Þjóðviljinn - 23.01.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.01.1985, Blaðsíða 8
MENNING Anttl Tuuri Framhald af bls. 7 sem Antti Tuuri lýsir konunum sem því afli sem kemur í veg fyrir að menn missi fótanna, það eru konurnar sem tengja saman kyn- slóðirnar. Lögmál lífsins hafa sinn gang fyrir tilstilli kvenna. Karlarnir standa í andófi, festast svo í eigin neti eða missa örendið í miðju kafi - og eins víst að þeir snúi síðan heim til mömmu.... Antti Tuuri er hrósað fyrir frá- bæra athyglisgáfu og þann hæfi- leika að geta skapað furðulegar andstæður upp úr vel þekktum fyrirbærum. Hann forðast mjög athuganir frá eigin brjósti, og í þessari sögu lætur hann sögu- mann um að skrá það sem fram fer - einatt í velviljuðum skop- tóni. Stórar þjóðir og smóar Antti Tuuri var í hópi nor- rænna rithöfunda sem hingað komu í fyrravetur í tengslum við kynningu á bókmenntum Norð- urlanda. Þá var haldinn fundur í Norræna húsinu þar sem menn fjölluðu um stöðu bókmennta á Norðurlöndum, ástæður fyrir því, að Norðurlandamenn eru heldur tregir alla jafna á að lesa bækur hver annars, spurt var að því hver akkur mönnum væri í norrænu menningarstarfsemi. Á þeim fundi sagði Antti Tuuri eitthvað á þessa leið: Finnskum rithöfundum finnst oftast sem þeir séu lokaðir inni á litlu málsvæði, en samkoma sem þessi hér, þar sem íslendingar, Færeyingar, Samar og Grænlend- ingar eru með, minnir á það, að frá öðrum sjónarhóli, frá sjónar- hóli hinna smæstu, væru Finnar stjórþjóð. Antti Tuuri vék líka á þessum fundi á þeirri sérstöðu finnskra bókmehnta sem kemur fram í sérstöku sambandi þeirra við rússneskar bókmenntir, en þau tengsli hefðu orðið afdrifarík fyrir skáldsagnagerð þeirra. Sjálf saga Finnlands á þessari öld, þær þrjár styrjaldir sem yfir landið gengu, hefðu og orðið mjög til að ýta undir viðleitni til að skapa breiðar epískar sögur. Reyndar er það svo, að í verðlaunaskáld- sögunni sem fyrr var nefnd kem- ur Vetrarstríðið við Rússa mjög við sögu - framganga söguper- sóna í henni. Það var á sama fundi að sænsk- finnskt skáld, Bo Carpelan hefur einnig hlotið þau verðlaun sem Antti Tuuri er nú heiðraður með. -AB tók saman W erzy Popíeluszko eftir Oddberg Eiríksson Það féll í átökum manna tréð sem stóð við brekkufótinn hjá götunni sem liggur upp á hæðina. Nú var það orðið mjög gamalt það var á fyrsta ári þegar hann gekk þessa götu með byrði sína. Þá féllu blóðdropar á litla tréð af enni hans. Þegar tréð var fallið vildu þeir vita hvort þetta sæist í mergnum. Jú, það var þar en það blæddi úr öllum árhringunum. Metsölubœkur Samtalsbœkur, spennu- sögur og unglinga- skáldsögur seljast mest Á íslenskum bókamarkaði njóta samtalsbækur við fræga íslendinga, stöku erlendar af- þreyingarskáldsögurog frum- samdar skáldsögur ætlaðar unglingum mestrar út- breiðslu. Samkvæmt ýtarlegri könnun Kaupþings h.f. á bóksölu í des- ember, seldist bókin Á Gljúfra- steini, Edda Andrésdóttir talar við Auði Laxness mest allra þeirra sem út komu, því næst var skáldsaga eftir Alistair MacLean, þá unglingasagna eftir Eðvarð Ingólfsson, svo samtalsbók Sveins Sæmundssonar við Guð- mund Kjærnested og í fimmta sæti unglingasaga Andrésar Ind- riðasonar. Á lista yfir 20 mest seldu bæk- urnar voru sex íslenskar samtals- ~~ T-y- ?r Íf[|Fn STOKUR Ákveðið hefur verið að hleypa af stokkunum vísna- þætti í Þjóðviljanum, sem birt- ast mun einu sinní í viku. Fyrst í stað alla vega, verður þáttur- inn í miðvikudags-blaðinu. Ákveðið hefur verið að hafa það form á þættinum að taka fyrir hverju sinni einn hagyrð- ing, kynna hann lítillega og birta svona5til 10stökureftir viðkomandi hverju sinni. i Þura í Garði Það fer vel á því að fyrsti þátt- urinn verði helgaður þeim lista hagyrðingi, Þuru í Garði. Allir þeir sem unna vísum kannast við þetta nafn. Þura var Árnadóttir frá Garði í Mývatnssveit. Hún var fædd 26. janúar 1891 en lést 15. júní 1963. Þura í Garði giftist aldrei og átti ekki börn. Eftir að hún fluttist til Akureyrar starfaði hún í mörg ár við lystigarðinn þar sem umsjónarmaður. Þura í Garði var ekki við karlmann kennd svo vitað væri, samt orti hún mikið um ástina og einnig margar tvíræðar vísur en af þeirri snilld sem listamönnum einum er lagið. Það er því við hæfi að byrja á einni af hennar kunnustu vísum. Sagan segir að þegar hún vann í Iystigarðinum hafi hún einn morgun fundið bælt gras í runna og þar í tölu úr buxnaklauf á karl- mannsbuxum. Þá orti hún: Morgungolan svala svalar syndugum hugsunum. Sínu máli talan talar talan úr buxunum. Næsta vísa er án vafa ort til karlmanns, þótt ekki sé þess get- ið hver hann var: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON 't Varast skaltu vilja þinn veik eru manna hörtu. Guðaðu samt á gluggann minn en gerðu það ekki í björtu. Þura yrkir um hjónabandið á þann veg að ekki virðist henni lítast á hnapphelduna: Gaman er að gifta sig gefi saman prestur. Þó er fyrir fleiri en mig frestur á illu bestur. Þau Þura í Garði og séra Einar Friðgeirsson prestur á Borg á Mýrum skrifuðust á í lausu og bundnu máli í mörg herrans ár. Sagan segir að þau hafi orðið ást- fangin hvort af öðru í gegnum bréfaskriftir, alla vega fóru heitar ástarvísur þeirra á milli. Þau sá- ust aldrei. Einu sinni spurði séra Einar í bréfi til Þuru: Hvers ætl- arðu að verða víf, vina í eilífð- inni? Þessu svaraði Þura á þenn- an veg: Ef ég hefði sarna sinni sjálfsagt mundi ég kjósa þig. En menn segja í eilífðinni enginn megi gifta sig. Önnur vísa til Einars segir margt: Góði vinur gamli minn. Gleðilegan vetur. Klappa ég nú á kollinn þinn. Kysstu mig ef þú getur Hópur nemenda úr Iðnskóla Akureyrar staðnæmdist hjá Garði. Tveir menn gengu heim að bænum og annar færði Þuru vísu: Þura í Garði þraukar hér þögul á vatnsins bakka. Ef hún kynntist meira mér, myndi hún eignast krakka. Þura svaraði að bragði: Ekki þarftu að efa það, að ég þakki skeytið. Nefndu drengur stund og stað og stattu við fyrirheitið. Látum þetta duga af vísum Þuru í Garði, en ef menn hafa áhuga á að kynna sér yrkingar hennar, þá gaf hún út lítið kver sem ber nafnið „Vísur Þuru í Garði“. Sennilega þýðir ekki að leita þess utan fornbókaverslana. -S.dór bækur, fimm þýddar barnabæk- ur, þrír þýddir reyfarar, tvær ís- lenskar skáldsögur, tvær íslensk- ar unglingabækur, eitt íslenskt ritgerðasafn og eitt erlent skáld- verk. Þœr frumsömdu Tíu mest seldu frumsömdu bækurnar í desember voru þess- ar: 1. Á Gljúfrasteini, Edda Andrés- dóttir. 2. Guðmundur skipherra Kjærnested, Sveinn Sæmunds- son. 3. Jón G. Sólnes, Halldór Hall- dórsson. 4. Ekkert mál, Njörður P. Njarð- vík og Freyr Njarðarson. 5. Við Þorbergur, Gylfi Gröndal. 6. Alfreðs saga og Loftleiða, Jakob F. Ásgeirsson. 7. Og árin líða, Halldór Laxness. 8. Eysteinn - í baráttu og starfi, Vilhjálmur Hjálmarsson. 9. Með kveðju frá Dublin, Árni Bergmann. 10. Lífð er lotterí, Ásgeir Jakobs- son. Allar þessar bækur voru einnig á listanum yfir 20 helstu sölubæk- ur nema sú síðastnefnda. Lífið er lotterí. Heimildaskáldsagan Ekk- ert mál var þar í tíunda sæti en Með kveðju frá Dublin í því sautjánda. Jákvœð þróun Tíu mest seldu þýddu bækurn- ar voru þessar: 1. Dyr dauðans, Alistair Mac- Lean. 2. Átök í eyðimörk, Hammond Innes. 3. í næturvillu, Desmond Bagl- ey. 4. Nafn rósarinnar, Umberto Eco. 5. Jólaóratorían, Göran Turn- ström. 6. Treystu mér ástin mín, Ther- esa Charles. 7. Systurnar frá Greystone, Victoria Holt. 8. Pottréttir, Mira. 9. í gildru á Grænlandsjökli, Duncan Kyle. 10. Glæpur og refsing, Fjodor Dostojevski Það er ekki nýtt, að endur- minningar og samtalsbækur við frægt fólk seljist best íslenskra bóka og að í mesta lagi tvær eða þrjár skáldsögur smeygi sér inn á milli þeirra. En það er nýtt að erlendar skáldsögur, sem standa undir því að heita bókmenntir, komist jafn ofarlega á sölulista og f fyrra. Hér er átt við Nafn rósar- innar, Jólaoratoríuna og Glæp og refsingu. Að því er afþreyingars- ögurnar varðar, þá eru það spennuhöfundar sem halda for- ystunni en ástarsögurnar hökta á eftir í fylgd með eins og einni matreiðslubók. Börn og unglingar Tíu mest seldu barna- og ung- lingabækurnar voru þessar: 1. Fimmtán ára á föstu, Eðvarð Ingólfsson. 2. Töff týpa á föstu, Andrés Ind- riðason. 3. Sjáðu Madditt, það snjóar, Astrid Lindgren og llon Wikland. 4. Bróðir minn Ijónshjarta, Ast- rid Lindgren. 5. Tröllabókin, lan Lööf. 6. Júlíus, Klingsheim/Jakob- sen. 7. Með víkingum, Peyo 8. í ræningjahöndum, Ármann Kr. Einarsson. 9. Veiran, Tome og Janny. 10. Veistu svarið, Axel Ammend- rup. Við þennan lista er það eftir- tektarverðast, að eftirspurn er mjög mikil eftir skáldsögum sem stflaðar eru beinlínis á unglinga. í annan stað má nefna það, að þeir erlendu barnareyfarar í stórum syrpum, sem eitt sinn voru mest áberandi á þessum markaði, sýn- ast á undanhaldi. Vandaður er- lendur höfundur eins og Astrid Lindgren á sér trausta stöðu á bókamarkaði. Könnun þessi byggist á upplýs- ingum frá 26 bókaverslunum um land allt og var sú síðasta gerð skömmu eftir nýjár. Skiptingin í flokka er nokkuð sérstæð. Er- lendis eru metsölulistar birtir reglulega og þá með þeirri tví- skiptingu að annarsvegar fara skáldverk en hinsvegar bækur af öðru tagi - ævisögur, fræðirit, handbækur og þar fram eftir göt- um. -óg- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.