Þjóðviljinn - 01.02.1985, Side 7
- Og eftir - ómálaður, snyrtilegur og alvarlega þenkjandi?
göngu, því hann gekk í Búdda
klaustur í Skotlandi, þó ekki hafi
hann strengt nein klausturheit.
Síðar sneri hann sér að leiklist,
tók þátt í látbragðsleikjum og lék
ýmis smáhlutverk.
Árið 1970 kynntist Bowie hinni
amerísku Angelu Barnett ( Ang-
ie) og kvæntist henni stuttu síðar.
Ári síðar fæddist þeim sonur, er
hlaut nafnið Zowie Bowie.
Ziggy Stardust
Árið 1971 vann Bowie hörðum
höndum að því að skapa sér vissa
ímynd, og árið 1972 lýsti hann því
yfir að hann væri kynvilltur.
Skapar hann síðan rokk stjörn-
una Ziggy Stardust og með henni
tókst honum að slá í gegn. Á
hljómleikum birtist hann með
appelsínugult hár, málaður og
íklæddur furðufötum, og með því
tókst honum að valda ýmist
hneykslan eða aðdáun, bæði í
Englandi og Ameríku. Platan
Ziggy Stardust seldist í
milljónum eintaka og lagið
„Starman" varð feikivinsælt.
Eftir fyrstu hljómleikaferð sína
til Bandaríkjanna gaf Bowie út
plötuna „Aladdin Sane“ sem er
eins konar dagbók um ferðina, og
skaust lagið „Jean Genie“ af
þeirri plötu upp í annað sæti
breska vinsældalistans. Textinn í
því lagi er um einn besta vin
Bowe, Iggy Pop samdi hið fræga
lag „China girl“, auk lagsins
„Tonight" og ótal fleiri laga.
Árið 1973, eftir 60 daga hljóm-
leikaferðalag, tilkynnti Bowie að
hann myndi aldrei framar koma
fram á sviði. Hann gaf þó út
plötur af miklum krafti, og eru
margar bestu plötur hans frá
þeim tíma (1973-76). Einnig vann
hann að því að gera söngleik eftir
sögu George Orwell „1984“. Ek-
kja Orwells neitaði honum um
útgáfuréttinn og varð því úr að
Framhald á bls. 8
David Robert Jones,
fæddur 8. jan 1947 í
London.
Fyrir hamskiptin - appelsínugult hár, málaður og í furðufötum.
Bowie í sjónvarpið
Eyþór hringdi og sagði: Mér Þó Glœtan sé ekki sjónvarpið
finnst að sjónvarpið eigi að sýna vill hún leggja sitt af mörkum og
þætti David Bowies. Hann er æðis- birtir því ævi- og tónlistarsögu
lega góður söngvari og sjónvarpið Bowie með von um að Eyþór og
sýnir alltof lítið af honum. aðrir hafi gagn og gaman af.
Hann fór að leika á saxafón 12
ára og 3 árum síðar þegar hann
útskrifaðist úr gagnfræðaskóla
var hann þegar byrjaður að spila í
ýmsum smá „grúppum“, svo sem
The King Bees og David Jones
and the Buzz.
Árið 1966 hafði David Jones
breytt nafni sínu í Bowie (borið
fram ,,bóí“) til þess að forðast
það að fólk færi mannavillt á hon-
um og David Jones söngvara
(mæmara) hljómsveitarinnar
Monkees.
1967 gerir Bowie samning við
plötuútgáfufyrirtækið London/
Deram. Margar litlar plötur
Bowie komust á vinsældalista á
Bretlandi, s.s. „Love you till
Thuesday“ og „The Laugh ing
Gnome“. Bowie hafði þó ekki
helgað sig poppmúsíkinni ein-
Vinsældalistar Þjóðviljans
Fellahellir 1. ( 2) Sexcrime- Eurythmics 2. ( 1) Forever Yourtg- Alphaville 3. ( 6) Búkalú - Stuömenn 4. ( 7) Everything She Wants- Wham 5. ( 5) Like a Virgin - Madonna 6. ( 3) Power of Love- Frankie goes to Hohywood 7. ( 4) Sounds like a Melody- Alphaville 8. (11) Love is Love- The Culture Club 9. (12) Fresh - Cool and the Gang 10. (15) The Chauffeur- Duran Duran Rás 2 1. ( 1) Everything she wants- Wham! 2. ( 2) Sexcrime- Eurythmics 3. ( 4) Búkalú - Stuðmenn 4. ( 3) Húsið og ég- Grafík 5. (16) 1 want to know what love is - Foreigner 6. ( 5) 16- Grafík 7. ( 8) Like a Virgin - Madonna 8. (10) Easy lover- Philip Bailey 9. ( 7) Heartbeat- Wham! 10. ( 6) One night in Bangkok- Murray Head Grammió 1. ( 8) Gold Diggers - Lindsay Cooper 2. ( 2) Lili Marlene - Das Kapital 3. ( 3) The Walking Hours- Dalis Car 4. ( -) Stop Making Sense - Talking Heads 5. ( 1) Aural Sculpture- The Stranglers 6. ( 7) The Eye- Kukl 7. (10) The Cure Live- The Cure 8. ( 9) Get ég tekið cjéns- Grafík 9. ( -) Outburst- The Nomads 10. ( -) Litla hryllingsbúðin