Þjóðviljinn - 23.01.1985, Page 1

Þjóðviljinn - 23.01.1985, Page 1
LANDIÐ MENNING ÍÞRÓTTIR Ratsjárstöðvar Vill tafarlausan dauða Magnús Reynir Guðmundsson á Isafirði, varaþingmaður Steingríms Hermannssonar, telur ratsjárstöð á Vestfjörðum af hinugóða, en þá drepistfólk strax eftil kjarnorkustyrjaldar kemur Eg er sannfærður um að við drepumst öll í kjarnorkustríði og þá er betra að við drepumst strax heldur en að lifa við örkuml í einhvern tíma. Þessi rök notaði Magnús Reynir Guðmundsson fyrsti varaþingmaður Framsókn- arflokksins á Vestfjörðum til að réttlæta ratsjárstöð á Stigahlíð á almennum fundi Alþýðubanda- lagsins á Isaflrði sl. laugardag. Hann átti við að betra væri að hafa skotmarkið sem næst. Svavar Gestsson, annar frum- mælandinn á fundinum, greip fram í fyrir Magnúsi og sagði: Þú vilt sem sagt tafarlausan dauða. Síðar á fundinum sagði Svavar að sér fyndist málflutningur Magn- úsar ógeðfelldur enda stæðist hann ekki röksemdir lífsins. Okkur bæri fremur að halda utan um lífið en dauðann. Almannavarnir nkisins eru sem betur fer ekki á sama máli og 1. varaþingmaður forsætisráð- herra. Skömmu eftir áramót var efnt til almannavarnaæfingar á Höfn í Hornafirði þar sem gefin var sú forsenda að kjarnorku- sprengja félli á radarstöð banda- ríska hersins á Stokksnesi og að flytja þyrfti alla íbúa nágrennisins á brott af þeim sökum. - GFr Sjá bls 3 Magnús Reynir Guðmundsson á fundinum á fsafirði á laugardag: Ljósm.: GFr. Bílafríðindi í rannsókn Embætti skattrannsóknar- stjóra hefur að undanförnu gert athugasemdir við bflafríðindi for- stöðumanna ýmissa fyrirtækja á Reykjavíkursvæðinu. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er hér oft á tíðum um mjög háar fjárhæðir að ræða, sem eru ýmist færðar sem beinir bílastyrk- ir á launanótur en ekki greiddur skattur af eða þá niðurgreiðslur fyrirtækjanna á bifreiðum for- stjóranna. „Við höfum verið að gera at- hugasemdir hjá ýmsum fyrirtækj- um varðandi bifreiðagreiðslur til forstöðumanna og fundið allmörg dæmi um að þetta tíðk- ist“, sagði Garðar Valdimarsson skattrannsóknarstjóri í samtali við Þjóðviljann. -•g- Landsvirkjun Vildi Burfells- virkjun H1982 ,Á.n stækkunar Búrfellsvirkj- unar yrði ekki svigrúm til aukinn- ar orkusölu til stóriðju næstu sex árin, jafnvel þótt reiknað sé með Blönduvirkjun í árslok 1987“. Þannig segir í greinargerð Lands- virkjunar frá því í aprfl 1982, þar sem þrýst er á um stórfellda aukningu framkvæmda í orku- málum. Búrfellsvirkjun II var aldrei leyfð, en hún átti að geta afkastað 260 gígawattstundum á ári. Samt situr Landsvirkjun uppi með 750 gwst. óselda forgangsorku nú. Talsmenn orkuveldisins gerðu upphlaup á Alþingi í desember 1981 þegar iðnaðarráðuneytið vildi endurskoða forsendur Sultartangastíflu. Sjá fréttaskýr- ingu um orkumál í blaðinu í dag. Sjá bls. 13. Án atvinnu síðan 20. desember sl. Frá vinstri: Elín Hallgrímsdóttir, Stella Stefánsdóttir, Margrót Björnsdóttir og Málhildur Stefánsdóttir. Ljósm. eik. Fiskvinnslufólk Orygisleysið óþolandi Enginn starfshópur í þjóðfélaginu býr við eins lítið atvinnuöryggi og fiskvinnslufólk. Verka- mannasamband Islands hefur að undanförnu vak- ið athygli á þeim mannréttindabrotum sem þar tíðkast og bent á þá ósvinnu að eftir áratuga störf er hægt að segja fólki upp með viku fyrirvara. Við spurðum fjórar konur sem hafa unnið í Bæjarút- gerð Reykjavíkur hvernig væri að búa við þennan kost og einnig segja tveir formenn verkalýðsfélaga álit sitt á málinu. Sjá bls 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.