Þjóðviljinn - 01.02.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 01.02.1985, Side 15
ÍÞRÓTTIR Körfubolti Yfirburðir Haukar unnu auðveldan sigur á IS í úrvalsdeildinni í gærkvöldi í líflausum leik þar sem úrslitin réðust í fyrri hálf- leik. Haukar höfðu þá náð 33 stiga forystu sem Stúdentum tókst að minnka niður í 26 stig fyrir leikslok, lokatölur 94-68. Þeir Pálmar Sigurðsson og Ólafur Rafnsson voru bestir í Haukaliðinu og þá var Hálfdán Markússon skæður í fyrri hálfleik. Þeir Guðmundur Jóhannsson, Valdemar Guðlaugsson og Arni Guð- mundsson voru í aðalhlutverkinu hjá ÍS. Stig Hauka: Pálmar 25, Ólafur og Hálf- dán 16. Eyþór Árnason 10, og Henning Henningsson 10, Ivar Webster 7, Sveinn Sigurbergsson 6 og Kristinn Kristinsson 4. Stig ÍS: ÁRni 17, Guðmundur 15, Vald- emar 14, Ragnar Bjartmarz 8, Helgi Gúst- afsson 5, Björn Leósson 3, Eiríkur Jóhann- esson og Þórir Þórisson 2. -Frosti Helgar- sportið Handbolti Vegna landsliðsferðarinnar er ekkert leikið í 1. deild karla en í 1. deild kvenna og 2. deild karla eru leiknar heilar umferðir. í 1. deild kvenna leika í kvöld ÍBV-FH í Eyjum kl. 20 og Þór-Fram á Ak- ureyri kl. 21.15. Á sunnudag leika Valur og KR í Höllinni kl. 13.30 og Víkingur-ÍA í Seljaskóla kl. 15.15. Þór A. og Ármann leika á Ak- ureyri í 2. deild karla í kvöld kl. 20. Á morgun leika á sama stað KA og Ármann kl. 14 og á sama tíma hefst viðureign Hauka og HK í Hafnarfirði. Fylkir og Fram leika síðan í Seljaskólanum kl. 14 á sunnudag. Körfubolti Aldrei þessu vant verður leikið í Laugardalshöllinni og þar eru tveir leikir á sunnudagskvöldið. ÍR og KR Ieika kl. 19 og á eftir,, eða kl. 21, mætast Valur og Njarðvík. f 1. deild kvenna leika UMFN og Haukar í Njarðvík kl. 21.30 á sunnudag og tveir leikir fara fram í 1. deild karla. Grinda- vík og Keflavík mætast í Njarðvík kl. 13.30 á laugardag og Laugdæl- ir leika við Fram á Selfossi kl. 14 á sunnudag. Borðtennis Reykjavíkurmótið 1984 fer fram á morgun, laugardag, en því hafði áður verið frestað framyfir áramótin. Það verður haldið í Laugardalshöllinni og hefst kl. 13 með einliðaleik stráka. Einliða- leikur stúlkna og „old-boys“ hefst kl. 14 og tvenndarkeppni ung- linga kl. 16. Loks heft síðasta lotan kl. 17 - þá eru á dagskránni tvíliðaleikur „old-boys“, stúlkna og stráka. Ekki verður keppt að þessu sinni í karla- eða kvenna- flokki vegna keppnisferðar lands- liðsins til Danmerkur en sú keppni verður haldin síðar. Dreg- ið verður í fundarherbergi BTÍ kl. 10 í fyrramálið. Skíði Bikarkeppni SKÍ í göngu og stökki hefst á Siglufirði á morgun, laugardag. Þar er keppt í flokkum fullorðinna og unglinga. Keppni í alpagreinum átti að fara fram á Húsavík og Akureyri en hefur Þerið frestað um eina viku vegna snjóleysis. Blak Þrír leikir á íslandsmótinu fara fram í Hagaskóla á sunnudaginn. Þróttur og Víkingur leika í 1. deild kvenna kl. 13.30 og kl. 15 mætast sömu félög í 1. deild karla. Kl. 16.30 leikasíðan ÍSogHKíl. deild karla. Júdó Afmælismót JSÍ, seinni hluti, fer fram í íþróttahúsi KHf á morg- un, laugardag, og hefst kl. 15. Keppt verður í opnum flokkum karla og kvenna og þyngdarflokk- um unglinga. Badminton Kvennamót TBR, innanfélags- mót, fer fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog á morgun. f KR- heimilinu fer fram KR-mótið í tvíliða- og tvenndarleik. Jón Hjaltalín ,4lmennt jákvæðii" Tillaga íslands um Evrópukeppni landsliða fékk góðar undirtektir á þinginu í Israel „Þetta er eitt áhugaverðasta þing sem lengi hefur verið haldið og margt athyglis- vert kom þar fram. Mikið var rætt um undankeppni fyrir ? Ólympíuleika og heimsmeistaramót og áhersla lögð á að henni verði breytt þannig að meira verði leikið heima og heiman. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur íslendinga, hér hafa engir alvörulandsleikir farið fram í áratug eða svo,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann kom í fyrrakvöld heim frá ísrael þar sem hann sat þing handknattleikssambanda í Vestur- Evrópu. „Norðurlöndin voru sérstaklega hlynnt þessari breytingu á undankeppninni og þetta mál verður skoðað nánar í sérstök- um vinnuhópum og vonandi verður tekin ákvörðun í þessu efni á næsta þingi, 1986. Við lögðum fram tillögu um að komið yrði á fót Evrópukeppni landsliða, eins og tíðkast í knattspyrnunni, þar sem leikið yrði heima og heiman og sú keppni yrði tengd Ólympíuleikum og HM. Menn voru almennt jákvæðir gagnvart þessu á þing- inu,“ sagði Jón. Hann sagði ennfremur að stefnt væri að stofnun sérstakt Evrópu- sambands og lögð væri áhersla á að Austur-Evrópuþjóðir yrðu þar með. „í Ameríku, Afríku og Asíu hafa verið stofnuð mjög sterk álfusambönd og Evr- ópuiöndin verða að sameinast um siíkt samband", sagði Jón. í lok þingsins bárust til ísrael úrslit í 8-liða úrslitunum í Evrópumótunum. ís- land og Spánn eru einu þjóðirnar sem eiga tvö lið eftir í undanúrslitum mótanna þriggja og var greinilegt að frammistaða íslensku liðanna vakti mikla undrun og athygli þingfulltrúa, að sögn Jóns. - VS Tapleikur Stórt stökk Vantaði einbeitingu en Frakkar geysisterkir Handbolti Blikamir áfram Breiðablik vann Hauka 24:23 í bikarkeppni karla í handknatt- leik í fyrrakvöld. Blikarnir mæta því hinu öfluga „landsliði“ Vals, b-liðinu í 16-liða úrslitum. Nú er ljóst hvaða félög mætast í 16-liða úrslitunum og eru þau eftirtalin: Týr-HK Fram-Víkingur Ármann-Valur A Reynir S.-Þróttur FH-KR IBK-Fylkir Valur B-Breiöablik Grótta-Stjarnan Blak ÍS með bestu stöðu ÍS stendur best að vígi i 1. deild kvenna í blaki eftir 3:0 sigur á Breiðabliki í fyrrakvöld. Þessi lið berjast um mcistaratitilinn og þetta var annað tap Breiðabliks en ÍS hefur tapað einum leik. ÍS vann Víking 3:1 í 1. deild karla og Þróttur sigraði Fram 3:0. í bikarkeppni karla um síðustu helgi vann HK Víking 3:2 og Þróttarar unnu Fram 3:2 Pálmar Sigurðsson var í gær útnefndur Iþróttamaður Hafnarfjarðar 1984. Pálmar er landsliðsmaður í körfuknattleik og frábær árangur hins unga liðs Hauka undanfarið er ekki síst honum að þakka. Hann varð sl. vetur stiga- hæstur I úrvalsdeildinni og úrslitakeppninni og er nú annar stigahæsti leikmaður deildarinnar. Mynd.: E.ÓI. Ítalía Juventus nálgast Juventus færðist nær efstu liðum ítölsku 1. deildarkeppninnar í knatt- spyrnu í fyrrakvöld með því að sigra Lazio 1-0. Franski snillingurinn Mic- hel Platini skoraði eina mark leiksins. Juventus hefur 20 stig og er í 6. sæti en Verona er efst með 25 stig. Knattspyrna Aöalsteinn til baka Víkingar hafa endurheimt Að- alstein Aðalsteinsson sem hætti að leika með liðinu i fyrrasumar og gekk til liðs við KR. Hann skipti það seint yfir í KR að hann náði ekki að leika einn einasta leik með liðinu i 1. deildarkcppninni í knattspyrnu og gerir það vart héðan af. Mikill styrkur fyrir Víkinga sem hafa misst annan sterkan miðjumann, Ómar Torfason, yfir í Fram. stööunni í 8-6, íslandi í hag. Frakkar gerðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddu 11-10 í liléi. ísland náði að komast yfir um miðjan seinni hálfleik, síðast 15-14, en lokakaflinn var slæmur og Frakkar tryggðu sér sigur. Við ræddum við Jón H. Karls- son, fyrrum landsliðsmann og nú- verandi formann landsliðsnefnd- ar, og gefum honum orðið: „Strákarnir voru ekki nógu einbeittir í kvöld og sérstaklega var stökkið hjá Kristjáni Arasyni stórt eftir 15 mörkin gegn Ung- verjum. Það var greinilegt að hann átti ekki að komast upp með neitt, svissnesku dómararnir gáfu honum gult spjald fyrir að yppa öxlum eftir 45 sek. og síðan var hann tekinn úr umferð allan leikinn. Páll Ólafsson tók við að- alhlutverkinu og lék frábærlega en var óheppinn með skot. Það er greinilegt að það þarf að þróa betur okkar leikaðferrð þegar Kristján er tekinn úr umferð en samæfingin er lítil sem engin enn- þá. Við eigum líka ár til stefnu en Frakkamir eru í toppæfingu - þeir eru að fara í B-keppnina eftir mánuð og þetta er sterkasta franska landslið sem ég hef séð. Síðustu 12 mínúturnar voru eyði- lagðar af svissnesku dómurun- um, skemmdu konfektmolunum. Þeir voru kannski ekki hlutdrægir en voru virkilega slakir og létu viðgangast ljót brot gagnvart ís- lensku leikmönnunum. Þetta fór í skapið á þeim og það gerði gæfu- muninn í lokin. Heppnin var ekki á okkar bandi, 3 víti fóru forgörð- um og liðið átti ein 8 stangarskot. En, við erum hér fyrst og fremst til að læra, við erum í skólaferð. Við höfum fengið á okkur sterkar pressuvarnir, sérstaklega í kvöld, og þurfum að vera viðbúnir þeim. Annað kvöld er leikið við Israel og þar verður ekki samþykkt annað en sigur“, sagði Jón H. Karlsson. Mörk Islands: Páll Ólafsson 7, Þorbergur Aöalsteinsson 3, Kristján Arason 3, Þorgils Dttar Mathiesen 1, Alfreö Gíslason 1 og Jakob Sigurösson 1. _ yc Sigurður í heimsliðið? Eitt mark síðasta korterið í Villafrance í gærkvöldi og ísland mátti þola 19-16 ósigur gegn Frökkum í Tournoi de France keppninni í handknattleik. Svo sannarlega stórt stökk frá hinum glæsilega sigri á Ungverjum í fyrrakvöld. Handbolti Sigurður Gunnarsson, sem nú leikur með Koronas Tres De Mayo frá Spáni, hefur verið út- nefndur sem varamaður í heimsliðinu í handknattleik sem mætir Dönum þann 20. apríl. Leikurinn fer fram í tilefni af 50 ára afmæli danska handknatt- leikssambandsins. Þessir voru valdir í heimsliðið: Morten Stig Christiansen, Dan- mörku, Andreas Thiel, Arnulf Meffle og Erhard Wunderlich, V. Þýskalandi, Ingolf Wiegert og Gúnther Wahl, A. Þýskalandi. Peter Kovacs, Ungverjalandi, Waszkiewicz, Póllandi, Vasile Stinga, Rúmeníu, Max Schár, Sviss, Claes Hellgren, Svíþjóð, Schewzow og Oleg Gagin Sovétr- íkjunum og Mile Isakovic, Júg- óslavíu. Varamenn eru Sigurður Gunnarsson, Mogens Jeppesen, Danmörku, Kotrc, Tékkóslóvak- íu og Veselin Vukovic, Júgósla- víu. Ef einhver af 14 aðalmönn- unum forfallast verður kallað á varamennina og Sigurður á því ágæta möguleika á að öðlast þann heiður að leika með heimsliðinu í handknattleik. -VS Sigurður Gunnarsson Frakkar voru yfir framn af en fjögur íslensk mörk breyttu Föstudagur 1. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.