Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 13
FLUGELDAR Hið óskiljanlega og illviðráðanlega þjóðfélag sem börnin sjá allt í kringum sig er allt í einu orðið lítið og skiljanlegt og viðráðanlegt... og þar eru allir góðir við alla, eða næstum því. Sígild uppeldisfræði Þjóðleikhúsið sýnir KARDEMOMMUBÆINN eftir Thorbjörn Egner Leikstjórn: Klemens Jónsson og Erik Bidsted Leikmynd og búningar: Thor- björn Egner Þýðing: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk Hljómsveitarstjórn: Agnes Löve Þetta mun vera í þriðja sinn á aldarfjórðungi að Karde- mommubær hins hugljúfa Norð- manns birtist okkur á sviði Þjóð- leikhússins, svo það má víst með óvenjumiklum sanni kalla hann sígilt verk. Og ekki er síður fullvíst að börn hrífast mjög inni- lega af verkinu - þau tvö sem urðu mér samferða í leikhúsið að þessu sinni heimtuðu þegar að sýningu lokinni að fá að fara aft- ur. Og þar sem ný börn eru sífellt að verða til er ekki með sanngirni hægt að kvarta undan því að leikhúsið dragi fram gamlar lummur, heldur verður að gleðj- ast fyrir barnanna hönd. Hitt er svo annað mál að mér finnst það bera vott um óvenjulegan and- legan doða og listrænt kjarkleysi að setja Skugga-Svein, Kardem- ommubæinn og íslandsklukkuna á dagskrá sama leikárið. Hvað er það sem gerir Kar- demommubæinn svona hugþekkt verk fyrir börn? Ætli það sé ekki meðal annars sá stóri en um leið litli heimur sem birtist á sviðinu; hér sjá börnin þjóðfélag í hnot- skurn, mannmargt og iðandi af lífi, en um leið í þægilega smækk- aðri mynd og auk þess svona líka sérstaklega elskulegt og uppfullt af barnslegri gleði. Hið óskiljan- lega og illviðráðanlega þjóðfélag sem börnin sjá allt í kringum sig er allt í einu orðið lítið og skiljan- legt og viðráðanlegt uppi á sviði Heimur Kardemmomubæjar- ins er auðvitað ansi miklu huggu- legri en sá raunverulegi sem við lifum í. Þar eru allir góðir við alla, eða næstum því, og einu lögin eru þau að það er bannað að hrekkja og allir eiga að vera góðir og hlýðnir. Það er að vísu ekki tekið fram hverjum eigi að hlýða, en það er annað mál. Þeir einu sem ekki hlýða og aðlaga sig reglum Kardemommusamfélagsins eru ræningjarnir þrír, og þeir eru auðvitað skemmtilegustu persón- urnar. Verkið fjallar í rauninni um hvernig þeir eru aldir upp og lagaðir að samfélaginu, og er þar með dæmisaga um uppeldi. Ræn- ingjarnir eru í rauninni börn: þeir eru ósjálfbjarga sóðar, óhlýðnir, latir og svolítið hrekkjóttir en bestu skinn og í rauninni sauðmeinlausir. Og við kynn- umst tvennskonar uppeldisað- ferðum, fyrst hinu stranga upp- eldi Soffíu frænku, sem ræningj- arnir gangast að vísu undir en losa sig síðan við, og seinna hinu ljúfa og blíða uppeldi Bastians bæjarfógeta og konu hans, sem algerlega yfirbugar ræningja og snýr þeim til betri vegar. Það eru farnar mjög svo troðnar slóðir í uppsetningu Þjóðleikhússins, enda vart ástæða til annars. Leikmyndin er jafnsígild og textinn og Kardem- ommubærinn er óumbreytan- legur sæluheimur sem ekki endurspeglar tímabundnar hrær- ingar í mannlífinu í kringum okk- ur. En sviðsetningin er vönduð, einkum í hópatriðum undir traustri leiðsögn Eriks Bidsted, og verkið flutt fram af töluverðu fjöri. Það eina sem mér þótti að- finnsluvert er að alltof víða er framsögn söngtexta mjög ábóta- vant, ymist vegna þess að hljóm- sveit er of hávær eða vegna þess að leikararnir syngja ekki nægi- lega skýrt. Þar sem textar þessir eru margir hverjir hreinustu perl- ur er þetta mjög bagalegt. Varla er ástæða til að hafa langa upptalningu á því fjöl- menna leikaraliði sem ber sýn- inguna uppi og stendur sig yfir- leitt með prýði. Ræningjarnir eru að þessu sinni í höndum ungra leikara sem skila hlutverkunum með léttleika og skopi. Þeir Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson og Örn Árnason eru all- ir mjög geðþekkir leikarar með góða líkamstækni sem þeir beita þó í hófi og leiðast aldrei útí að beita grófum eða ódýrum meðul- um til að kreista hlátur útúr á- horfendum. Bæjarstjórn í Kardemommu- bæ er sem fyrr í örggum höndum Róberts Arnfinnssonar sem er orðinn svo samrunninn Bastían bæjarfógeta að manni finnst þeir vera einn og sami maðurinn. Hann er hin föðurlega mildi holdi klædd. Honum er óhætt að treysta og hlýða í blindni, hann er hin sanna föðurímynd sem öll börn þrá. Móðurímyndin í verk- inu er hins vegar skassið Soffía frænka, og Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir er aðsópsmikil í hlut- verkinu og mjög sannfærandi þegar hún tuskar ræningjagreyin til. Það er víst óhætt að spá Kar- demommubænum vinsældum og langlífi. Sverrir Hólmarsson Flugeldasala verður í félagsheimilinu við Safamýri dagana 28.-30. des. í Rijíicatók ognágrennii Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130. Verslunin Grettisgötu 26, sími 13665. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, sími 27766. Sparisjóðurinn Pundið, Hátúni 2B, sími 12400. Sjóbúðin, Grandagarði 7, sími 16814. Bensínsala Hreyfils, Fellsmúla 24, sími 685632. Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ, sími 686145. Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800. SÍBS-deildin, Reykjalundi, sími 666200. Vilborg Sigurjónsdóttir, Bókab. Oliv. Steins, Hafnarf., sími 50045. Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16, Garðabæ. sími 42720 SÍBS-deildin, Vífilsstöðum, sími 42800. Borgarbúðin, Hófgerði 30, Kópavogi, sími 42630. Sparisjóðurinn Seltjarnarnesi, sími 625966. Föstudagur 28. desember 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.