Þjóðviljinn - 26.01.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.01.1985, Blaðsíða 6
Hilmar Sigurgíslason tekinn föstum tökum af vörn Crvenka - dæmigert fyrir leikinn í gærkvöldi. Víkingar höfðu betur í slagnum þegar upp var staðið. Það voru þeir júgóslavnesku ekki sáttir við - eins og sjá má á hin- um skapmikla þjálfara Slobodan Miskovic á litlu myndinni. (Myndir: E.ÓI.) Stórkostleg markvarsla, stór- kostlegur varnarleikur - hraður, harður og stórskemmtilegur handknattleikur - og, umfram allt, frábær sigur Víkinga á bik- armeisturum Júgóslavíu, 20:15, í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. En - þetta er bara fyrri hálfleikur, seinni leikurinn á sunnudags- kvöldið verður erfíður fyrir Vík- inga og eins og Þorbergur Aðal- steinsson og Guðmundur Guð- mundsson lögðu áherslu á eftir leikinn, þá var þetta aðeins fyrri hálfleikur. Stórkostlegur, eftir sem áður, og eitt það albesta sem sést hefur á fjölum Laugardals- hallarinnar í áraraðir. Þegar leikmönnum Crvenka tókst ekki að skora mark fyrstu mínúturnar gerðu áhorfendur sér ljóst að þeir yrðu vitni að sérstök- um leik. Kristján Sigmundsson sýndi undursamleg tilþrif á þess- um kafla og fyrstu fimmtán mín- útur leiksins varði hann átta skot. „Eftir 5 mínútur fundum við að Njarðvíkingar mörðu sigur á KR, 83:80, í hörkuspennandi leik í úrvals- deildinni í Njarðvík í gærkvöldi. Teitur Örlygsson innsiglaði sigur UMFN á síðustu sekúndunni eftir að KR hafði verið fjórum stigum yfír þegar skammt var til leiksloka. KR komst 12 stigum yfir í fyrri hálf- leik, 11:23, og staðan var 21:31, þegar skammt var til leikhlés. Heimamenn náðu þó að breyta stöðunni í 41:39 sér í hag áður en flautan gall. Njarðvík var yfir fyrri hluta seinni hálfleiks en KR náði síðan forystu - UMFN náði að jafna, 78:78, þremur mínútum það var raunhæft að ætla sér sigur í leiknum," sagði Þorbergur. Guðmundur og Þorbergur komu Víkingi í 2:0 og síðan Karl í 3:1 en þá tóku Júgóslavar við sér og eftir það skiptust liðin á um forystuna. Víkingar náðu henni á síðustu mínútu hálfleiksins og leiddu í hleé, 9:8. Sama martröðin upphófst hjá Crvenka í byrjun seinni hálfleiks. Liðið komst ekki á blað fyrr en á 11. mínútu en þá höfðu Víkingar gert fjögur og staðan 13:9. Þá misstu Víkingar mann útaf og á svipstundu breyttist staðan 13:12. Allt að hrynja óttuðust margir, ekki síst eftir að Þorberg- ur skaut framhjá út vítakasti. En Kristján og Víkingsvörnin stóðu fyrir sínu, og síðustu sex mínút- urnar voru frábærar. Þá komst Víkingur í 17:14, svarað úr víta- kasti, 17:15, en þá varröðinkom- in að Viggó Sigurðssyni. Tvö glæsileg mörk þar sem hann sneri illilega á hina harðskeyttu vörn Crvenka komu Víkingi í 19:15. fyrir leikslok og náði síðan að knýja fram sigur á æsispennandi lokamínút- um. Stig UMFN: Hreiðar 20, Gunnar 16, Teitur 16, (sak Tómasson 10, Jónas Jó- hannesson 9, Valur Ingimundarson 6 (! — fékk snemma 4 villur), Helgi Rafnsson 4 og Hafþór Óskarsson 2. Stig KR: Guðni 19, Birgir M. 17, Olafur 14, Jón Sigurðsson 8, Ástþór Ingason 8, Þorsteinn Gunnarsson 7, Birgir Jóhanns- son 4 og Matthías Einarsson 3. Kristinn Albertsson og Rob Iliffe dæmdu ágætlega. _ - SOM/Suðurnesjum Crvenka fékk víti - Víkingar skiptu í fyrsta skipti níunda manni inná og Ellert Vigfússon fór í markið. Hann varði, og lok- amínútuna léku Víkingar af mikilli skynsemi. Héldu boltan- um og freistuðu þess að skora á lokasekúndunni. Það virtist ætla að mistakast, Pusnik markvörður varði örvæntingarfullt langskot, en Guðmundur sveif eins og orr- ustuþota inní vítateiginn, greip boltann á lofti og skoraði 20. markið af gífurlegum krafti. Leikurinn úti - og leikmenn og aðstandendur Crvenka áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum. Trylltust gersamlega sumir hverj- ir. En Víkingar fögnuðu og áhorfendur með þeim. Stórkost- legt. Víkingsliðið sýndi heilsteyptan og góðan leik með markvörslu Kristjáns og varnarleikinn sem hornsteina. Steinar Birgisson á sérstaklega skilið hrós fyrir frammistöðu sína í vörninni. Þor- bergur og Viggó léku vel en voru helst til lengi að átta sig á hve lítið þýddi að lyfta sér upp fyrir fram- an hina öflugu vörn Crvenka. Aldrei feimnir við að reyna þrátt fyrir mótlæti og mörk Viggós í lokin voru frábær og gætu reynst dýrmæt. Hilmar Sigurgíslason var virkur á línunni, og þeir Guð- mundur og Karl Þráinsson ógn- andi í hornunum. í heild vel út- færður og agaður sóknarleikur Víkinga. Ekki má gleyma Einari Jóhannessyni, hann var mikil- vægur hlekkur í vörninni. Lið Crvenka leikur svipað og önnur júgóslavnesk lið sem hing- að hafa komið, leikur frjálslegan sóknarleik sem gekk illa upp í þetta skiptið, beitti skæðum hraðaupphlaupum og sýndi mjög góðan varnarleik. Markvarslan hjá Pusnik varfrábær, hann varði á þriðja tug skota. Það býr vafa- lítið meira í liðinu en það náði að sýna, baráttugleði Víkinga og hvatning áhorfenda komu Júg- óslövunum hvað eftir annað úr jafnvægi. „Lélegri en ég bjóst við“ „Mér fannst lið þeirra lélegra en ég bjóst við, maður var búinn að vera með hjartað í brókunum alla vikuna, við vissum ekkert um þeirra styrkleika. Ég tel að inn- stillingin og það að við ætluðum okkur ekkert annað en sigur hafi ráðið úrslitum. Við erum með reynslumesta liðið hér á landi og í svona leik náum við að sýna okk- ar besta. En, þetta er bara fyrri hálfleikurinn, en sá seinni á sunnudagskvöldið leggst mjög vel í mig. Það er að duga eða drepast,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson í samtali við Þjóðvilj- ann eftir leikinn. „Markvarsla í heimsklassa“ „Kristján lokaði markinu og sýndi markvörslu í heimsklassa, alveg einstaka, og vörnin hjá okkur var mjög góð. Áhorfendur voru vel með á nótunum og hjálp- uðu okkur yfir erfiða kafla. Það hefur verið góð stígandi í leikjum okkar undanfarið og nú fórum við vel í gang. En við verðum að koma okkur niður á jörðina strax í kvöld. Við höfum ekkert unnið enn“, sagði Guðmundur Guð- mundsson fyrirliði. Mörk Víkings: Viggó 6, Þor- bergur 6 (3v), Guðmundur 5 og Karl 3. Mörk Crvenka: Holpert 5 (2v), Beker3, Calic3, Vasic2, Trboje- vic 1 og Grahovec 1. Sænsku dómararnir Broman og Baldemo höfðu góð tök á erf- iðum leik. Víkingar - þá er að klára dæm- ið á sunnudagskvöldið. Vonandi fá þeir góðan stuðning fleiri á- horfenda en mættu í gærkvöldi. Þeir eiga það skilið. Handbolti Þróttur áfram Þróttur vann nauman sigur á KA, 21-20, í bikarkeppninni í handknatt- leik á Akureyri í gærkvöldi. KA var yfir, 19-17, skömmu fyrir leikslok en Þróttarar voru sterkari í lokin og Sverrir Sverrisson skoraði sigurmark þeirra þegar 20 sekúndur voru til leiksloka. Mikil spenna ríkti í lokin og á síðustu sekúndunum skaut Er- lendur Hermannsson í stöng Þrótt- armarksins. Sverrir skoraði 9 mörk fyrir Þrótt, Páll Ólafsson, Birgir Sigurðsson og Bergur Bergsson 3 hver. Jón Krist- jánsson skoraði 5 mörk fyrir KA, Pét- ur Bjarnason 4 og Friðjón Jónsson 3. -KH/Akureyri Haukasigur á Nesinu HK burstaði Pór Haukar tóku bæði stigin með sér heim eftir mikinn baráttuleik við Gróttu í fþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi í gærkvöld. Lokatölur urðu 23-21 fyrir Hauka en í hálfleik höfðu þeir þrjú mörk yfir 12-9. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur á að horfa. Liðin skipt- ust á um forystuna framan af leiknum en Haukamenn náðu að tryggja sér sanngjarnan sigur í síðari hálfleik. í Kópavogi unnu heimamenn HK stórsigur á Þór frá Akureyri 20-11. í hálfleik var staðan 8-6 fyrir HK en í síðari hálfleik hreinlega stungu þeir Norðanmenn af. Magnús stóð sig mjög vel í marki HK og þeir Ársæll og Pétur voru drjúgir við markaskorun- ina. Hjá Þór stóð Nói Björnsson einn uppúr fremur slöku liði. -VS 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. janúar 1985 Körfubolti Naumt hjá Njarðvík!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.