Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 8
FURÐUR Sílableikja. Neöri skolturinn er jafnlangur þeim efri, andstætt því sem er hjá kuðunga- og dvergbleikjunni. Hún hefur jafnframt mörg einkenni hraðskreiðra fiska enda eltir hún uppi bráð sína, mestmegnis hornsíli. Ljósm.: Skúli Skúlason. milli mismunandi útlits og mis- munandi fæðuhátta hjá neta-_ bleikjunni og murtunni. Murtan æti svif og hefði rennilegra höfuð með neðri skolti sem væri dreg- inn mun iengra fram en á neta- bleikjunni. Netableikjan æti hins vegar botndýr og væri því undir- mynnt, þeas. með skemmri neðri skolt einsog er raunar títt um botnfiska til að gera þeim auðveldara að tína upp æti af botninum. Þannig að þótt Árni teldi murt- una vera sérstakt afbrigði þá var ráðgátan um fjölda bleikju- afbrigða í Þingvallavatni fráleitt leyst. Fjögur bleikju- afbrigði Á síðustu árum hafa svo fjórir ungir líffræðingar, Úlfar Antons- son, Sigurður Snorrason, Skúli Skúlason og Hilmar J. Malmquist, gert töluverðar rann- sóknir á Þingvaliableikjunni. Frá þeim eru upplýsingarnar úr þess- ari grein fengnar. Samkvæmt nið- urstöðum þeirra virðist nú ljóst að á grundvelli ytra útlits og lík- amsbyggingar má með vissu greina fjögur afbrigði af bleikju í Þingvallavatni. Fá vötn í víðri veröld geta státað af slíkri auð- legð enda hafa þessar athygli- sverðu niðurstöðu vakið verð- skuldaða athygli. Þau nöfn sem gefin hafa verið afbrigðunum fjórum eru: dverg- bleikja (gjámurta), kuðunga- bleikja, sílableikja og murta. Dvergbleikja og kuðungableikja Um margt svipar kuðunga- og dvergbleikjunní ákaflega saman. Höfuðfæða beggja er vatna- bobbar (kuðungar), sem þær tína upp af vatnsbotninum, og margir þessara fiska eru á stundum út- troðnir af bobbunum. Bæði af- brigðin eru sérstaklega aðlöguð að þessu botndýraáti einsog sést glöggt á því að þau eru einsaklega undirmynnt, þeas. neðri skoltur- inn er aílmiklu skemmri en sá efri en með þannig útbúnaði er fiskn- um mun auðveldara en ella að skafa eða sjúga upp vatnabobb- ana af hörðum steinbotninum. Þar að auki bera bæði ýmis ein- kenni hægfara botnfiska, þau hafa til dæmis stóra eyrugga sem nýtast vel við tiltölulega hæga yf- irferð um botninn, hauser kúptur og bolur sver að framan og trem- ur sívalur. Bæði dverg- og kuð- ungableikja hrygna líka á svipuð- um tíma, í júlí og ágúst, þó að hrygningu dvergbleikjunnar sé raunar ekki lokið fyrr en í lok október. Aðalmunurinn á dverg- og kuðungableikju er hins vegar stærðin og kynþroskaaldurinn. Fullkynþroska (2-4 vetra) verður dvergbleikjan ekki nema 7 til 17 sentímetrará lengd en kuðunga- bleikjan (kynþroska 5-7 vetra) verður 25 til 50 sentímetrar og þyngdarmunurinn er að sjálf- sögðu miklu meiri. Kuðungableikjan er oftast dökkleit á baki og hliðum en ljós á kviðinn. Yfir hrygningartímann verður hún þó gul eða skærrauð á kviðinn. Dvergbleikjan er enn dekkri, en með gyllta flekki á hliðunum og kviðurinn er gul- leitur. Sílableikja og murta Helsti útlitsmunur sílableikju og murtu er stærðin. Murtan er við kynþroska einungis 18 til 22 sentímetrar og stækkar lítt eftir það en sílableikjan er á bilinu 25 til 50 sentímetrar og verður því margfalt þyngri en murtan. Að öðru leyti eru afbrigðin svipuð útits, síður silfraðar en kviðurinn ljós eða hvítur með dökku baki. Utlitið breytist lítið hjá murtunni yfir hrygningartímann. Hrygn- ingartíminn er frá september til nóvember. Sílableikjur klæðast aftur á móti álíka riðbúningi og kuðungableikjur en þó heldur daufari. Fæðan er hins vegar verulega mismunandi milli afbrigðanna. Murtan nærist aðallega á svif- hausinn gengur á undan, svo í mögum sílableikjanna snúa hornsílin ævinlega öfugt við bleikjuna! Auk öðruvísi litarrafts er útlit murtu og sílableikju einnig frá- brugðið ytra skapnaði dverg- og kuðungableikju að því leyti að þær fyrrnefndu eru ekki undir- mynntar heldur jafnmynntar. Jafnframt er bolurinn með ein- kenni hraðskreiðra fiska: straumlínulaga og haus fram- mjór, eyruggar stuttir. Ginið er líka mjög vítt. Þetta útlit er að líkindum tengt fæðuháttum þeirra, þeas. murtan syndir lík- legast í torfum útí vatnsbolnum og glefsar í svifkrabba, en síla- bleikjan skýst um í snöggum sprettum til að hremma hornsíli. Eru stofnarnir tveir? í grein sem fyrrnefndir líf- fræðngar hafa skrifað til birtingar í Náttúrurfræðingnum velta þeir vöngum yfir, hvort verið geti, að í rauninni séu bleikjugerðirnar einungis tvær, þó útlitslega megi greina þær í fjögur afbrigði. Murtan og sflableikjan væru þá önnur gerðin, en kuðunga- og dvergbleikjan hin, þrátt fyrir stærðarmuninn. Þessu til stuðn- ings benda þeir á, að skilin á milli w 4 0-11: Kuðungableikjan er áberandi undirmynnt: neðri skolturinn er talsvert styttri en sá efri einsog kemur mjög vel fram á þessari mynd. Hún nærist nær eingöngu á vatnabobbum sem hún á auðvelt með að skafa upp af botninum sökum þess hversu undirmynnt hún er. Hún er hægfarabotnfiskur, sem einsog munnlögunin er aðiögun að botndýraáti. Ljósm.: Skúli Skúlason. kröbbum en sílableikjan á fisk- um, fyrst og fremst hornsílum. Bændur við Þingvallavatn greina þó frá því að stundum finnist sílableikjur með kviðfylli af murtu og bleikjuseiði finnast stundum í mögum þeirra á vorin. Þess má geta að það getur verið varasamt fyrir fiska að gleypa hornsflin óvarlega því einsog nafnið bendir til hafa þau horn á baki sér, sem geta stungið óþyrmilega óvarkára afræningja. Hornin - beingeislar í bakuggum - geta hins vegar lagst aftur með bakinu. Sflableikjan sér því við háskanum með því að gleypa hornsílin ævinlega þannig að m uX t''WjSIk í&s \ í foÆáfe* u’ X Itósfc bleikjugerðanna tveggja í hvor- um hópnum, hvað varðar útlit, eru óglögg nema að því er snertir stærðina. Þannig eru kuðunga- og dvergbleikjurnar með mjög keimlíkt fæðuval og útlit. Gætu dvergbleikjurnar verið kuðunga- bleikjur sem kynþroskast mjög snemma og hætta því að vaxa? Murta og sílableikja eru nánast eins í útliti, að stærðinni undan- skilinni, og þeir félagar varpa fram þeirri kenningu, að ef til vill séu sílableikjurnar einungis murtu sem taki að éta hornsíli og taki við það stökk fram á við í vexti. Auk útlitslíkinda má benda á, að ekki hefur verið unnt að greina í sundur ungar sílableikjur frá murtum. Þess skal að lokum getið að nú eru á döfinni umfangsmiklar rannsóknir sem væntanlega fá úr þessu skorið. Gamlir veiðimenn og nýir í Þingvallavatni þurfa þá vonandi ekki að velkjast lengur í villu um hvort murtan sé sérstök tegund eða ekki. -ÖS I Þingvallavatni eru ekki einungis bleikjur. Þennan 16 punda urriðahæng fengu rannsóknarmenn í net sín í sumar, og hér á myndinni er hann nýtekinn úr frysti, enda stifur af kulda einsog sjá má. Til hægri er Sigurður Snorrason líffræðingur, sem hefur hérlendra manna mestan veg og vanda af Þingvallarannsóknum. Hinn er Hilmar J. Malmquist líffræðingur. Ljósm.: Skúlí Skúlason. 8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur,28. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.