Þjóðviljinn - 21.12.1984, Síða 2
_____________________FRÉTTIR_________
Ratsjárstöð á Langanesi
Feigðarsnara
Jóhannes Sigfússon oddviti: Andstaðan hafin yfirflokkapólitík. Það erfólki
tilfinningamál að draga vígbúnaðarkapphlaupið hingað inn í sveitina
Utanríkisráðuneytið virðist líta
á fyrirhugaða ratsjárstöð á
Langanesi sem einangrað fyrir-
bæri, sem einungis sé ætlað að
hafa umsjón með flugumferð,
sagði Jóhannes Sigfússon oddviti
Svalbarðshrepps í samtali við
Þjóðviljann í gær, en Jóhannes
sat fund með Varnarmáladeild
um ratsjármálið á þriðjudag
ásamt með sveitarstjórnarmönn-
um frá Þórshöfn og Sauðanes-
hreppi.
Við spurðum fulltrúa Varn-
armáladeildar hvernig þeir
skýrðu þau orð Wesleys McDon-
alds flotaforingja að nýjar rat-
sjárstöðvar á íslandi „hefðu úr-
slitaþýðingu fyrir árangur sjó-
hernaðarstefnu" bandaríska flot-
ans. Þeir hjá Varnarmáladeild
gerðu lítið úr ummælum flotafor-
ingjans og sögðu þetta „hans
túlkun“, sagði Jóhannes.
Það kom einnig fram að utan-
ríkisráðuneytið er ekki reiðubúið
að svara því hvort ratsjárstöðin
verði byggð í andstöðu við vilja
heimamanna. Fulltrúarnir sögðu
þetta vera „pólitíska ákvörðun“.
Jóhannes sagði að mikill
draugagangur hafi verið í kring-
um Heiðarfjallið í sumar og haust
og væri búið að vinna mikið
undirbúningsstarf þar án nokkurs
samráðs við heimamenn.
„Andstaðan gegn þessum
framkvæmdum virðist sem betur
fer vera hafin yfir almenna pól-
itík. Málið var tekið fyrir utan
dagskrár á almennum sveitar-
fundi í fyrrahaust og þar lýsti
þorri fundarmanna sig andvígan
þessum áformum. Hreppsnefnd
Sauðaneshrepps hefur sömu-
leiðis lýst sig andvíga og í sumar
var farin hér friðarganga með um
200 þátttakendum.
Það verður fólki tilfinningamál
að eiga að búa í sjónlínu við þessi
hernaðarmannvirki um alla fram-
tíð. Maður hefur verið ánægður
með að búa hér og við höfum
hingað til ekki þurft að berjast
við annað en náttúruöflin. Við
höfum barið okkar lífsafkomu
hér upp úr sverðinum og ætlað
börnum okkar hér friðsæla fram-
tíð. Ef við eigum að hafa vígbún-
aðarkapphlaupið fyrir augunum í
hvert skipti sem við horfum til
fjalla mun margt breytast hér í
Eftir hækkun símtala til út-
landa 1. desember síðastliðinn
kostar sjálfvirkt símtal til Dan-
merkur 32 krónur á mínútuna.
Hins vegar kostar 5 krónur
danskar eða 18,15 krónur ís-
lenskar hver mínúta ef hringt er
frá Danmörku til íslands. Mun-
urinn er tæpar 14 krónur á hverja
mínútu. Munurinn á símtali írá
Svíþjóð er hins vegar ekki nema
sveitinni. Ég hef sagt að þetta sé
þáttur í þeirri feigðarsnöru, sem
verið er að herða að hálsi
mannkynsins, og með þessum
framkvæmdum er verið að færa
okkur inn í hernaðarátök stór-
veldanna. Spurningin er hvar eigi
Friður ájólum
Símasamband við útlönd
70 aurar.
Hjá Pósti og síma fengum við
þær upplýsingar að hækkunin 1.
desember síðastliðinn hefði verið
mismunandi eftir löndum, og færi
hækkunin eftir breytingum á
verði gjajdmiðils viðkomandi
landa. Hækkunin var þó mun
meiri en sem nam áhrifum geng-
islækkunarinnar, þar sem einnig
var tekið með í reikninginn geng-
að draga mörkin og hvort ekki sé
verið að hervæða ísland með
þessum framkvæmdum", sagði
Jóhannes Sigfússon oddviti Sval-
barðshrepps að lokum.
- ólg.
issig sem orðið hefði frá 10. des-
ember 1983, þegar síðasta hækk-
un varð. Hækkuðu sjálfvirku
símtölin til Norðurlandanna nú
úr 24 kr. í 32 eða um 33,3%. Ef
menn ætla að tala við ættingja í
útlöndum um jólin er rétt að at-
huga hvort ekki er ódýrara að
hringja utanlands frá.
ólg.
Dýrara að hringja
Símtalið tilNorðurlandanna hœkkaði um 33,3% 1. des. 14krónum ódýrara á
mínútu að hringjafrá Danmörku til íslands
Island gegn kjamorkuvá
Ávarp friðarhópannafyrir blysförina á laugardag
Við viljum undirbúa jarðveg frið-
arins með því að stuðla að rétt-
læti, vináttu og auknum sam-
skiptum milli þjóða.
Við viljum að fjármagni sé varið
til þess að seðja hungur svelt-
andi fólks, til heilsugæslu og
menntunar, en ekki til vígbún-
aðar.
Við viljum leggja áherslu á upp-
eldi til friðar með því að sporna
við ofbeldi í kvikmyndum,
myndböndum og stríðsleik-
föngum.
Við viljum að Islendingar leggi
lið sérhverri viðleitni á
alþjóðavettvangi gegn
kjarnorkuvopnum og öðrum
vígbúnaði.
Við viljum glæða vonir manna
um betri heim og bjartari fram-
tíð án kjarnorkuvopna og ger-
eyðingarhættu.
Við viljum ekki að Island verði
vettvangur aukins vígbúnaðar
á norðurslóðum og höfnum
kjarnorkuvopnum á landi okk-
ar og í hafinu umhverfis það,
hvort sem er á friðar- eða
stríðstímum.
Við viljum frið í anda jólaboð-
skaparins, frið sem grundvall-
ast á réttlæti, frelsi og um-
hyggju í mannlegum sam-
skiptum.
Friður á jólum
Blysförá
morgun
Höfnum
kjarnorkuvopnum
á landi okkar
Nú á laugardag efna 11 friðar-
hópar til blysgöngu í Reykjavík
og verður farið frá Hlemmi niður
Laugaveg á Austurvöll.
Hamrahlíðarkórinn og Háskóla-
kórinn syngja í göngunni og örva
til fjöldasöngs við styttu Jóns Sig-
urðssonar. Kjörorð göngunnar
er: ísland gegn kjarnorkuvá.
Aðstandendur göngunnar eru:
Friðarhópur einstæðra foreldra,
Friðarhópur fóstra, Friðarhópur
kirkjunnar, Friðarhreyfing ís-
lenskra kvenna, Friðarsamtök
listamanna, Hin óháðu friðar-
samtök framhaldsskólanema,
Menni.igar- og friðarsamtök ís-
lenskra kvennr., Samtök her-
stöðvaandstæðinga, Samtök ís-
lenskra eðlisfræðinga gegn kjarn-
orkuvá, Samtök lækna gegn
kjarnorkuvá, Samtök um friðar-
uppeldi.
Samtímis verður blysför af
sama tilefni á Húsavík og er þar
gengið frá sundlaug að kirkju.
HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS
HaoDdrættismiöar hafa nú veriö sendir út til áskrifenda
og þeir vinsamlegast beönir að gera skil sem allra fyrst.
Nnr viólakanda tilvisunarnr Vd TXT Stotnun Hb Reikn nr viðtakanda
C\J 7124 8844 i i i CN y— O oc 1677
ÍZ < h- Z Viðtakandi Happdrætti Þjóðviljans
UJ < CC Ol Siðumúla 6
GÍRÓ-SEÐILL
NR
c
z
0
ui
CQ
D
_l
tf)
<Z
Jón Jónsson
Laugavegi 200
105 Reykj'avík
Vióskipiaslofnun viðlakanda
Alþýðubankinn h.f.
Algreiðslusiaóur viðskiplaslolnunar
Aðalbanki
Tegund reiknir.gs
, Giroreikmngur
. Avisanareiknmgur A Hlaupareiknmgur
Skyung greiöslu
Happdrættismiðar
• n.i »,, ,,,
M“,r r :' l i R,VKn,u
i SKMlFA Nt STlMPLA
Hægt er að gera skil á afgeiðslu Þjóðviljans Síðumúla 6, hjá Alþýðubandalaginu Hverfisgötu 105,
hjá umboðsmönnum um land allt, greiða með gíróseðli í banka eða pósthúsi (sjá sýnishorn um
útfyllingu). A Reykjavíkursvæðinu er hægt að sækja greiðslu til þeirra sem þess óska og er tekið
við þeim beiðnum í síma 81333.
Hafró:
3. skipið
Sem kunnugt er var Otto
Watne NS 90 keyptur til handa
Hafrannsóknarstofnuninni, sem
rannsóknaskip. Aftur á móti leit
svo út allt til 3ju umræðu um fjár-
iög, að ekki fengist fjárveiting til
að gera skipið út á næsta ári. Við
3ju umræðu var málinu kippt í
liðinn.
„Við erum að sjálfsögðu
ánægðir með þessa niðurstöðu,
enda mikilvægt fyrir okkur að
geta gert skipið út. Þetta skip,
sem mun hljóta nafnið „Dröfn“,
tekur við af gömlu „Dröfn“ sem
var afar óhentugt skip til sjávar-
rannsókna‘% sagði Jakob Jakobs-
son forstjóri Hafrannsóknar-
stofnunarinnar.
Að sögn Jakobs verður nýja
skipið, sem er 140 brúttólestir að
stærð, notað við rækju-,
hörpudisks- og humarrannsóknir
og eins verður það notað í ný
verkefni sem fara munu fram
innan fjarða. Er þar um að ræða
margvíslegar vistfræðilegar rann-
sóknir, sem ekki var hægt að
framkvæma á gömlu „Dröfn“.
- S.dór.
Fiskiskip
42% sam-
dráttur
Áætlað er að fjárfestingar í
fiskveiðum dragist saman um
42%, að því er segir í fjárfesting-
aráætlun ríkisstjórnarinnar.
Ekki er gert ráð fyrir neinum
innflutningi fískiskipa né heldur
endurbótum fiskiskipa erlendis.
Gert er ráð fyrir 10% aukningu
framkvæmda í iðnaði og að fram-
kvæmdir við verslunar- og skrif-
stofuhús verði svipaðar og í ár.
í áætluninni kemur fram að
fjármunamyndun í flutninga-
tækjum verði tvöfalt meiri á árinu
1985 en á þessu ári. Ekki hefur
nein ákvörðun verið tekin um
framkvæmdir við kísilmálmverk-
smiðju á Reyðarfirði og ekki
reiknað með útgjöldum til henn-
ar.
Hitaveituframkvæmdir drag-
ast saman um 4%, samgöngu-
framkvæmdir um 12% - en hald-
ið verður áfram smíði flugstöðv-
arinnar á Keflavíkurvelli. _óg
Jólin koma!