Þjóðviljinn - 21.12.1984, Blaðsíða 5
Það styttist f fortíðina
Elías Snæland Jónsson.
Aldarspegill. Vaka 1984.
Höfundur segir í formála að
hann vilji semja „læsilega frá-
sagnarþætti um íslenskt mannlíf á
liðinni tíð“. Við þetta stendur
Elías. Hann skrifar lipurlega
samda þætti frá árunum milli
stríða og val hans á viðfangsefn-
um er hreint ekki út í hött. Hann
skrifar um málaferli út af anda-
lækningum, um stórfellt sprútt-
smygl, um róstur út af hakakross-
fána Hitlers og um verklýðsbar-
áttu á Vestfjörðum og frægt
mannrán: íhaldsgaurar á Bolung-
arvík fluttu Hannibal Valdimars-
son nauðugan til ísafjarðar þegar
hann kom til Bolungarvíkur að
hressa upp á verklýðsfélagið þar.
Elías er ekki dómharður, þótt
hann sé ekki „hlutlaus" alltaf -
aðferðin er að láta vitni tala, en
að öðru leyti er ekki mikið gert af
því að skyggnast til baksviðs
mála. Við erum vön því að fá
margar bækur á ári hverju sem
kallast „þjóðlegur fróðleikur" og
þessi bók er framhald af þeirri
hefð. Munurinn er helst sá, að nú
eru atburðir og aðstæður sem lýst
er ekki aldargömul eða meir, eins
og oftast fyrr, heldur um hálfrar
aldar. Og heimildir eru ekki
munnleg geymd nema í litlu, og
áherslur færast frá skjölum ýmis-
Má maður
ekki lenda
í œvintýri
Þráinn Bertelsson og Brian
Pilkington: Hundrað ára af-
mælið. Nýtt líf 1984.
í þessari barnabók er leikið
með eftirlæti margra höfunda:
hvunndagsleikanum og ævintýr-
inu lýstur saman. Óli og Stína eru
í berjamó og Óli á reyndar afmæli
og hefur fengið fótbolta, sem
dettur ofan í gjótu og vekur
Steina, sem er tröllastrákur.
Hann á líka afmæli þetta sumar
og er hundrað ára (en ævi trölla
mun 700 ár eða 900 að því er Sig-
fús þjóðsagnameistari hermir).
Málsaðilar neita hver um sig að
tröll eða manneskjur geti verið
til, en Stína systir Óla kemur með
þá snjöllu málamiðlun sem bókin
byggist á:
„Það er ekki hægt að banna
manni að lenda í ævintýrum.
Maður er bara allt í einu lentur í
þeim og við því er ekkert að
gera“.
Með þessum formála fer Steini
tröllastrákur í heimsókn til
mannheima og lendir á elskulegu
vafstri á milli þeirra sem taka
ekkert mark á tröllum og þeim
sem taka þeim eins og sjálfsögð-
um hlut. Þeirra á meðal eru
krakkarnir: Vá maður, sá væri
fínn í körfubolta, segir einn strák-
urinn.
Það er um margt skemmtilega
unnið úr þessu efni í sögu Þráins,
þótt vera megi að hann flýti sér
um of í að greiða úr þeirri undrun
sem Steini vekur. Myndir Brians
Pilkingtons eru bæði haglegar,
kímnar og falla prýðisvel að sög-
unni - eins og bæði í smáum
myndum (þegar krakkarnir vekja
Steina) og í þeim stærri (bíll ekur
út af í skelfingu þegar Steini glott-
ir til bílstjórans af vörubflspalli).
Að öllu samanlögðu: einkar
geðsleg bók.
- ÁB
konar (einkum dómskjölum)
sem þáttasmiðir notfæra sér ó-
spart yfir í blöðin. Þaðan hefur
Elías margt skemmtilegra ívitn-
ana. Ekki síst úr snörpum deilum
Hannibals við íhaldsforkólfa á
Vestfjörðum og liðsmenn þeirra,
sem kalla Hannibal og aðra verk-
lýðsforingja „ónytjunga og alls-
konar vandræðamenn sem vaða
um allar jarðir, fara mann frá
manni, bæ frá bæ og sveit úr sveit
og boða ófrið og vinnustöðvun"
og fremja þann glæp verstan að
hafa af Bolvíkingum 29 þúsund
krónur með verkfalli. Þátturinn
af Hannibal er skemmtilegastur
þáttanna og það er til dæmis
einkar fróðlegt að rifja upp þátt
prestsins á staðnum, sem gerði
málstað verklýðssamtakanna að
sínum.
Það er heldur ekki nema hollt
að rifja það upp í sambandi við
hakakrossinn á íslandi, hve
aumingjalegt íslenska íhaldið var
í afstöðu sinni til Hitlers, síjarm-
andi um að ekki mætti styggja
mikla viðskiptaþjóð og þar fram
eftir götum.
Eitt er rétt að vekja athygli á.
Þeir sem lenda í málaferlum út af
andalækningum, út af niður-
skurði hakakrossfána, sem og
standa í ofsóknum á hendur
Hannibal - þeir eru allir nafn-
greindir. En þégar kemur að því
að segja frá stórtækum sprútt-
smyglurum, sem höfðu sig mjög í
frammi á bannárum - þá hverfa
öll nöfn. Persónurnar heita nú
Útgerðarmaðurinn, Skipstjór-
inn, Snæfellingurinn og þar fram
eftir götum. Sannast enn sem
fyrr, að ekkert þykir jafn mikið
feimnismál á fslandi og að skoða
það, hvernig menn reyna að
verða ríkir - og verða það sumir
hverjir.
Ambáttln gekk úr vistinni
Yfir nýfæddu stúlkubarni vofir
sjálfur Drekinn, sem er skapaður
úr þessu hér „tálsýnirnar-hatr-
ið-eigingirnin-mykrið-sorgirn-
ar-hégómagirnin-óttinn-ang-
istin-volæðið-vanmáttarkennd-
in“. En til varnar mun mannes-
kjan eiga þetta heimvarnarlið,
þessa „sterku riddara“: „djúp-
hyglin-gleðin-ljósið-þrekið-vfð-
sýnin-samhygðin-dáðin-sælu-
kenndin-skapfestan og frelsið“, -
að ekki sé gleymt aðalvopnunum
í viðureign við drekann: vi-
skunni, ásthneigðinni og sjálfri
„sál minni“.
Ara heitir sú sem söguna segir
og hún er reið. Hún á í höggi við
Drekann í mynd móður sinnar og
sambýlismannsins Dags. Hún vill
vera sjálfstæð, vill ekki vera eftir-
mynd móður sinnar, og hún vill
ekki halda áfram að vera ambátt
hótelhaldarans Dags, sem hugsar
Saga
Reykjavíkur
skóla
Kornið er út hjá Menningar-
sjóði fjórða og síðasta bindi af
sögu Reykjavíkurskóia eftir
Heimi Þorleifsson. Saga Reykja-
víkurskóla fjallar um skóla þann
sem fyrst var nefndur Hinn lærði
skóli í Reykjavík, síðar Hinn al-
menni menntaskóli í Reykiavík.
mest um eigin hag í rúmi og utan.
Og þessi slagur er erfiður, „ridd-
ararnir" láta eitthvað standa á
sér, fremur lítið traust er að finna
í vinkonum nema kannski einni
frænku. Og nú eru góð ráð dýr,
því Ára er ólétt eftir Dag. Er ekki
best að eyða fóstrinu til að bæta
ekki ofan á böl heimsins? Um
það snýst sagan að verulegu leyti
og áður en lýkur hefur Ára slitið
sig lausa úr ánauð og vill eiga sér
frelsisvon í þunga sínum. „Barnið
mitt hafði fætt móður“, segir
hún.
Hér er semsagt komið inn á
mál sem mjög eru á dagskrá í
ýmsum kvennabókum - til að
mynda Öskubuskuáráttunni ný-
útkomnu eða þá bréfi Oríönu
Fallaci til ófædds barns síns. Og
við þau tengjast spurningar sem
seint fæst fullgilt svar við: mun
ung kona af gerð Áru ávallt
í fjórða og síðasta bindi Sögu
Reykjavíkurskóla er áfram hald-
ið við að lýsa skólalífi í þessari
öldnu stofnun. Upp er tekinn
þráður við byrjun 101. starfsárs,
þ.e. haustið 1946, og áfram rakin
saga til vors 1980. Gerö er grein
fyrir merkustu viðburðum hvers
skólaárs í eins konar árbóka-
formi, og eru húsnæðis- og bygg-
ingarmál þar æði fyrirferðar-
mikil, enda voru þetta ár mikillar
fjölgunar í skólanum. Árbókum
þessum er skipt í kafla eftir rekt-
orsárum þeirra fjögurra rektora,
sem við skólann hafa starfað
þessi ár. Hver kafli hefst á stuttu
yfirliti. Að loknum þessum ár-
bókaþætti er fjallað um leiklistar-
iðkanir nemenda með sama hætti
og gert var í þriðja bindi. Fjallað
er um hvert þeirra 34 leikrita,
sem flutt voru á tímabilinu. Um-
fjöllun um leiklist endar á yfirliti
’um árin 1947-1980.
Auk áðurtalins efnis fjórða
bindis eru í því rektoratal, in-
spectoratal, forsetatal Framtíð-
arinnar og dúxatal. Þar er einnig
að finna atriðisorðaskrá og
nafnaskrá fyrir öll bindin. Mikill
fjöldi mynda er í bókinni.
kaupa sjálfstæði verði ein-
semdar, eða mun það sjálfstæði
sem hún tekur sér snúast upp í
nýjan þrældóm í þágu föðurlauss
barns? Engin ástæða heldur til
þess að höfundur viti þau svör.
En hitt væri svo þörf að skoða
betur: Ára hrópar hátt (öskrar) á
þörf sína fyrir bæði sjálfstæði og
blíðu. Hvaðgetur húnsjálflagt til
þeirra mála annað en þessa marg-
ítrekuðu þörf?
Bók Lilju K. Möller er byrj-
andaverk og ber þess mörg
merki. Til dæmis í vissu bruðli
með „sterk“ orð, í of tilbreyting-
arlítilli ítrekun „öskursins" -
beiskju, heiftar, gremju Áru.
Stundum er eins og vagn sögunn-
ar spóli á ís, komist ekkert
áleiðis. Engu að síður má finna í
þessari lýsingu á sjálfsleit ungrar
konu einhver þau umbrot sem
ómaksins vert er að kynnast. ÁB
Myndabók
um
Akureyri
Bókaforlag Odds Björrts-
sonar á Akureyri gefur nú út, í
samvinnu við lceland eview,
nýja og glæsilega Akureyrar-
bók: Akureyri - blómlegur bær
í norðri. Textann ritar Ingi Ol-
rich, En Svisslendingurinn
Max Scmid birtir fjölda nýrra
litaljósmynda, sem hann hefur
tekið undanfarið ár.
Kaflar bókarinnar heita: Ung
þjóð f ungu landi, Líf í rósemi og
rótfestu, Velsæld byggð á verslun
og iðnaði og Blómleg bú í gjöfulu
héraði. Textinn er greinargóð
heimild í knöppu formi um fólk
og umhverfi í höfuðstað Norður-
lands. Þar er ágrip af sögu staðar-
ins, lýsing á efnahagslegum og fé-
lagslegum forsendum. fróðleikur
um mannvirki og vistkerfi. Verð
kr. 988.00.
Föstudágur 21. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5