Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 5
Gonzalez kúventi í Natómálum Hafði undirtökin á þingi Sósíalistaflokksins - Vaxandi kurr vegna efnahagskreppu og lögregluofríkis Nú fyrr í mánuðinum héldu spænskir sósíalistar fiokks- þing sitt. Þar gerðust þau tíð- indi helst, að Felipe Gonzales forsætisráðherra tókst að fá meirihluta fulltrúa á flokks- þinginu til að lýsa samþykkti við þá afstöðu, að hætta skyldi andstöðu við aðild Spánar að Nató. Þetta gengur þvert á fyrri loforð sósíalistaforingjans og er þeim mun eftirtektarverðara sem 56% Spánverja segjast í skoðanakönnunum vera and- vígir aðild Spánar að Nató. Mikill hluti þessara Nató-and- stæðinga, og kannski drýgstur hluti þeirra, hlýtur að vera meðal þeirra tíu miljóna Spán- verja sem stutt hafa Sósíalista- flokkin í kosningum og tryggt honum hreinan meirihluta á þingi. Vikurnar fyrir þingið skrifuðu fréttaskýrendur margt í þá veru að von væri á meiriháttarátökum á flokksþinginu. Vinstriarmur Sósíalistaflokksins hafði barið bumbur og blásið til atlögu gegn stefnu stjórnarinnar í efnahags- og hermálum, sem margir telja heldur betur íhaldssama orðna. Gonzales var minntur á það, að fyrir kosningarnar 1982 lofaði hann að segja Spán úr Nató og vinstrimenn vildu krefjast þess að þjóðaratkvæðagreiðslu um Nató- aðild Spánar verði flýtt. Natóum- ræðan koma af stað mörgum og stórum kröfugöngum í borgum landsins og sem fyrr segir kom þar fram í skoðanakönnunum, að 56% Spánverja eru andvígir margumræddri aðild. Stormur í glasi Engu að síður reyndust átökin á þinginu eins og hver annar stormur í vatnsglasi. Felipe Gonzalez tókst með persónu- legum vinsældum sínum og frægri fortölulist að snúa meirihluta þingfulltrúa á sitt band. Hann tal- aði um að Spánn hefði svo mikilla hagsmuna að gæta í því að treysta og færa út tengslin við Vestur- lönd á öllum sviðum. Hann bar því helst fyrir sig, að þar með gætu Spánverjar brotist út úr þeirri einangrun, sem allar götur frá því á fyrri öld hefði gefið afturhaldinu og þröngsýninni alltof auðveldan leik og hefði það leitt yfir þjóðina einræðisstjórnir sem auðmýkjandi hefðu verið fyrir fólkið. Og svo fór að Gonz- ales fékk drjúgan hluta þingfull- trúa með sér. Þjóðaratkvæði Og nú spyrja menn hvort þessi kúvending Gonzalesar í utanrík- is- og varnarmálum leiði til þess, að þegar loks kemur að þjóðarat- kvæðagreiðslu um Nató 1986, þá verði sá meirihluti sem nú er and- vígur Natóaðild orðinn að minnihluta. Það skiptir máli í þessu sambandi, að sú atkvæða- greiðsla fer fram á eftir væntan- legri inngöngu Spánar í Efna- hagsbandalagið (sem verður lögð út sem efling tengsla við Vestur- lönd á efnahagssviði). Svo undar- legt sem það gæti virst, þá væri það kannski ótti sumra áhrifa- sterkra afla í EBE við spænskar landbúnðarvörur á þeim mark- aði, sem gæti truflað ekki bara inngöngu í Efnahagsbandalagið, heldur og eflt andstöðuna gegn Nató. Blikur á lofti Kúvendingin í Natómálum er ekki einsdæmi. Sósíalistaflokkur- inn á sér enn mjög róttæka stefnuskrá,. gott ef ekki byltingarsinnaða, en ríkisstjórn Gonzalezar hefur að sögn dansks fréttaskýranda, sem nýlega sótti Madrid heim, leyft sér hluti á efnahagssviðinu, sem ósköp venjuleg dönsk kratastjórn hefði verið mjög feimin við. Að vísu er það svo, að allt sýnist í góðu gengi hjá Gonzalez: fylgið er mikið, andstaðan til vinstri er lömuð af m.a. innanflokkságreiningi hjá Kommúnistum og borgaralega andstaðan er líka mjög á tvist og bast. Samt eru ýmsar blikur á lofti, sem gætu átt eftir að reynast stjórn Gonzalezar erfiðar. Sú uppstokkun í efnahagslífi, sem stjórn sósíalista byrjaði eftir að hún tók við fyrir tveim árum, hefur meðal annars haft í för með sér lokun allmargra verksmiðja, þeirra á meðal stórra skipasmíða- stöðva á Norður-Spáni. Mótmæl- in gegn þessum lokunum hafa mjög færst í vöxt að undanförnu. Atvinnuleysið hefur einnig vaxið meðal landbúnaðarverkafólks á Suður-Spáni og fiskveiðar hafa stöðvast m.a. vegna að því er virðist óleysanlegra deilna um þau mál við Efnahagsbandalagið. Námsmenn eru mjög áhyggju- fullir yfir dapurlegum framtíðar- horfum og þeir bíða enn eftir Framhald á bls. 6 Kjarnorkuvígbúnaður Trident of dýr fyrir Breta Prír affjórum stjórnmálaflokkum eru á móti áœtlun Thatcher um nýja kjarnorkukafbáta. Kostnaðurinn 11 billjónirpunda Fyrir tveimur árum ákvað ríkisstjorn Thatcher að efla mjög kjarnorkuvígbúnað Breta með því að kaupa hina nýju Trident kjarnorkukafbáta frá Bandaríkjunum. Þessi ákvörðun hefur valdið miklum deilum í Bretlandi. Allir flokk- arnir í stjórnarandstöðu, Verkamannaflokkurinn, Frjáls- lyndi flokkurinn og Jafnaðar- mannabandalagið, hafa mót- mælt þessari áætlun. Innan íhaldsflokksins er einnig vax- andi andstaða gegn Trident áætluninni. Auk þeirra raka sem andstæðingar kjarnorku- vopna beita í þessum deilum ber mest á rökum sem byggj- ast á hinum gífurlega kostn- aði. Fyrir fjóra nýja kjarnorku- kafbáta búna Trident flug- skeytunum eiga Bretar að greiða 11 billjónir punda eða sem samsvara 500 miijörðum íslenskra króna sem er jafn- giidi fjárlaga íslenska ríkisins í nær aldarfjórðung. Andstæðingar Trident áætlun- arinnar benda á að þessi mikli kostnaður muni sliga Breta. Þeir hafi alls ekki lengur efni á því að taka þátt í slíku kapphlaupi um sívaxandi kjarnorkuvígbúnað. Varnarmálaráðherrann Michel Heseltine berst hins vegar fyrir Trident með kjafti og klóm og spyr andstæðinga sína hæðnislega hvort þeir ætli bara að treysta á að Bandaríkin komi til með að verja Bretland. Það sé nú ekki stórmannleg stefna! Bretar hafi ávallt ráðið sínum vörnum sjálfir og það verði þeir einnig að gera á kjarnorkuöld. Forystumenn annarra flokka og efasemdarmenn innan íhalds- flokksins spyrja hins vegar hvar eigi að taka þetta fjármagn. Þeir halda því fram að einungis með því að skera niður framlög til venjulegrar starfsemi sjóhersins og annarra hefðbundinna þátta í herafla Breta verði hægt að fjár- magna Trident. Slíkur niður- skurður sé hins vegar of dýru verði keyptur. Til viðbótar sýna svo nýjar upplýsingar að þær tækni- og fj ár- hagsforsendur sem ákvörðunin um Trident var byggð á hafa í veigamiklum atriðum reynst rangar. Aðrir kostir eru taldir betri og hagkvæmari. Bandarísk- ur sérfræðingur Stan Norris hefur lýst því yfir að hann skilji ekki hvers vegna Bretar endurskoði ekki Trident áætlunina í ljósi nýrra upplýsinga. Heseltine varnarmálaráðherra er hins veg- ar ekki til umræðu um slíkt. Trident málið í Bretlandi virð- ist því ætla að bætast í hið stóra safn ákvarðana í kjarnorkuvíg- búnaðarmálum þar semstjórn- málaleg þvermóðska ræður meiru en skynsemi og réttar upp- lýsingar. Það ætlar að reynast Bretum dýrt að rembast við að sýnast heimsveldi en Trident áætluninni var ætlað að þjóna því markmiði. Þess vegna er ríkis- stjórnin andvíg allri endur- skoðun. Ráðherrarnir telja sig ekki getað játað að fyrri ákvörð- un var röng. Bretar munu því verða að greiða offjár fyrir kol- ranga stefnu í endurnýjun kjarn- orkuvígbúnaðarins. ór (Byggt á IHT, WP og ST) Föstudagur 28. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.