Þjóðviljinn - 21.12.1984, Page 6
MENNING
5 ungir listamenn í Kjarvalssal
Á Kjarvalsstöðum hefur
staðið yfir sýning 5 lista-
manna, Steingríms Þorvalds-
sonar, Magnúsar V. Guðlaugs-
sonar, Stefáns Axels Valdi-
marssonar, Ómars Skúlason-
ar og Péturs Stefánssonar. Allt
yfirbragð þessarar sýningar er
ferskt og kraftmikið, þótt lista-
mennirnir séu um margt mjög
ólíkir.
Það má nú segja að „nýja mál-
verkið“ svokallaða sé komið í
nokkuð fastar skorður hér á
landi, a.m.k. sá hluti þess sem
hingað hefur borist. Eins og svo
mörgu sem til landsins berst af
erlendum liststraumum, hefur
þessari evrópsku bylgju verið
sniðinn nokkuð þröngur stakkur,
sem er síst til bóta. Þannig má
segja að helst beri á þýskættuðum
expressionisma og hann eigi
meiri hljómgrunn í íslenskum
málurum um þessar mundir en
annað sem einkennir nýja mál-
verkið erlendis.
Það er í sjálfu sér ekki svo
slæmt, því ef það er nokkuð sem
brjóta mátti upp í íslenskri mynd-
list, þá var það hið innantóma
nostur sem einkennt hafði svo
lengi listtjáningu okkar. Hitt er
annað mál að fyrst og fremst
verða menn að gera upp við sig
hvert þeir vilja stefna. Og það er
óháð tækninni, því hún er fyrst og
fremst tæki til að undirstrika það
sem menn hafa að segja. E.t.v. er
það einmitt ástæðan fyrir þreng-
ingu allra strauma í íslenskri
myndlist, að of margir hafa tamið
sér ákveðna tækni a priori, áður
en þeir voru búnir að átta sig á því
hvert hugur þeirra stefndi, eða
hvað þeir vildu raunverulega tjá
með list sinni.
Þeir tímar eru nú liðnir að lista-
menn geti falið sig bak við túlkun
gagnrýnandans eða listfræðings-
ins og svarað því til að þeir viti
manna minnst um inntak eigin
verka. Nú verða þeir að kunna
skil á því sem þeir eru að bera á
borð fyrir áhorfendur, betur en
nokkur annar. Verkið er þó
alltént hugarfóstur listamanns-
ins.
Á Kjarvalsstöðum finnur
áhorfandinn fyrir ákveðnum vilja
þessara fimm listamanna til að
ganga nýjar brautir og víkka út
merkingu málverks og teikninga.
Þeim ferst það ágætlega úr hendi
þótt enn örli á vissum taglhnýt-
ingshætti gagnvart erlendum
listamönnum sem gert hafa garð-
inn frægan á undanförnum árum.
Það sem er þó mest um vert er
greinileg tilraun til að takast á við
hlutina.
Þeir Steingrímur Þorvaldsson
og Magnús V. Guðlaugsson hafa
markað sér skýran og nokkuð
persónulegan stíl, sem gefur
þeim ýmislegt í aðra hönd, svo
fremi þeir útvíkki það sem þeir
bera á borð. Spurning er hvort
Magnús þurfi ekki að ganga
lengra í klippimyndum sínum.
Hann hefur þegar sýnt okkur
hvað í þeim felst og því er mál
fyrir hann að gera eitthvað meira.
Stefán Axel kemur mér á óvart
með kraftmiklum málverkum
sínum. Þótt sum þeirra séu full
„þýsk“ í anda og innihald þeirra
eigi því Iítið erindi til okkar, eru
önnur verk hans persónuleg og
full af fyrirheitum. Pétur Stefáns-
son sýnir ágæt tilþrif í teikningum
sínum. Hann er eini listamaður-
inn sem ég hef séð þora að ganga í
smiðju til Kjarvals og koma það-
an með persónulega hluti.
Ómar Skúlason rekur lestina
og er töluvert frábrugðinn kol-
legum sínum í anda og efni. Ég
stend við það sem ég hef áður
sagt um myndir hans, að þær eru
næmlega gerðar en skortir ein-
hverja innri virkni. Þetta stafar
kannski af þeirri einföldu ástæðu
að Ómar þykist þegar viss um
hvað kallast geti fallegt og hvað
ljótt. En slíka vissu getur lista-
maður ekki haft, eigi verk hans
að segja okkur eitthvað nýtt.
Sýning fimmmenninganna
verður opin fram að jólum, eftir
því sem ég best veit.
HBR
NÝJAR BÆKUR
Ohrein börn
Þorsteins G.
Þorsteinssonar
Ohrein börn heitir ljóðabók
eftir Þorstein G. Þorsteinsson
sem komin er út myndskreytt af
Árna Elvar.
f þeim tuttugu ljóðum eða svo,
sem kverið geymir, er víða komið
við í veröld nútímans, staðreynd-
ir hans, sumar fremur „óskáld-
legar“ í upphafi eru þar nokkuð
fyrirferðamiklar. Og það er líka
brugðið upp ýmsum eilífðarmál-
um eins og í upphafi kvæðis sem
heitir Návist:
„Leggðu allt í sölurnar fyrir
sérhvert andartak sem þú dvelur í
návist annarra“.
Ármann Kr
á norsku
Fyrir rúmri viku kom út é ný-
norsku hjá foriagi Norsk Barn-
eblads í Osló barnabók Ár-
manns Kr. Einarssonar, Himn-
aríki fauk ekki um koll. Hún er
einkar fallega út gefin og ber
heitið Himmelriks-Hutta. Er
það 16. bók Ármanns sem
þýdd er á norska tungu. Þýð-
andinn er Asbjörn Hildremyr,
en teikningar eru eftir Pétur
Halldórsson. Kápumynd gerði
Freda Magnússen.
Umsagnir blaða um bókina
hafa ekki enn borist, en á bóka-
rkápu stendur þetta meðal ann-
ars:
Bókin er viðburðarík og sönn
lýsing á því umhverfi, sem viss
hluti íslenskra barna vex upp í, í
hinni ört vaxandi borg, Reykja-
vík.
Við kynnumst engum auðveld-
um lausnum á erfiðleikum
Simma. En við kynnumst veröld-
inni eins og hún birtist honum.
Og í sumarbústaðnum þeirra,
sem drengurinn nefnir Himnar-
íki, finnur hann mesta öryggið, -
stundum með föður sínum, en
stundum einnig í sínum eigin hug-
arheimi.
Séra Ralph sjónvarpsþáttanna.
Metsölubókin
Þyrnifuglarnir
Út er komið sem mánaðar-
bók í Bókaklúbbnum Veröld,
hið mikla ritverk Colieen
McCullough „Þyrnifuglarnir".
Það tók skáldkonuna tvö ár að
semja þessa vinsælu skáld-
sögu sem síðan hefur komi út
um allan heim
Eins og íslenskir sjónvarpsá-
horfendur vita hafa „Þyrnifugl-
arnir“ verið kvikmyndaðir fyrir
sjónvarp og um þessar mundir er
einmitt verið að sýna þættina víð-
svegar um heim.
„Þyrnifuglarnir" spanna sögu
þriggja kynslóða en bókin hefst á
Nýja-Sjálandi, berst til Ástralíu
ogsvo til Evrópu. í „Þyrnifuglun-
um“ fjallar Colleen McCullough
ekki aðeins um vonir, metnað og
tilfinningar aðalpersóna sinna.
Bók hennar er full af spennandi
viðburðum, merkilegum persón-
um og áhrifaríkum myndum úr u
mhverfi sögupersónanna. Litrík-
ar persónur mynda listrænan
ramma u m líf klerksins metnað-
arfulla, föður Ralph de Bricass-
art og Meggie og um líf fátækra
og ríkra í áströlsku óðali.
Kolbrún Friðþjófsdóttir þýddi
bókina sem fyrst var gefin út af
ísafold árið 1981. Bókin er 662
blaðsíður í stóru broti.
Hýmingur
Út er komin bókin HÝMING-
UR eftir Veru Roth Karlsdótt-
ur.. Bókin er smásagnasafn,
ásamt ljóðum og teikningum,
sem höfundur hefur dregið fram
úr pússi sínu.
Sögurnar eru af ýmsum toga,
s.s. ævintýri „þjóðleg fræði“ og
endurminningar. Fjalla þær m.a.
um mannsins böl og bjartar von-
ir.
Vera er 21 árs Reykjavíkur-
snót, uppalin í-litla rauða húsinu
á Freyjugötunni. Núna er hún
nemandi í Fjölbrautarskólanum í
Breiðholti. Áður hefur komið út
eftir hana ónefnd breiðskífa með
píanóglamri, og nokkrar sögur í
tímaritinu Zeítschrift Fúr Alles.
Hýmingur er 64 síður, í 300
tölusettum eintökum sem eru ár-
ituð af höfundi. Bókin er gefin út
af Dieter Roth Verlag, og prent-
uð í Grafík hf. Hún fæst hjá Máli
og menningu og í Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar.
Hversvegna
hvenœr
hvernlg
hvar?
Bókaklúbbar Arnar og Ör-
lygs hefur nýíega gefið út bók-
ina Hversvegna, hvenær,
hvernig, hvar? Hér er á ferð-
inni myndskreytt fjölfræðibók
Músíkalska
músin
út er komin hjá Helgafelli
Músíkalska músin eftir Þórönnu
Gröndal en bókin hlaut viður-
kenningu í samkeppni um smá-
sögur handa börnum sem Samtök
móðurmálskennara efndu til í
fyrra. Þetta er saga um litla mús,
sem settist að í píanói og spaugi-
leg atvik sem af því hlutust. Bók-
in er með stóru letri og aðgengi-
leg ungum lesendum. Margrét
Magnúsdóttir myndlistarnemi
myndskreytti bókina og er stór
litrík klippimynd á hverri opnu.
Bókin er innbundin og í stóru
broti. Músikalska músin er unnin
að öllu leyti í Prentsmiðjunni
Hólum hf.
í þýðingu Fríðu Björnsdóttur
blaðamanns.
Bókinni er skipt í fjóra megin-
flokka: 1. Það gerðist fyrir löngu.
2. Plönturog dýr. 3. Hvernig ger-
ast hlutirnir. 4. Fólk og staðir.
Hver kafli er ríkulega mynds-
kreyttur með skemmtilegum
teikningum í lit, sem Colin og
Moria Maclean hafa gert, en þau
eru þekkt fyrir myndskreytingar í
fjölmörgum barnabókum.
Reykjavík
fyrri tíma
Árni Óla
Út er komin hjá Skuggsjá
Reykjavík fyrri tíma I eftir Arna
Óla. Er hér um að ræða endur-
útgáfu Reykjavíkurbóka hans,
sem voru 6 að tölu. Þessi nýja
útgáfa Reykjavíkurbókanna
verður í þremur bindum, þ.e.
tvær bækur í hverju bindi. í
þessu fyrsta bindi eru Fortíð
Reykjavíkur og Gamla Reykja-
vík.
Reykjavíkurbækur Árna Óla
hafa að geyma geysileg mikinn
fróðleik um Reykjavík fyrri tíma,
um persónur, stofnanir og staði,
og er í þessu bindi hálft annað
hundrað gamalla mynda frá þess-
um tíma, m.a. margt mynda af
málverkum Jóns Helgasonar
biskups.
Sigurður Bjarnason frá Vigur,
um langt árabil náinn vinur og
samstarfsmaður Árna Óla á
Morgunblaðinu skrifar formála
fyrir þesari útgáfu. í formálanum
segir hann m.a.:
„... íslenzka þjóðin og þá ekki
sízt íbúar Reykjavíkur eiga hon-
um mikið að þakka. Þessi mikil-
hæfi fræðimaður var alla sína ævi
að grafa upp alþýðlegan fróðleik.
Ég hefi leyft mér að staðhæfa:
„Hann var hógværastur allra,
leitaði ávallt sannleikans að for-
nu og nýju“.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. desember 1984