Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 7
Bleikjugerðirnar fjórar úr Þingvallavatni. Efst er kynþroska dvergbleikja, en þær verða ekki stærri. Fyrir neðan hana er ókynþroska kuðungableikja. Takið sérstaklega eftir höfuðlaginu á henni og dvergbleikjunni: báðar eru áberandi undirmynntar, sem gerir þeim auðvelt að skafa vatnabobba upp af botninum. Fyrir neðan kuðungableikjuna er sílabieikja. Gagnstætt hinum tveimur er hún jafn mynnt, en á þessu einkenni má greina afbrigðin sundur án nokkurra tvímæla. Sílableikjan á myndinni er nokkuð dökkleit, sem stafar af því að um hæng er að ræða, kynþroska, og því í dökkleitum riðbúning. Fyrir neðan sílableikjuna er svo murtan alkunna. Ljósm.: Skúli Skúlason. Þingvallavatn Fjögur afbrigði af bleikju Kuðungableikja og dvergbleikja, dökkleitirog undirmynntir, hœgfara botnfiskar. Aðlagaðirað þvíað skafa vatnabobba af botninum. Kuðungabieikjan margfaltstœrri. Sílableikja og murta; silfurgljdandi, hraðsynfirogjafnmynntir rdnfiskar. Sú fyrri nœrist d hornsílum - hin d svifkröbbum. Mögulega mismunandi stœrðir sömu bleikjugerðar. Sumarið hálfnað og tjaldað í Vatnsvíkinni, sólskin og logn yfir Sandeynni og meðan flugurnar fara letilega gegnum nokkra austurríska valsa oná sultunni á franskbrauðinu standa litlir stíg- vélaðir menn f vatnsborðinu og draga smágerða glitrandi fiska úr silfruðum fleti. Þannig er það að minnsta kosti í endurminning- unni, sumur þar sem engin helgi var án Þingvallavatns og veiði- stanga, og Þingvallavatn ekki til án sunnudaga. Einu sinni stóðum við bræður á bakkanum og drógum látlaust næstum tvö hundruð murtur úr vatninu. Síðan er Þingvallamurt- an ævintýrafiskur. Árin liðu og við fundum aðra veiðisæla staði í vatninu þar sem mátti egna fyrir risavaxnar bleikjur, svartar á hliðunumog rauðar á maganum. Eftir'að hafa landað slíkum fer- líkjum stóðum við á öndinni, samanherptir af æsingi og skulfum klukkustundum saman. UMSJÓN: ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Föstudagur 28. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Það hefði enginn mannlegur máttur fengið okkur til að trúa að neitt væri undir sólunni meira spennandi en draga fjögurra punda bleikju úr djúpum Þing- vallavatns. Örfáir hundgamlir ur- riðar létu lífið í bland og að minnsta kosti einn losaði tólf pundin. Stundum lágum við á magan- um á bökkum gjánna í hrauninu og horfðum langtímum saman á örlitla dökkleita fiska sem stóðu hreyfingarlausir í vatninu í gjánni. Þetta eru ábyggilega lítil seiði, hugsuðum við, sem hafa villst úr vatninu Upp í gjárnar og rata ekki til baka. Við höfðum enga hugmynd um að þessir smá- vöxnu vatnabúar sem við vorum að horfa á var gjámurtan dular- fulla. Okkur kom aldrei annað til hugar en stóru bleikjurnar sem við drógum væru mömmur og pabbar murtanna og hugsuðum ekki einu sinni útí að ef til vill væru þetta mismunandi tegundir eða afbrigði, heldur héldum glað- ir og freknóttir heim eftir helgina og gáfum ömmu fenginn því pabbi var farinn að fúlsa við murtu og mamma hætt að nenna að elda hana. Hugleikið rannsóknarefni Afbrigði Þingvallableikjunnar hafa þó orðið mörgum snöggtum hugleiknara rannsóknarefni en reykvískum smádrengjum á sín- um tíma, og allt að hundrað ára heimildir eru til um þau. Daninn Arthúr Feddersen reið á vaðið árið 1885 þegar hann kvað uppúr með að í Þingvallavatni væru ein- ar þrjár tegundir bleikju að finna. I slóð hins danska vísinda- manns fetaði náttúrurfræðingur- inn góðkunni, dr. Bjarni Sæm- undsson. Hann stundaði rann- sóknir á fiskum í vatninu milli áranna 1896 og 1904 en fór tölu- vert vægar í sakirnar en Fedders- en að því leyti að hann kinokaði sér við að fullyrða að meir en eina tegund bleikju væri að finna í vatninu, en taldi hana hins vegar birtast „í ýmsum myndum“. Bjarni bætti svo við, að „sumir menn haldi að um ólíkar tegundir sé að ræða, en aðrir tala um mis- munandi vaxtarstig sömu tegund- ar. Murtuna telji þó flestir sérs- taka tegund". Alls lýsir Bjarni þó fimm gerð- um af bleikju og kallar þær neta- bleikju, djúpbleikju, deplu og murtu. Þá fimmtu nefndi hann dverga, en það voru gjámurturn- ar sem hann taldi að hefðust við allt lífshlaup sitt í gjánum. Til að kanna hvort murtan væri sérstök tegund, aðgreind frá hin- um gerðunum, þá framkvæmdi Bjarni merkingartilraunir sem gáfu hins vegar ekki óyggjandi niðurstöður. Knut Dahl, norskur prófessor og eitt af fræðatröllun- um uppúr aldamótunum, athug- aði hreisturssýni sem Bjarni sendi honum og taldi á grundvelli þeirra ólíklegt að murtan væri sérstök tegund. Ágreiningur Pálmi Hannesson, síðar rektor við Menntaskólann í Reykjavík, gerði líka tilraun til að leysa ráð- gátuna um murtuna með merk- ingum árið 1926 en án árangurs. Rannsóknir á Þingvallafiski lágu síðan niðri til sumarsins 1937. Þá hafði murtuvandamálið ert hugi manna nægilega til að Árni Frið- riksson, fiskifræðingur, var feng- inn til að skera úr um, hvort rétt væri að telja murtuna sérstakt af- brigði eða ekki. Árni fann hins vegar ekki nema tvö af þeim bleikjuafbrigðum sem Bjarni hafði lýst á undan honum, murt- una og netableikjuna, og lýsti að auki hinu þriðja, sem hann nefndi svartbleikju. Þess má geta, að Árni benti á að svo virtist sem tengsl væru á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.