Þjóðviljinn - 21.12.1984, Page 8
FRETTIR
Árnastofnun
FORVAL
vegna væntanlegs útboðs
Vegna fyrirhugaös lokaðs útboös í byggingu brúar á
Bústaöavegi yfir Kringlumýrarbraut er þeim bjóöend-
um sem áhuga hafa á aö vera meö í forvali bent á aö
forvalsgögn er sýna vérkíö í grófum dráttum án þess
að vera á nokkurn hátt bindandi liggja á skrifstofu vorri
Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík og veröa afhent gegn skila-
tryggingu kr. 2000.
Þeir sem hafa áhuga á aö bjóöa í verkið þurfa að skila
inn útfylltu eyðublaði fyrir 15. janúar 1985.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBÖRGAR
Friklrkjuvegi 3 - Simi 25800
Skrifstofa rafiönaöarmanna Háaleitisbraut
68 verður lokuð í dag frá kl. 12.00 vegna
jarðarfarar Þorsteins Pjeturssonar.
Rafiðnaðarsamband íslands.
f11 Gangbrautarljós/
* | f þróunarverkefni
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h.
gatnamálastjórans í Reykjavík, auglýsir eftir
innlendum aðilum sem áhuga hafa á að
framleiða stýribúnað fyrir gangbrautarljós.
Frekari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu
vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík.
Skiladagur 9. janúar 1985.
INNKAGPA^rÖFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Styrkir til háskólanáms
í Noregi
Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóði f ram sty rk handa íslensk-
um stúdent eða kandídat til háskólanáms í Noregi háskólaárið
1985-86. Styrktímabilið er níu mánuðir frá 1. september 1985 að
telja. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn
nemur 3.600.- n.kr. á mánuði.
Umsækjendur skulu vera yngri en 30 ára og hafa stundað nám
а. m.k. tvö ár við háskóla utan Noregs.
Umsóknum um styrk þennan, ásamt afritum prófskírteina og
meðmælum, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu
б, 101 Reykjavík fyrir 1. febrúar n.k. Sérstök umsóknareyðublöð
fást I ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
17. desember 1984
Blikkiðjan
lönbúö 3, Garðabæ
Onnumst þakrennusmíöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö
SÍMI 46711
ÓDÝRARl
barnaföt
bleyjur
8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 21. desember 1984
mtk
bókagjöf
Hinn 12. desember síð-
astliðinn afhenti Sveinn Ein-
arsson rithöfundur Stofnun
Árna Magnússonar að gjöf vís-
indabókasafn föður síns, Ein-
ars Ól. Sveinssonar prófess-
ors, sem andaðist á liðnu vori.
Gjafabréfið er á þessa leið:
Frá afhendingu hins merka bóka- og handritasafns, frá vinsfri Ragnhildur
Helgadóttir menntamálaráðherra, Guðmundur Magnússon háskólarektor,
Jónas Árnason forstöðumaður Árnastofnunar og Sveinn Einarsson.
„Með bréfi þessu afhendum
við Stofnun Árna Magnússonar á
íslandi til fullrar eignar og um-
ráða vísindabókasafn Einars
Ólafs Sveinssonar, en í því eru
margvísleg rit í íslenskum og er-
lendum fræðum; bækur, ritraðir,
tímarit, bæklingar og sérprent.
Ritin ber að varðveita í bókasafni
Árnastofnunar, en hvert þeirra
skal merkt stofnuninni og orðun-
um: „Úr bókum Einars Ólafs
Sveinssonar". Um notkun og lán
Hafinrt er innflutningur á
fatnaði sem er sérhannaður
fyrir fatlaða og hreyfihamlaða.
Hér er um að ræða hvers konar
fatnað, slár, pils, kjóla, blúss-
ur, svuntur og buxur, allt sér-
staklega hannað fyrir hreyfi-
hamlað fólk. Einnig loðfóðrað-
ur fatnaður, vesti, húfur, öku-
pokar og sokkar.
Ein nýjungin á þessu sviði eru
taustígvél sem vakið hafa mikla
athygli. Stígvélin eru gerð úr
popplíni en fóðruð með einangr-
unarefni. Þau halda mjög vel hita
á lömuðum fótum. Stígvélin hafa
verið viðurkennd í Finnlandi og
Svíþjóð og eru því ókeypis þar
fyrir þá sem þau þurfa.
Ennfremur er hér um að ræða
fatnað fyrir fatlaða íþróttamenn.
Það eru aukarennilásar á
skálmum og ermum svo auðveld-
ara sé að komast úr og í.
Fatnaður er mikilvægur hluti af
lífi hvers og eins og ekki síður hjá
fötluðum. Árlega er því kynntar
nýjar gerðir af fatnaði fyrir
hreyfihamlaða og sífellt leitast
við að bjóða vörur í hágæða-
flokkí.
ritanna fer með sama hætti og
önnur rit safnsins.
Ennfremur afhendum við öll
handrit Einars Ólafs Sveinssonar
af eigin verkum til varðveislu í
stofnuninni. Um notkun þeirra í
fræðaskyni fer eftir samkomulagi
forstöðumanns stofnunarinnar
og Sveins Einarssonar, sem fer
með höfundarrétt verkanna.
Með þessu viljum við votta
Árna Magnússyni og stofnun
Fulltrúi sænska fyrirtækisins kynnir
fatnað fyrir fatlaða.
Fatnaðurinn er fluttur inn frá
sænska fyrirtækinu Bekvama kla-
der. Umboðsmaður þess á ís-
landi er Kolbrún Sæmundsdóttir
sjúkraliði. Hún tekur við pöntun-
um í síma 27924 og mun einnig
heimsækja stofnanir með sýnis-
hom sé þess óskað.
hans á íslandi virðingu okkar og
væntum, að gjöfin efli alla iðkan
vísinda á Árnastofnun.
Reykjavík, 12. aprfl 1983.
I umboði föður míns,
Einars Ólafs Sveinssonar,
og fyrir sjálfan mig,
Sveinn Einarsson.“
Margt um
jólaundir-
búning
Jólablað Lopa og bands
komið
Jólablaö Lopa og bands
kom út fyrir þremur vikum og
hefur selst vel. Efni blaðsins
mótast af jólaundirbúningi. Að
þessu sinn eru í blaðinu nýjar
hugmyndir um útlit jólapakka
og skraut á jólatréð ásamt
uppskriftum að samkvæmisp-
eysum og ýmsum jólagjafa-
hugmyndum.
Ritstjórar Lopa og bands eru
mæðgurnar Erla Eggertsdóttir og
Björg Gunnsteinsdóttir. Þær eru
áhugamanneskjur um prjóna-
skap og sagði Björg við Þjóðvilj-
ann að móðirin, Erla, hefði ávallt
verið mjög hrifin af lopa. „Við
höfum alltaf prjónað mikið sjálf-
ar og langaði okkur til að gefa
lopanum tækifæri til að njóta sín í
fleiru en hefðbundnum lopapeys-
um.“
Björg sagði að útgáfa blaðsins
hefði farið rólega af stað en í ár
komu 4 blöð út. „Við erum flutt-
ar úr bflskúrnum heima í húsnæði
að Hverfisgötu 76 og með mann-
skap í vinnu. -jp
Fatlaðir
Sérbannaður fatnaður
FRÁ LESENDUM
Flugleiðir
Svar til óánægðs farþega
Hinn 18. desember sl. gaf að
líta í lesendadálki Þjóðviljans
bréf frá óánægðum farþega
Flugleiða sem ekki sagði farir
sínar sléttar af viðskiptum við
félagið. Óskaði hann eftir því
að Flugleiðir svöruðu nokkr-
um spurningum. Þjóðviljanum
hefur borist svarbréf fulltrúa
fyrirtækisins og fer það hér á
eftir:
„Ég biðst afsökunar á því hve
dregist hefur að svara bréfi ykkar
frá 1. nóvember, en nauðsynlegt
var að afla upplýsinga vegna
staðhæfinga í bréfi ykkar um það
hversu þjónustu hefði verið á-
bótavant, er þið hugðuð á heim-
ferð frá Luxembourg þann 7. okt-
óber sl.
Samkvæmt upplýsingum Far-
skrárdeildar þá var ekki gert ráð
fyrir því að um ferð yrði að ræða
frá Luxembourg til Keflavíkur
þann 7. október. Dettur mér
helst í hug að upplýsingar, sem
þið fenguð í Frankfurt og Lux-
embourg, með símtölum við
skrifstofur okkar á þessum stöð-
um, hafi byggst á því að ef verk-
fall leystist kæmu flugvélar fé-
lagsins við í Keflavík á leiðinni
vestur um haf samkvæmt áætlun,
sem svo ekki varð.
Skrifstofa okkar í Luxembourg
hefur staðfest bókun Flugleiða á
herbergjum á Aeorogolf-
Sheraton. Voru þessi herbergi
annars vegar ætluð áhöfnum
Flugleiða, sem þá flugu flugvél-
um félagsins milli Luxembourgar
og Bandaríkjanna án viðkomu á
Keflavíkurflugvelli og hins vegar
fyrir bandaríska ferðamenn á leið
til Bandaríkjanna, sem áttu stað-
fest far með félaginu en félagið
gat ekki flutt vegna þess að fleiri
innrituðu sig til flugs en gert hafði
verið ráð fyrir.
Það, að ekki reyndist unnt að
flytja nokkra farþega umræddan
dag til New York annars vegar og
Baltimore hins vegar, var að
sjálfsögðu verkfalli á íslandi
óviðkomandi. Því miður töldu
Flugleiðir sér ekki fært að greiða
uppihaldskostnað fyrir allan
þann fjölda farþega, sem ekki
komst leiðar sinnar milli íslands
og annarra landa vegna verkfalls-
ins, og var í því efni sama hvort í
hlut áttu íslenskir ríkisborgarar
eða viðskiptavinir af öðru þjóð-
erni.
Okkur þykir leitt að sjá okkur
ekki fært að greiða ykkur hótel-
reikning þann, sem bréfinu fylgdi
ásamt áætluðum fæðiskostnaði,
frekar en öðrum, sem svipað var
ástatt um.
Með bestu kveðju,
Olafur Briem
deildarstj. viðskiptaþjónustu.“