Þjóðviljinn - 26.01.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.01.1985, Blaðsíða 11
Stranglers Rokkarar á aömlum mergl'. Breska hljómsveitin The Stranglers var stofnuð árið 1975 ogsleit barns- skónum sem barrokkband (pöbbahljómsveit ...he he he) í Lundúnum. Þegar þeir gáfu út sína fyrstu litlu plötu þann 29. janúar 1977 voru þeir umsvifalaust teknirsem pönkhljómsveit, endapönkiðþáíal- gleymingi og þettafyrsta lag Stranglers á hljómplötu þræl töff, (Get a) Grip (on Yourself)-varðm.a. nokk- uð vinsælt hér á Fróni eftir að þeir ágætu menn heiðruðu okkur með hljóm- leikum á listahátíð 1978 (... eðavar það’79?). En þótt þeir væru kenndir við pönkið skáru þeirsig mjög úr hópi annarra pönk- hljómsveita, bæði sem ein- staklingarog músikantar. Kannskigræddu þeirat- hygli á því að þegja sem fastast um forsögu sína og aldur. Næstum ekkert var vitað um þá nema að þeir spiluðu með Patti Smith á hljómleikaferðalagi hennar um Bretland árið 1975, þá nýbyrjaðir, og svo var á kreiki orðrómur um að tveir þeirra hefðu verið kennar- Julian Johns-sonur Lennon Julian Lennon vinsœll Julian Lennon var fyrir skömmu í mánaðarkynningar- ferð í Bandaríkjunum með sína fyrstu breiðskífu, Valotte. Þótti piltur koma einkar vel fyrir og var vel tekið í hinum ýmsu viðtölum í þarlendum fjölmiðlum. Á heimaslóðum í Bretlandi var hann svo nýlega kjörinn efnileg- asti dægurtónlistarmaðurinn fyrir árið 1985 í unglingblaðinu Smash Hits. - A ar og annar þeirra væri nærfertugsaldrinum en þrítugs-. Og það verður að játast að undirrituð er litlu nær um lífsferil Kyrkjaranna að tæplega 8 árum liðnum frá útkomu fyrstu breið- skífu þeirra. Rattus Norvegicus heitir sú og skaust öllum að óvörum inn á meðal 5 toppskífn- anna í Bretlandi í maí 1977. Á eftir henni kom breiðskífan No more heroes og af henni sam- nefndur smellur. 1978 héldu þeir enn sigurfána hátt á lofti með 4 smellum, Five mintues, Nice'n’s- leazy, Walk on by (gamli Bachar- ach slagarann í ógnvekjandi út- gáfu) og Dutchess. Sama ár kom út breiðskífan Black and White. Síðan er eins og Stranglers dofni smám saman á sjónarsvið- inu þegar nýjabrumið fer að fara af nýbylgjunni svokölluðu, sem tók við af pönkinu. Annars má segja hvað hljómlist Stranglers varðar, að þeir hafi svo sem aldrei verið þannig nýbylgju- hljómsveit. Hetjur frá sjöunda áratugnum virðast miklu frekar eiga sín spor, eða a.m.k. áhrif í hljómlist þeirra heldur en pönk- eða nýbylgjuhljómsveitir áttunda áratugarins; gamlir garpar svo sem Lou Reed, Doors og Velvet Underground. Svo er að vísu um margar hljómsveitir nú til dags, en það sem enn frekar greindi Stranglers frá pönk- og nýbylgju- hljómsveitunum var fagmann- legur og í alla staði góður hljóð- færaleikur þeirra. Þá eru þeir í textasmíð líkir sjöunda áratugs mönnum hvað varðar pólitíska og fílósófíska afstöðu, en voru að vísu öllu grimmdarlegri í umfjöll- un sinni, og segir þar tíðarandinn til sín, en anarkistar að því leyti að boða niðurrif alls, því að öðru- vísi yrði þjóðfélagið ekki bætt. Þar hafa þeir þó dregið í land eins og sést á nýjustu breiðskífu þeirra ljómandi góðri, Aural Sculpture. I einu laganna á henni, North Winds Blowing, segist textahöf- undur nú óttast þá eyðileggingu sem hann áður boðaði, og því meir sem nær henni dragi. Þótt andblær Aural Sculpture sé fremur drungalegur er síður en svo að þar sé um tómt svartagalls- raus að ræða. í laginu Spain (Spánn) samgleðjast Stranglers íþúum þess fagra lands yfir að vera lausir við einræðið, en samt er, eins og til viðvörunar, klippt inn í lagið gömul upptaka á ræðu Carmenar Franco, en hún er ekkja Francos, fyrrum einræðis- herra Spánar, og var víst ekkert The Stranglers: Jean Jaques Burnel, Hugh Cornwell, Jet Black og Dave Greenfield. Myndin er u.þ.b. 5 ára gömul. vinsælli en eiginmaðurinn. Á meðan þau hjón voru og hétu sölsaði hún undir sig allskonar ríkidæmi og á nú orðið fyrirtæki í massavís á Spáni, svo sem eins og ferðaskrifstofur og hótel. Mun hún vera einn mesti fjármála- glæpon Spánar, en það er nú önnur saga. Hér eru það menn- irnir með hið ógnvekjandi nafn The Stranglers sem eru til um- fjöllunar. Áðurnefnd skífa þeirra, Aural Sculpture, verður að teljast til merkari dægurplatna. Músikin er kraftmikil, dálítið drungaleg á köflum en hlý, og það sem meira er, manni finnt sem mannbæt- andi hugsjón sé að baki fyrirtæk- inu. Og hún leynir mjög á sér og vinnur stöðugt á því oftar sem hljóðbylgjurnar frá henni leika um eyrnaskúlptúrinn. Hvað vilj- ið þið hafa það betra? Hvað varðar plötuútgáfu Stranglers, þá hafa þeir gefið út 9 breiðskífur alls. Sú 8. í röðinni, La Follie, sem út kom 1982, kom mjög á óvart, en þar slógu Stranglers á mýkri strengi en áður höfðu heyrst frá þeim og eignuðust marga nýja aðdáend- ur. Með Aural Sculpture hafa þeir enn staðfest að þeir eru ekki dauðir úr neinum æðum og munu að öllum líkindum verða skýrir á sjónarsviðinu um óráðinn tíma. A Bronski Beat Bleiki þríhyrningurinn Hin stórgóöa breska hljóm- sveit Bronski Beat, sem vakti mikla athygli á heimaslóöum sínum á síöasta ári, hefur þaö sérkenni meö sér að allir meðlimir hennar þrír eru hóm- ar og vilja meö nýjustu hljóm- plötu sinni einmitt vekja at- hygli fólks á baráttu sinni fyrir málstaði hómósexúal manna. Ekki svo aö skilja að um eins- dæmi þeirra í Bronski Beat sé aö ræða, margar „hóma- hljómsveitir" hafa skotiö upp kollinum undanfarin ár, s.s. Frankie goes to Hollywood, Smithsog Depeche Mode, en hugmyndir þeirra í Bronski um að styrkja málstaðinn eru kannski ívið einlægari eða auðsærri heldur en ofan- nefndu hljómsveitanna. í stuttu viðtali, sem blaðakona á popplaðinu Sounds átti við ■ Bronski Beat, kemur glöggt í Ijós hvað það er sem að mestu stend- ur að baki velgengni hljóm- sveitarinnar; nefnilega einstak- lega jákvæður og heilbrigður þankagangur meðlima hennar, þeirra Jimmys, Steves og Larrys. Það skiptir ekki svo litlu máli fyrir unga hóma, sem aldir eru upp í sjálfsfyrirlitningu og for- dómum, að jákvætt og innilega sé fjallað um viðkvæmar ástir þeirra. Hafa þeir í Bronski Beat eflaust hvetjandi áhrif á unga hóma, sem misst hafa allt sjálfs- traust, til að horfast í augu við sjálfa sig og til að neita að láta leiða sig útí feluleikjamakk og lygavefjaleiki hverslags. Hljómplata þeirra Age of con- Á innra umslaginu má sjá hver lögaldur fyrir samlífi hóma er misjafn í hinum ýmsu löndum Evrópu. Til fróðleiks má nefna að á Kýpur er hómó- sexúalismi algerlega ólöglegur fyrir karlmenn, á Englandi, Wales og Norður-frlandi er lögaidurinn 21 árs (líklega 16 ára fyrir heterósexúal), á íslandi 18 ára (15 eða 16 fyrir heteró), 16 ára i Hollandi og Sviss og aðeins 10 ára lögaldur ríkir í Ungverjalandi, (hvað er hann þá fyrir fólk af gagn- stæðu kyni....?!) sent, sem þýða mætti lauslega á íslensku Óld samþykkisins, ein- kennist fyrst og fremst af sérstök- um falsettusöng Jimmys. Sjaldan hefur slíkur söngur fallið í góðan jarðveg, hvorki hjá lærðum né leikum, en söngurinn er til frek- ari áherslu á málstaðnum og vek- ur upp skemmtilega tvíræðni. Glöggir menn, sem hlýtt hafa á plötuna, hafa væntanlega tekið eftir þeirri hispurslausu einfeldni sem einkennir texta þeirra í Bronski. Sjálfur segir söngvarinn í viðtalinu að það sé mjög svo vísvitandi gert: Við viljum ekki útiloka neinn frá textunum, og vegna einfeldi þeirra hefur okkur tekist það. Söngvar okkar eru í raun ekki um neitt annað en hversdagslega hluti, sem angra mann, t.d. í laginu Why? sem var skrifað á meðan ég var atvinnu- laus. Um hluti sem hljóta að hafa áhrif á alla menn af því að heimurinn er orðinn vitlaus! Dœmi um heilbrigðan hugsunarhátt Jimmy: - Rætur mínar eru mér mjög mikilsverðar (Hann kemur úr verkamannafjölskyldu, og þetta er svar hans við þeirri spurningu blaðakonunnar, hvort ekki sé erfitt að nálgast hvers- dagslega hluti með vaxandi vin- sældum hljómsveitarinnar - innsk. undirr.) vegna þess að ég lít á mig sem sósíalista og á síð- ustu mánuðum hef ég skynjað margt sem fyrir mig gæti komið. Ég á við t.d., að hugsunin um að verða miljónamæringur höfðar engan veginn til mín, mér finnst jafnvel að miljónamæringar ættu ekki að vera til. Maður þarf auðvitað aura til að komast af, en hví svo mikið? Sérstaklega þegar leiðirnar til ríkidæmis eru þannig, að maður gerir eitthvað marklítið eða hreint ekki neitt. Það er eitthvað bogið við þetta allt saman.- Hljómlist Bronski Beat má segja að sé blanda af dægurtónlist með djassyfirbragði, hljóðgerflar eru áberandi og sándið úr þeim er geysi melódískt og laðandi, þann- ig að um einstakan ljúfleik er að ræða. M.a. finnst á skífu þessari hinn klassíski söngur It ain’t ness- eserily so, eftir Gershwin, úr Porgy & Bess, í nokkuð heillandi útsetningu Bronski Beat, þó nokkuð rafurmagnaðri. I feel love er spilað á öllum „gay“- börum og búllum í Bretlandi þessa dagana, falsettu-rödd Jim- mys má hafa sig alla við á hæstu hæðum tónskalans hér og boð- skapur skýr og einfaldur: ástin blífur! Smalltown boy er eitt besta lag plötunnar og hefur hljómað hvað mest á öldum ljó- svakans undanfarið. f texta lags- ins Screaming er fjallað um þá kvöl og einmanaleik sem örugg- lega allir hommar hafa upplifað sjálfir, og er hvergi verið að skafa af hlutunum. Need a man blues, er örugglega lag sem á eftir að ylja mörgum hómum um hjarta- ræturnar.Um önnur lög á plötunni má það sama segja hvað varðar boðskapinn og jákvæðan kraft, það eru fáir hnökrar á spila- mennskunni og allt hjálpast hér að sem gerir Öld samþykkisins kröftuga og aðlaðandi skífu, ef ekki mjög merkilega. <j) Laugardagur 26. janúar 1985 pJÓÐVILJINN - SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.