Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.12.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR Höfundur Gullsands, Ágúst Guðmundsson á tali við forseta íslands Vigdísi Finnbogadóttur. Á milli þeirra situr eiginkona Ágústs, Maureen Thomas en til hægri handar Vigdísi situr Valgerður Tryggvadóttir. Ljósm. eik. Frumsýning Frábærar viðtökur Gullsandur Agústs Guðmundssonar í Austurbœjarbíói Aannan dag jóla var frumsýnd í Austurbæjarbíói áhorfendum á frumsýningunni. ný íslensk kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson. Ágúst gerði það ekki endasleppt í kvikmynda- Gullsandur heitir myndin og fjallar m.a. um við- gerðarlistinni annan í jólum því sjónvarpið frum- brögð íslenskrar þjóðar við heimsókn bandarískra sýndi Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson í leikgerð hermanna. Gullsandi var forkunnarvel tekið af hans í fyrrakvöld. Ása Wright Dr. Ólafur Bjamason hlaut verðlaunin í gær var hin árlega úthhitun úr verðlaunasjoði Ásu Guðmundsdóttur Wright Að þessu sinni fékk dr. Ótafur Bjamason prófessor verð- launin 100 þúsund krónur, heiðursskjal og söfurpening við hátíð- lega athöfn í Norræna húsinu. Dr. Ólafur fær verðlaunin fyrir veigamikil rannsóknarstörf á sviði læknisvfeinda. Dr. Ólafur lagði grundvöllinn að krabbameinsskrá ís- lands. Þá varð hann fyrstur til að hefja ffumrannsóknir á legkrabba sem hafa orðið til að lækka mjög tíðni hans hér á landi en sá árangur hefur hlotið heimsathygli. -GFr Úr Litlu hrvllingsbúðinni sem Hitt leikhúsið ætlar að frumsýna eftir nýárii Ljósm. E.OI. Afmæli Egill Jónas- son 85 ára Einn af höiúð snillingum ferskeytí- unnar á okkar dögum, Egill Jón- asson á Húsavík átti 85 ára afmæli í gær. Egill dvdur nú á ciliheimilinu á Húsavík og er vd em. Og enn yrkir hann af sömu snilld og áður, þeim sem unna ferskeytlunni til óblandinn- ar ánægju. þjóðvi|jinn óskar Agli til hamingju með afinæhð og ámar hon- um allra hcilia. Og svona til gamans látum við fylgja með nýlega vrsu eftír Egil, sem ort var þegar umræður um viðskipta- hallan á fjárlögum áttu sér stað á dög- unum: Miljarðwwa niínus-sajn, mirmihluti á fuigrum telur. Efað kaup er nefra á nafn nábíturinn Albert kx’elur. Jólasala_ Bókin vann Síðasta vikan: hálfu betri bóksala en ífyrra, fœrri bœkur en betri seld- ust meir. Gljúfrasteinninn: 9000 eintök að var hressilegt hljóð í bók- sölum sem Þjóðviljinn ræddi við í gær að lokinni vertíð: „Meiri sala í færri og betri bókum“ sagði Guðmundur Þorsteinsson hjá Svörtu og hvítu, en hjá því forlagi sátu menn aðgerðalausir á Þor- láksmessu eftir að útgáfubókin, „Nafn rósarinnar“ seldist upp. - Helmingsaukning síðustu vikuna miðað við t' fyrra, sagði Guðmundur, og undir það tók formaður félags bókaútgefenda, Eyjólfur Sigurðsson. Eyjólfur sagði að bóksala væri nú orðin eins og fyrir síðustu áfallaár í bókaútgáfu, „eldri bóksalar sögðust hafa þekkt aftur gamla tíð og síðasta vikan minnti þá á bestu árin hér áður.“ „Ég hef á tilfinningunni að jól- asalan í heild hafi ekki aukist í ár“ sagði Eyjólfur, „en bókin vann samkeppnina í þetta skiptið." Við spurðum hversvegna og út- gefandinn nefndi þrennt: lítil verðhækkun á bókum nú frá fyrra ári, góð samvinna bókamanna við fjölmiðla og sín í millum, betri og vandaðri útgáfa að efni til: ýmsar mjög athyglisverðar ís- lenskar bækur og þýðingar á góð- um erlendum höfundum. Landið er þá að rísa í bókaheiminum? Eyjólfur: „Já, við erum þeirrar skoðunar, ég tala nú ekki um ef allir eru skynsamir.“ Meðal nýjunga í blessuðu bókaflóðinu voru „uglur“ Máls og menningar, kiljur helmingi ódýrari en venjulega innbundna jólabókin. „Okkur var sagt að þjóðin mundi ekki líta við þessu til gjafa“ sagði Halldór Guð- mundsson Máls og menningar- maður, - en það var ekki rétt, þær seldust allar vel, sérstaklega bók Árna Bergmann, barnabók- in um Ljónshjartað og Jólaóra - torían. Ög það verður haldið áfram á þessari braut, sagði Hall- dór. En hvernig gekk stórvirki Arn- ar og Örlygs, Ensk-íslenska orða- bókin sem í ár var dýrust bóka á markaði? „Mjög vel“ sagði okkur Örlygur Hálfdanarson, - hlaut afskaplega góðar móttökur, og þau 2200 eintök sem náðist að binda inn fyrir jólin ruku öll úr húsi. Bókin var seld á sérstöku jólaverði en hækkar um áramótin nema pantaðar bækur. Um 10. janúar er von á loka- niðurstöðum frá Kaupþingi um sölu einstakra bóka, en metsölu- höfundar ársins eru á hreinu: Edda Andrésdóttir og Auður á Gljúfrasteini, um níu þúsund ein- tök. -m Hitt-leikhúsið Mannætuplanta í aðaihlutverki Nýtt leikhús œtlar að frumsýna gaman- söngleik með hrollvekjuívafi Nú standa yfir lokaæfingar á Litlu hryllingsbúðinni, amer- ískum sönglcik sem Hitt-leikhúsið ætlar að frumsýna rétt eftir nýár- ið í Gamla bíói. En Hitt-leikhúsið er nýtt fyrirtæki undir forystu fél- aganna Páls B. Baldvinssonar og Sigurjóns Sighvatssoanr, sem ætlar að einbeita sér að leikhús- rekstri og ýmsum tengdum miðl- um. „Petta er gamansöngleikur með hrollvekjuívafi“ sagði Páll við Þjóðviljann í gær. „Verkið er jöfnum höndum mjög móralskt en þó bráðfyndið og skemmti- legt. Það gerist í kringum plöntu sem í fyrstu er ósköp lítil og visin, en vex og verður að lokum að mannætuplöntu". Páll vildi lítið segja frekar um efni Litlu hryllingsbúðarinnar en kvað gamanleikinn hafa reynst óhemju vinsælan erlendis. „Hann hefur til að mynda gengið samfleytt í þrjú ár í New York, eitt og hálft í Lundúnum, hefur verið sýndur á öllum Norður- löndunum nema Finnlandi og gerði rífandi lukku alls staðar. Sænska ríkisleikhúsið er til dæmis á ferðalagi með hann um Svíþjóð þessa stundina“. Margir þekktir karaktérar koma við sögu uppsetningarinnar á Litlu hryllingsbúðinni, Megas og Einar Kárason rithöfundar þýddu texta, Gísli Rúnar Jónsson og Laddi leika stór hlutverk ásamt Eddu H. Backman og Leifi Haukssyni en miklar kröfur eru gerðar til leikaranna, sem þurfa að geta sungið, dansað og leikið, allt í senn. Þrennt erlent kunn- áttufólk mun taka þátt í sýning- unni, þekktur ísraelskur brúðu- leikari, heimsþekktur snillingur á sviði ljósa kemur frá Englandi og hinn ameríski höfundur dans- anna mun koma fyrir frumsýn- inguna 13. janúar og fínpússa dansana, sem eru æfðir undir stjórn Sóleyjar Jóhannesdóttur. Þess má geta að Hitt-leikhúsið mun samhliða frumsýningu gefa út plötu með söngvunum. -ÖS Þjóðviljinn Drætti í happ- drætti frestað Vegna þess að skil í Happdrætti Þjóðviljans , einkanlega utan af landi hafa verið dræm, hefur ver- ið ákveðið að fresta drætti til 21. janúar 1985. Eru þeir sem fengið hafa heimsenda happdrættismiða eindregið hvattir til að leggja blaðinu lið og greiða sem allra fyrst, annað hvort með gíró eða á afgreiðslu Þjóðviljans Síðumúla 6. Föstudagur 28. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.