Þjóðviljinn - 01.02.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.02.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Fðstudagur 1. febrúar 1985 26. tölublað 50. árgangur DJOÐVIUINN Nesjavellir Endast í 10 til 15 ár Davíð Oddsson borgarstjóri: Kostnaður uppá 4 miljarða Neytendur borga. Hitaveitustjóri: Gömlu svœðin fullnýtt og að lokum komin. Aœtlanir um Nesjavelli gera ráð fyrir verulegri útþenslu á Reykjavíkursvœðinu Aætlun Hitaveitu Reykjavíkur um vatnsþörf í borginni næstu áratugi miðast við að húsrými aukist með sama hraða og undan- farna þrjá til fjóra áratugi, um tæp 4% á ári. „Við höfum ekkert annað að byggja á“, sagði Jó- hannes Zoega hitaveitustjóri við Þjóðviljann í gær. í samtölum Þjóðviljans við hitaveitustjóra og borgarstjóra kom fram að þeir telja núverandi orkusvæði Hita- veitunnar þegar nýtt. „Það er bágt að segja um hve- nær Nesjavallavirkjun yrði fullnýtt“, sagði hitaveitustjóri, „en ef byggingarhraði verður Avegum Lýsi hf. er nú verið að gera tilraunir með nýtingu á beinhákarli. Eru uppi áform innan fyrirtækisins um fram- svipaður í Reykjavík og að und- anförnu ætti til dæmis 400 mega- watta virkjun að endast okkur til 1995 eða 2Q00“. Jóhannes sagði að engar vonir stæðu til að sú skýrsla sem nú er verið að skrifa um Mosfellssvæðið breyti miklu. Hitaveitumenn væru vissir um að á næstu árum og áratugum yrði „brennandi þörf“ fyrir meira jarðhitaafl og -orku en nú er til reiðu í Reykjavík, og væru Nesja- vellir líklegasta öflunarsvæðið. Miklar framkvæmdir nú við Nesj avelli byggðust á því að Hita- veitunni hefði verið „haldið niðri með tekjur og rannsóknir allan leiðslu á olíu sem heitir squalin úr lýsi hákarlsins, auk þess sem til- raunir hafa verið gerðar til þess að nýta ugga þessa risaflsks og síðasta áratug, frá 1972“. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði ekkert benda til að drægi úr fjölgun í Reykjavík á næstunni. A síðustu tveimur árum hefði íbúum fjölgað um 4-5000 og orkuspá væri byggð á verulegri aukningu næstu áratugi þótt menn vonuðu að hún yrði ekki einsog undanfarin ár. Enginn vafi væri í hugum manna um að Mos- fellssvæðið væri komið að lokum. Um framkvæmdir á Nesjavöllum nú sagði Davíð að hinn langi að- dragandi áður en endanleg ákvörðun er tekin stafaði af því að ekki ætti að haga vinnu- brögðum einsog við Kröflu- sporð, sem og skrápinn sem nota má til klæðagerðar eins og skinn. Baldur Hjaltason efnafræðing- ur hjá Lýsi hf. tjáði Þjóðviljanum að squalín-olían, sem þeir hafa unnið úr beinhákarlslifur, væri verðmæt feiti sem nota mætt í hvers kyns snyrtivörur jafnt og í sérhæfðan iðnað. Austurlandabúar, og þá eink- um Hong-Kong- og Singapore- búar, framleiða sérstakan rétt úr uggum og sporði beinhákarlsins, og sagði Baldur að þeir hefðu einnig áhuga á að gera tilraunir með framleiðslu hans. Þá eru uggarnir þurrkaðir og meðhöndl- „Það gefur auga leið að fyrr eða síðar koma þessir fjórir milj- arðar frá neytendum“, sagði borgarstjóri um kostnaðinn við Nesjavallavirkjun. Hitaveitu- stjóri sagði Þjóðviljanum að fjár- hagsáætlun 1984 hefðu fylgt laus- legar hugmyndir um fjáröflun til virkjunarinnar, og hefði þar ver- ið gert ráð fyrir að helmingur fjárins yrði tekinn að láni, en hinn helminginn greiddi Hita- veitan sjálf með umframtekjum og því fé sem fellur til við afskrift- ir, - og þá miðað við að halda sama raungildi í verðlagningu til neytenda. aðir með sérstökum hætti og þá ýmist matreiddir heilir eða upp- leystir í þráðaflækju sem líkist einna helst spaghetti. Hong- Kong flytur árlega inn um 2500 tonn af beinhákarlsuggum, og þykir þessi matur þar lostæti auk þess sem hann er talinn búa yfir dulrænum lækningamætti og er því dýr. Baldur sagði að einnig væri möguleiki á að súta húðina af þessari skepnu og vinna hana á svipaðan hátt og skinn, og væri þar um hugsanleg verðmæti að ræða. —ólg Reykinganámskeið Færrí komast að en vilja Ásgeir Helgason: Bjuggumst aldrei við þvílíkri þátttöku Við hættum að taka inn á nám- skeiðið þegar þátttakendur voru orðnir yflr 60. Áttum von á um 20 manns, sagði Ásgeir Helgason sem er að hefja 5 vikna námskeið á vegum Krabbameinsfélagsins fyrir þá sem ætla að hætta að reykja. „Við bjuggumst aldrei við því- líkri þátttöku. Símalínan hefur verið rauðglóandi. Nú tökum við einungis þá inn sem uppfylla skil- yrðin: að hafa áður reynt að hætta að reykja, að hafa reykt í a.m.k. 7 ár, eldri en25 ára. Þaðer geysimikil vinna í þessu nám- skeiði fyrir þátttakendur og undirbúningsvinnan fyrir tímana krefst þess að menn fari heilshug- ar í það“. Ásgeir sagði að svona nám- skeið hafi ekki verið haldið áður hér á landi. Það byggir á atferlis- greiningu, þannig að einstakling- urinn verði meðvitaður um hvaða þættir úr umhverfiu leiða til reykinganna og hvaða umhverfis- þættir draga úr lönguninni til að reykja. Þeim sem ekki komast á 5 vikna námskeiðið er bent á að drífa sig á 5 daga námskeið sem haldið er í Háskóla íslands á veg- um Bindindisfélagsins. -JP Ratsjárstöðvar Meiri- hluti ámóti Meirihluti íslendinga er and- vígur ratsjárstöðvunum sem bandaríski herinn og ríkisstjórn- in vilja koma upp hér á landi,. samkvæmt skoðanakönnun sem DV birti í gær. Fleiri taka afstöðu til þessa máls en alla jafnan við spurningar blaðsins. í DV í gær segir að 50,4% þeirra sem taka afstöðu séu and- vígir ratsjárstöðvunum en 49,6% séu þeim fylgjandi. 30,1% þeirra sem spurðir eru í könnuninni taka ekki afstöðu eða svara ekki. Spurningin var þannig orðuð: Ertu fylgjandi eða andvígur því að ratsjárstöðvar verði reistar á Vestfjörðum og Norð- Austurlandi? -óg DJÓÐVIUINN Áskriftarverð Þjóðviljans hækkar frá og með deginum í dag, 1. febrúar. Kostar mánaðar- áskrift nú kr. 330. Einnig hækkar auglýsingaverð úr kr. 180 dálsm í kr. 198. Verð í lausasölu verður óbreytt, virka daga kr. 30 og 35 kr. um helgar. Munið þorrablót ABR Miðapantanir í síma: 17500 -m Baldur Hjaltason efnafræðingur hjá Lýsi hf. með þurrkaðan sporð af beinhákarli og japanska neytendapakkningu af „beinhákarlaspaghetti". Þykir lostæti hjá kínverskumælandi Austurlandabúum. Nýjung llmvatn unnið úr hákaiii Lýsi hf. hefur unnið verðmœta olíu, squalín, úr beinhákarlslifur. Lostœti úrsporðum og uggumflutt tilAusturlanda

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.