Þjóðviljinn - 26.01.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Afhjúpun ber árangur
Finnbogi Jónsson, kjörinn fulltrúi Alþingis í
stjórn Landsvirkjunar, setti fyrst á þessu ári
fram mjög harða en vel rökstudda gagnrýni á
orkuframkvæmdir Landsvirkjunar. Kjarninn í
gagnrýni Finnboga var sá, að kolrangar ákvarð-
anir yfirmanna Landsvirkjunar hafi leitt til gífur-
legrar offjárfestingar, sem nemi samtals 4 til 4,5
miljörðum króna. Einungis árlegur vaxtak-
ostnaður af þessari röngu fjárfestingu eru 500
miljónir króna. Vegna þessara mistaka yfir-
manna Landsvirkjunar hefur orkuverð til lands-
manna hækkað um næstum því helming.
Þetta er auðvitað ekkert annað en feikileg
sóun á almannafé og fátt hefur vakið meiri at-
hygli og umræður í þjóðfélaginu það sem af er
ári. Landsvirkjun hefur hins vegar lítið látið á
svörum sínum kræla og menn beðið þeirra í
ofvæni. Vaninn er auðvitað sá, að þegar uppvíst
verður um sóun á borð við þessa er reynt að
þagga málið niður og láta það deyja hljóðlega.
Þetta á ekki síst við þegar í hlut eiga valdamiklir
aðilar einsog Jóhannes Nordal, yfirmaður
Landsvirkjunar og því sá sem ber hina formlegu
ábyrgð á mistökunum.
Þannig hefur Morgunblaðið reynt að gera
sem minnst úr málinu. Það verður líka að segj-
ast einsog er, að margir hafa furðað sig á því að
sjónvarpið, fjölmiðill allra landsmanna, skuli
ekki hafa séð sér fært að gera málið að umfjöll-
unarefni í umræðuþætti.
Aðrir fjölmiðlar hafa hins vegar ekki þagað,
enda mikið í húfi. Að líkindum er það ekki síst
gagnrýni þeirra sem veldur því að nú eru svör
Landsvirkjunar loksins komin fram í dagsljósið.
Og það verður að segjast, að í þeim tekst stjórn
Landsvirkjunar að fara kostulegan hring í kring-
um sjálfa sig. Hún sendir nefnilega frá sér álykt-
un, þar sem fullyrðingum Finnboga er vísað á
bug í einu orðinu, en í hinu er því lýst yfir að
Landsvirkjun hyggist draga úr framkvæmda-
hraða á næsta ári, einmitt í stíl við það sem
Finnbogi Jónsson hefur talið ráðlegast.
Sú lækkun sem forstjórar Landsvirkjunar
hafa fallist á í framhaldi af gagnrýni Finnboga
mun leiða til þess að dregið verður úr fram-
kvæmdum og rannsóknum vegna nýrra orku-
vera sem svarar til 450 miljóna miðað við hina
upphaflegu áætlun. í viðtali við Þjóðviljann í gær
fagnaði Finnbogi þessari ákvörðun Landsvirkj-
unar.
Þrátt fyrir aumlegt yfirklór forstjóra Lands-
virkjunar er Ijóst að úrslitin eru sigur fyrir þá sem
hafa gagnrýnt hófleysi fyrirtækisins og þann
skukfabagga sem offerð þess hefur hnýtt þjóð-
inni.
Eftir stendur samt sem áður, að offjárfestina-
in er enn til staðar. Við þurfum ennþá að borga
um 40 prósent hærra verð fyrir raforkuna sem
við kaupum. Þessi mistök hljóta að sýna að
yfirstjórn Landsvirkjunar er ekki hæf til að
stjórna þessu mikilvæga fyrirtæki landsmanna.
Hin rökrétta niðurstaða málsins er m.a. sú að
skipt verði um menn við stjórnvöl Landsvirkjun-
ar.
Hinn tafarlausi dauði
Ratsjárstöðvar hafa verið mjög í brennidepli
að undanförnu og víða á landinu hefur magnast
mikil andstaða gegn þeim, svo sem á Vestfjörð-
um og á norðausturhorninu. Fyrir þá, sem eigi
að síður styðja byggingu ratsjárstöðva skal á
það bent, að ratsjárstöðvar myndu verða skot-
mark í stríði. Þetta vita allir sem eitthvað þekkja
til málanna.
Þannig héldu Almannavarnir ríkisins æfingu í
A-Skaftafellssýslu fyrir skömmu, þar sem æfð
var yfirvofandi kjarnorkuárás á ratsjárstöðina á
Stokksnesi. Ibúarnir nálægt voru allir fluttir
burtu með 3 klst. fyrirvara. Þetta auðvitað sýnir
það eitt, að Almannavarnir ríkisins gera sér
grein fyrir að ratsjárstöð er skotmark.
Þeir sem vilja leyfa byggingu ratsjárstöðvar í
byggðarlaginu sínu eru því að stuðla að því að
gera heimabyggðina að skotmarki í styrjöld.
Þessvegna ber öllum þeim sem taka lífið fram
yfir dauðann að andæfa ratsjárstöðvum á ís-
landi.
ÖS
Ó-ÁLIT
DJðÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útg«fandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rftstfórar: Ámi Bergmann, össyr Skarphéðinsson.
Rftatjómarfulftrúl: Oskar Guðmundsson.
Fréttástfórl: Valþór Hlöðversson.
Blaóamann: Áffheiður Ingacfóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson,
Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason,
ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir).
yóamyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Utllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrfta- og prófarlcalastur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
FramkvœmdastjórI: Guðrún Guömundsdóttir.
Skrffatofuatjórl: Jóhannes Harðarson.
Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Afgraiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgrslðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmœður: Ðergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð.
Innhaimtumann: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 61333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
‘ Verö (lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskrlftarverð á mánuði: 300 kr.
4 SÍÐA - ÞJÖÐVIUINN Laugardagur 26. janúar 1985