Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir vitnaði til þess
að ráðherrann hefði sagt á þingi
fyrr í mánuðinum að hann myndi
afla sér „ýtarlegra og haldgóðra
upplýsinga og fá þær víða að“.
Ekki væri hægt að sjá neitt hald-
gott eða ýtarlegt vib svarið sem
ráðherrann fékk. Ekkert væri
hægt að sannreyna þetta svar,
sem í rauninni væri ekki annað en
viljayfirlýsing. Guðmundur Ein-
arsson kvað ekkert hafa komið
fram um sannleiksgildi plaggsins
frá Arkin og nú væri þörf á að fá
upplýst hvernig hafi verið spurt.
Hjörleifur Guttormsson kvað
ráðherrann greinilega vera með
tunguhaftið frá Nató (játa hvorki
né neita) og aðal spurningin væri
sú hvort ísland væri með á kjarn-
orkuvopnaáætlunum Bandaríkj-
anna eða ekki. Geir Hallgríms-
son sótti í sig veðrið í lokaræðu
sinni og kvað vart að treysta
manni einsog Arkin. Staðhæfing-
ar hans hefðu með svarinu verið
fullkomlega afsannaðar. Athygli
vakti að enginn Alþýðuflokks-
maður talaði við umræðuna. _óg