Þjóðviljinn - 23.01.1985, Qupperneq 5
Mjólkursamsalan 40 ára
Frá ringulreið til skipulags
Afurðasölulögin lögðu grunninn
Þann 15. jan. sl. átti Mjólkur-
samsalan í Reykjavík hálfrar
aldar afmæli. Hún var byggð á
grundvelli afurðasölulaganna.
Þau voru viðleitni bænda og
verkamanna til að bæta kjör sín á
erfiðum krepputímum.
Mjólkursamsalan er öflugt fyr-
irtæki og umfangsmikið. í þjón-
ustu hennar eru 254 starfsmenn.
Hún framleiðir úrval fjölbreyttra
mjólkurvara fyrir svæði, sem tel-
ur 150 þús. íbúa.
Skipulagsleysi
Mjólkursamsalan var stofnuð
til þess að ráða bót á því skipu-
lagsleysi, sem ríkti í mjólkursölu-
málum á höfuðborgarsvæðinu.
Um og upp úr 1930 jókst mjólk-
urframleiðslan hröðum skrefum í
Ákvæðið um gerilsneyðingar-
skylduna fékkst samþ., annað
ekki
Eftir kosningarnar 1934 var
mynduð ríkisstjórn Framsóknar-
og Alþýðuflokksins, undir stjórn
Hermanns Jónassonar. Hún
samdi fyrsta skriflega stjórnar-
sáttmálann, sem gerður hafði
verið á íslandi. í honum voru 14
mál. Flestum tókst að hrinda í
framkvæmd. Tvö ber hæst: Af-
urðasölulögin, sem Framsókn-
arfl. stóð fyrir og almannatrygg-
ingarnar, sem voru baráttumál
Alþfl. Afurðasölulögin ollu tíma-
mótum fyrir landbúnaðinn. Með
því viðurkenndi þjóðfélagið gildi
landbúnaðar án tillits til þess hvar
framleiðandinn var í sveit settur.
Á grundvelli þeirra risu blómleg
Mjólkurdreifing í gamla daga.
grannsveitum Reykjavíkur. Á 16
árum, frá 1920-1936, höfðu risið
á legg 7 mjólkurbú. Öll reyndu
þau að selja mjólk og mjólkur-
vörur í Reykjavík og Hafnarfirði.
Samkeppnin var geysihörð,
undirboð tíð, dreifingarkostnað-
ur óeðlilega hár og verð til bænda
sílækkandi. íbúar höfuðstaðarins
voru um 30 þús. en útsölustaðir
fyrir mjólk yfir 100. Hvert mjólk-
urbú rak sínar eigin búðir og oft
voru 3 eða 4 hver við aðra. Þetta
háttalag hlaut að enda með skel-
fingu yrði ekkert að gert.
Þáttaskil
Til þess að reyna að ráða bót á
ástandinu var Mjólkurbandalag
Suðurlands stofnað 16. mars
1930. En ekki náðist samkomu-
lag um aðgerðir utan það, að flutt
var á Alþingi frumvarp um geril-
sneyðingarskyldu o.fl. 1932 og
aftur 1933. Fyrsti flutningsmaður
síðara frv. var Ólafur Thors.
fyrirtæki til ómetanlegs gagns
fyrir framleiðendur og neytend-
ur. Öflugast þeirra varð Mjólkur-
samsalan.
Átti að duga
til aldamota
Fyrsta mjólkurstöð landsins
var byggð við Lindargötu 14 af
Mjólkurfélagi Reykjavíkur 1920.
Síðar byggði félagið við Snorra-
braut 54. Samsalan keypti stöð-
ina við Snorrabraut og starfaði
þar í 14 ár.
Árið 1939 var ákveðið að
byggja nýja mjólkurstöð. Fram-
kvæmdir hófust á Ióðinni við
Laugaveg 162 haustið 1942. Stöð-
in var vígð 18. maí 1949. Töldu
menn að nú væri vel fyrir málum
séð til aldamóta. En fáum árum
síðar var húsið orðið of lítið.
Afgreiðsla
Afgreiðsla mjólkurinnar hefur
Nýja mjólkurstöðin.
verið með ýmsum hætti þessi 50
ár.Fyrst var hún seld í lausu máli,
flutt í verslanir í stórum brúsum,
sem síðan var ausið úr í ílát, sem
kaupendur komu með. Þá komu
Fimm forstjorar
Hermann Jónasson og Vil-
hjálmur Þór áttu drýgstan þátt í
að leggja lagalegan grundvöll
Sveinbjörn var stjórnarfor-
maður til æviloka, 21. apríl, 1966
en þá tók Ágúst Þorvaldsson á
Brúnastöðum sæti hans í stjórn-
inni en Sigurgrímur Jónsson í
Úr vinnslusal á fyrri árum.
glerflöskur og síðan papp-
aumbúðir, sem ollu byltingu í af-
greiðslu mjólkurinnar.
Lög kváðu svo á, að Samsalan
skyldi jafnan hafa á boðstólum
nýmjólk, rjóma og skyr. Árið
1945 var brauðgerðin stofnuð og
Emmessísgerðin 1960. Bifreiða-
verkstæði kom fljótlega o.fl.
þjónustufyrirtæki. Rannsóknar-
stofa hefur verið rekin síðan
1950.
Mjólkursamsölunnar. Hermann
með forgöngu um setningu af-
urðasölulaganna, Vilhjálmur
með því að koma á lýðræðislegu
skipulagi Samsölunnar 1943, en
þá var hann landbúnaðarráð-
herra. Hann fól Ólafi Jóhannes-
syni að semja samþykktir fyrir
fyrirtækið, sem í meginatriðum
gilda enn.
Upp úr því var skipuð fyrsta
eiginlega stjórn Samsölunnar. í
Holti var formaður í 3 ár. Þá tók
Ágúst við formennskunni og
gegnir enn. Með honum skipa
stjórnina: GunnarGuðbjartsson,
Vífill Búason, Sigvaldi Guð-
mundsson og Snorri Þorvalds-
son.
Forstjórar Mjólkursamsölunn-
ar hafa verið 5. Fyrst Arnþór Þor-
steinsson í 6 mánuði, þá Halldór
Eiríksson í 10 ár, Ámi Benedikts-
son í 9 ár og Stefán Björnsson í 25
Úr vinnslusalnum nú.
Lengi rak Samsalan 70-80
mjólkurbúðir. Árið 1976 var
ákveðið að loka þeim en Samsal-
an gerð að heildsölu. Öllum
verslunum, sem uppfylltu skil-
yrði heilbrigðislaga, var heimilað
að selja mjólk og mjólkurvörur.
henni sátu sr. Sveinbjörn Högna-
son formaður, Egill Thoraren-
sen, Einar Ólafsson frá Lækjar-
hvammi, Jón Hannesson í
Deildartungu og Ólafur Bjarna-
son í Brautarholti. Af þeim er
Einar nú einn á lífi.
ár. Núverandi forstjóri, Guð-
laugur Björgvinsson, tók við
forstjórastarfinu 1. jan. 1979 en
hafði áður verið fulltrúi og síðan
framkvæmdastjóri.
Framhald á bls. 6
Miðvlkudagur 23. janúar 1985 ÞJÖÐVILJINN - SlÐA 5
UMSJÓN: MAGNÚS H. GÍSLASON