Þjóðviljinn - 23.01.1985, Page 2
FRETTIR
Uppsagnir
Besta
fólkið
fer annað
Þjóðviljinn rœðir við fiskverkunarkonur í
B UR. Hafa verið án atvinnu í4 vikur og
fengið 3.800 krónur í bœtur
- Hér hafa verið svona 100 kon-
ur og 20 karlar atvinnulaus frá
20. desember. Við reiknum með
að byrja aftur á föstudaginn. Á
þessum tíma höfum við einu sinni
fengið grciddar atvinnuleysisbæt-
ur, kr. 3.800-. Bæturnar voru um
áramótin 583.00 kr á dag og 23.32
kr. með hverju barni, sögðu fisk-
verkunarkonurnar í BUR sem
Þjóðviljinn ræddi við í gær.
Eftir margra ára starf er hægt
að reka okkur heim hvenær sem
er með viku fyrirvara. Við stund-
um ekki þessa vinnu að gamni
okkar, eins og sumir virðast
halda, telja jafnvel að fólk í fiski
sé fegið að fá frí. Öryggisleysið í
fiskvinnslunni er óþolandi og
hreint ótrúlegt að bjóða fólki sem
þó gefur sig í að vinna í fiski,
undirstöðuframleiðslunni, að
staðaldri upp á svona skilyrði.
Öryggisleysið og lágu launin sem
boðið er upp á er ekki bara skað-
legt fyrir starfsfólkið, heldur líka
fyrir atvinnurekendur, vegna
þess að duglegasta fólkið, allir
sem geta, reyna að komast í aðra
vinnu. Það fæst ekkert fólk í fisk
til frambúðar upp á þessi býti.
Þegar samningarnir voru gerðir í
haust þá fengum við 19,6% svo-
kallaða kauphækkun, sem var
talin allt of mikil en þingmennirn-
ir fengu 37% hækkun sem þá hét
leiðrétting á kjörum, en ekki
kauphækkun.
Verkalýðshreyfingin verður að
fara að beita sér fyrir afnámi
þessa öryggisleysis hjá fisk-
vinnslufólki, sögðu fisicverkun-
arkonurnar að Jokum.
-hágé
Þær voru ómyrkar ( máli, fiskverkunarkonurnar í BÚR sem Þjóðviljinn hitti að máli í gær. Ljósm. eik.
Uppsagnir
Vá fyrir dymm
Karl Steinar Guðnason: Hvað œtli stjórnarráðsmenn segðu efþeir
vœru sviptir atvinnunni frá miðjum desember og fram í febrúar?
í fyrstu viku janúar voru
greiddar hér út í atvinnuleysis-
bótum um ein og hálf miljón
króna. Hér eru rúmlega 600
manns á atvinnuleysisbótum og
því miður ekki líkur til þess að
ástandið sé að skána, sagði Karl
Steinar Guðnason formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur er Þjóðviljinn innti
hann álits á stöðu mála þar syðra.
- Við höfum miklar áhyggjur
af sölu skipa héðan á undanförn-
um mánuðum. Þeim hefur fylgt
kvóti sem þýðir auðvitað að hér
verður minni fiskur til að vinna.
- Er ekki von á einhverju í stað-
inn?
- Nei ég get ekki séð það. Okk-
ur er mæta vel ljóst að ef útgerð
og fiskvinnslu er haldið niðri þá
er vá fyrir dyrum í sjávarplássun-
Karl Steinar: Stefna stjórnvalda
er að drepa niður sjávarútveginn
en leggja áherslu á tuskuverslan-
ir og bensínsölur.
um. Stefna stjórnvalda virðist
vera sú að drepa niður sjávarút-
veginn en leggja áherslu á tusku-
verslanir og bensínsölur. Það sem
er alvarlegast af öllu er að ráða-
mönnum virðist nákvæmlega
sama um ástandið og telja það
beinlínis eðlilegt. Menn líta á
vanda sjávarútvegsins, benda á
erfiða stöðu í greininni án þess að
huga nokkuð að vanda þess fólks
sem vinnur í sjávarútveginum.
Þegar atvinnuleysið skellur á eru
margir sem ekki hafa aðrar tekjur
en atvinnuleysisbætur. Hvað ætli
þeir segðu í stjórnarráðinu ef
þeim væri gert að vera atvinnu-
lausir frá miðjum desember og
fram í febrúar á hverju ári, eins
og fjöldi fólks um allt land verður
að sætta sig við?
hágé
T0RGIB
Frostið
Varasamt
fyrir fjölærar
Hún er uppbyggjandi, framtíð-
arsýn varaþingmannsins að
vestan!
Frostið getur hlaupið ansi
mikið niður í jörðina ef það verð-
ur langvarandi, sagði Hafliði
Jónsson garðyrkjustjóri í gær.
„Það verður þó aldrei mjög
mikill klaki í jörð þegar svo langt
er liðið á veturinn. Kuldakastið
er varasamt fyrir ýmsar fjölærar
plöntur en ekki er teljandi hætta
á að tún kali, því svellalög eru
ekki á þeim.“
Hafliði Jónsson sagði að sjálf-
sagt væri að hlífa gróðri eins og
hægt væri fyrir þessu kuldakasti.
„Þetta er varasamt fyrir þykk-
blöðunga sem eru safamiklir allt
árið t.d. alls konar hnoðra. Gott
er að velja dagblöð í stöngla um
plönturnar og vatnsverja síðan
með plasti." (Þá er hægt að lesa
blöðin aftur í vor!)
-JP
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. janúar 1985
Uppsagnir
Kauptryggingin
einskis virði
Jón Kjartansson: Hráefnisskorti er borið við
eins og venjulega þegar fiskvinnslufólk er rek-
ið fyrirvaralaust heim
Þrjú stærstu frystihúsin í
Vestmannaeyjum hættu að taka á
móti flski samtals í einn mánuð á
sl. ári. Fyrst í kring um þjóðhátíð
(10-12 vinnudaga) og síðan aftur í
haust í hálfan mánuð, sagði Jón
Kjartansson formaður Verka-
lýðsfélags Vestmannaeyja m.a. í
viðtali við Þjóðviljann í gær.
- Hver var tilgreind ástæða?
- Hráefnisskortur eins og
venjulega. Réttleysi fiskverkun-
arfólks er átakanlegt og
fullkomið siðleysi að það er rekið
heim með viku fyrirvara vegna
hráefnisskorts sem frystihúsin
ákveða sjálf, þegar togararnir eru
látnir sigla með aflann. Hér hefur
vandinn verið heimatilbúinn þar
sem ekki hefur vantað kvóta.
Fólk er með öðrum orðum rekið
heim og geymt þar svo lengi sem
hinum háu herrum þóknast.
- Gefst kostur á annarri vinnu?
- Nei, konurnar, þeir sem látn-
ir eru fara eru jú að langmestu
leyti konur, verða bara að bíða
þangað til kallið kemur.
Kauptryggingarsamningurinn er
einskis virði, eins og honum hef-
ur verið beitt.Hér eru brotin öll
lög guðs og manna þegar afla-
hrotur eru. I plássum þar sem allt
byggist á fiski, eru allir tilbúnir að
bjarga afla frá skemmdum. Vinn-
utíminn verður þá kannski sextán
tímar á dag, alla sjö daga vikunn-
ar.
\
Jón Kjartansson: Togararnir sigla
með aflann að geðþótta útgerðarinn-
ar og landverkafólkið svipt lífsbjörg-
inni.
- Hvað viltu segja um ráðningu
erlends verkafólks til fiskvinnslu?
- Það er ekkert vit í að sópa
útlendingum inn í landið til fisk-
vinnu meðan svona er ástatt. Nær
væri, að eitthvað af þeim fjár-
munum, sem þetta kostar færi til
að tryggja jafnari vinnu og létta
þá um leið á atvinnuleysistrygg-
ingarsjóði. Þess utan eru svo að-
stæður sem erlendu verkafólki er
boðið upp á hér fyrir neðan
allar hellur.
hágé.