Þjóðviljinn - 21.12.1984, Síða 7
BjörkGuðmundsdóttir: „Islendingarviðurkennaekkertfyrrenþaðergertíútlöndum“.-LíklegaerÞjóöviljinnieinablaðið sem að verulegu góðu gat plötu Kuklsins, The Eye (Ijósm. E.ÓI.).
Lífsstíll - ekki bara hljómsveit
Björk Guðmundsdóttir byrjaði í rokki á barnsaldri - er nú í frumlegustu sveit landsins
Hljómsveitin Kukl lagöi í sum-
ar land undir fót og fór í hljóm-
leikaferðalag um Bretland og
meginland Evrópu. Á meðan
á því úthaldi stóð, og reyndar
alltfram íoktóber, bárusttil
landsins umsagnir úr þar-
lendum blöðum af frammi-
stöðu Kuklara. Þau skrif bera
með sér að Kukl hefur haft
erindi sem erfiði út fyrir land-
steinana, og skríbentarnir eru
sammála um að Kukl sé algjör
töfrasveitfrá íslandi en hljóm-
list þeirra eigi sér engin þjóð-
ernisleg landamæri og sé
með því ferskasta sem er að
gerast „neðanjarðar" nú til
dags. Enda er það svo að
plata Kukls, The Eye, hefur
komist inn á svokallaða
óháða vinsældalista í Bret-
landi, sem eru aðgreindirfrá
listum risa-
hljómplötufyrirtækjanna.
Kuklarar eru nú saman komnir
á íslandi til hljómleikahalds og
ætla að fyltja fólki Kristsmas í
Austurbæjarbíói í kvöld (föstu-
dag)frákl. 10. M.a. ítilefni afþví
var kvenkostur Kuklsins kvaddur
á vettvang Þjóðviljans, Björk
Guðmundsdóttir sem enn er
kennd við Tappann tíkarrass þótt
Kukl hafi hún stundað í 1 V2 ár.
Upphefð að utan
- Kukl virðist vekja meiri hrifn-
ingu erlendis en hér heima ef
dcema má af þekktum músiktíma-
ritum eins og Melody Maker, So-
unds og New Musical Express,
danska blaðinu Information o.fl.
meginlenskum blöðum.
- íslendingar viðurkenna ekk-
ert fyrr en það er gert í útlöndum.
Rás 2 hundsaði okkur t.d. þar til
eitthvað fór að gerast erlendis, en
hafði þá fyrir því að hafa uppi á
okkur í síma í Hollandi og það í
beinni útsendingu. Líklega erum
við dálítið bitur út í að fólk hér
heima metur ekki þá miklu vinnu
sem við leggjum í hljómsveitina-
en kannski er ósanngjarnt að ætl-
ast til að aðrir hafi áhuga á því
sama og maður sjálfur.
-Er meiri vinna samfara Kukli
en öðrum íslenskum hljómsveit-
um?
- A.m.k. af þeim sem ég hef
verið í. í Tappanum vorum við
t.d. vön að æfa svona tvisvar í
viku og alltaf var í gangi e.k. tog-
streita á milli einkalífs og hljóm-
sveitarinnar - vorum misjafnlega
upplögð til að koma fram - stund-
um í miklu stuði en stundum
hefðum við viljað vera að gera
eitthvað annað. Kukl er allt ann-
að og meira, ekki bara hljóm-
sveit. Kukl er lífsstíll. Við sjáum
um allt sjálf sem gera þarf í sam-
bandi við hljómleikahald - bæði
skipulag og framkvæmd hvers
smáatriðis. t>ann undirbúnings-
tíma erum við í Kukli 24 tíma á
sólarhring. Þetta er algjör fórn.
Svo þegar törnin er yfirstaðin
snúum við alveg við blaðinu og
tökum okkur eitthvað allt annað
fyrir hendur og þá gjarnan sitt í
hverju lagi. Ég er alls ekki að
halda því fram að þetta sé eina
rétta aðferðin til að reka hljóm-
sveit, en kosturinn við hana er að
þú setur þér takmark, gefur allan
þinn tíma í það og hápunkturinn
er hljómleikar þar sem þú gefur
bókstaflega allt af þér - bæði tii
líkama og sálar.
Önnur sólóplata?
- Nú ertþú varla orðin tvítug en
samt eru 9 ár síðan út kom stór
sólóplata með þér. Þú hefur byrj-
að snemma í músik.
- Þegar ég var lítil byrj aði ég að
spila á gítar með pabba mínum.
Svo kom þessi plata þegar ég var
11 ára og upp úr því fór ég að spila
með hljómsveitum, stundum
tveim í einu. Við komum þó
ekki fram opinberlega.
Flauta er eina hljóðfærið sem
ég er eitthvað lærð á, en ég var
ansi þrjóskur og leiðinlegur nem-
andi, held ég. Lærði þó á þver-
flautu í 2 ár og annað eins á ann-
ars konar flautur. Þá spila ég á
píanó undir sönginn. Ég legg að-
aláherslu á hann. Söngurinn er
númer eitt.
- Hefurðu hugsað þér að gera
aðra sólóplötu?
- Nei... kannski á ég einhvern
tímann eftir að gera það, en nú vil
ég vinna með öðrum, vera í hópi,
a.m.k. þangað til ekki er hægt að
læra meira af þeirri reynslu. Ég
held að maður hlyti að lenda í
blindgötu ef maður byrjaði á að
vinna einn. Mér finnst ég verða
að vera þroskaðri til að gera
sólóplötu. Ef ég færi út í það
mundi ég gera allt ein, semja allt
sjálf, spila á öll hljóðfærin og
syngja. Það væri gegn samvisku
minni að kalla það sólóplötu þar
sem einhver annar semdi fyrir
mig, spilaði o.s.frv.. Slík vinnu-
brögð yrðu ekki fullnægjandi
fyrir neinn.
- Fœrðu nœga útrás fyrir
sköpunarþrána í Kukli?
- í Kukli eru 6 ólíkir einstak-
lingar og þegar að er gáð er hægt
að greina áhrif hvers og eins í
músíkinni. Þegar einhver fær
hugmynd að lagi er hún rædd.
Hinir bæta við þeirri reynslu, sem
þeir hafa orðið fyrir við svipaðar
aðstæður og urðu kveikjan að
hugmyndinni, og bæta við túlkun
lagsins... ætli þetta sé ekki an-
arkí?... En ef ég hef þörf fyrir að
gera eitthvað sjálf utan hópsins
fer ég til Sigtryggs (trommara
Kukls) og tromma og syng með
honum, ef mig langar að gera e-ð
melódískt fer ég til Gulla eða þá
Einars Melax (báðir í Kukli). Svo
er ég líka í hljómsveit sem heitir
Fiskur með vini mínum.
- Hefur þig aldrei langað til að
spila í hljómsveit með stelpum?
- Ég mundi aldrei fara að spila í
kvennahljómsveit kvennanna
vegna og ég hef ekki hitt kvenfólk
sem mig langar að vinna með í
músík - ja, nema kannski eina.
Hins vegar mundi ég elska að
fleira kvenfólk væri í bransanum.
Að gera allt vel
- Er öðruvísi að troða upp er-
lendis en hér heima?
- Já, erlendis hugsa ég sem svo:
Þetta fólk hlustar á mig í hálftíma
og sér mig kannski aldrei aftur.
Þá leggur maður alla sína krafta í
túlkunina - gefur allt. Ég þurfti
stundum að loka mig inni á kló-
setti til að safna mér saman eftir
konsert. En maður fékk það líka
launað; fólk kom baksviðs og
þakkaði fyrir að eitthvað hafði
verið vakið upp í því og það var
svo einlægt. Slíkt skiptir miklu
meira máli en vinsældalistar.
Á íslandi leggur fólk sig kann-
ski ekki eins fram og hugsar sem
svo ef það gerir ekki sitt besta:
Það vita allir hvað ég get gert, ég
geri betur næst. En við hugsurn
örugglega ekki svo fyrir tón-
leikana á föstudag (í kvöld), höf-
um lagt of mikið á okkur í undir-
búningi til þess. T.d. kemur Ein-
ar Örn alla leið frá Bretlandi í
þessum tilgangi og ég tók mér V2
mánaðar frí úr skólanum; ég er í
Fjölbraut á Selfossi. Enda er
megin boðskapur Kuklsins að
benda fólki á að það skiptir máli
að lifa fyrir eitthvað. Sama hvort
þú er skósmiður eða húsmóðir.
Það skiptir máli, ekki minnst
mann sjálfan, að gera allt vel.
A
Föstudagur 21. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7