Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 11
^OSSGATUBÓK ÁRSSNS , Krossgátu- bók ársins komin Krossgátubók ársins heitir ný- útkomin bók sem ÓP-útgáfan gef- ur út. Er höfundur bókarinnar Hjörtur Gunnarsson kennari sem er fyrir löngu þekktur af 'krossgátum sínum. í bókinni eru 77 krossgátur með ýmsu sniði og þá ekki ein- ungis ráðið í láréttar eða lóðrétt- ar línur heldur og bugður, sveigi og hringi. Pá er í Krossgátubók ársins fyrsta þrívíddarkrossgátan sem sést hér á prenti. Eins og áður sagði er Hjörtur Gunnarsson íslenskukennari höf- undur bókarinnar en hann hefur langa reynslu í að semja krossgátur. í fyrra kom út fyrsta Krossgátubók ársins og er hún uppseld. - v. SVR Ný leið í gær hófst akstur á nýrri leið Strætisvagna Reykjavíkur, Lækjartorg-Grafarvogur, og hlaut hún númerið 15. Verður fyrst um sinn ekið á kiukkutíma fresti mánudaga til föstudaga. Endastöðvar vagnsins eru við Reykjafold og Fjallkonuveg í Grafarvogi og neðst í Hverfis- götu. Ekið er um Fjallkonuveg, Höfðabakka, Bíldshöfða, Miklubraut, Grensásveg, Suður- landsbraut, Laugaveg niður á Lækjartorg og Hverfisgötu austur þaðan. Lagt er af stað 8 mínútur yfir heila tímann frá Lækjartorgi og á hálfa tímanum frá Reykjafold. Fyrsta ferð frá Lækjartorgi er kl. 7.08 en síðasta kl. 18.08. Frá Reykjafold er fyrsta ferð kl. 7.40 en síðasta kl. 18.30. MFA Ný stjóm Stjórn Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu er samkvæmt lögum Alþýðusambands íslands kjörin á þingum ASÍ. Á 35. þingi ASÍ, sem haldið var 26.-30. nóvember sl., voru eftir- talin kjörin í aðalstjórn MFA: Guðmundur Hilmarsson, Helgi Guðmundsson, Karl Steinar Guðnason, Kristín Eggertsdóttir og Pétur A. Maack. Varastjórn skipa Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Hildur Kjartansdóttir og Sonja Kristensen. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar skipti stjórnin með sér verkum þannig: Formaður er Helgi Guðmundsson, ritari var kjörinn Karl Steinar Guðnason og gjaldkeri Pétur A. Maack. Þróunarfélagiö til Akureyrar A fundi í Bæjarráði Neskaup- staðar fimmtudaginn 6. desemb- er var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða: „Bæjarstjórn Neskaupstaðar leggur áherslu á, að eðlileg dreif- ing valds og þjónustu ríkisins er snar þáttur í að snúa við hinni alvarlegu byggðaþróun í landinu, sem nú kemur svo glöggt fram í gífurlegri þenslu á höfuðborgar- svæðinu og vaxandi misvægi milli þess og landsbyggðarinnar. Því lýsir bæjarstjórnin yfir fyllsta stuðningi við áskorun bæjarstjórnar Akureyrar um að fyrirhugað þróunarfélag sem stofna á skv. ákvörðun stjórnvalda, hafi aðsetur sitt þar.“ Sauðanesbúar Mótmæla herstöðvum Fundur í hreppsnefnd Sauða- armannvirkjaáNorðausturlandi. neshrepps, haldinn á Sauðancsi Jafnframt telur fundurinn að sér- 16. september 1984, gerir eftir- hver ný hernaðarframkvæmd farandi samþykkt: auki á ófriðarhættu og heppilegra „Hreppsnefnd Sauðanes- sé til árangurs að leggja herstöðv- hrepps mótmælir harðlega öllum ar niður vilji menn stefna að áætlunum um byggingu hernað- friði.“ STOFNFJARREIKNINGUR SKAITALÆKKUN , OG EIGIN FJARFESTING Framlög einstaklinga til atvinnurekstrar eru frádróttarbœr frá skatt- skyldum tekjum að vissu marki skv. nýjum ákvœðum skattalaga. Frádráttur má vera allt að kr. 25.000.~ á ári hjá einstaklingi eða kr. 50.000.- hjá hjónum. SKILYRÐI Til þess að njóta þessara skattafríðinda geta einstaklingar m.a. lagtfé inn á stofnfjárreikning íþví skyni að stofna síðar til eigin atvinnu rekstrar. Stofnun atvinnurekstrar má fara fram hvenœr sem er innan 6 ára frá lokum innborgunarárs. INNLÁNSKJÖR Stofnfjárreikningarnir eru sérstakir innlánsreikningar bundnir í 6 mánuði. lnnstœður eru verðtryggðar samkvœmt lánskjaravísitölu. HAGDEILDIN AÐSTOÐAR Hefur þú í hyggju að stofna til eigin atvinnurekstrar með þessum hœtti? Sé svo geturþú leitað til sérfræðinga Hagdeildar Landsbankans að Laugavegi 7 Reykjavík og ráðfært þig við þá um rekstur fyrirtœkja þér að kostnaðarlausu. Upplýsingar um stofnun stofnfjárreikninga eru veittar í sparisjóðs- deildum Landsbankans LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.