Þjóðviljinn - 01.02.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.02.1985, Blaðsíða 6
Hestar FRÁ LESENDUM Þetta var ekki „Pidgin“ Einhver sem kallar sig Ragnar úr Seli fettir fingur út í viðtal við Ragnhildi Gísladóttur söngkonu, sem birtist hér í blaði fyrir skömmu. Ef átylla Ragnars úr Seli væri sú að minna fólk á mál- vendni í bréfi sínu væri harla fátt við það að athuga, en stíll hans ber keim af fyrirlitningu og for- dómum. Finnst Ragnari sem íslenskri tungu sé stórum misboðið og rennir jafnvel ígrun að Ragnhild- ur tali alls ekki íslensku heldur málgerð sem líkist Pidgin English og „þykir, málfræðilega séð, heldur ómerkilegt fyrirbæri“. - Þykir hverjum ómerkilegt? Þeir sem til þekkja vita að Pidgin á sér sögu, sem er ekki ómerkari en saga tungumála yfirleitt, en flest tungumál eru tilviljunar- kennd í eðli sínu og eiga rétt á sér. Sjálft orðið, Pidgin, er talið til komið af framburði Kínverja á enska orðinu buisiness, og er rót- ar Pidgin-tungu að leita til Suðaustur-Asíu, Malasíu og Vestur-Afríku (eins og Ragnar veit). Á þeim slóðum dreif kaup- menn víða að, mælendur ólíkrar tungu mættust, sóttu vörur og seldu aðrar og varð tungumálið Pidgin til við þau tækifæri sem viðleitni til samskipta. Pidgin enska, sem tungumál Ragnhildar á að líkjast, er þá enska í bland við afrísku, kín- versku ofl. tungumál austræn, hún er töluð af innflytjendum frá Asíu og Afríku í Englandi og ekki alls fyrir löngu var gefin út Pidgin-orðabók fyrir áhugasama. Ragnar úr Seíi hefur þannig áhyggjur af því, að íslenskan sé að verða fyrir áhrifum af hinni heimsfrægu alþjóðatungu Pidgin- ensku, auk einnar skelfilegrar dönskuslettu (sem mér að vísu sýndust vera tvær...). Maður fær þá tilfinningu við lestur bréfsins að Ragnar sé fullur hleypidóma í garð dægurtón- listarfólks, jafnvel sérstaklega af kvenkyni, því svo er hann ákveð- inn um forheimskandi áhrif enskrar tungu á Ragnhildi að hann telur hana ófæra um að sletta dönsku án hjálpar blaða- manns (sem í þessu tilfelli var að vísu kona....). Útlensk orð og nöfn yfir er- lendar hugmyndir eða hluti eru tíð í mörgum starfsgreinum, hvort sem um er að ræða t.d. bfla- viðgerðir, tónlist eða ýmsar vís- indagreinar. T.d. eru orð eins og músík og konsert viðurkennd í ís- lensku og hlægilegt að orða þau við slangur. Af öðrum orðum sem Ragnhildur gerir sig „seka“ um að nota má nefna að present- era, fíla, meika og bömmer eru öll skýrð í hinni auknu og bættu Orðabók Menningarsjóðs, enda þau 3 síðasttöldu föst í nútíma slangri, hversu langlíf sem þau nú verða. Þá eru ótaldar sletturnar prófessjónal, prójekt, opplevelse og heví og fara kannski fyrir brjóstið á mörgum. En hvers vegna eru aldrei gerðar athuga- semdir við notkun erlendra orða í greinum stjórnmálalegs eðlis? Annars er ég hrædd um að Sels-Ragnar hafi hlaupið örlítið á sig hvað varðar upptalningu hans á slangurorðum Ragnhildar, eða hvað er að því að stytta hið alís- lenska orð segulband í band? Lára Blikkiðjan Iðnbúö 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboö SÍMI 46711 Tilkynning S™ til skattgreiðenda Dráttarvextir vegna vangreiddra þinggjalda verða reiknaðir að kvöldi mánudagsins 4. febrúar n.k. Vin- samlegast gerið skil fyrir þann tíma. Fjármálaráðuneytið LANDIÐ Verslun Allsstaðar sama verð Um áramótin kom til framkvæmda sú tilhögun að allar vörur Mat- vörudeildar SÍS séu sendar kaupfélögunum án þess að þau þurfi að greiða af þeim flutningsgjald. Verslunar- og Skipadeild hafa haft um þetta samvinnu. Vörurnar verða ýmist fluttar með bifreiðum eða skipum, eftir hent- ugleikum. Frá og með síðustu áramótum njóta því neytendur út um land nákvæmlega sömu kjara um verð á matvörum og neytendur á höfuðborgarsvæðinu. - mhg Gjöf Samvinnuskólanum gefið land Hinn 1. des. sl. gáfu eigendur jarðarinnar Hreðavatns í Borgarfirði Samvinnuskólanum í Bifröst landið, sem skóiinn stendur á. Er gjöfin gefin í minningu Sigurlaugar Daníelsdóttur og Kristjáns Gestssonar, fyrrverandi eigenda og ábúenda á Hreðavatni. Landið, sem er um 18 ha, hefur Sambandið haft á leigu allmörg undanfarin ár. Með þessari höfðinglegu gjöf er skólanum tryggt jarð- næði um ókomna framtíð. - mhg Namm namm „Allt með osti og smjörí“ Skömmu fyrir jólin sendi tilraunaeldhús Osta- og smjörsölunnar frá sér bækling, með mörgum úrvals uppskriftum. Skiptist hann í fimm kafla: blandað góðgæti, forréttir, aðalréttir, eftirréttir, kökur og tert- ur og smáréttir. Alls eru í bæklingnum 35 uppskriftir af mismunandi réttum og kökum. Nafn þessa nytsama rits er „Allt með osti og smjöri". Verðið er kr. 20. Bæklingurinn á að vera fáanlegur í öllum helstu matvöru- verslunum landsins. - mhg SÍS-frystihúsin Frysting tvöfaldast á 10 ámm Heildarmagn allra frystra sjávarafurða hjá Sambandsfrystihúsun- um árið 1984 varð 46.545 tonn, 6.765 tonnum eða 17% meira en árið á undan, að sögn Sigurðar Markússonar, framkvæmdastjóra. Frysting botnfiskafurða hefur aukist um 15%, þar af þorskafurða um 29% og grálúðuafurða um 32%. Þessi aukning í frystingunni gerist á sama tíma og nokkur samdráttur verður í botnfiskafla landsmanna. Samkvæmt skýrslum Fiskifélagsins varð heildarbotnfiskaflinn 551.500 tonn, eða 6,3% minnkun. Heildarþorskaflinn varð 274.500 tonn, minnkaði um 4,6% Síðastliðin 10 ár hefur frysting Sambandsfrystihúsanna meir en tvö- faldast. - mhg SÍS-verksmiðjurnar Ljós, gróður, málning Sambandsverksmiðjurnar á Akureyri og allt umhverfi þeirra hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarin ár. Öli verksmiðjuhúsin hafa verið máluð Ijósum litum, lóðin grædd, hafin mikil skógrækt og á 60 ára afmæli Iðnaðardeildar var afhjúpaður koparskjöldur til minning- ar um mikið starf á liðnum árum. Lýsing á malbikuðum útisvæðum hefur verið stóraukin. Ber þar mest á upplýstum skorsteininum, sem var endurbyggður í sumar og rís nú rúma 20 meta yfir nálæga byggð. Nú um jólin var ljósum prýddu jólatré verksmiðjanna komið fyrir á austurkanti lóðarinnar við Gler- árgötu. - mhg Sjávarafurðadeild 19% aukning Útflutningur frystra afurða hjá Sjávarafurðadeild á árinu 1984 nam 47.161 tonni. Er það 19% meira en árið áður. Um 42% aukning varð á útflutningi frystra botnfiskafurða til Bret- lands. Útflutningur til Bandaríkjanna jókst lítillega en til Sovétríkj- anna jókst salan um 14%. Á öðrum mörkuðum varð aukningin þó enn meiri. Þar vega Japan og Kórea þyngst, en þangað seldi Sjávarafurða- deild 2.440 tonn af frystum botnfiskafurðum. Uppistaðan í þeirri sölu var heilfrystur karfi, karfaflök og heilfryst grálúða. - mhg SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. febrúar 1984 Heims- sýning r i Þýska- landi í Essen í mars Um langt árabil hefur, annað hvert ár, verið haldin í Essen í Þýskalandi einskonar heimssýn- ing á öllu, sem snertir hesta og hestamennsku. Hefur þáttur ís- lenska hestsins orðið þar æ við- ameiri. í ár verður sýningin haldin í mars og stærri í sniðum en nokkru sinni fyrr. Búist er við um 200 þús. hestaunnendum hvaða- næva úr heiminum. Sýningar- svæðið er um 66 þús. ferm. Þarna hópast saman hestamenn, tamn- ingamenn, reiðtýgjaframleið- endur, fóðurvörukaupmenn, dýralæknar og aðrir áhugamenn. Alla vikuna standa yfir vörusýn- ingar og margþættar hestasýning- ar. Þau atriði, sem í lj ós kemur að mest hafa heillað áhorfendur, verða endursýnd. íslenski hestur- inn hefur ávallt, fyrir margra hluta sakir, vakið mikla athygli á þessum sýningum. Samvinnuferðir-Landsýn efna til hópferðar á sýninguna. Farar- stjóri verður Hjalti Jón Sveins- son, ritstjóri Eiðfaxa. - mhg Sjötugur í dag öiviT Karlsson Sjötugur er í dag Ölvir Karls- son bóndi í Þjórsártúni. Ölvir er eyfirskrar ættar en flutti ungur til Suðurlands og hefur verið bú- settur þar síðan. Ölvir í Þjórsártúni hefur verið góður bóndi og einstök fé- lagsmálahamhleypa. Hefur hann gegnt flestum þeim félagslegu trúnaðarstörfum, sem fyrirfinn- ast í sveit og sýslu. Hann var fyrsti formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, hefur gegnt stjórn- arstörfum í Sambandi íslenskra sveitarfélaga og í Lánasjóði sveitarfélaga. Samvinnumál hef- ur Ölvir jafnan látið mjög til sín taka. Hefur það rúm jafnan þótt vel skipað þar sem Ölvir Karlsson er fyrir. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.