Þjóðviljinn - 23.01.1985, Page 9

Þjóðviljinn - 23.01.1985, Page 9
MENNING Njörður P. Njarðvík Norðurlandahatríð og bókmenntaumföllun Athugasemd við skrif Halldórs B. Runólfssonar að yfír því að þessir höfundar komi allir frá sama menningar- svæði, „því sem við þekkjum best og þar sem fólk líkist okkur einna mest“. Þessir bókaþættir mínir eru nú orðnir 10 talsins og samtals um 400 mínútur. Þar hef ég talað við þrjá norræna höfunda: í sex mín- útur við Göran Tunström, fimm mínútur við Clas Andersson og í fjóra og hálfa mínútu við Paal Brekke, en þeir voru hér allir á ferð í desember. Það eru alls fimmtán og hálf mínúta eða innan við fjögur prósent af efni þáttanna. A undan samtölunum sagði ég nokkur deili á höfundun- um og um hvað umræðuefnið snerist, hlustendum til skilnings- auka. Því fer fjarri að þessir þrír höf- undar séu „lítt þekktir“. Göran Tunström hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1984 og verðlaunabók hans Jólaóratórían kom hér út í haust. Af því tilefni var rætt við hann. Claes Anders- son er einn þeirra sem nú keppa um þessi sömu verðlaun, og hann er áður vel þekktur hér á landi, m.a. fyrir leikrit sín. Og Paal Brekke er einn af forvígis- mönnum módernismans í Noregi og hefur haft mótandi áhrif á nú- tímaljóðlist norðmanna. Ef Hall- dór B. Runólfsson hefur ekki heyrt þeirra getið, veitir það ein- ungis upplýsingar um fáfræði hans sjálfs á þessu sviði. Og kannski skilur hann að það er auðveldara að tala við þá höf- unda sem koma hingað en hina sem ekki láta sjá sig. Ég hef áður heyrt menn agnú- ast út í það þá sjaldan norræn mál heyrast í dagskrá Ríkisútvarps- ins. Aftur á móti heyrast ekki andmæli við enskri tungu, enda kannski ekki fjarri lagi að um helmingur dagskránna fari fram á þeirri tungu, ef allir söngtextar eru taldir. Sumir eru líka haldnir þeirri stórþjóðaglýju að þykja ailt ómerkilegt sem kemur frá Norðurlöndunum eða frá öðrum smáþjóðum. Slíkir menn geta væntanlega ekki gert ráð fyrir að nokkur í heiminum láti sér detta í hug að sýna íslenskum listum og menningu áhuga. Ég fæ ekki bet- ur séð en að hér örli á smitun frá því norðurlandahatri sem helst hefur stungið sér niður í hægri- pressunni af því að stöku maður þar virðist halda að allir norður- landabúar séu kommúnistar. Ég ætla ekki að gefa í skyn að Halldór B. Runólfsson fari með vísvitandi lygi í skrifum sínum. Öllu heldur þykja mér þau bera vott um áráttu sem er orðin helsti algeng hjá ýmsum íslenskum fjöl- miðlariddurum: að telja sig geta haft uppi hvers kyns fullyrðingar um menn og málefni án þess að skeyta hið minnsta um hvort nokkur fótur sé fyrir þeim. Hvað þá að reyna að hafa fyrir því að ganga raunverulega úr skugga um sannleiksgildi þeirra. Svona óvönduð skrif eru náttúrlega fyrst og fremst til skammar fyrir höfundinn og blaðið sem birtir þau. Sómatilfinning ætti að knýja blaðið til að biðja lesenaur af - sökunar á slíku fleipri. Vinnu- brögð af þessu tagi eru síst til þess fallin að auka traust manna á mál- flutnir.gi blaðsins. Ég vona að minnsta kosti Þjóðviljans vegna að önnur málsmeðferð blaðsins sé skárri en þetta dæmi sýnir. Ég get þó ekki sagt að það hafi kom- ið beinlínis á óvart, svo mjög sem Þjóðviljinn virðist farinn að taka sér slúðurblöðin til fyrirmyndar upp á síðkastið. Með þökk fyrir birtinguna. Njörður P. Njarðvík. (Ath.: fyrirsögn er Þjóðviljans). Leikhópurinn úr Hveragerði sem ætlaraðflytja bráðsmellinn poppleik í Félagsheimili Seltjarnarness í kvöld. Ljósm. RÁA. Leiklíst Poppleikur um óstir Nemendur Gagnfrœðaskólans í Hveragerði sýna söngleikíFélagsheimiliSeltjarnamessíkvöíd Nemendur Gagnfræðaskólans í Hveragerði hafa sýningar í Félagsheimili Seltjarnarness og hefst sýn- frá því í byrjun desember haft til sýninga poppleik ingin kl. 20.30. Þetta leikrit, sem samið er af þremur einn mikinn er þeir nefna: Eyjapeyjar, hverapíur, kennurum við skólann, var flutt fyrir skömmu í eldgos, ástir og allt hitt. Hafa verið haldnar 6 sýning- Mosfellssveit og á þá sýningu komu 250-300 manns ar, ávallt fyrir troðfullu húsi. í kvöld verður efnt til að sögn Valgarðs Runólfssonar í Hveragerði. _v Njörður P. Njarðvík. „Lítt þekktir höfundar frá vel þekktu menningarsvæði"? í laugardagsblaði Þjóðviljans víkur Halldór B. Runólfsson á heldur lítilsvirðandi hátt að út- varpsþætti um bókmenntir sem ég hef umsjón með, og telur að þar sé sá galli á gjöf Njarðar „að a.m.k. helmingur hvers þátta hans fer í rabb við lítt þekkta rit- höfunda sem tala framandi tung- ur“. Og síðar í greininni er kvart- Þegar Ingólfur Þorkelsson á stórafmæli er jafnan haldin stór veisla þar sem ræðu- og sönggleði ríkir. Kynni mín af þeirri afmælis- reisn eru eiginlega hvati þessara skrifa. Mér finnst þurfa a.m.k. eina afmæliskveðju í dagblaði daginn sem hátíðahöldin í tilefni sextugsafmælisins fara fram. Fyrir tæpum tólf árum fékk Ingólfur stöðu skólameistara ný- stofnaðs menntaskóla í Kópa- vogi. Við vorum á námskeiði norður í landi þegar honum bár- ust'tíðindin. Mér er enn minnis- stætt hve snögglega samband hans við námskeiðið rofnaði. Hugurinn hvarf þegar að hinu nýja verkefni: uppbyggingu skóla sem hafði hvorki starfslið né húsnæði. Daginn eftir var Ingólf- ur floginn suður til að takast á við verkefnið. Enginn, sem hefur kynnst glímu hans við það, efast um að það hefur átt hug hans all- an. Og árangurinn er eftir því. Þótt á ýmsu hafi gengið í húsnæð- ismálum skólans. Enda skiptir hinn ytri rammi skólastarfs AFM/ELI Sextugur í dag Ingólfur A. Þorkelsson skólameistari auðvitað minna máli en inntakið. Mér hefur alltaf þótt Ingólfur prýðilega til forystu fallinn. Og vel gæti ég trúað honum til að vera sama sinnis. Raunar hefur fjöldi manna verið okkur sam- mála um þetta á liðnum árum. Fáir verða hins vegar til að fylgja metnaðarlitlum foringjum. Ingólfur hefur setið í mörgum stjórnum og nefndum um ævina. Þau störf marka vítt svið, allt frá forystu í Sambandi bindindisfé- laga í skólum á námsárunum til formennsku í Félagi háskóla- menntaðra kennara á einhverj- um mestu umbrotatímunum í sögu þess. Þá reyndi sannarlega bæði á þrautseigju og lagni til að árangur næðist. Ríka eiginleika hjá formanninum. Þó býst ég við að Ingólfur sé hvað stoltastur af starfi sínu í nefndinni sem samdi frumvarp til laga um grunnskóla þegar hann lítur yfir fél- agsmálaferil sinn. Og ekki skal ég lá honum það. Ingólfur hefur alla tíð haft sér- stakar mætur á sögu og íslenskri tungu - einkum menningarsögu og glæsilegu tungutaki. Þess vegna reyni ég að vanda mig eftir bestu getu við þessi afmælisskrf. Þeir sem hafa gengið í skóla hjá Ingólfi A. Þorkelssyni, hafa starf- að með honum og hlýtt á skóla- slitaræður hans eða lesið þær, velkjast áreiðanlega ekki í vafa um að fullyrðingar mínar um þessi hugðarefni hans eru réttar. Ingólfur fæddist á Háreksstöð- urn í Jökuldalshreppi en ólst upp á Seyðisfirði kreppuáranna hjá foreldrum sínum, Þorkeli Björnssyni, verkamanni og Þóru Margréti Þórðardóttur konu hans. Mér hefur skilist að á upp- vaxtarárunum hafi oft verið þörf á að leggja hart að sér og óhjá- kvæmilegt að læra snemma að standa fast á sínu. Úr slíkum jarð- vegi spretta oft traustir meiðir. Og endast vel. Ingólfur er kvæntur Rannveigu Jónsdóttur, kennara við Ármúla- skóla. Ég sendi þeim og börnun- um þremur bestu hamingjuóskir í tilefni dagsins. Hörður Bergmann Miðvikudagur 23. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.