Þjóðviljinn - 26.01.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.01.1985, Blaðsíða 1
26? DJÖÐVIUII I SUNNUDAGS- BLAÐIÐ MENNING Olíuverðsstríðið Nýtt olíufélag? Sjómannasambandið og FFSÍ œtla að leita samvinnu við LIU og fiskvinnslustöðvarnar um að fá olíuinnflutningslögunum breytt og að þessir aðilar stofni nýtt olíufélag Sjómannasamband Islands og Farmanna- og fiskimanna- sambandið eru að vinna að því að fá Landssamband ísl. útvegs- manna og fiskvinnslustöðvarnar í landinu til að taka höndum sam- an um að fá lögum um olíuinn- flutning breytt, með það í huga að þessir fjórir aðilar stofni nýtt olíufélag. Fyrir þessu hefur^Þjóðviljinn öruggar heimildir. Þótt þeir aðil- ar sem blaðið ræddi við hjá SSÍ og FFSÍ hafi ekki viljað neitt um málið segj a var þessu ekki neitað. Þessi hugmynd er tilkomin vegna þess hve útgerð og þar af leiðandi sjómenn, svo og fisk- vinnslustöðvar telja sig vera mergsogin af olíufélögunum. Uppúr sauð nú við síðustu hækk- unarbeiðni olíufélaganna, þar sem um er að ræða beiðni um hækkun á álagningu. Veruleg olí- uverðslækkun hefur átt sér stað undanfarin misseri á heimsmark- aði, en á sama tíma hækkar verð á olíu og bensíni stöðugt hér á landi. Ef af þessu verður, að stofnað verði nýtt olíufélag sem útgerð og fiskvinnsla snéri viðskiptum sín- um til, myndi það koma meira en lítið við olíufélögin þrjú sem í landinu eru, enda eru þessir aðil- ar lang stærstu viðskiptavinir fé- laganna hvað olíukaup varðar. -S.dór Verslun 516 króna blóm- kálshaus „Þetta kostar sama og lamba- læri“, sagði húsmóðir í Laugar- nesinu þegar hún sá blómkáls- hausinn, - „eða brennivíns- flaska“ bætti við ung karlkynsvera. 515 krónur þóttu báðum óheyrilegt verð á einum blómkálshaus. Þessi sending af blómkáli kom með flugi frá Kaliforníu fyrir skömmu, og útsöluverðið hjá Kjötmiðstöðinni þarsem Þjóð- viíjamenn bar niður í gær er 314 krónur kílóið. Nýkomnir eru hausar frá Evrópu og kosta þeir ekki nema um 95 krónur kílóið. Verslunarstjórinn sagði að þeir hefðu pantað nokkra hausa frá innflytjandanum til að eiga blóm- kál ef einhver vildi, - en verslunin hefði tapað á viðskiptunum, þetta keypti enginn og yrði að fleygja því. Á þessum tíma árs er græn- metið dýrast, og allra dýrast frá Kaliforníu. Við bendum neytendum þó á að 500-krónu- hausarnir eru ekki einir um hit- una. *-m Guðmundur Guðmundsson fremstur í flokki Víkinga fagnar fræknum sigri islensku bikarmeistaranna á júgóslavnesku bikarmeisturunum í Laugardals höllinni í gærkvöldi. (E.ÓI). Sjá bls. 6. Reykjavíkurborg Krafla í uppsiglingu Á annað hundrað miljónir króna í rannsóknir fyrir orkuver á Nesjavöllum í ár. Hitaveita Reykjavíkur hugar að orkuframleiðslu á markað offramboðsins N ýti Hitaveita Reykjavíkur jarðvarmann á Nesjavöllum í Grafningi yrði sú virkjun að stærð til á borð við Kröflu og að afli tíu sinnum háhitaveita Suður- nesja í Svartsengi. Þetta kemur fram í samtali Þjóðviljans við Sig- urð G. Tómasson sem situr í stjórn veitustofnana Reykjavík- urborgar. Á annað hundrað milljónum króna verður á þessu ári varið til rannsókna á hitasvæðinu við Nesjavelli. Sigurður segir að sumra álit sé að ekki sé þörf á nýrri virkjun strax, - nýta megi gömlu svæðin miklu betur, og hefur hann flutt tillögu um að kanna hvort lengja megi lífdaga núverandi orkusvæða með því að nota varmadælur við frárennslis- vatn einsog gert er á Akureyri. Enn hefur ekki verið samþykkt að virkja á Nesjavöllum, en svo miklu fjármagni hefur verið veitt til undirbúnings að ýmsir telja erfitt að ákveða að ráðast ekki í framkvæmdir. „Ég vil ekki að við flýtum okkur svo mikið að ekki verði snúið við“, segir Sigurður. -m Sjá síðu 3. Tímaritaupplag Frjálst framtak kært Sjómannablaðið Víkingur hef- ur kært fyrirtækið Frjálst framtak fyrir að segja í auglýs- ingu að blað þess Sjávarfréttir sé fjórum sinnum útbreiddara en önnur sambærileg tímarit. Þetta telja forráðamenn Vík- ingsins alrangt og vitna í upplags- könnun sem gerð var 1982. Telja forráðamenn Víkingsins að sú upplagstala sem Frjálst framtak gefur upp sé fjórum sinnum of há. Ástæðan fyrir kærunni er fyrst og fremst barátta þessara tíma- rita um auglýsingar en með því að segja upplag margfalt hærra en það í raun eru, aukast mögu- leikar á að fá auglýsingar. S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.