Þjóðviljinn - 23.01.1985, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 23.01.1985, Qupperneq 15
IÞRÓTTIR England Sjö mörk Arsenal! Arsenai skaut sér með látum uppí 4. umferð ensku bikar- keppninnar í knattspyrnu í gær- kvöldi - sigraði þá 4. deiidarlið Hereford 7:2 á Highbury í London. Staðan var 4:0 í hálfleik en eftir að Hereford komst á blað í upphafí seinni hálfleiks greip óskiljanleg panik um sig í liði Arsenal og þrír leikmenn voru bókaðir. Paul Mariner þótti besti maður Getrauna- galli! vallarins en hann gerði 2 marka Arsenal. Brian Talbot skoraði einnig 2 og þeir Tony Woodcock, Viv Anderson og Charlie Nicho- las eitt hver. Ollie Kearns og Mel Pejic skoruðu fyrir Hereford sem hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í 4. deildarkeppninni í vetur. Arsenal sækir 3. deildarlið York City heim í 4. umferðinni á laugardaginn, ef veður leyfir. Gillingham komst í 4. umferð- ina í fyrrakvöld með því að sigra Cardiff 2:1. Gillingham sækir Ipswich heim á laugardaginn. - ab/VS Watford-Grimsby er leikur númer 11 á íslenska getraunaseðl- inum í 22. leikviku, næsta laugar- dag. Þar er þó einn galli á gjöf Njarðar, hjá Getraunum hefur eitthvað skolast til því þessi leikur fer fram á heimavelli Grimsby. Ætlunin mun vera sú að láta leikinn standa óhreyfðan - ef Watford vinnur útisigur gildir 1 (einn) en ef Grimsby vinnur heimasigur gildir 2 (tveir) - rétt eins og leikurinn væri leikinn á heimavelli Watford. Þetta getur verið ruglandi fyrir „tippara“ og undirritaður hefur heyrt megnar óánægjuraddir úr röðum „stór- tippara" sem vilja láta strika leikinn út. -VS Skíði Finnskur sigur Finninn Harkonen sigraði í gær í 15 km göngu á heimsmeistara- mótinu í norrænum greinum skíðaíþrótta sem nú stendur yfír í Austurríki. Svíinn kunni Thomas Wassberg hafnaði í öðru sæti og ítali varð þriðji. Tveir íslendingar voru meðal keppenda og urðu aftarlega. Ein- ar Ólafsson hafnaði í 57. sæti og Gottlieb Konráðsson í 71. sæti. -VS V. Þýskaland Hilmar frábær með Siegen Ómar og Janus góðir í sama leik Hilmar Sighvatsson. Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Valsarinn Hilmar Sighvatsson átti skínandi leik með sínu nýja félagi, Siegen, er það lék æfínga- leik gegn Janusi Guðlaugssyni og félögum í Fortuna Köln nú um helgina. Hilmar lék stöðu vinstri út- herja og fékk mjög góða dóma í Kicker sem sagði heilmikið frá leiknum. „Hilmar verður greini- lega mikill styrkur fyrir lið Sieg- en,“ stóð þar. Ómar Jóhannsson lék einnig með Siegen og stóð sig ágætlega en hann lék aftarlega á vellinum, sem varnartengiliður. Janus lék vel með Fortuna, sem vann leikinn 2-1, en hann hefur verið besti maður liðsins í æfinga- leikjum undafarið og virðist vera búinn að hrista úr sér meiðslin. Körfubolti Þrettándi sigur Njarðvíkinga UMFN vann 84:78 eftir að Valur hafði leitt í hléi Pétur Sunderland neðarlega Pétur framarlega í fráköstum Sunderland Maestros, liði Pét- urs Guðmundssonar í 1. deildinni ensku í körfuknattleik, hefur gengið fremur illa það sem af er vetri. Um áramót var það í fjórða neðsta sæti deildarinnar með 6 stig úr 9 leikjum. Solent Stars var á toppnum með 18 stig úr 10 leikjum. Pétur Guðmundsson var um áramót ekki á lista yfir stigahæstu menn en var hins vegar númer 6-7 í hirðingu varnarfrákasta í 1. deildinni - með 7,6 fráköst að meðaltali í leik. -VS Njarðvíkingar unnu sinn þrett- ánda sigur í 14 leikjum í úrvals- deilinni þegar þeir fengu Vals- menn í heimsókn í gærkvöldi. Sex stig skildu liðin i lokin, UMFN sigraði 84-78, og nú er Ijóst að Valsmenn hafna í þriðja eða fjórða sæti deildarinnar. Öll spenna á enda, aðeins eftir að fá úr því skorið hvaða lið mætast í undanúrslitunum. Valsmenn höfðu undirtökin í fyrri hálfleik, og komust í 21-32. Leikurinn var hraður fyrst en datt síðan nokkuð niður. Njarðvík minnkaði muninn í 38-41 en í hléi stóð 40-45, Val í hag. Njarðvík jafnaði fljótlega og komst yfir, 53-49, og lét foryst- una ekki af hendi eftir það. Mest munaði 12 stigum, 73-61, og sigur heimamanna komst aldrei í hættu. Hreiðar Hreiðarsson var best- ur Njarðvíkinga og lék stórvel í seinni hálfleik. Valur Ingimund- arson tók sig á eftir hlé eftir hroðalegan fyrri hálfleik og skoraði drjúgt. Jón Steingríms- son og Torfi Magnússon voru bestir hjá Val ásamt Einari Ól- afssyni sem lék vel þegar hann fékk að fara inná. Stig UMFN: Valur 27, Hreiðar 24, Árni Lárusson 11, Ellert Magnússon 6, Isak Tómasson 4, Jónas Jóhannesson 4, Gunnar Þorvarðarson 4 og Teitur örlygs- son 4. Stlg Vals: Torfi 16, Tómas Holton 15, Kristján Ágústsson 12, Jón 10, Einar 9, Leifur Gústafsson 6, Jóhannes Magnús- son 4, Björn Zoega 4 og Sigurður Bjarna- son 2. Sigurður Valur og Jón Otti dæmdu leikinn vel. -SÓM/Suðurnesjum Crewenka „Ungt og óvanft áhorfendum" Leikum vel þegar mikið liggur við, segir Guðmundur fyrirliði „Lið Crewenka er ungt að árum, meðalaldurinn 22 ár, og það hefur ekki þá reynslu sem Víkingsliðið býr yfir. Crewenka kemur frá litlum kolabæ í Júgó- slavíu og fær mjög fáa áhorfendur á heimaleiki sína. Þetta er styrk- leiki fyrir okkur,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson fyrirliði bikarmesitara Víkings í hand- knattleik. Víkingar mæta Crewenka tví- vegis hér á landi um næstu helgi í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Fyrri leikurinn fer fram á föstudagskvöldið en sá síðari, sem telst heimaleikur Vík- inga, á sunnudagskvöldið. Báðir fara fram í Laugardalshöllinni og hefjast kl. 20. „Við höfum sýnt það að þegar mikið liggur við, þá leikum við vel. Við getum sigrað Crewenka, þetta er spurning um vilja og ég vona innilega að fólk muni styðja dyggilega við bakið á okkur,“ sagði Guðmundur. Víkingar fóru í gegnum tvær fyrstu umferðir keppninnar án þess að leika hér heima. Fyrst léku þeir tvívegis við Fjell- hammer í Noregi og komust ör- ugglega í gegn og í kjölfarið fylg- du tveir sjö marka sigrar á spæn- ska félaginu Koronas á Kanarí- eyjum í annarri umferðinni. Nú eru hins vegar báðir leikirnir hér heima og með dyggum stuðningi hinna víðfrægu íslensku áhor- fenda ættu Víkingar að eiga von um að komast í undanúrslitin. Það verður þó erfitt gegn bika- rmeisturum Júgóslava, Ólympí- umeistaranna í handknattleik. -•g/VS Sund Salnikov úr leik Sovétmaðurinn Wladimir Saln- ikov, sem á heimsmetin í 400, 800 og 1500 m skriðsundi, verður frá vegna meiðsla næstu mánuðina. Hann meiddist á öxl en ætti að verða orðinn góður áður en stærstu mótin hefjast síðar á ár- inu. -VS Stórleikur ValurB gegn ÍA! Níu landsliðsmenn í liði Vals Níu fyrrverandi landsliðsmenn leika með B-liði Valsara sem i kvöld mætir 3. deildarliði ÍA bikarkeppninni í handknattleik. Leikurinn fer fram í Seljaskóla og hefst kl. 20.15. Landsliðsmennirnir eru Ólafur H. Jónsson, Jón H. Karlsson, Hcrmann Gunnarsson, Stefán Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnsteinn Skúlason, Gísli Blöndal, Jón Breiðfjörð og Berg- ur Guðnason. Hinir þrír sem liðið skipa eru Hörður Hilmarsson, Guðni Bergsson og Þorsteinn Einarsson. Liðsstjóri er Pétur Guðmundsson. Feðgar leika með liðinu, Bergur og Guðni, og hlýtur það að vera einsdæmi. Annar bikarleikur fer fram í kvöld, hann í Hafnarfirði. Haukar fá 1. deildarliði Breiðab- liks í heimsókn og hefst leikurinn kl. 20. -VS Blak Víkingur vann HK! Víkingar komu mjög á óvart á sunnudagskvöldið með því að sigra HK 3-2 í 1. deild karla í blaki. Þessi úrslit styrkja mjög stöðu Þróttara á toppi deildarinnar. ÍS vann Fram 3-1. í 1. deild kvenna vann ÍS Þrótt 3-1. Staðan í 1. deild karla: Þróttur....... 8 7 1 23-10 14 HK............10 7 3 25-19 14 IS............ 9 6 3 22-13 12 Víkingur...... 9 2 7 13-24 4 Fram..........10 1 9 12-29 2 IS og Breiðablik eru langefst í 1. deild kvenna og heyja einvígi um fs- landsmeistarat itilinn. ■pw* janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.