Þjóðviljinn - 01.02.1985, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 01.02.1985, Qupperneq 3
Norðausturland Friðarfundur um ratsjárstöð Friðarhreyfíng Þingeyinga gengst um næstu helgi fyrir al- mennum héraðsfundum á Þórs- hðfn, Raufarhöfn og Kópaskeri um áhrif ratsjárstöðvar á Norð- austurlandi. Geir Hallgrímssyni utanríkis- ráðherra og Áma Hjartarsyni jarðfræðingi, formanni Samtaka herstöðvaandstæðinga, hefur verið boðið á Þórshafnarfundinn og hafa þar framsögu. Að loknum framsöguræðum verða fyrirspurnir og almennar umræður. Héraðsfundirnir verða á eftir- töldum stöðum: Þórshöfn: Fé- lagsheimilinu Þórsveri, laugard. 2. feb. kl. 14, Raufarhöfn: Fé- lagsheimilinu Hnitbjörgum, sunnud. 3. feb. kl. 15, Kópasker: í Barnaskólanum, sunnudags- kvöld 3. feb. kl. 20.30. Nauðungaruppboð Undir- skriftir á Húsavík Fjöldi húsvískra íbúðabyggj- enda stendur nú frammi fyrir gjaldþroti og uppboði húseigna sinna. Fyrstu uppboðin hafa þeg- ar verið auglýst. Mikil reiði er meðal margra bæjarbúa vegna þessara mála sem íbúðaeigendur segja alfarið á ábyrgð stjórnvalda og bankayfirvalda á staðnum sem ekki hafí staðið við áður gefín lof- orð um framlengingu lána og skuldbreytingar. í gær var hafin undirskriftaher- ferð í bænum þar sem segir m.a. að fjöldi húsbyggjenda eigi yfir höfði sér eignasviptingu. „Við undirritaðir Húsvíkingar lýsum yfir ábyrgð á hendur stjórnvöld- um fyrir sofandahátt í þessum mikilvæga málaflokki. Með undirskrift okkar hér á þennan lista viljum við hvetja stjórnmálamenn til þess að taka á þessum málum þannig að afstýra megi því óláni og ógæfu sem hús- byggjendur standa nú frammi fyrir. Krafa okkar er að nú strax verði skammtímalánum breytt í langtímalárí', segir í undirskrift- askjalinu sem hefur fengið góðar viðtökur bæjarbúa. _ |g FRÉTTIR Samvinnuferðir-Landsýn Agóðinn endurgreiddur Öllumfarþegum Samvinnuferða-Landsýnar í áhœttuhópferðum 1984 endurgreiddur 1000 kr. viðbótarafsláttur vegna góðrar nýtingar á gistingu Stjórn Samvinnuferða-Land- sýnar hefur ákveðið að endur- greiða öllum farþegum hinna svokölluðu „áhættuferða" ferð- askrifstofunnar á síðasta ári sér- stakan viðbótarafslátt vegna óvenju góðrar afkomu. Nemur afslátturinn 1000 krónum fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn fyrir alla farþega skrifstofunnar í hópferðum til Rimini, sumarhúsa í Danmörku, sæluhúsa í Hollandi, Grikklands og Dubrovnik í Júgó- slavíu. í fréttatilkynningu Samvinnu- ferða-Landsýnar segir að verð- lagning „áhættuferðanna“ sé miðuð við ákveðna nýtingu á ákveðnum fjölda leiguflugferða og gistiaðstöðu sem greidd er fyrirfram af ferðaskrifstofunni. Nýting á þessum ferðum síð- astliðið sumar fór svo langt fram yfir bjartsýnustu spár, að stjórn fyrirtækisins hefur nú ákveðið að leiðrétta verðlagningu þessara ferða með ofangreindum hætti. Farþegar í ofangreindum ferðum geta nýtt sér afsláttinn til frá- dráttar í hópferðum komandi sumars, en gefist ekki tækifæri til utanlandsferðar í ár mun afslátt- urinn verða endurgreiddur í reiðufé á tímabilinu 1. september til 31. desember í ár. Öllum farþ- egum ferðaskrifstofunnar í ofan- greindum ferðum á síðasta sumri hefur verið sent bréf þar að lút- andi. Stjórn Samvinnuferða-Land- sýnar er skipuð fulltrúum verka- lýðsfélaga og Landssambands samvinnustarfsmanna, sem eru eigendur ferðaskrifstofunnar.-ólg Umferðin Fylgst með Ijósabunaði Lögreglan og starfsmenn Bif- reiðaeftirlitsins hafa fylgst náið með Ijósabúnaði bifreiða í skanundegisumferðinni síðustu daga og stöðvað þær bifreiðar sem ekki hafa haft öll Ijós í lagi. „Ljósabúnaðinum virðist vera dálítið ábótavant núna og við höfum þurft að stöðva þó nokkuð af bifreiðum“, sagði Sigþór Steingrímsson hjá Bifreiðaeftir- litinu. Hann sagði að öku- mönnum væri gefinn viku til 10 daga frestur til að koma ljósunum í lag og mæta þá með bílinn í aukaskoðun. „Þetta er aðallega trassaskapur en aukið eftirlit ýtir við mönnum“, sagði Sigþór,- lg. Brunabót íslensk uppfinning heiðmð 4 hlutu heiðurslaun á sviði lista, vísinda, uppfinninga- og öryggismála r Arni M. Mathiesen, dýra- læknir, Birgir Dýrfjörð, raf- virki, Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri, og Kristinn Sig- mundsson, óperusöngvari, hlutu heiðurslaun Brunabótafélags Is- lands árið 1985 og fór afhending launanna fram við hátíðlega at- höfn á Hótel Loftleiðum í gær. Árni M. Mathiesen hlaut heiðurslaun í 5 mánuði í því skyni að afla sér sérþekkingar á sviði fiskisjúkdóma. Birgir Dýrfjörð hlaut heiðurslaun í 2 mánuði í því skyni að fullgera varnarbúnað gegn hélu- og móðumyndun á bfl- rúðum. Hannes Þ. Hafstein hlaut heiðurslaun í 2 mánuði í því skyni að afla sér þekkingar á skipulagn- ingu öryggismála sjómanna og leitar á sjó. Kristinn Sigmunds- son hlaut heiðurslaun í 3 mánuði í því skyni að halda áfram söng- námi erlendis. í stuttri ræðu sem Ingi R. Helgason forstjóri B.í. hélt við afhendingu heiðurslaunanna kom m.a. fram að þetta væri í fjórða sinn sem heiðurslaunum væri úthlutað en alls hefðu um 37 umsóknir borist. Megintilgangur heiðurslaunanna væri sá, að gefa einstaklingum kost á að sinna sér- og heilla horfðu fyrir ísienskt stökum verkefnum sem til hags samfélag. _ aró. Þorsti Meirihluti með bjór Mikill meirihluti íslendinga er fylgjandi því að leyfa sterkan bjór hér á landi. í skoðanakönnun HP, sem kom út í gær, kom í ljós að 71,5 prósent landsmanna vilja leyfa bjórinn. Þetta er töluverð aukning frá fyrri árum, þegar innan við 60 prósent sýndu vild sína í garð bjórsins í skoðanakönnunum dagblaðanna. Þess má geta að á þingi virðist sem meirihluti sé að myndast um hinn görótta mjöð. _ ÖS Skák Sterkt lið á NM í skólaskák Norðurlandamótið í skólaskák, einstaklingskeppni, verður haldið í Danmörku dagana 15. til 18. febrúar nk. í bænum Hadersl- ev. íslendingar senda tíu kepp- endur á mótið og er um harðsnú- inn hóp að ræða miðað við Elo- stig hinna ungu skákmanna. Und- anfarin ár hefur íslensku kepp- endunum gengið mjög vel á NM i skólaskák og hafa þeir margir orðið sigurvegarar í sínum ald- ursfíokkum. Þeir sem að þessu Þetta er hópurinn sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fer í Danmörku 15. til 18. febrúar nk. ásamt fararstjórunum Ólafi H. Ól- afssyni og Árna B. Jónassyni. (Ljósm.: E.ÓI.) sinni taka þátt í mótinu (innan sviga Eló-stig): A-flokkur (f. 1964-67): 1. Hall- dór G. Einarsson, MH (2240), 2. Lárus Jóhannesson, MH (21609. B-flokkur (f. 1968-69): 1. Davíð Ólafsson, VÍ (2160), 2. Þröstur Þórhallsson, Hvassaleitisskóli (2155). C-flokkur (f. 1970-71): 1. Magnús Pálmi Örnólfsson, Garðaskóli (1690), 2. Arnaldur Loftsson, Hlíðaskóli (1685). D- flokkur (f. 1972-73): 1. Hannes H. Stefánsson, Fellaskóli (1880), 2. Þröstur Árnason, Seljaskóli (1670). E-flokkur (f. 1974 og síð- ar): 1. Héðinn Steingrímsson, Hvassaleitisskóli (1435), 2. Magnús Ármann, Breiðholts- skóli (stigalaus). Föstudagur 1. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.