Þjóðviljinn - 01.02.1985, Page 9

Þjóðviljinn - 01.02.1985, Page 9
Sagan af því hvemig Duran Duran sló í gegn Á þeim dýrðlega degi 20. júní 1960 kom storkurinn yfir húsa- þökin. Hann bar í gogginum lak með nýfæddu barni með brún augu og augljós merki þess að það (barnið) var karlkyns. Hann lengi örugglega í húsa- sundi nokkru í borginni Birming- ham á Englandi og skildi lakið eftir ásamt innihaldinu, hágrenj- andi á tröppunum á húsi nr. 3. Ekki ganga fleiri sögur af því, en örlögin réðu því að tveimur árum seinna, í sömu borg, nánar til tekið 8. júní kom þessi sami storkur fljúgandi, orðinn æði el- liær. Bar hann í gogginum lak með gróft til tekið samskonar innihaldi og skildi það eftir nokkrum húsum neðar í götunni. Eins og áður vakti frekjulegur gráturinn athygli íbúanna. Petta barn var síðar skírt Nick Rhodes. En víkjum aftur að húsinu nr. 3. Þar sprangaði um gólf lítill, tveggja ára snáði og hafði spurst út um hverfið hvurslags afdæma frekja barnið ætlaði að verða, nafn hans var John Taylor. Þessir tveir snáðar ólust upp svo að segja ofaní hver öðrum, því að| fjölskyldur þeirra voru vinafólk (það má svo sem flokka þetta samband undir vináttu, þó að þaðj séu ekkert nema kaffibollar og| kjaftasögur....). ☆ Jæja, þessir tveir pattar byrj- uðu ungir að góla með í hvert skipti sem Bítlarnir görguðu í út- varpið. Þeirra æðsti draumur var að slá í gegn og feta í fótspor Bíti- anna, strax í gagnfræðaskóla byrjuðu þeir að glamra á kassa- gítarinn gamla, sem var í eigu systur Johns. Seinna bættist svo við græjurnar gamall píanógarm- ur sem var í eigu fjölskyldu Nicks. Svo að við förum hratt yfir sögu, urðu þetta ungir menn, eins og gengur og gerist, og fóru menn að stunda stíft svokölluð partí, sem voru þá mjög í tísku. I einu slíku partíi hittu þeir kornungan mann dökkhærðan með blá augu, sem að eigin sögn hafði pínt móð- ur sína og aðra ættingja, með glamri á niðursuðudósir frá unga aldri. Þetta var höggþétt, og var hann ráðinn á stundinni til reynslu, þessi kornungi maður hét því hljómfagra nafni Roger Taylor. Hann reyndist vel hvað höggin varðaði og varð fast- ráðinn sem einn af grúppunni sem var síðan skírð Duran Duran í höfuðið á einni af sögupersón- um kvikmyndarinnar Barbarella. ☆ Jæja, þessir ungu menn fóru nú á útstáelsi og voru á höttunum eftir gítarleikara sem passaði inní myndina. I enn öðru partíi duttu þeir ofan á ungan mann sem kynnti sig sem Andy Taylor, og sagðist sá vera liðtækur gítar- leikari. (Ja, þau geta verið gagn- leg þessi partí!) Þessir fjórir örkuðu í átt að næsta skemmtistað, þar sem þeir byrjuðu að belgja sig út af monti, af þeirra alkunnu snilld, og sögðust vera góð grúppa. (Sem þeir voru auðvitað ekki.) Staður- inn var í eigu bræðra nokkurra sem hétu Harrows, og var staður- inn kenndur við þá. Þeir heyrðu í ungu mönnunum uppá skrifstofu og létu senda þá á sinn fund. Ein- hvern veginn atvikaðist það að þeir fengu inni fyrir smátónleika á skemmtistað þessum (Ekki spyrja mig hvaða galdra þeir not- uðu!) Spiluðu þeir í nokkurn tíma við góðar undirtektir veitinga- húsgesta. En einn góðan veður- dag stóðu þeir frammi fyrir þeirri ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9 náköldu staðreynd, að það vant- aði söngvara, til að fullkomna þetta annars ágæta sköpunar- verk. Þeir þræddu partíin að nýju, og tróðu á tám óteljandi ungra manna, en það gerði ekkert gagn fyrir utan nokkur glóðaraugu og marðar tær á hljómsveitarmeð- limum. Þá kom Roger hinn ungi með þá hógværu tillögu að aug- lýsa í blöðunum eftir söngvara, maðurinn er jú þekktur hug- myndaflugmaður. Ekki gekk þetta upp þótt tillagan væri af- burða góð. Gaf sig þá fram í sviðsljósið barstúlka ein, er vann á skemmtistaðnum umrædda. Sú sagðist þekkja gaur sem gæti galað. Sagði hún hann fyrr- verandi kærasta sinn svo að hún ætti að geta talað af reynslunni. Þetta var meira í djóki en alvöru, en Taylorarnir þrír, og Rhodes- inn töldu þarna bjargað í horn og tóku hana á orðinu. Og daginn eftir mætti semsagt gæinn, ungur maður með speglagleraugu, í bleikum hlébarðabuxum, í leð- urjakka og á hælaháum skóm... Við erum nú dáldið sætir! Hann kynnti sig sem Simon Le- bon. Þeir hugsuðu með sér „fjand- inn, hann getur ekki heitið Le- bon“. Sú var nú samt raunin, og hann var ráðinn á stundinni. Framhaldið þekkja flestir, draumurinn rættist. ÞEIR SLÓGU í GEGN!!!!!! (Ég bara skil ekki hversvegna!) Höfundar eru tveir hógværir aðdáendur DURAN DURAN, þær Hjördís Davíðsdóttir og Þorbjörg M. Ómarsdóttir, Þróttheimagellur. Stóri vinningurinn? Já, sá stærsti! Ef allir teldu rétt og samviskusamlega fram og greiddu skatta af raunveru- legum tekjum, gætu skattaálögur lækkað um tvo milljarða króna, miðað við óbreytt fjárlög. Og aukavinmngurínn: Jafnari og réttlátari skattbyrði. Ef reiknað er með að skattsvik á íslandi séu hlutfallslega jafnmikil og í nágrannaríkjum okkar má búast við að vangreiddir skattar og gjöld á árinu 1985 verði á bilinu 1,7 - 2,0 milljarðar. Það er full ástæða til að velta fyrir sér hvar þessir fjármunir munu lenda og hversu mikið kæmi í hlut hverrar fjölskyldu á landinu í lækkuðum sköttum ef þeir skiluðu sér. Það væri nógu gam- an að vita hvað vinningslíhumar yrðu mihlar hjá Eiríhi , frænda! FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsingaþjónustan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.