Þjóðviljinn - 21.12.1984, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.12.1984, Síða 4
LEIÐARI 12 spumingar til Geirs Hallgrímssonar í fyrradag birti Geir Hallgrímsson utanríkisráö- herra svar sem honum haföi borist frá forstöðu- manni bandaríska sendiráðsins vegna áætlunar um flutning 48 kjanorkusprengja til íslands á stríö- stímum. í viðtali við fréttamenn útvarps og sjón- varps sagði utanríkisráðherra að hann teldi pessa yfirlýsingu fullnægjandi og málinu væri þar með lokið. Þessi afstaða utanríkisráðherra veldur mikl- um vonbrigðum og er engan veginn í samræmi við hagsmuni íslands. Hin bandaríska yfirlýsing sýnir eingöngu að mörgum spurningum er enn ósvarað í þessu máli. í trausti. þes að Geir Hallgrímsson meti meira embættisskyldur sínar sem utanríkisráðherra ís- lendinga en þjónustu við NATO og Bandaríkin hef- ur Þjóviljinn ákveðið að bera fram 12 spurningar til Geirs Hallgrímssonar. Þá fyrst þegar þessum spurningum hefur verið svarað getur utanríkisráð- herra fjallað um málið frá sjónarhóli íslenskra hagsmuna. Spprningarnar tólf eru á þessa leið: 1. í yfirlýsingu Bandaríkjanna er eingöngu talað um „heimild til að flytja kjarnavopn til lslands“ en hvergi er vikið að tilvist áætlana um flutning slíkra vopna til íslands. Hefur Geir Hallgrímsson fengið yfirlýsingu frá Bandaríkjunum um að slík áætlun sé ekki til eða gildir skálkaskjólið um að „játa hvorki né neita heimildargildi skjala" einnig gagnvart utan- ríkisráðherra íslands? 2. Hefur Geir Hallgrímsson óskað eftir því að fá að sjá áætlanir bæði NATO og Bandaríkjanna um flutning kjarnavopna á stríðstímum og þannig kannað sjálfur hvort Island er þar á blaði? Það er embættislegur réttur utanríkisráðherra íslands að fá að sjá allar slíkar áætlanir. Þær eru ekki leyndarmál gagnvart honum. Geir Hallgrímsson getur því sjálfur gengið úr skugga um efnisatriði allra áætlana um flutning kjarnavopna á stríðstím- um ef hann vill gæta hagsmuna íslendinga. 3. Spurði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra Bandaríkjanna um áætlunina sem Arkin sýndi ís- lenskum ráðherrum, form hennar og tilurð? Hefur komið fram hvort hér er um að ræða bandaríska áætlun eða er hún að einhverju leyti skjal tengt NATO? 4. Spurði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvort sams konar og nýrri áætlanir staðfestar af Carter og Reagan hafi verið gerðar? Arkin lýsti því yfir í Háskóla Islands að hann hefði séð slíkar áætlanir um ísland sem gerðar hafi verið síðan Ford var forseti Bandaríkjanna. 5. Þegar Geir Hallgrímsson segir í viðtali við sjónvarpið að „skjalið sé úr sögunni" hvað á hann þá við? Hafa Bandaríkin ógilt skjalið eða er það bara úr sögunni í ráðuneytinu við Hverfisgötu? 6. Hefur Geir Hallgrímsson spurt að því hvers vegna Danmerkur og Noregs er ekki getið í þessari áætlun og hefur hann tekið málið upp við utanríkis- ráðherra þessara frændþjóða innan NATO eins og forsætisráðherra segist hafa gert við forsætis- ráðherrana? 7. Er Geir Hallgrímsson reiðubúinn að leggja áætlunina sem Arkin kqm með fram í utanríkis- málanefnd Alþingis og í Öryggismálanefnd svo að þessar tvær trúnaðarnefndir löggjafarstofnunar- innar geti á sjálfstæðan hátt kynnt sér málið? 8. Hefur Geir Hallgrímsson spurt stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hvers vegna sé sér- staklega tekið fram varðandi flutning á kjarnorkus- prengjum til Bermuda að fá þurfi samþykki hjá ríkisstjórn Bretlands en ekkert er getið um slíkt skilyrði varðandi ísland í áætluninni? Þessi mis- munandi afstaða gagnvart Bretlandi og íslandi vek- ur óneitanlega mikla athygli. 9. Hefur Geir Hallgrímsson leitað eftir ugplýsing- um frá sérfræðingum og rannsóknastofnunum til þess að geta lagt sjálfstætt og óháð mat á skjalið sem Arkin sýndi og yfirlýsingu Bandaríkjanna eða ætlar hann að láta sér nægja óljósar opinberar yfirlýsingar fulltrúa Bandaríkjanna? 10. Hefur Geir Hallgrímsson framfylgt þeirri yfir- lýsingu sem hann gaf í viðræðum við George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í haust en þá tilkynnti Geir Hallgrímsson að Banda- ríkin hefðu enga heimild til að gera neina áætlun um hernaðartæki og hernaðaraðstöðu á íslandi eða um ísland almennt án þess að fá fyrst sam- þykki íslenskra stjórnvalda? Hefur Geir Hallgríms- son í samræmi við þessa yfirlýsingu óskað eftir því að fá í hendur allar áætlanir um Island sem til eru innan bandaríska stjórnkerfisins og hefur hann nú fengið þaer áætlanir? 11. Er Geir Hallgrímsson sammála þeirri yfirlýs- ingu sem Ólafur Jóhannesson þáverandi utanríkis- ráðherra gaf á fundi Atlantshafsráðsins í Ankara í júní 1980 „að það er og hefur ætíð verið eitt af grundvallaratriðum íslenskrar varnarmálastefnu að engin kjarnavopn skuli vera í landinu“ og að þessi yfirlýsing gildi bæði um friðartíma og stríð- stíma eða telur Geir Hallgrímsson að til mála geti komið að leyfa hér staðsetningu kjarnavopna á stríðstímum? 12. Er Geir Hallgrímsson sammála því að sett verði lög á Alþingi sem banni algerlega flutning á kjarnavopnum til Islands á sama hátt og Jafnaðar- mannaflokkur Danmerkur hefur nú samþykkt að , bannað verði að flytja kjanorkuvopn til Danmerkur bæði á friðartímum og stríðstímum? Þessar tólf spurningar snerta allar höfuðatriði þess máls sem William Arkin opnaði með því að sýna forsætisráðherra og utanríkisráðherra afrit af áætlun um að flytja 48 kjarnorkusprengjur til ís- lands. Þegar Geir Hallgrímsson hefur veitt íslend- ingum svör við þeim getur þjóðin farið að meta hvort málinu er lokið eða ekki. OG SKORIÐ að gera svipaða samninga. Þarm- eð hefði Morgunblaðið nefnilega orðið til þes að brjóta á bak aftur samstöðu vinnuveitenda í mál- inu. Kaldhæðni sögunnar er víða skammt undan... Niðurskuröar- listinn í bókinni er ennfremur birtur niðurskurðarlistinn, sem til varð meðan skattalækkunarleiðin var enn á lífi. Þjóðviljinn birti úr hon- um á sínum tíma, en hér er hann kominn allur. Þar kemur í ljós að veigamikill niðurskuður var ræddur á til dæmis Sinfóníunni, Þjóðleikhúsinu, Lánasjóðnum og leikfélögum víða. Þar er líka eftirfarandi saga fræg orðin mjög: „Karl Steinar varaformaður Verkamannasambandsins og þingmaður Suðurnesja las skjalið og sagði ekki orð. Það var ekki fyrr en hann var kominn á síðustu síðuna þar sem gert er ráð fyrir heimild til að fella niður sölugjald af blásturshljóðfærum í Sand- gerði, falli niður, að Karli Steinari brá og sagði: „Það verð- ur einhver menning að vera eftir í landinu". Hin hressilegasta lesning með- an kökufylkingar ganga yfir._ös ________________KLIPPT Skammdegis- þjökuð þjóð Holskefla jólabókaflóðsins er um það bil að ríða yfir og kannski er það ekkert sem heldur lífinu betur í skammdegisþjakaðri þjóð en einmitt tilhugsunin um syfju- lega morgna jóladaganna, þegar menn geta sleppt stressi daganna en kúrt þess í stað frameftir í heitri sæng með notalega jóla- bók. Jólabækurnar eru færri að þesu sinni en áður, - en þeim mun meira er auglýst af hálfu útge- fenda. í því flóði týnist mörg merk skruddan, sem þó ætti er- indi til margra. Ein þeirra er stór- fróðleg frásaga þeirra kollega okkar á NT, séra Baldurs Krist- jánsson arog Jóns Guðna, af verkfalli BSRB og undanfarandi prentaraverkfalli, sem ber það rismikla heiti Verkfallsátök og íjölmiölafár. En hún er slík gull- náma af fróðleik og upplýsingum um verkfallið að allir áhugamenn um samtímaviðburði ættu að hafa hana á náttborðiu hjá sér til að glugga í milli þess sem þeir lesa náttúrlega jólagúðspjallið. Eitt af því sem er einkar merki- legt að lesa um, eru átökin sem áttu sér stað á bak við tjöldin um útgáfu Blaðaprentsblaðanna í upphafi prentaraverkfallsins, þ.e. Þjóðviljans, NT og Alþýðu- blaðsins. Þar er upplýst, að þegar við borð lá að tækist að gera sérs- amninga um útgáfu þessara blaða, hafi allt kerfið farið af stað og ekki minni menn en liðsoddar stjórnarflokkanna kippt - og á stundum hangið - í þráðunum. Þannig segir á tveimur stöðum: „Háttsettur maður í Fram- sóknarflokknum hefur skýrt frá því að Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins og Davíð Oddsson borgarstjóri hafi tilkynnt Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra að ef Blaðaprentsblöðin semdu við fé- lag bókagerðarmanna á þessum nótum, varðaði það sjálft stjórn- arsamstarfið“. SÍðar er sagt hvernig reynt var að hafa áhrif á Steingrím. Einn blaðamanna á NT skýrir þá frá, að „rétt áður hefði hringt í sig maður... (og) ...haft þær fréttir að færa, að þá fyrr um daginn hefði Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins hringt í Steingrím Hermannsson forsæt- isráðherra og sagt honum að ef ET yrði að veruleika og samning- ar gerðir um útgáfu Blaðaprents- blaða, þýddi það stjórnarslit". Sannleikurinn var auðvitað sá að Morgunblaðið mátti ekki til þess hugsa að hin blöðin kæmu út, þá hefði það orðið nauðbeygt i uotnnuiNN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útg«fandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rtt«tjórar: Ami Bergmann, össur Skarphóðinsson. Rftstjómarfulftrúl: Öskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Btsðsmsnn: Áffheiður Ingadóttir, Ásdís Þórtiallsdóttir, Guðjón Friðriksson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útfft og hðnnun: Fílip Franksson. Þröstur Haraldsson. Hsndrtts- og prófsrksfsstur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrffstofustjórf: Jóhannes Harðarson. Auglýeingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Afgraiðslustjórl: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Sfmavarala: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húemaeður: EJorgljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innhslmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson Útkeyrsla, afgreiðsia, auglysingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, eími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagaverð: 35 kr. Áskrtftarverð á mónuði: 300 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.